Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BORÐ FYLGIR VERÐHRUN verða í BT Kringlunni kl. 20 í kvöld Fáðu meira ú t úr sjónvarp inu Smaladrengirnir • 32" Widescreen myndlampi • Nicam Digital Stereo • Tveir Scart inngangar • S-VHS í Scart-tenginu • 4:3 to 16:9 Zoom • Textavarp með 8 síðna minni • Sjálfvirk stöðvauppsetning • Tengi fyrir höfuðtól að framan • Stafræn klukka • Allar aðgerðar á skjá • Stærð: 88x55x54 (BxHxD) T32W44IS 139. Venjulegt verð 99.999 TOP P TÆK I! 32“ WIDESCREEN ÓTRÚ LEGT TILBO Ð Ein er upp til fjalla Það er rjúpa í hverju fjalli ÞÆR fregnir farahátt að margur Ís-lendingurinn neyð- ist til að fara í stórfelldar breytingar á dagskrá að- fangadagskvölds þar eð rjúpnaveiði hefur verið svo léleg í ár að mikill skortur er á fugli í verslunum. Þá hafa tilraunir til að afla rjúpna frá nágrannalönd- um ekki gengið upp. Sögur ganga um að reyndar rjúpnaskyttur fari ferð eft- ir ferð án þess að „sjá fjöð- ur“ og þær upphæðir sem heyrast nefndar, að ein og ein skytta bjóði rjúpur sín- ar á, nálgast sama þjóð- sagnaflokk og verð á ána- möðkum, þegar laxveiði- menn reyna að afla sér maðka eftir sex vikna þurrka. Morgunblaðið ræddi við Ásgeir Heiðar, þrautreynda rjúpnaskyttu til rúmlega 30 ára og bað hann að segja frá ástandinu. – Er hægt að áætla hver veiðin hefur verið nú og hvað hún er hlut- fallslega miklu minni en í fyrra? „Ég veit ekki nákvæmlega hvað var skotið mikið á síðustu vertíð, minnir þó að það hafi verið í kring- um 200.000 fuglar. Þeir vita það þó nákvæmar hjá Veiðistjóraemb- ættinu. Það er mín tilfinning að veiðin nú sé nálægt 30% minni en síðast. Þetta er þó bara ágiskun byggð á þeim fréttum sem maður heyrir af veiðiskapnum hér og þar.“ – Hvað telur þú að valdi þessari lélegu veiði? „Það er tvíþætt. Það hafa verið mjög slæm skilyrði og svo er minna af fugli. Skilyrðin eru núm- er eitt, tvö og þrjú. Þau hafa verið óvenjuleg og mjög slæm. Mikil úr- koma, snjólaust og svo hefur mikil þoka gjarnan fylgt úrkomunni. Það er rjúpa í hverju fjalli, en þeg- ar það er snjólaust dreifist fuglinn yfir stórt svæði og beinlínis hverf- ur. Þá kemur í ljós hvað landið er stórt.“ – Hvernig getur áberandi hvít- ur fugl á auðri jörð horfið? „Náttúran hefur kennt rjúp- unni að dyljast. Þótt hún teljist ekki til gáfuðustu fugla þá veit hún um ástand sitt. Þegar orðið er alhvítt á haustin tína rjúpurnar dökku fjaðrirnar sem eftir sitja úr ham sínum. Á vorin þegar karrinn er hvítur mun lengur en hænan hef ég oft séð hann fara í leirböð til að verða samlitari umhverfinu og ekki eins áberandi bráð fyrir fálk- ann. Í snjóleysi reynir á þetta vit rjúpunnar. Hún fer mikið í hraun þar sem veiðimenn ganga lítið, hún fer í grenilundi þar sem erfitt er að finna hana og svo fer hún upp í efstu eggjar. Ég veit dæmi þess að hún fari upp undir jökul- rendur. Lífið snýst um að dyljast í dagsbirtunni, en í ljósaskiptunum fer hún meira á kreik og er þá að éta.“ – Ertu að segja að það sé nóg af rjúpu? „Það sagði ég ekki. Það er minna af fugli, en það er samt eins og ég sagði, rjúpa í hverju fjalli. Það er bara erf- iðara að finna hana og veiða hana.“ – Hefurðu séð það svartara? „Ég hef séð það að minnsta kosti jafn svart nokkrum sinnum þó ég muni ekki nákvæmlega hvaða ár það voru. Ég hef verið að skjóta rjúpur í 32 ár og það eru áraskipti af því hvað veiðist mikið rétt eins og í öðrum veiðiskap. Hins vegar hef ég ekki séð þetta tíu ára ferli sem menn hafa verið að tala um. Samkvæmt minni reynslu gæti allt eins orðið rífandi veiði og mikið af fugli næsta ár.“ – Telur þú að veiðar nú séu að ganga nærri stofninum eins og heyrist hvíslað? „Rjúpunni verður aldrei eytt með skotveiði. Skotveiðar hljóta að hafa einhver áhrif á stofninn, en ekki afgerandi með tilliti til af- komu stofnsins. Hingað til hafa fuglafræðingar verið sömu skoð- unar. Það sem menn ættu að hafa meiri áhyggjur af eru þær vís- bendingar í rannsóknum Ólafs K. Nielsens í Hrísey þar sem rjúpur strádrápust vegna sjúkdóms. Al- varlegur smitsjúkdómur væri rjúpnastofninum mun hættulegri heldur en rjúpnaskyttur.“ – Telur þú að aflabresturinn nú muni leiða af sér friðunarum- ræðu? „Nei, ekki umfram það sem komið er. Það er þegar komin frið- unarumræða í loftið, það er talað um að bannað verði að selja villi- bráð. Ég sé ekkert að því, þeir sem hafa keypt villibráð fá sér þá bara byssur og skjóta sér í mat- inn. Villibráðin er til staðar, menn munu fá það sem þeir sækjast eft- ir. Þeir þurfa kannski að hafa meira fyrir því en áður. Það er hætt við að skotveiðimönnum muni fjölga gífurlega.“ – Lúra skyttur enn á rjúpum? „Nei, það held ég ekki og það verður lítið veitt úr þessu“ – Það ganga sögur um að rjúpur séu seldar á allt að 2 þúsund krón- ur stykkið? „Það hef ég ekki heyrt og tel það vera út í hött.“ – Miðað við þína reynslu...verður meira af rjúpu næsta ár? „Ég get svarað þess- ari spurningu með ann- arri...verður meira af laxi í ánum heldur en síðasta sumar? Stað- reyndin er sú að það getur enginn svarað þessu. Ég nefndi áðan að reynsla mín er sú að það eru ára- skipti að því hvað mikið er um rjúpu og ég hef ekki séð þessa tíu ára sveiflu. Það getur því allt gerst. Ég vona hins vegar að rann- sóknir skili einhverju, t.d. varð- andi sjúkdómaferli.“ Ásgeir Heiðar  Ásgeir Heiðar er fæddur í Reykjavík 20. nóvember 1951. Hann hefur verið rjúpnaskytta í 32 ár. Gerðist leiðsögumaður er- lendra laxveiðimanna sumarið 1988 og stundar það enn þann dag í dag. Aðalstarf hans frá árinu 1997 hefur þó verið rekst- ur á Laxá í Kjós. Ásgeir hefur ennfremur látið til sín taka við veiðihundaþjálfun. Sambýlis- kona Ásgeirs er Oddný Eiríks- dóttir. ...það er minna af fugli en í fyrra Hann var víst alveg vonlaus starfskraftur vegna kunnáttuleysis. Hann kunni víst bara ekki rassgat að misnota aðstöðu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.