Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 4.1 Að því er varðar þá ágalla á meðferð Skipulagsstofnunar á máli því, sem hér er til úrlausnar og gerð er grein fyrir í kafla III 2 að framan, er það álit ráðuneytisins að þeir séu ekki svo stórvægilegir eða þess eðl- is að ómerkja beri hinn kærða úrskurð og vísa málinu til meðferðar hjá stofnuninni að nýju. Ástæðan er fyrst og fremst sú að bætt hefur verið úr helstu ágöllunum með því að framkvæmdaraðili hefur lagt fyrir ráðu- neytið ný gögn um umhverfisáhrif hinnar fyrirhuguðu framkvæmdar og mótvægisað- gerðir til að koma í veg fyrir eða draga úr þeim áhrifum. Þau gögn voru kynnt Skipu- lagsstofnun, leyfisveitendum og umsagnar- aðilum svo að þeim gæfist kostur á að veita umsögn sína um þau, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 106/2000. Jafnframt voru gögnin kynnt með opinberri auglýsingu, þannig að almenningur fengi tækifæri til að kynna sér þau og koma athugasemdum, þeim viðvíkj- andi, á framfæri við ráðuneytið, sbr. c-lið 1. gr. laganna. Framkvæmdaraðili lagði fram ný gögn með kæru sinni og síðan viðbótargögn 12. október 2001. Þótt framkvæmdaáformin hafi tekið nokkrum breytingum verður ekki talið, að eðli framkvæmdarinnar hafi breyst frá því sem gert var ráð fyrir í matsskýrslu. Þetta hefur hins vegar leitt til þess, ásamt umfangi framkvæmdarinnar, að ráðuneyt- inu hefur ekki tekist að kveða upp úrskurð í kærumáli þessu innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 106/2000. Það ákvæði, sem fyrst og fremst er sett með hagmuni framkvæmdaraðila í huga, hlýtur að verða að þoka fyrir því sjón- armiði að málið skuli upplýst, svo sem kost- ur er, áður en úrskurður er upp kveðinn, sbr. 10. gr., sbr. 1. mgr. 30. gr. stjórn- sýslulaga. 4.2 Samkvæmt b-lið 2. mgr. 11. gr. laga nr. 106/2000 er unnt að leggjast gegn fyrirhug- aðri framkvæmd „vegna umtalsverðra um- hverfisáhrifa“ sem eru skilgreind svo í l-lið 3. gr. þeirra: „Veruleg óafturkræf umhverf- isáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisað gerðum.“ Samkvæmt a-lið 2. mgr. 11. gr. er heimilt að fallast á fram- kvæmd „með eða án skilyrða“. Hvorki í lögum nr. 106/2000 né í athuga- semdum með frumvarpi til laganna eru talin upp þau tilvik sem eiga skilyrðislaust að leiða til þess að ekki sé fallist á framkvæmd skv. b-lið 2. mgr. 11. gr. þeirra (c-lið 2. mgr. 11. gr. frumvarpsins). Í athugasemdunum segir þó: „Samkvæmt c-lið getur Skipulags- stofnun lagst gegn framkvæmd telji stofn- unin að um sé að ræða umtalsverð umhverf- isáhrif, sbr. skilgreiningu í 3. gr. á umtalsverðum áhrifum. Dæmi um umtals- verð umhverfisáhrif er staðsetning fram- kvæmdar á viðkvæmu svæði eða vegna mengunarviðmiðana í lögum eða alþjóðleg- um samningum.