Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FELDIR af villtum dýrum norð- ursins eru viðfangsefni dönsku vef- listakonunnar Anne-Mette Holm á sýningu í anddyri Norræna hússins. Um er að ræða útflatta feldi bjarn- dýra, ísbjarna og húna, greifingja, refa og fleiri dýra. Anne-Mette býr dýrin til úr 100% hreinni ull með rýjatækni og nær að búa til nokkuð trúverðugar eftirlíkingar af feldi þeirra. Stundum hefur hún eitt af hverri tegund, karldýr og kvendýr, líkt og þegar Nói valdi í Örkina, en ísbjörninn er einn ásamt húnum sín- um, sem gefur því verki dálítið dap- urlegt yfirbragð. Þónokkuð af listamönnum í sam- tímanum fjalla um dýr og villta nátt- úru í verkum sínum, þar á meðal listamaðurinn Mark Dion, en þó með gerólíkum hætti. Veiði á dýrum vegna feldsins og notkun hans í klæðnað hefur verið mikið gagn- rýnd á síðustu misserum og má líta á sýninguna sem innlegg í þá um- ræðu. Frágangur verkanna og upphengi er snyrtilegt og einkum var ég hrif- inn af þeirri aðferð Anne að setja stóru „feldina“ á trébretti á gólfinu, eins og veiðimaður hafi flatt þá út til þerris. Þau eru uppistöðuverk sýn- ingarinnar og njóta sín betur í rým- inu en minni verkin sem eru á veggj- unum. Sumum verkunum fylgja ljóð sem tengjast viðkomandi dýri, eftir ólíka höfunda. Til bóta hefði verið að hafa þau þýdd yfir á íslensku í sýningar- skrá því ekki má ganga út frá því sem vísu að allir sem koma í Nor- ræna húsið séu altalandi á norræn mál. Sú staðreynd að Anne-Mette er búsett á Grænlandi skýrir ýmislegt varðandi viðfangsefnið og frágang- inn á verkunum. Hún hefur sjálf komist í kynni við náttúruna og lífs- baráttu fólks í norðrinu sem eykur á trúverðugleika verkanna. Feldir á brettum Þóroddur Bjarnason „Björn“ eftir Anne-Mette Holm. MYNDLIST Norræna húsið Opið frá kl. 9–17 alla daga nema sunnu- daga frá kl.12–17. Til 13. janúar. MYNDVEFNAÐUR ANNE-METTE HOLM SÝNING á verkum ævintýrakon- unnar Holly Hughes stendur nú yfir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á sýn- ingunni eru bæði listaverk sem hún hefur skapað hér á landi og hér við land og eins eldri verk. Mest er þó um ljósmyndir af Hornströndum. Við opnun sýningarinnar sagði lista- konan frá verkum sínum og marg- breytilegri tilurð þeirra. Efniviður- inn sem Holly vinnur úr er margvíslegur, svo og form verkanna. Hún málar og býr til skúlptúra og tekur ljósmyndir. Í skúlptúrana not- ar hún oft „drasl“ eða þá hluti úr náttúrunni. Listakonan dvelur á Ísafirði í vet- ur eftir margra ára ferðalög um heiminn ásamt George MacLeod, fyrst á reiðhjólum en síðustu árin á skútunni Hannah Brown. Sýningin er opin daglega frá kl. 16–18 til jóla. Hún er breytileg frá degi til dags og sífellt bætast nýjar myndir við. „Drasl“ í Edinborg- arhúsinu UNGLINGAKÓR Selfosskirkju hefur starfað frá árinu 1993. Tekur hann þátt í helgihaldi kirkjunnar, en heldur einnig sjálfstæða tónleika. Hann hefur einnig flutt stærri kirkju- leg verk með hljómsveit ásamt Gra- dualekór Langholtskirkju og Ung- lingakór Hallgrímskirkju í