Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 72
DAGBÓK 72 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Skel, Vigri og Örfirisey koma í dag. Fréttir Bókatíðindi 2001. Núm- er dagsins 21. des. er 76163 Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 12.45 dans, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Félagsmiðstöðin verður lokuð mánudaginn 24. desember. Jólasúkku- laði verður í dag og hefst kl. 14 með hátíð- arbingói, drengjakór Neskirkju kemur og syngur. Upplestur Gerður G. Bjarklind. Allir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíðastofan. Allar upplýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–12 bók- band, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerð, kl. 13 spilað í sal og glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum verður lokað til 8 janúar. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Áramótadansleikurinn verður laugardaginn 29. des. kl. 20:30. Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Ásadans og happdrætti. Dagskrá í Hraunseli hefst aftur á fullum krafti mánudaginn 7. jan. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12 sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16 s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14. brids. Op- ið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Ath. lokað verður sunnudaginn 23. des. næst verður opið sunnu- daginn 6. janúar og ekki verður spiluð vist mánu- daginn 24. des. en spilað verður mánudaginn 7. janúar. Félagsstarfið Furu- gerði. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, kl. 13.30 jóla- bíó og jólakaffi á eftir. Laugardaginn 22. des kemur Álafosskórinn í heimsókn kl. 19. Allir velkomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag opið kl. 9–16.30, spilasalur opinn frá há- degi, jólastemning í öllu húsinu. Veitingar í veit- ingabúð. Allir velkomn- ir. Opið milli jóla og ný- árs 27. og 28. des. Fimmtudaginn 3. janúar verður áramótaguðjón- usta í Bústaðakirkju kl. 14. á vegum Elli- málaráðs Reykjavík- urprófastdæma og Bú- staðarsóknar, mæting í Gerðubergi kl. 13.15, að messu lokinni verður ekið um borigna ljósum prýdda, skráning haf- inn. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband. Jólamarkaður verður í Gjábakka í dag föstu- daginn 21. des. frá kl. 11–14. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handavinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postu- lín. Fótsnyrting og hár- snyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14:30, dansað við lagaval Sig- valda, gott með kaffinu. Starfsfólk Vesturgötu 7, óskar gestum og vel- unnurum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. (Op- ið milli jóla og nýárs.) Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (um 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl. 15–17 á Geysir, kakó- bar, Aðalstræti 2. (Gengið inn Vesturgötu- megin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vest- mannabraut 23, s. 481- 1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúðvangi 6, s. 487- 5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund s. 486- 6633. Á Selfossi: í versl- uninni Íris, Austurvegi 4, s. 482-1468 og á sjúkrahúsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Ár- vegi, s. 482-1300. Í Þor- lákshöfn: hjá Huldu I. Guðmundsdóttur, Odda- braut 20, s. 483-3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga, fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Vík- urbraut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garðabraut 69, s. 422- 7000. Í Keflavík: í Bóka- búð Keflavíkur Penn- anum, Sólvallagötu 2, s. 421-1102 og hjá Íslands- pósti, Hafnargötu 89, s. 421-5000. Í Vogum: hjá Íslandspósti b/t Ásu Árnadóttur, Tjarn- argötu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, s. 565-1630 og hjá Pennanum – Ey- mundsson, Strandgötu 31, s. 555-0045. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu LHS, Suð- urgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16, s. 552- 4045, hjá Hirti, Bón- ushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561- 4256. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Á Akranesi: í Bóka- skemmunni, Stillholti 18, s. 431-2840, Dalbrún ehf., Brákarhrauni 3, Borgarnesi og hjá Elínu Frímannsd., Höfða- grund 18, s. 431-4081. Í Grundarfirði: í Hrann- arbúðinni, Hrannarstíg 5, s. 438-6725. Í Ólafsvík hjá Ingibjörgu Pétursd., Hjarðartúni 1, s. 436- 1177. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Á Suðureyri: hjá Gesti Kristinssyni, Hlíðavegi 4, s. 456-6143. Á Ísa- firði: hjá Jóni Jóhanni Jónss., Hlíf II, s. 456- 3380, hjá Jónínu Hög- nad., Esso-versluninni, s. 456-3990 og hjá Jó- hanni Káras., Engjavegi 8, s. 456-3538. Í Bolung- arvík: hjá Kristínu Karvelsd., Miðstræti 14, s. 456-7358. Í dag er föstudagur 21. desember, 355. dagur ársins 2001. Vetrarsól- stöður. Orð dagsins: En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs. (Rómv. 8, 27.) LÁRÉTT: 1 forða frá, 4 óþétt, 7 mannsnafn, 8 ótti, 9 elska, 11 hey, 13 upp- stökk, 14 plati, 15 þungi, 17 ófögur, 20 töf, 22 hefja, 23 illkvittin, 24 stækja, 25 seint. LÓÐRÉTT: 1 skjót, 2 gripdeildin, 3 svara, 4 hugboð, 5 vinn- ingur, 6 líffærið, 10 nef, 12 þræta, 13 skil, 15 skessur, 16 skottum, 18 viðurkennt, 19 fjalls- toppa, 20 bera illan hug til, 21 krukka. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 haldgóður, 8 frægt, 9 ættin, 10 tíð, 11 móana, 13 innar, 15 sunna, 18 firra, 21 til 22 rugga, 23 auðan, 24 niðurgang. Lóðrétt: 2 alæta, 3 detta, 4 ónæði, 5 urtan, 6 æfum, 7 knár, 12 nón, 14 nei,15 súra, 16 nagli, 17 ataðu, 18 flagg, 19 rúðan, 20 asni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Eru Leikskólar Reykjavíkur reyklausir? ÉG held að þessari spurn- ingu þurfum við ekki að velta fyrir okkur en nauð- synlegt er samt að minna þá embættismenn sem eiga að gæta öryggis og vellíðunar barna að það er skylda þeirra að tryggja að börn í leikskóla geti andað að sér ómenguðu lofti. Við sem lifum á 21. öld- inni vitum vel hversu slæmar afleiðingar óbeinar reykingar hafa á börn þeg- ar reykt er í innan við tveggja metra fjarlægð frá þeim. Við megum ekki þegja yfir sannleikanum þegar heilsufar barna er í hættu, að leyna sannleik- anum spillir heilsufari barna. Íslenska þjóðfélagið er lítið en hefur sýnt mik- inn dugnað og miklar framfarir og því á það skil- ið bjarta framtíð. En gleymum því ekki að fram- tíð þjóðarinnar er í hönd- um barnanna sem eru í leikskólunum. Þeir sem leyfa óbeinar reykingar í leikskólum grafa sína eigin gröf því öll erum við for- eldrar og eigum sjálf börn eða þekkjum einhvern sem á börn. Ég er fullviss um að flest ykkar eru sammála mér um að okkur ber að virða og vernda börn, gamal- menni og fatlaða einstak- linga. Þökk sé guði getum við fullorðna fólkið barist fyrir okkar réttindum og ég veit að það er mikið af góðu fólki í þessu landi sem vill sjá réttlæti í þjóðfélag- inu en leitin að réttlætinu kann að vera þyrnum stráð. En með þrautseigju getum við látið réttlætið ná fram að ganga. Með því að reykja nálægt börnum er- um við ekki aðeins að lítils- virða þau heldur einnig þá einstaklinga sem eru ekki reykingamenn. Auk þess eru reykingar í leikskólum brot á lögum og ég minni embættismenn borgarinn- ar á að ég samdi ekki lögin heldur alþingi Íslands. Ég vona að þetta bréf veki foreldra og embættis- menn til umhugsunar um að verið sé að brjóta lög varðandi reykingar í leik- skólum. Kennari og húsmóðir. Lögmannsvaktin lokuð? ÉG reyndi ítrekað að ná sambandi við Lögmanns- vaktina sl. þriðjudag á símatíma en þar svaraði enginn. Hvers vegna er ekki svarað í síma á aug- lýstum tíma? Er búið að leggja þessa þjónustu nið- ur? Óska eftir svari sem fyrst. Eyjólfur Magnússon Scheving. Tapað/fundið Gulleyrnalokkur týndist GULLEYRNALOKKUR, eins og dropi í laginu, týnd- ist fyrir rúmum 2 vikum, gæti verið á Landspítala í Fossvogi eða í miðbænum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 568 1911. Dýrahald Dvergkanína fæst gefins YNDISLEG 9 mánaða dvegkanína, Zorro, fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar gefur Sól- veig í síma 554-3448. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI býr skammt fráReykjavíkurflugvelli, líklega svo sem 600 metra frá flugbrautarenda. Alla jafna ónáðar hávaðinn frá flug- vellinum Víkverja ekki. Hann heyrir flugvélagnýinn þegar hann fer í vinn- una á morgnana, en hann er yfirleitt þagnaður að mestu þegar hann kem- ur heim á kvöldin. Um helgar virðast vera minni læti og það er hægt að fá sér friðsælan göngutúr í Öskjuhlíð- inni. Víkverji eyddi hins vegar virkum degi heima fyrir skömmu vegna veik- inda í fjölskyldunni og áttaði sig þá á því að frá morgni til kvölds er stöð- ugur hávaði frá smárellum, sem virð- ast lenda á og hefja sig til flugs frá vellinum á nokkurra mínútna fresti. Labbrabbtækið, sem notað er til að fylgjast með yngsta fjölskyldumeð- limnum úti í vagninum sínum, magn- aði upp hávaðann og eitt örstutt augnablik fann Víkverji til samkennd- ar með nágranna sínum, sem eitt sinn sagði æstur að hann væri að hugsa um að fá sér loftvarnabyssu á sval- irnar og freta á þennan flota „óvina- flugvéla“. A.m.k. skilur hann nú betur fólk, sem býr og starfar í nágrenni flugvallarins og kvartar undan stöð- ugum hávaða. Það verður áreiðanlega stór framför þegar allt ferjuflug, kennslu- og æfingaflug hefur flutzt burt af Reykjavíkurflugvelli, þótt enn verði að bíða einhver ár eftir að áætl- unarflugið fari sömu leið og völlurinn með. x x x HEIMASÍÐA Flugleiða, semætluð er íslenzkum viðskipta- vinum félagsins, er á íslenzku (að minnsta kosti ennþá). Víkverji var hins vegar hissa að komast að því, þegar hann smellti á auglýsingu frá Flugleiðum á vef sænsks dagblaðs, að vefur Flugleiða í Svíþjóð er allur á ensku. Sama reyndist eiga við um vefi félagsins fyrir Noreg og Dan- mörku. Víkverja er spurn til hvers fyrirtækið rekur sérstaka vefi fyrir þessi markaðssvæði, ef þeir eru allir á ensku (þeir virðast meira að segja allir vera nokkurn veginn eins þótt slóðirnar séu mismunandi). Kannski ráða sparnaðarsjónarmið, auðvitað er dýrt að þýða vefsíður. Íslenzkir neytendur myndu þó varla sætta sig við að tilboð ætlað þeim sérstaklega væri birt á erlendu máli. Kannski gegnir orðið öðru máli um frænd- þjóðir okkar. Í BERLINGSKE Tidende er sagtfrá því að Árósaháskóli í Dan- mörku hafi á fjölmiðlaskrifstofu sinni sérstaka vakt, sem fylgist með því hvort nafn háskólans sé stafsett rétt í blöðunum. Háskólinn vill láta stafsetja nafn sitt Aarhus Univers- itet með gamla laginu, en blaðamenn falla stundum í þá gryfju að skrifa Århus með nútímalegri stafsetningu. Þá sendir „bollu-a-vaktin“ á fjöl- miðlaskrifstofunni út staðlað bréf, þar sem kvartað er undan þessu og farið fram á að nafnið verði stafsett rétt. Háskólinn sendir út um 100 slík bréf á ári. Víkverja finnst hér komin prýðileg hugmynd fyrir Verzlunar- skóla Íslands, sem vill láta stafsetja nafn sitt með z. x x x Á VEF Ríkisútvarpsins eru birtarnýjustu fréttir úr útvarpinu. Þar mátti í gær finna frétt af tillög- um sjálfstæðismanna í Reykjavík um breytingar á aðalskipulagi. Í fréttinni var hvað eftir annað talað um Geldingarnesið. Ekki þorir Vík- verji að leggja leið sína þangað. ÉG OG synir mínir tveir vorum að spila slönguspil um daginn. Mér og þeim eldri gekk mjög vel, við vorum farin að berjast um toppsætið þegar sá yngri hékk á botninum og ekkert gekk. Allt í einu fór þeim stutta að ganga betur, hann var alveg að ná okk- ur á meðan við hin stærri fórum fram og til baka al- veg við vinningsreitinn. En hvað gerðist, sá stutti lenti á lengstu slöngunni og hrapaði nærri því alveg niður á botn. Þá segir hann brosandi: „Þetta var nú fínt, nú get ég komist upp stóra stigann og kannski unnið.“ Næst þegar sá stutti, sem er 5 ára, kastaði teningnum lenti hann á stóra stiganum. Að lokum náði hann að sigra okkur. Hann var ótrúlega bjart- sýnn, hann lét ekkert á sig fá, sá tækifærið sem hann fékk við fallið og sigraði. Af þessu er hægt að draga þann lærdóm að ef við höldum áfram í leiknum þá er alltaf mögleiki á sigri. Gleðileg jól! Halldóra. Rétt hugarfar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.