Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 30
SJÓNMENNTAVETTVANGUR
30 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Rauðarárstíg 14,
sími 551 0400
Kringlunni,
sími 568 0400
Smáralind,
535 0400
EKKI HAFA ÁHYGGJUR — FJÁRFESTU Í MYNDLIST
N
ÝLOKIÐ er eftir-
minnilegri yfirlits-
sýningu á verkum
Gunnlaugs Schev-
ings í öllu Listasafni
Íslands. Rýnirinn hafði að þessu
sinni engin afskipti af umfjöllun
um framkvæmdina enda í nokk-
urra mánaða hvíld frá almennum
skrifum, til áramóta hið minnsta,
er í annað skipti í 35 ár að hann
leyfir sér þann munað. Einbeitir
sér helst að rólegum og upplýsandi
greinaskrifum auk þess að afgreiða
nokkrar bækur sem skara listir,
ein þeirra er bókin um Gunnlaug
Scheving sem út kom í tilefni
þessa viðburðar.
Það má strax koma fram, að
þetta er vegleg og falleg bók í
stóru broti með mörgum litmynd-
um, texti bæði á íslenzku og ensku.
Aðfaraorð ritar Ólafur Kvaran for-
stöðumaður listasafnsins, en Gunn-
ar J. Árnason listheimspekingur
kryfur feril listamannsins ítarlega í
langri vel skrifaðri ritsmíð. Útlit
bókarinnar er í samræmi við sí-
gilda hefð frá því Kristján Jónsson
og Ragnar í Smára gáfu út bæk-
urnar um Ásgrím, Jón Stefánsson
og Kjarval um miðbik síðustu ald-
ar, breiddin nákvæmlega sú sama
en á lengdina sentímetramunur.
Þetta er allt í góðu lagi svo langt
sem það nær, afrek þeirra Krist-
jáns og Ragnars meira en orð fá
lýst, eins og ég hef endurtekið vik-
ið að í pistlum mínum. Hins vegar
hefur mig lengi stórlega furðað, að
jafnaðarlega skuli einum manni fal-
ið að gera úttekt á ferli viðkomandi
listamanna í sýningarskrá/bók sem
er frekar undantekning en regla
þegar um mikilvægar opinberar
framkvæmdir er að ræða í útland-
inu, þá skilvirkni, yfirsýn og hlut-
lægni skulu hafðar að leiðarljósi.
Eðlilega á skrifari stórt safn af
sýningarskrám/ bókum sem gefnar
hafa verið út í tilefni skyldra stór-
viðburða erlendis, og ætti því að
hafa nokkurn samanburð. Flestar
eru þó til muna meðfærilegri í
hendi og uppflettingu, þótt ekki sé
borið jafn mikið í kápurnar og
stásslegar umbúðir þeirra, slíkt
þykir óvíða meginveigurinn. Danir
hafa verið hér einna fremstir með-
al jafningja á Norðurlöndum á
undanförnum árum, fyrirmyndin
hins vegar sótt til hinna stóru sýn-
inga í söfnum heimsborganna. Gefa
út mikinn fjölda bóka er skara
myndlist og sjónmenntir almennt
og fá háa einkunn fyrir útlit og
frágang. Annað sem vert er að
gefa sérstakan gaum, er að jafn-
aðarlega fjalla fleiri en einn og
stundum margir um sama lista-
manninn eða mörkuð tímabil. Þetta
átti einkum við um hinar glæsilegu
bækur, sem gefnar voru út um þá
Kristen Købke og Wilhelm Bendz í
tilefni mjög eftirminnilegra stór-
sýninga á verkum þeirra á menn-
ingarborgarári 1996. Annars vegar
í Ríkislistasafninu við Silfurgötu,
en hins vegar í Hirsprungs-safninu
við Stokkhólmsgötu. Að báðum
bókunum kom valinn hópur manna
undir ritstjórn eins eða fleiri. Vísa
einnig til, að tveim árum áður hafði
Gyldendal gefið út, Gullaldar
(málara)sögur, í ritstjórn Bente
Scavenius listsögufræðings, þar
sem hún virkjar hvorki meira né
minna en 22 sérfróða til leiks, er
rita afmarkaða kafla um tímabilið.