Reykjavík. Fastur liður í starfi kórs- ins eru tónleikaferðir innan lands og utan. Kórinn hefur m.a. komið fram á Kirkjulistaviku á Akureyri og með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatón- leikum í Háskólabíói svo eitthvað sé nefnt. Síðastliðið sumar fór kórinn tónleikaferð til Spánar, þar sem hann söng við messu í Dómkirkjunni í Barcelona og í Riells de Montseny. Tók einnig þátt í tónlistarhátíð og kórakeppni, Festival Internacional de Música de Cantonigros, en þar hlaut hann 5. sæti í alþjóðlegri keppni kvennakóra. Efnið á nýju plötunni er fjölbreytt, lögin (eða tónverkin) koma frá ýmsum álfum og löndum, en meirihlutinn þó íslenskur, m.a. eftir Jón Ásgeirsson (Margt er sér til gam- ans gert úr rímum Jóns Dalakolls, þjóðvísur o.fl.), Jón Nordal (Hvert ör- stutt spor) og Báru Grímsdóttur (Helgikvæði). Ingi T. Lárusson og Sigvaldi Kaldalóns koma einnig við sögu, og þjóðlög í ýmsum útsetning- um. Platan byrjar á Go down Moses, afrískt/amerískt, en útlendu lögin eru eftir Pablo Casals, Leon Dubinsky, Verdi (Laudi alla Vergine Maria), Vivaldi, Benjamin Britten og Andrew Lloyd Webber (Pie Jesu úr Re- quiem). Fallegur er endirinn, íslenskt tvísöngslag í útsetningu Róberts A. Ottóssonar við texta Hallgríms Pét- urssonar: Gefðu að móðurmálið mitt. Allt er þetta fallega sungið af mjög góðum kór og einsöngvurum á ýms- um aldri. Þessi kór er lifandi tákn um gildi tónlistariðkunar í skólum, sem ekki verður metið til fjár, en varðar þroska og lífsfyllingu. Hljóðritun skýr og tær. Lög frá ýmsum löndum TÓNLIST Geislaplata Unglingakór Selfosskirkju. Stjórnandi: Margrét Bóasdóttir. Píanó: Sólveig Anna Jónsdóttir. Einsöngur: Auður Örlygs- dóttir, Elín Harpa Valgeirsdóttir, Ingunn V. Henriksen, Kristína Guðnadóttir, Magnea Friðgeirsdóttir, Halla Dröfn Jóns- dóttir. Dúettar: Sonja Guðnadóttir og Auður Örlygsdóttir, Berglind Ósk Ás- björnsdóttir og Hlíf Böðvarsdóttir, Ingunn V. Henriksen og Erna Karen Óskarsdóttir, einnig Bryndís Erlingsdóttir. Upptökur fóru fram í Hveragerðiskirkju 10.–12. ágúst 2001. Hljóðritun: Stafræna hljóðupptökufélagið ehf. Upptökustjóri: Sveinn Kjartansson. US-02 2001. MARGT ER SÉR TIL GAMANS GERT Oddur Björnsson Heyr himna smiður – Audi creator coeli er gefin út í tilefni af fimm ára af- mæli Kammerkórsins Schola cantor- um um þessar mundir. Á hljómdisk- inum er eingöngu nýleg íslensk kirkjutónlist, vel þekktir sálmar og mótettur fyrir kór án undirleiks, ásamt tveimur stærri verkum fyrir kór, ein- söngvara og hljóðfæri. Á meðal verk- anna eru sálmarnir Heyr himna smið- ur eftir Þorkel Sigurbjörnsson við texta Kolbeins Tumasonar og Mar- íukvæði eftir Atla Heimi Sveinsson við texta Halldórs Laxness, en bæði lögin teljast til perlna íslenskrar kór- tónlistar. Aðrir höfundar tónlistar á diski Schola cantorum eru John A. Speight, Jón Hlöðver Áskelsson, Jón- as Tómasson og Oliver Kentish. Flytj- endur með kórnum eru Marta G. Hall- dórsdóttir sópran, Daði Kolbeinsson óbóleikari og Douglas Brotchie org- elleikari. Stjórnandi er Hörður