“ Í athugasemdunum segir ennfremur um 5. mgr. 11. gr. frumvarpsins nú 4. mgr. 11.gr. laganna: „Í 5. mgr. er það nýmæli lagt til að Skipulagsstofnun verði heimilt að binda framkvæmd því skilyrði að framkvæmdaraðili gangist fyrir frekari rannsóknum á tilteknum atriðum fyrir og eftir hina fyrirhuguðu framkvæmd í þeim tilgangi meðal annars að draga úr neikvæð- um áhrifum framkvæmdarinnar á umhverf- ið og til að ganga úr skugga um hvaða af- leiðingar framkvæmdin hafi í för með sér. Slíkar aðgerðir til verndar umhverfinu eru mjög mikilvægar, ekki síst í ljósi þess að lík- legt er að framkvæmdir sem eru matsskyld- ar samkvæmt frumvarpinu hafi umtalsverð áhrif á umhverfið. Skipulagsstofnun ber að gæta meðalhófsreglu stjórnsýslulaga við framangreindar ákvarðanir.“ Af síðastgreindum ummælum verður ráð- ið að rétt sé að skýra 2. mgr. 11. gr. laga nr. 106/2000 á þann veg að unnt sé að fallast á framkvæmd með því skilyrði að dregið sé úr neikvæðum áhrifum hinnar fyrirhuguðu framkvæmdar á umhverfið. Þar af leiðandi ber ekki skilyrðislaust að leggjast gegn framkvæmd, þótt hún hafi umtalsverð um- hverfisáhrif í för með sér, nema ljóst sé að ekki sé unnt, með skilyrðum sem fram- kvæmdaraðila eru sett, að draga nægilega úr þeim áhrifum, annaðhvort með því að minnka umfang framkvæmdar eða grípa til mótvægisaðgerða, sbr. i-lið 3. gr. laganna, eða annarra viðeigandi aðgerða, sbr. t.d. 4. mgr. 11. gr. þeirra. Ákvæðið í 1. mgr. 6. gr. laganna, þess efnis að framkvæmdir sem til- greindar eru í 2. viðauka með þeim skuli háðar mati á umhverfisáhrifum þegar þær geta haft umtalsverð umhverfisáhrif, styður og þessa skýringu á 2. mgr. 11. gr. Í 1. mgr. 16. gr. laga nr. 106/2000 er svo fyrir mælt að leyfisveitandi skuli taka tillit til úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum. Eins og fram kemur í kafla III 3.7 að fram- an, lítur ráðuneytið svo á að skýra beri 2. mgr. 11. gr. laganna þannig, sbr. j-lið 3. gr. þeirra, að ekki skuli líta til þjóðhagslegra áhrifa framkvæmdar þegar tekin er afstaða til þess hvort fallist sé á hana eða lagst gegn henni. Þetta atriði mælir á móti því að lagst sé gegn framkvæmd nema mjög miklir hagsmunir séu í húfi að því er umhverfið varðar. Að öðrum kosti væri verið að skerða óeðlilega svigrúm leyfisveitanda, í þessu til- viki Alþingis skv. 10. gr. orkulaga, til þess að vega og meta kosti og galla þess að leyfa framkvæmdina, að teknu tilliti til úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið, telur ráðuneytið að ekki sé heimilt að leggjast gegn framkvæmd skv. b-lið 2. mgr. 11. gr. nema ljóst sé eða að minnsta kosti að verulegar líkur séu á því að hún muni hafa í för með sér veruleg óafturkræf umhverfis- áhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu þrátt fyrir skilyrði um minna umfang hennar og/ eða mótvægisaðgerðir til að hamla gegn nei- kvæðum umhverfisáhrifum hennar. Í kafla III að framan er gerð ítarleg grein fyrir mati ráðuneytisins á umhverfisáhrifum hinnar fyrirhuguðu framkvæmdar, Kára- hnjúkavirkjunar. Þar sem um er að ræða líkur á umtalsverðum og neikvæðum áhrif- um hennar á umhverfið, að mati ráðuneyt- isins, hefur jafnframt verið gerð grein fyrir skilyrðum til þess að koma í veg fyrir eða draga úr þessum áhrifum, með því að skylda framkvæmdaraðila, Landsvirkjun, til þess ýmist að minnka umfang framkvæmd- arinnar eða grípa til mótvægisaðgerða eða annarra viðeigandi aðgerða. Með því móti telur ráðuneytið að