Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 36
LISTIR
36 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FELDIR af villtum dýrum norð-
ursins eru viðfangsefni dönsku vef-
listakonunnar Anne-Mette Holm á
sýningu í anddyri Norræna hússins.
Um er að ræða útflatta feldi bjarn-
dýra, ísbjarna og húna, greifingja,
refa og fleiri dýra. Anne-Mette býr
dýrin til úr 100% hreinni ull með
rýjatækni og nær að búa til nokkuð
trúverðugar eftirlíkingar af feldi
þeirra. Stundum hefur hún eitt af
hverri tegund, karldýr og kvendýr,
líkt og þegar Nói valdi í Örkina, en
ísbjörninn er einn ásamt húnum sín-
um, sem gefur því verki dálítið dap-
urlegt yfirbragð.
Þónokkuð af listamönnum í sam-
tímanum fjalla um dýr og villta nátt-
úru í verkum sínum, þar á meðal
listamaðurinn Mark Dion, en þó
með gerólíkum hætti. Veiði á dýrum
vegna feldsins og notkun hans í
klæðnað hefur verið mikið gagn-
rýnd á síðustu misserum og má líta
á sýninguna sem innlegg í þá um-
ræðu.
Frágangur verkanna og upphengi
er snyrtilegt og einkum var ég hrif-
inn af þeirri aðferð Anne að setja
stóru „feldina“ á trébretti á gólfinu,
eins og veiðimaður hafi flatt þá út til
þerris. Þau eru uppistöðuverk sýn-
ingarinnar og njóta sín betur í rým-
inu en minni verkin sem eru á veggj-
unum.
Sumum verkunum fylgja ljóð sem
tengjast viðkomandi dýri, eftir ólíka
höfunda. Til bóta hefði verið að hafa
þau þýdd yfir á íslensku í sýningar-
skrá því ekki má ganga út frá því
sem vísu að allir sem koma í Nor-
ræna húsið séu altalandi á norræn
mál.
Sú staðreynd að Anne-Mette er
búsett á Grænlandi skýrir ýmislegt
varðandi viðfangsefnið og frágang-
inn á verkunum. Hún hefur sjálf
komist í kynni við náttúruna og lífs-
baráttu fólks í norðrinu sem eykur á
trúverðugleika verkanna.
Feldir
á brettum
Þóroddur Bjarnason
„Björn“ eftir Anne-Mette Holm.
MYNDLIST
Norræna húsið
Opið frá kl. 9–17 alla daga nema sunnu-
daga frá kl.12–17. Til 13. janúar.
MYNDVEFNAÐUR ANNE-METTE HOLM
SÝNING á verkum ævintýrakon-
unnar Holly Hughes stendur nú yfir
í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á sýn-
ingunni eru bæði listaverk sem hún
hefur skapað hér á landi og hér við
land og eins eldri verk. Mest er þó
um ljósmyndir af Hornströndum.
Við opnun sýningarinnar sagði lista-
konan frá verkum sínum og marg-
breytilegri tilurð þeirra. Efniviður-
inn sem Holly vinnur úr er
margvíslegur, svo og form verkanna.
Hún málar og býr til skúlptúra og
tekur ljósmyndir. Í skúlptúrana not-
ar hún oft „drasl“ eða þá hluti úr
náttúrunni.
Listakonan dvelur á Ísafirði í vet-
ur eftir margra ára ferðalög um
heiminn ásamt George MacLeod,
fyrst á reiðhjólum en síðustu árin á
skútunni Hannah Brown.
Sýningin er opin daglega frá kl.
16–18 til jóla. Hún er breytileg frá
degi til dags og sífellt bætast nýjar
myndir við.
„Drasl“ í
Edinborg-
arhúsinu
UNGLINGAKÓR Selfosskirkju
hefur starfað frá árinu 1993. Tekur
hann þátt í helgihaldi kirkjunnar, en
heldur einnig sjálfstæða tónleika.