Áskels- son. Schola cantorum sem starfar við Hallgrímskirkju var stofnaður af stjórnanda sínum Herði Áskelssyni ár- ið 1996. Kórfélagar eru að jafnaði 18 talsins, flestir menntaðir tónlist- armenn. Kórinn hefur verið virkur í tónleikahaldi og getið sér gott orð bæði innan lands og utan fyrir vand- aðan flutning og metnaðarfull við- fangsefni. Útgefandi er Schola cantorum. Upptöku og tæknivinnslu annaðist Sveinn Kjartansson. Dreifingu annast Edda miðlun og útgáfa. Kirkjutónlist „I LA; Art Really Makes My Day“ er heiti á innsetningu Heklu Jóns- dóttur og Jessicu Hutchins sem ver- ið hefur til sýnis í Slunkaríki á Ísa- firði. Gróflega túlkað á íslensku væri nafn sýningarinnar: „Ég Los Angel- es; listin bjargar deginum.“ Sýningin er að öll leyti unnin í sameiningu og mun það ekki vera í fyrsta sinn síðan leiðir sýnenda lágu saman í Listaskóla Kaliforníu (Cal- Arts) í Los Angeles fyrir nokkrum árum. Verkið sem þær sýna í Slunkaríki er innsetning í fjórum hlutum. Tón- list sem ómar úr ósýnilegum hátal- ara, hrúga af litlum brosandi kúlu- hausum í einu horninu, tvær skælbosandi allt að því yggldar sjálfsmyndir listamannanna sem liggja á miðju gólfi sýningarsalarins og ein stór abstrakt ljósmynd á vegg. Um leið og fæti er stigið inn í gall- eríið berst manni til eyrna hressilegt popplag. Lagið er samið og sungið (á ensku) af þeim stöllum. Á yfirborð- inu er þetta mikið gleðipopp í anda hversdagslegrar útvarpssíbylju en ef lagt er við hlustir má heyra að textinn samanstendur af spurning- um sem oft má heyra í návígi nútíma myndlistar. Spurningum eins og, hvað ætli ég sjái hér í dag? Verður það kannski enn ein hrúgan á gólfinu og algjör tímasóun? Hvað ætli þetta kosti? Eru þetta virkilega skóla- gengnir listamenn? Með því að láta þessar dæmigerðu neikvæðu spurningum hljóma í rým- inu í formi innantómrar síbyljutón- listar eru listamennirnir að koma aftan að þeim sem hafa vanið sig á þann ósið að fordæma listina. Enda segir síðasta línan í texta lagsins „Art really makes may day“ eða „Listin bjargar deginum.“ Þrátt fyr- ir allt stagl og innantóma síbylju er listin drifkraftur tilverunnar. Samfélag listunnenda Í einu horni sýningarsalarins er hrúga mynduð af ótölulegum fjölda lítilla kúluhausa á stærð við borð- tenniskúlur. Þessir kúluhausar eru brosandi út að eyrum með gula skúf- hatta. Algjör krútt sem fá sjálfsagt marga til að spyrja sig hvernig lista- mennirnir hafi búið þessa karla til, hvað þeir kosti eða kannski bara hvað þessi hrúga eigi eiginlega að fyrirstilla. Allt í samræmi við texta lagsins sem hljómar í loftinu. Þessir glaðbeittu kúluhausar eru reyndar fjöldaframleiddur iðnvarn- ingur sem stendur sýningargestum til kaups fyrir hundrað krónur stykkið. Þetta er skraut til að stinga á loftnetsstangir bíla og upphaflega framleitt sem auglýsing fyrir skyndibitakeðju í Los Angeles þar sem þessi borsmildi kúluhaus er sameiningartákn viðskiptavina mat- sölustaðarins. Hlutverk hins lífs- glaða Jack er að einkenna ákveðinn neytendahóp og binda hann tryggða- böndum. Á