verulega hafi verið dregið úr áhrifum framkvæmdarinnar á um- hverfið. Þegar umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkj- unar eru virt í heild, að teknu tilliti til þeirra skilyrða sem að framan greinir, er það nið- urstaða ráðuneytisins að fella beri hinn kærða úrskurð Skipulagsstofnunar úr gildi og fallast á framkvæmdina með þeim skil- yrðum, sbr. a-lið 11. gr. laga nr. 106/2000, sbr. 3. mgr. 12. gr. þeirra. Með vísun til alls þess sem að framan greinir lítur ráðuneytið svo á að sú niðurstaða sé í fullu samræmi við íslensk lög og skuldbindingar Íslands samkvæmt alþjóðasamningum. 4.3 Úrskurður þessi er byggður á lýsingu framkvæmdarinnar í kafla III, ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem framkvæmdaraðili hefur gert grein fyrir í matsskýrslu, svo og í greinargerð með stjórnsýslukæru frá 4. september 2001 og frekari gögnum frá 12. október 2001. Ennfremur er úrskurðurinn byggður á þeim skilyrðum sem fram- kvæmdaraðila eru sett og gerð er nánari grein fyrir hér á eftir. Til grundvallar úr- skurðinum liggja að auki þau gögn sem framkvæmdaraðili hefur lagt fram við með- ferð málsins hjá Skipulagsstofnun og ráðu- neytinu. Þegar um er að ræða jafnumfangsmikla framkvæmd og þá, sem fjallað er um í úr- skurði þessum kunna áform framkvæmda- raðila um einstaka verkþætti að taka breyt- ingum á framkvæmdatíma. Þær mega þó ekki verða til þess að umfang og eðli fram- kvæmdarinnar breytist í ljósi þess mats á umhverfisáhrifum sem fram hefur farið og úrskurður þessi tekur til. Úrskurðarorð Hinn kærði úrskurður Skipulagsstofnun- ar uppkveðinn 1. ágúst 2001 er felldur úr gildi. Fallist er á hina fyrirhuguðu fram- kvæmd, Kárahnjúkavirkjun, með eftir- greindum skilyrðum: 1. Framkvæmdaraðila er gert að falla frá framkvæmdum við Hafursárveitu, Laugar- fellsveitu og Bessastaðaárveitu og Gilsár- vötn. Framkvæmdaraðila er heimilt að breyta hönnun aðrennslisganga frá Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal til að vega upp á móti minni orkuvinnslugetu vegna þessa skilyrðis og skilyrðis nr. 2. 2. Framkvæmdaraðila er gert að falla frá framkvæmdum við Sultarrana- og Fellsár- veitu. Jafnframt endurskoði framkvæmdar- aðili fyrirkomulag á yfirfalli stíflu við Kel- duá í þeim tilgangi að draga eins og kostur er úr þeim umhverfisáhrifum framkvæmd- arinnar. Framkvæmdaraðili skal í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands kanna gróður og fuglalíf í lónstæði fyrirhugaðs Kelduár- lóns áður en framkvæmdir við annan áfanga virkjunarinnar hefjast. 3. Fyrirkomulagi á yfirfalli úr Hálslóni eins og það er staðsett og hannað við stíflu í Desjárdal er hafnað. Hönnun aðalstíflu við Hálslón skal breyta þannig að yfirfallsvatn úr lóninu verði leitt í Hafrahvammagljúfur. Breytt hönnun og fyrirkomulag stíflu- mannvirkja skal ekki leiða til meiri heildar- áhrifa á umhverfi en sú hönnun og útfærsla sem framkvæmdaraðili fyrirhugar sam- kvæmt matsskýrslu, þ.e. kostur 2. Staðsetn- ingu og gerð stíflumannvirkja verði ekki breytt meira en þörf krefur til að fullnægja ofangreindu skilyrði. 