Og hvað sýninguna, Sjælebillder, í
Ríkislistasafninu síðla árs 2000
snertir, er hafði með skilgreiningu
og úttekt á tímabili táknsæisins að
gera, eiga 10 sérfróðir efni í glæsi-
legri sýningarskrá/bók upp á 336
síður í stóru broti, sem Peter
Nørgaard Larsen ritstýrði.
Að mínu viti gerir þessi fjöl-
breytni bækurnar til muna að-
gengilegri og forvitnilegri fyrir
leika sem lærða, en almenningur
hrekkur undan ef hann fær á til-
finninguna að um einsleita mötun
sé að ræða þar sem kannski er tal-
að niður til lesandans með fræði-
stagli. Ætti að vera mjög til um-
hugsunar í ljósi háskalega lítillar
sölu listaverkabóka hér á landi, tók
þannig marga áratugi að selja upp
fyrrnefndu bækurnar þrjár um sí-
gildu módernistana okkar. Og bók-
in Íslenzk myndlist eftir Björn. Th.
Björnsson, enn víða fáanleg þótt
fyrra bindið hafi komið út 1964 og
hið seinna 1973, hvort tveggja vont
að skilja og enn verra að melta.
Hvað bókina um Gunnlaug
Scheving áhrærir, fékk sem fyrr
segir hinn ungi listheimspekingur
Gunnar J. Árnason það vandasama
hlutverk að rita æviferil lista-
mannsins, og skal ekki lastað í
sjálfu sér. En skiljanlega horfir
listheimspekingurinn úr mikilli
fjarlægð á tímaskeiðið, sem var
löngu að baki er hann komst til
vits og þroska. Verður því í einu
og öllu að styðjast við ritaðar
heimildir sem hann leggur að eigin
dómgreind til úrvinnslu, en tak-
markaðri yfirsýn, þó engin ástæða
til að fetta hér fingur út í áherslur
hans í það heila enda of langt mál.
Eðlilega er maður á köflum jafn
sammála niðurstöðunum sem
ósammála, en hann kom trauðla að
þeirri ákvörðun að ekki skyldi leit-
að til fleiri sérfróðra og samtíð-
armanna listamannsins.
Tel þó skylt að leiðrétta nokkra
meinta fingurbrjóta sem veldur
mér heilabrotum að farið gátu
framhjá mönnum við yfirlestur.
Fyrir hið fyrsta skil ég báglega, að
áhrifastefnan (impressjónisminn)
sem slík hafi ekki haft afgerandi
áhrif í Danmörku og enn síður
táknsæið (symbolisminn). Mál-
ararnir voru sem betur fer einfald-
lega ekki að eftirgera Fransmenn
og Þýðverja út í fingurgóma, öllu
frekar galopnir fyrir áhrifum og
hagnýttu sér í eigin myndsköpun,
alheimsvæðing listarinnar og upp-
stokkanir á nokkurra ára fresti
með hliðsjón af markaðsvæðing-
unni langt fjarri.
Hér var um að ræða tvær meg-
instefnur í málaralist sem sköruðu
á einhvern hátt allt evrópskt mál-
verk og þá ekki síður danskt en ís-
lenzkt sbr. brautryðjendur okkar í
nýrri tíma myndlist og þá helst Ás-
grím og Kjarval hvað táknsæið
áhrærir. Þar að auk eru sál-
armyndir, þ.e. táknsæi, ekki af-
sprengi afmarkaðra hóphreyfinga
stílsögulega séð, heldur tjáháttur á
breiðum grundvelli sem sér jafnvel
stað í málverkum síðmiðalda, til að
mynda Giotto og Fra Angelico.