Hann hefur einnig flutt stærri kirkju-
leg verk með hljómsveit ásamt Gra-
dualekór Langholtskirkju og Ung-
lingakór Hallgrímskirkju í
Reykjavík. Fastur liður í starfi kórs-
ins eru tónleikaferðir innan lands og
utan. Kórinn hefur m.a. komið fram á
Kirkjulistaviku á Akureyri og með
Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatón-
leikum í Háskólabíói svo eitthvað sé
nefnt. Síðastliðið sumar fór kórinn
tónleikaferð til Spánar, þar sem hann
söng við messu í Dómkirkjunni í
Barcelona og í Riells de Montseny.
Tók einnig þátt í tónlistarhátíð og
kórakeppni, Festival Internacional de
Música de Cantonigros, en þar hlaut
hann 5. sæti í alþjóðlegri keppni
kvennakóra. Efnið á nýju plötunni er
fjölbreytt, lögin (eða tónverkin) koma
frá ýmsum álfum og löndum, en
meirihlutinn þó íslenskur, m.a. eftir
Jón Ásgeirsson (Margt er sér til gam-
ans gert úr rímum Jóns Dalakolls,
þjóðvísur o.fl.), Jón Nordal (Hvert ör-
stutt spor) og Báru Grímsdóttur
(Helgikvæði). Ingi T. Lárusson og
Sigvaldi Kaldalóns koma einnig við
sögu, og þjóðlög í ýmsum útsetning-
um. Platan byrjar á Go down Moses,
afrískt/amerískt, en útlendu lögin eru
eftir Pablo Casals, Leon Dubinsky,
Verdi (Laudi alla Vergine Maria),
Vivaldi, Benjamin Britten og Andrew
Lloyd Webber (Pie Jesu úr Re-
quiem). Fallegur er endirinn, íslenskt
tvísöngslag í útsetningu Róberts A.
Ottóssonar við texta Hallgríms Pét-
urssonar: Gefðu að móðurmálið mitt.
Allt er þetta fallega sungið af mjög
góðum kór og einsöngvurum á ýms-
um aldri. Þessi kór er lifandi tákn um
gildi tónlistariðkunar í skólum, sem
ekki verður metið til fjár, en varðar
þroska og lífsfyllingu.
Hljóðritun skýr og tær.
Lög frá ýmsum löndum
TÓNLIST
Geislaplata
Unglingakór Selfosskirkju. Stjórnandi:
Margrét Bóasdóttir. Píanó: Sólveig Anna
Jónsdóttir. Einsöngur: Auður Örlygs-
dóttir, Elín Harpa Valgeirsdóttir, Ingunn
V. Henriksen, Kristína Guðnadóttir,
Magnea Friðgeirsdóttir, Halla Dröfn Jóns-
dóttir. Dúettar: Sonja Guðnadóttir og
Auður Örlygsdóttir, Berglind Ósk Ás-
björnsdóttir og Hlíf Böðvarsdóttir, Ingunn
V. Henriksen og Erna Karen Óskarsdóttir,
einnig Bryndís Erlingsdóttir. Upptökur
fóru fram í Hveragerðiskirkju 10.–12.
ágúst 2001.
Hljóðritun: Stafræna hljóðupptökufélagið
ehf. Upptökustjóri: Sveinn Kjartansson.
US-02 2001.
MARGT ER SÉR TIL GAMANS GERT
Oddur Björnsson
Heyr
himna
smiður
– Audi
creator
coeli er
gefin út
í tilefni
af fimm
ára af-
mæli Kammerkórsins Schola cantor-
um um þessar mundir. Á hljómdisk-
inum er eingöngu nýleg íslensk
kirkjutónlist, vel þekktir sálmar og
mótettur fyrir kór án undirleiks, ásamt
tveimur stærri verkum fyrir kór, ein-
söngvara og hljóðfæri. Á meðal verk-
anna eru sálmarnir Heyr himna smið-
ur eftir Þorkel Sigurbjörnsson við
texta Kolbeins Tumasonar og Mar-
íukvæði eftir Atla Heimi Sveinsson við
texta Halldórs Laxness, en bæði lögin
teljast til perlna íslenskrar kór-
tónlistar. Aðrir höfundar tónlistar á
diski Schola cantorum eru John A.