4. Aðgerðir framkvæmdaraðila til að minnka jarðvegsrof og áfok úr Hálslóni skulu miðast við að hvergi myndist áfoks- geirar meðfram jöðrum Hálslóns í hönn- unarstormi með 50–100 ára endurkomu- tíma. Í samræmi við það skal framkvæmdarað- ili vinna heildstæða áætlun sem sýnir ná- kvæma útfærslu aðgerða og mat á virkni þeirra. Aðgerðirnar skulu m.a. fela í sér eft- irfarandi atriði: a. Stjórnun vatnsborðs- breytinga í Hálslóni, þ.e. forgangsröðun við fyllingu lóna. b. Uppsetningu og virkni verkfræðilegra rof- og áfoksvarna miðað við hönnunarstorm með 50–100 ára endur- komutíma. c. Stjórnun og aðgerðir vegna stöðvunar á foksgeira, gróðurverndar og uppgræðslu á svæðum sem verða fyrir áhrifum. d. Sívirkt eftirlit og mat á virkni mótvægisaðgerðanna. 5. Framkvæmdaraðili skal tryggja að um- fang og eðli rofs og annarrar röskunar gróð- urs á áhrifasvæði virkjunarinnar utan Háls- lóns verði ekki meira með tilkomu hennar að teknu tilliti til mótvægisaðgerða en það er áður en framkvæmdir hefjast. Í samræmi við það skal framkvæmdaaðili vinna áætlun um aðgerðir svo sem uppgræðslu- og land- bótaaðgerðir á áhrifasvæði virkjunarinnar utan Hálslóns og viðmiðunarmörk fyrir rof og þá röskun sem áhrif framkvæmdarinnar miðast við. 6. Framkvæmdaraðili skal gera viðbragðs- og aðgerðaáætlun við neyðarástandi. Í áætl- uninni skal gera grein fyrir eftirfarandi at- riðum: a. helstu neyðaraðstæðum sem upp kunna koma b. svæði, mannfjölda og verð- mæti sem geta verið í hættu við slíkar að- stæður c. aðgerðir til að bregðast við slíkum aðstæðum d. aðgerðir til að vara við, vernda, stýra, rýma eða annars sem talið er nauðsynlegt til að vernda líf og verðmæti. 7. Ekki er fallist á fyrirhugað efnisnám í Hvannstóðsfjöllum. Framkvæmdaraðili skal tilgreina annan mögulegan efnistökustað t.d. í Lambafellstagli. Áður en framkvæmdir hefjast skal fram- kvæmdaraðili í samráði við Náttúruvernd ríkisins vinna nákvæma áætlun um námur, haugsvæði og vega- og slóðagerð og með hliðsjón af þeim breytingum sem felast í þessum úrskurði leitast við að lágmarka enn frekar umhverfisáhrif framkvæmdanna. Í áætluninni skal gerð grein fyrir staðsetn- ingu, umfangi, fyrirkomulagi, nýtingu og frá gangi efnistökustaða og haugsvæða og allra vega og vegslóða. Efnistöku- og notkunar- staðir og magn efnis skal tilgreint. 8. Framkvæmdaraðili skal lækka klappar- haftið ofan Lagarfljótsvirkjunar um 1 m áð- ur en rekstur virkjunarinnar hefst. Fram- kvæmdaraðili skal hafa samráð við Náttúruvernd ríkisins og skipulagsyfirvöld um framkvæmdina. Verði ekki ráðist í síðari áfanga virkjunarinnar innan 10 ára frá lok- um fyrri áfanga skal framkvæmdaraðili rýmka farveg Lagarfljóts við Straum. 9. Framkvæmdaraðili skal í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands standa fyrir vöktun á völdum fuglastofnum við Lagar- fljót, á Úthéraði og á Héraðssandi á fyrstu 10 árum á starfstíma virkjunarinnar til að staðreyna að áhrif breytinga á vatnafari á lífríki sé innan þeirra marka sem gert er ráð fyrir í matsskýrslu. 