Ekki skil ég heldur þann framslátt;
að aldrei hafi verið um móderníska
hreyfingu að ræða meðal danskra
listamanna og að það hafi almennt
einkennt danskt myndlistarlíf, að
listamenn voru lítt gefnir fyrir að
mynda listamannagrúppur (hópa),
eða skipulagðar hreyfingar eins og
tíðkaðist í París! Þvert á móti voru
þeir snöggir til í módernismanum
sbr. Vilhelm Lundström, Olof
Rude o.fl. Þá er fyrir framan mig
mikil og falleg bók, Danske
Kunstnersammenslutninger, Dan-
ish Artists’ Associations. Hún upp-
lýsir að heil 110 ár eru síðan ungir
afskiptir listamenn undir forystu
málarans J.F. Willumsens stofnuðu
Den Frie, til fremdar framsækinni
en afskiptri myndlist og byggðu
listaskála, „Indíánakofann“ svo-
nefnda, við Austurport. Byggingin
stendur, og er rekin sem hlutafélag
eftir stefnubreytingu 1898, og
nefna má að „Den Frie Udstilling“
er enn í dag árviss viðburður í
sama húsi. Hér var hópur núlista-
manna tímanna að verki, og þótt
sýningarformið væri í ætt við
Haustsýningarnar hér í borg á ár-
um áður reyndist það seinna vísir
að fjölda lokaðra listhópa, þ.e. ekki
mögulegt að sækja um aðild að
þeim. Listamönnum, sem féllu að
sérstökum stefnumörkum hvers
hóps fyrir sig, boðin innganga.
Danir státa þannig af einum elstu
ef ekki elstu listasamtökum ver-
aldar í þessari mynd og munu
handhafar heimsmetsins í fjölda
lífseigra listhópa. Má hér nefna
Decembristerne (1928), Fjónbúana
(1929), Corner, Coloristerne,
Høstudstillingen (1932) og Kamm-
eraterne 1934, sem allir eru enn
virkir, nema Høstudstillingen.
Jafnframt nefni ég til sögu listhópa
eins og kringum listtímaritið
Klingen, súrrealistana í Linien og
abstraktmálarana í Helhesten (að
hluta forverar Cobra), mikilvæga
mílusteina á tímabilinu fram að
síðari heimsstyrjöldinni. Þar fyrir
utan má nefna fjölda minni
þekktra listhópa sem hafa komið
og farið, og einnig að vart er til
það fyrirtæki, opinber stofnun eða
banki í Danaveldi, að ekki sé lista-
félag þar starfandi, sem þó er vit-
anlega annars eðlis. Segir þó sitt-
hvað um hneigð Dana til
samþjöppunar kringum listir, sem
við mættum að ósekju taka til fyr-
irmyndar og höfum sístir manna
efni á að rangsnúa í sögulegu sam-
hengi.
Af ofangreindu má klárlega
marka, að hér hafi verið um upp-
gang en ekki lægð að ræða í
dönsku listlífi á fjórða áratugnum,
einnig má nefna dagblöðin sem
voru uppfull af tækifærisrissum og
forsíður helgarblaðanna mynd-
skreyttar af ýmsum helstu og
framsæknustu listamönnum þjóð-
arinnar. Kannski varða þó mestu
hin gifturíku áhrif sem íslenzkir
listamenn urðu fyrir í Kaupmanna-
höfn seint á áratugnum, má hér
nefna Jón Engilberts, Svavar
Guðnason, Sigurjón Ólafsson, Nínu
Tryggvadóttur og Louise Matth-
íasdóttur.