Speight, Jón Hlöðver Áskelsson, Jón-
as Tómasson og Oliver Kentish. Flytj-
endur með kórnum eru Marta G. Hall-
dórsdóttir sópran, Daði Kolbeinsson
óbóleikari og Douglas Brotchie org-
elleikari. Stjórnandi er Hörður Áskels-
son. Schola cantorum sem starfar við
Hallgrímskirkju var stofnaður af
stjórnanda sínum Herði Áskelssyni ár-
ið 1996. Kórfélagar eru að jafnaði 18
talsins, flestir menntaðir tónlist-
armenn. Kórinn hefur verið virkur í
tónleikahaldi og getið sér gott orð
bæði innan lands og utan fyrir vand-
aðan flutning og metnaðarfull við-
fangsefni.
Útgefandi er Schola cantorum.
Upptöku og tæknivinnslu annaðist
Sveinn Kjartansson. Dreifingu annast
Edda miðlun og útgáfa.
Kirkjutónlist „I LA; Art Really Makes My Day“
er heiti á innsetningu Heklu Jóns-
dóttur og Jessicu Hutchins sem ver-
ið hefur til sýnis í Slunkaríki á Ísa-
firði. Gróflega túlkað á íslensku væri
nafn sýningarinnar: „Ég Los Angel-
es; listin bjargar deginum.“
Sýningin er að öll leyti unnin í
sameiningu og mun það ekki vera í
fyrsta sinn síðan leiðir sýnenda lágu
saman í Listaskóla Kaliforníu (Cal-
Arts) í Los Angeles fyrir nokkrum
árum.
Verkið sem þær sýna í Slunkaríki
er innsetning í fjórum hlutum. Tón-
list sem ómar úr ósýnilegum hátal-
ara, hrúga af litlum brosandi kúlu-
hausum í einu horninu, tvær
skælbosandi allt að því yggldar
sjálfsmyndir listamannanna sem
liggja á miðju gólfi sýningarsalarins
og ein stór abstrakt ljósmynd á
vegg.
Um leið og fæti er stigið inn í gall-
eríið berst manni til eyrna hressilegt
popplag. Lagið er samið og sungið (á
ensku) af þeim stöllum. Á yfirborð-
inu er þetta mikið gleðipopp í anda
hversdagslegrar útvarpssíbylju en
ef lagt er við hlustir má heyra að
textinn samanstendur af spurning-
um sem oft má heyra í návígi nútíma
myndlistar. Spurningum eins og,
hvað ætli ég sjái hér í dag? Verður
það kannski enn ein hrúgan á gólfinu
og algjör tímasóun? Hvað ætli þetta
kosti? Eru þetta virkilega skóla-
gengnir listamenn?
Með því að láta þessar dæmigerðu
neikvæðu spurningum hljóma í rým-
inu í formi innantómrar síbyljutón-
listar eru listamennirnir að koma
aftan að þeim sem hafa vanið sig á
þann ósið að fordæma listina. Enda
segir síðasta línan í texta lagsins
„Art really makes may day“ eða
„Listin bjargar deginum.“ Þrátt fyr-
ir allt stagl og innantóma síbylju er
listin drifkraftur tilverunnar.
Samfélag listunnenda
Í einu horni sýningarsalarins er
hrúga mynduð af ótölulegum fjölda
lítilla kúluhausa á stærð við borð-
tenniskúlur. Þessir kúluhausar eru
brosandi út að eyrum með gula skúf-
hatta. Algjör krútt sem fá sjálfsagt
marga til að spyrja sig hvernig lista-
mennirnir hafi búið þessa karla til,
hvað þeir kosti eða kannski bara
hvað þessi hrúga eigi eiginlega að
fyrirstilla. Allt í samræmi við texta
lagsins sem hljómar í loftinu.