10. Framkvæmdaraðili nýti yfirfallsvatn á skipulegan hátt á ferðamannatíma og leitist við að ná meðalrennsli í farveg Jökulsár í Fljótsdal og Kelduár í júlí og ágúst í góðum vatnsárum. Í lakari vatnsárum skal fram- kvæmdaraðili leggja áherslu á að hafa rennsli á ferðamannatíma í farvegi Jökulsár í Fljótsdal og síðan í Kelduá eftir því sem yfirfallsvatn dugar til. 11. Áður en fyllt verður í Hálslón skal framkvæmdaraðili í samráði við Náttúru- fræðistofnun Íslands ljúka rannsóknum á þeim setlögum sem mynduðust í fornu jök- ullóni sunnan Kárahnjúka. Framkvæmdar- aðili skal jafnframt láta rannsaka og kort- leggja öskulög í jarðvegi sem hverfa munu í Hálslón beggja vegna Jökulsár sunnan Kárahnjúka og á Fljótsdalsheiði. Niðurstöð- ur rannsóknanna skulu birtar innan tveggja ára frá því að vatni er hleypt í Hálslón. 12. Framkvæmdaraðili skal í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands sjá til þess að jarðhitasvæðið við Sauðárfoss ásamt hrúð- urbreiðunum verði rannsakað. Niðurstöður rannsóknanna skulu birtar innan tveggja ára frá því að vatni er hleypt í Hálslón. 13. Framkvæmdaraðili skal í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands sjá til þess að flikrubergið í gljúfri Jökulsár verði rann- sakað. Niðurstöður rannsóknanna skulu birtar innan tveggja ára frá því að vatni er hleypt í Hálslón. 14. Framkvæmdaraðili skal tryggja að göng séu vöktuð meðan á byggingu þeirra stendur til að finna og stöðva leka um sprungur, sem leiða umtalsvert vatn. Slíkar sprungur skal einangra til að koma í veg fyrir lekann, svo framkvæmdirnar valdi ekki marktækum áhrifum á núverandi grunnvatnsstöðu. 15. Framkvæmdaraðili skal í samráði við Hafrannsóknastofnunina láta vakta á fyrstu 10 árum starfstíma virkjunarinnar dæmi- gerð botndýrasamfélög í Héraðsflóa. 16. Hönnun allra stærri verkfræðilegra framkvæmda, svo sem rofvarna á strönd Hálslóns, skal miða að því að lágmarka sjónræn áhrif á víðerni. 17. Framkvæmdaraðili skal í samráði við Náttúrustofu Austurlands standa að nauð- synlegri viðbótarvöktun hreindýra á fyrstu 10 árum á starfstíma virkjunarinnar til að staðreyna að áhrif virkjunarinnar á hrein- dýrastofninn sé ekki meiri en gert er ráð fyrir í matsskýrslu. 18. Framkvæmdaraðili skal sjá til þess að farvegur Jökulsár í Fljótsdal verði ávallt skolaður í kjölfar aurskolunar með rennsli sem sé a.m.k. jafnt því hámarksrennsli sem notað var við útskolun aursins. Útskolunin skal standa yfir í a.m.k. 4 klst. 19. Framkvæmdaraðili skal í samvinnu við Minjavörslu Austurlands gera áætlun um reglulega vöktun þeirra fornminja sem eru í hættu og tilkynna Fornleifavernd ríkisins ef hætta er talin á að fornminjar muni raskast vegna framkvæmdanna. 20. Framkvæmdaraðili skal sjá til þess að bergganginum, Tröllkonustíg, í Valþjófs- staðarfjalli verði hlíft við raski þannig að ásýnd hans verði ekki breytt. Siv Friðleifsdóttir Magnús Jóhannsson (sign). Niðurstaða umhverfis- ráðherra Úrskurður umhverfisráðherra um mat á umhverfis- áhrifum Kárahnjúkavirkjunar er alls 125 blaðsíður, en í 4. kafla er efni hans dregið saman í niðurstöður. Birtist sá kafli hér í heild sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.