Menntun sína sótti Gunnlaugur
einnig til Kaupmannahafnar liðlega
áratug fyrr, en það er naumast við
hæfi að afskrifa list fyrsta kennara
hans við Akademíuna, Einars Niel-
sens, fyrir dapurleg myndefni. Hér
var listamaðurinn samkvæmur
samtíð sinni, lífsbaráttan hörð og
sjúkdómar og dauði allt um kring,
Norðurlönd einangraðri og
þyngslalegri blær yfir mynd-
verkum en seinna varð. Einar
Nielsen var framúrskarandi málari
og strangur kennari, sum málverka
hans eru, þrátt fyrir hið dapurlega
myndefni, með því markverðasta
sem málað var á Norðurlöndum
um aldahvörfin næstsíðustu. En
það er alveg rétt, að listsögulega
séð hafi Jørgensen ekki hlotið eins
mikla viðurkenningu og Nielsen,
hér kannski sökum óheppilegs
sjóngalla og brenglunar á litaskyni
á efri árum. Í upphafi gerði Jørg-
ensen margt athyglisverðra mál-
verka, þar sem hann var í fremstu
röð eins og ráða má af nokkrum
sem uppi hanga á listasafni Silki-
borgar innan um verk„últra mód-
erne“ málara eins og myndin sem
fylgir greininni. Var slípaður teikn-
ari og bjó yfir víðtækri þekkingu
sem hann miðlaði öðrum af mikilli
rausn. Hefur haft mikil áhrif á
Gunnlaug, þótt þeir væru gjörólíkir
að upplagi, lærimeistarinn hneigð-
ist þannig til hins nákvæma og
smágerða, en nemandinn til hins
stórskorna og „monumentala“.
Vart hefði Gunnlaugur þó getað
óskað sér betri kennara og ákvörð-
un Nielsens að vísa honum frá sér
og til starfsbróður síns þannig vit-
ræn. Hlutur Jørgensens stórmerk-
ur í dönsku listlífi ekki síst fyrir að
stofna grafíska skólann við Aka-
demíuna, sem hann var lengstum í
forsvari fyrir og heimsótti reglu-
lega til uppörvandi rökræðna við
nemendur, eftir að hann hætti sem
prófessor og allt fram í andlátið.
Þá varð hann einna fyrstur til að
taka upp „proletar“ viðfangsefni í
Danmörku og vel að merkja, beina
sjónum nemenda sinna til mynd-
ræna þáttarins í hlutskipti og
starfsumhverfi erfiðismannsins.
Gunnlaugur Scheving telst fyrir
þorra landsmanna tormeltur mál-
ari, mjög svipað og Einar Bene-
diktsson sem skáld, þannig finn ég
mikinn skyldleika með sumum
sjávarmyndum Gunnlaugs og hin-
um myndrænu ljóðlínum Einars:
„Jötunheimur uppi er yfir þiljum,/
úlfgrá héluló um þursastakkinn,/
fólkið ómennsk sjón frá enni að ilj-
um,/ eldasveinninn tröll og bjarn-
dýr rakkinn. / Sigluturnar leynast
lofts í hæðum,/ lyftingin er höll í
töfraslæðum,/ öldustokkar brýr á
heljarhyljum“. Hvorugur náði hylli
múgsins nema í stöku tilviki,
myndir Gunnlaugs lítil söluvara,
sem hinn mikli fjöldi sem hann lét
eftir sig og ánafnaði Listasafni Ís-
lands (1.800 verk af ýmsu tagi) er
til vitnis um. Hélt fáar sýningar
um sína daga og var lítið fyrir að
vera í sviðsljósinu en öll viðurkenn-
ing gladdi hann ómælt. Tvíræðir
orðaleikir hans þegar hann lýsir
Að hugsa
myndrænt
Bók um Gunnlaug Scheving
Sjómenn á báti, olía, 1947, 145 x 175 sm.
Frábærri yfirlitssýningu á verkum Gunnlaugs
Schevings í Listasafni Íslands lauk sunnudaginn
12. desember og í tilefni framkvæmdarinnar var
gefin út vegleg bók um list hans. Bragi Ásgeirsson
fjallar hér um bókina en sér ýmissa og nærtækra
hluta vegna ástæðu til að hafa rýnina í formi vett-
vangsskrifs.