Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GLEÐIFUNDUR Ungmennafélags Reykdæla var haldinn fyrir skemmstu í félagsheimilinu Loga- landi í Reykholtsdal. Gleðifundurinn er árviss samkoma í starfi félagsins og hefur svo verið um áratuga skeið. Skemmtiefnið hefur að jafnaði tekið mið af atburðum líðandi stundar og tekið breytingum í áranna rás. Á þessari skemmtun fór einnig fram dægurlagakeppni UMFR. Sá viðburður er tiltölulega nýr af nál- inni og er þetta í fjórða skipti sem þessi keppni er haldin. Fyrirkomu- lag keppninnar var þannig að fram- kvæmdanefndin auglýsti eftir þátt- takendum og útlistaði reglurnar, tók við lögum og sendi áfram til sér- stakrar óviðkomandi nefndar sem skipuð var tónlistarmönnum. Nefnd- in valdi átta lög af þeim þrettán sem bárust og var valið vandasamt enda öll lögin sem bárust mjög frambæri- leg að mati nefndarmanna. Undir- leik í öllum lögunum annaðist hljóm- sveitin Stuðbandalagið sem tví- mælalaust hefur verið einn helsti hornsteinn þessarar keppni frá upphafi. Lagið sem vann heitir Gam- an er að lifa og er höfundur þess Indriði Jósafatsson en textann gerði Bjartmar Hannesson. Kristín Magdalena Ágústsdóttir sá um söng- inn. Dægur- lagakeppni Borgar- fjarðar Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Indriði Jósafatsson, Kristín M. Ágústsdóttir og Bjartmar Hannesson. Borgarnes UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur við Óla Jón Ólason, hót- elhaldara í Reykholti, um rekstur hótelsins í Stykkishólmi. Í haust sagði Þór hf., eigandi hótelsins í Stykkishólmi, upp leigu- samningi við Fosshótel og hættu Fosshótel rekstri hótelsins hinn 15. desember. Fosshótel hafði rekið hótelið undir sínu nafni í tvö og hálft ár. Í framhaldi af uppsögn leigunnar var leitað eftir nýjum leigutaka. Það eru þeir feðgar Óli Jón Ólason og sonur hans Óli Jón Ólason sem taka rekstur hótelsins á leigu um næstu áramót. Leigusamningurinn er til tíu ára og á svipuðum nótum og samningur við Fosshótel. Óli Jón í Reykholti var ánægður með að samningurinn var kominn á. Hann sagði að þeir feðgar stæðu að rekstrinum og Óli Jón yngri tæki við hótelstjórninni. Óli Jón eldri sagðist hafa verið í ferðaþjón- ustu í um fjörutíu ár og síðustu fjögur árin hefðu þau hjónin rekið hótel í Reykholti. Óli Jón yngri hef- ur einnig mikla reynslu af ferða- málum. Hann hefur starfað sem hótelstjóri í Tyssedal í Noregi í tíu ár og hefur mikla þekkingu á þessu sviði. Hann er menntaður þjónn og kokkur. Hótelið verður opnað strax eftir áramót og verður rekið sem heils- árshótel. Óli Jón hótelstjóri mun flytja ásamt fjölskyldu sinni frá Noregi til Stykkishólms um miðjan janúar. Nýju rekstraraðilarnir munu leggja áherslu á að veita góða þjón- ustu og hlýtt viðmót og halda uppi því góða orðspori sem Hótel Stykk- ishólmur hefur haft í gegnum árin. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Nafnarnir Óli Jón Ólason, hótelstjóri í Reykholti, og Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri undirrita leigusamning um rekstur hótelsins í Stykkishólmi. Rekstur hótelsins í nýjar hendur Stykkishólmur Lægsta tilboð 116 milljónir UM 67 milljóna króna munur var á hæsta og lægsta tilboði í Norðfjarðarveg á milli Reyðar- fjarðar og Sómastaða en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni á þriðjudag. Lægsta tilboðið átti Iðufell ehf. á Raufarhöfn en tilboð þess hljóðaði upp á tæpar 116 millj- ónir króna. Hæsta tilboðið áttu hins vegar Íslenskir aðalverk- takar í Reykjavík og var það rúmar 173 milljónir króna. Áætlun Vegagerðarinnar um verktakakostnað var tæpar 159 milljónir. Fjarðabyggð Í FYRSTA sinn kemur frið- arljósið til Íslands frá Betlehem. Þetta logandi ljós er sótt í fæðingarkirkju Jesú Krists í Betlehem þar sem lifandi ljósi hefur verið viðhaldið í margar aldir. Friðarljósið er gjöf – ljós sam- kenndar og samábyrgðar – ljós friðar og vináttu – ljós frelsis og sjálfstæðis – ljós fyrir þá sem þjást eða eru einmana – ljós fyrir hjálpsemi í verki. Skátar á öllum aldri hafa flutt friðarljósið. Þeir gefa það öllum er það vilja þiggja.Það voru ung- ir skátar sem tóku að sér að koma friðarljósinu í skólann á kertadaginn. Skátarnir gengu í stofur og færðu kennurum ljósið, kennararnir gáfu síðan öllum nemendum sínum friðarljós og hugleiddu með krökkunum boð- skap friðarljóssins. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Skátarnir Esther Erla, Sunna Björk, Guðrún Magnea og Heiðrún. Friðarljósið kemur í skólann Hveragerði NEMENDUR Grunnskólans á Hellu standa í stórræðum þessa dagana eins og fleiri landsmenn. Hluti af skólastarfinu fyrir jólin eru útvarps- útsendingar sem allir nemendur skólans taka þátt í og standa þær yf- ir í þrjá daga. Útsendingunum ná íbúar á Hellu og nágrenni. Hitann og þungann af starfsem- inni bera nemendur efstu bekkja skólans, þ.e. tæknivinnu og dag- skrárstjórn, en nemendur yngri bekkja taka einnig að sér ýmiss kon- ar dagskráratriði sem þeir hafa und- irbúið vandlega. Má þar nefna söng, sagna- og ljóðalestur, jólakveðjur, auglýsingar og margt fleira eins og gerist og gengur á góðum útvarps- stöðvum. Útvarp Helluskóla hefur verið starfrækt fyrir hver jól frá árinu 1987 og er þetta því í fimm- tánda sinn sem það er gert. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Nemendur níunda bekkjar Grunnskólans á Hellu stjórna dagskrá Útvarps Helluskóla. Útvarp Helluskóla starfrækt fyrir jólin Hella Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is Framtíðin hefst ...núna! • Yfir 500 línu upplausn • Dolby digital/DTS • Les DVD R/DVD RW • Betri CD hljómgæði, mynd- og hljóð-suðeyðir • Karaoke kerfi • 30 Audio Spatializer stgr. TOSHIBA SD 110E er af 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með öllu því nýjasta og frábærum hljóð- og myndgæðum ! TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum myndbandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins. Super A nti-Alia s Filter yfir 500 línur 34.900,-Sprengitilboð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.