Ísafirði er Jack hins veg- ar sameiningartákn annars konar næringargilda. Langt frá uppruna sínum í fjarlægum menningarheimi er hann orðinn að sameiningartákni listarinnar. Þeir sem kaupa sér þennan litla kúluhaus úr hrúgunni og stinga honum á útvarpsloftnet bílanna sinna eru í raun að bindast samtökum glaðbeittra listunnenda. Brosið breiða Á gólfinu liggja tvær útklipptar ljósmyndir af skælbrosandi, allt að því yggldum andlitum listamann- anna. Eins og þær séu að reyna að líkja eftir hinu gleiða brosi á andliti litlu kúluhausanna. Áhorfandanum kann að finnast skondið að sjá þær útflattar á miðju gólfi með frosið bros á vörunum án þess að hugleiða það nokkuð frekar en sjálfsagt dett- ur líka einhverjum í hug gríma trúðsins sem er þekktur dulbúning- ur fyrir tregafulla alvöru lífsins. Við þeim vangaveltum eru ekki gefin nein svör. Stór abstrakt ljósmynd hangir á vegg aftast í sýningarrýminu. Rauð- ar og bláar klæðafellingar með glimmeráferð þekja myndflötinn. Í bakgrunni myndarinnar glittir í pálmatré og heiðbláan himinn. Myndin höfðar til fegurðarkennd- anna en áhorfandinn hlýtur líka að verða svoldið ruglaður þegar hann fer að reyna púsla öllum hlutum inn- setningarinnar saman í huganum og upp vakna spurningar sem spretta af óræðum listaverkum. Flateyri. Morgunblaðið. Listin bjarg- ar deginum! Sjálfsmynd sýnenda í Slunkaríki á Ísafirði. TENÓRARNIR þrír, Jóhann Frið- geir Valdimarsson, Jón Rúnar Arason og Þorgeir Andrésson, syngja á svölum Húss málarans að kveldi Þorláksmessu, kl. 20.00 og aftur kl. 21.00. Það er Reykja- víkurborg sem stendur fyrir tón- leikunum, en borgin stóð fyrir samskonar tónleikum á sama stað á Þorláksmessu fyrir ári. Jóhann Friðgeir segir að það sé umboðs- maður þeirra, Eyþór Eðvarðsson í Kaffi Reykjavík, sem hafi séð um að koma þessu um kring, enda sé hann mikill söngmaður sjálfur og formaður Karlakórsins Fóstbræðra. „Við verðum reynd- ar fjórir, því Birgir Baldursson syngur með okkur líka – það breytir því þó ekki að við köllum okkur tenórana þrjá. Jón Rúnar hefur verið erlendis, og ekki víst að hann gæti verið með, en það er komið á hreint að hann kemur til landsins á Þorláksmessu.“ Það verða þau Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Jónas Þórir sem leika með tenórunum, og á efnisskránni verða bæði óp- eruaríur, söngleikjatónlist og ís- lensk sönglög. „Í söngleikjamús- íkinni verðum við með lög eins og Tonight, Memories og eitthvað fleira; – ég ætla að syngja lagið Caruso, sem Pavarotti hefur sungið; íslensku lögin syngjum við bæði saman og svo hver í sínu lagi – þetta verður bara mjög gaman.“ Svo gæti farið að svala- tónleikarnir á Húsi málarans festu sig í sessi sem Þorláks- messuhefð í borgarlífinu, en áhugi á tónleikunum í fyrra var mikill. „Það má ekki gleyma því að tónleikarnir eru í boði Reykja- víkurborgar – þetta dregur fólk að miðbænum og skapar stemn- ingu,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Þrír tenórar á málarasvölum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.