Þessir glaðbeittu kúluhausar eru
reyndar fjöldaframleiddur iðnvarn-
ingur sem stendur sýningargestum
til kaups fyrir hundrað krónur
stykkið. Þetta er skraut til að stinga
á loftnetsstangir bíla og upphaflega
framleitt sem auglýsing fyrir
skyndibitakeðju í Los Angeles þar
sem þessi borsmildi kúluhaus er
sameiningartákn viðskiptavina mat-
sölustaðarins. Hlutverk hins lífs-
glaða Jack er að einkenna ákveðinn
neytendahóp og binda hann tryggða-
böndum. Á Ísafirði er Jack hins veg-
ar sameiningartákn annars konar
næringargilda. Langt frá uppruna
sínum í fjarlægum menningarheimi
er hann orðinn að sameiningartákni
listarinnar. Þeir sem kaupa sér
þennan litla kúluhaus úr hrúgunni
og stinga honum á útvarpsloftnet
bílanna sinna eru í raun að bindast
samtökum glaðbeittra listunnenda.
Brosið breiða
Á gólfinu liggja tvær útklipptar
ljósmyndir af skælbrosandi, allt að
því yggldum andlitum listamann-
anna. Eins og þær séu að reyna að
líkja eftir hinu gleiða brosi á andliti
litlu kúluhausanna. Áhorfandanum
kann að finnast skondið að sjá þær
útflattar á miðju gólfi með frosið
bros á vörunum án þess að hugleiða
það nokkuð frekar en sjálfsagt dett-
ur líka einhverjum í hug gríma
trúðsins sem er þekktur dulbúning-
ur fyrir tregafulla alvöru lífsins. Við
þeim vangaveltum eru ekki gefin
nein svör.
Stór abstrakt ljósmynd hangir á
vegg aftast í sýningarrýminu. Rauð-
ar og bláar klæðafellingar með
glimmeráferð þekja myndflötinn. Í
bakgrunni myndarinnar glittir í
pálmatré og heiðbláan himinn.
Myndin höfðar til fegurðarkennd-
anna en áhorfandinn hlýtur líka að
verða svoldið ruglaður þegar hann
fer að reyna púsla öllum hlutum inn-
setningarinnar saman í huganum og
upp vakna spurningar sem spretta
af óræðum listaverkum.
Flateyri. Morgunblaðið.
Listin bjarg-
ar deginum!
Sjálfsmynd sýnenda í Slunkaríki á Ísafirði.
TENÓRARNIR þrír, Jóhann Frið-
geir Valdimarsson, Jón Rúnar
Arason og Þorgeir Andrésson,
syngja á svölum Húss málarans
að kveldi Þorláksmessu, kl. 20.00
og aftur kl. 21.00. Það er Reykja-
víkurborg sem stendur fyrir tón-
leikunum, en borgin stóð fyrir
samskonar tónleikum á sama stað
á Þorláksmessu fyrir ári. Jóhann
Friðgeir segir að það sé umboðs-
maður þeirra, Eyþór Eðvarðsson
í Kaffi Reykjavík, sem hafi séð
um að koma þessu um kring,
enda sé hann mikill söngmaður
sjálfur og formaður Karlakórsins
Fóstbræðra. „Við verðum reynd-
ar fjórir, því Birgir Baldursson
syngur með okkur líka – það
breytir því þó ekki að við köllum
okkur tenórana þrjá. Jón Rúnar
hefur verið erlendis, og ekki víst
að hann gæti verið með, en það
er komið á hreint að hann kemur
til landsins á Þorláksmessu.“
Það verða þau Steinunn Birna
Ragnarsdóttir og Jónas Þórir
sem leika með tenórunum, og á
efnisskránni verða bæði óp-
eruaríur, söngleikjatónlist og ís-
lensk sönglög. „Í söngleikjamús-
íkinni verðum við með lög eins og
Tonight, Memories og eitthvað
fleira; – ég ætla að syngja lagið
Caruso, sem Pavarotti hefur
sungið; íslensku lögin syngjum
við bæði saman og svo hver í sínu
lagi – þetta verður bara mjög
gaman.“
Svo gæti farið að svala-
tónleikarnir á Húsi málarans
festu sig í sessi sem Þorláks-
messuhefð í borgarlífinu, en
áhugi á tónleikunum í fyrra var
mikill. „Það má ekki gleyma því
að tónleikarnir eru í boði Reykja-
víkurborgar – þetta dregur fólk
að miðbænum og skapar stemn-
ingu,“ segir Jóhann Friðgeir
Valdimarsson.
Þrír tenórar á
málarasvölum