Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ✝ Birgir Axelssonvar fæddur 21. ágúst 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sesselja M. Magnúsdóttir, f. 19. janúar 1905, d. 4. mars 1999, og Axel Pálsson. f. 22. mars 1907, d. 9. febrúar 1979. Bræður Birgis eru Magnús, f. 11. nóvember 1927, d. 19. desember 1988, og Páll, f. 19. ágúst 1935. Birgir kvæntist 6. febrúar 1954 Guðrúnu Guðnadóttur, f. 7. sept- ember 1932, d. 2. apríl 1982. Börn þeirra eru fjögur: 1) Axel, f. 4. jan- úar 1952, kvæntur Sigurfríði Rögnvaldsdóttur. Sonur Axels er Birgir, f. 17. maí 1978. 2) Guðni, f. 16. ágúst 1956, kvæntur Elsu Inu Skúladóttur. Þau eiga þrjú börn, Guðrúnu, f. 10. ágúst 1976, gift Mariusi Peersen, Björgvin, f. 13. desember 1980, og Viktor, f. 13. desember 1989. 3) Sesselja, f. 24. janúar 1962, gift Jóhanni Ásgrími Jónssyni. Þau eiga þrjú börn, Þor- gerði, f. 19. janúar 1987, Guðrúnu, f. 3. september 1991, og Katrínu, f. 6. janúar 1995. 4) Ólafur, f. 5. nóvember 1963, kvæntur Ragn- hildi Helgu Ingólfsdóttur. Þau eiga tvö börn, Ingólf, f. 29. sept- ember 1987, og Birgi, f. 25. septem- ber 1991. Sambýliskona Birgis frá ágúst 1983 er Elsa Lilja Eyjólfs- dóttir, f. 7. septem- ber 1939, ekkja eftir Garðar Má Vil- hjálmsson. Þeirra börn eru fjögur: 1) Magnús Marel, f. 18. janúar 1958, kvænt- ur Guðmundu Helgadóttur. Þau eiga þrjú börn, Garðar Helga, f. 24. nóvember 1975, Bryndísi Jónu, f. 17. júlí 1981, og Hildi Maríu, f. 28. janúar 1983. 2) Júlíana Ragna, f. 23. febrúar 1960, gift Frank Cotto. Þau eiga tvö börn, Elsu Lilju, f. 21. des. 1986, og Evan Þór, f. 3. janúar 1994. 3) Guð- björn, f. 16. apríl 1962, kvæntur Kristínu Jónsdóttur. Þau eiga tvö börn, Eyjólf Björgvin, f. 2. júlí 1981, og Rögnvald Má, f. 3. júní 1987. 4) Sævar Már, f. 28. mars 1964, kvæntur Guðríði Walder- haug. Þau eiga tvö börn Jóhann, f. 18. maí 1987, og Helenu, f. 27. febrúar 1991. Birgir ólst upp í Keflavík og bjó þar alla ævi og starfaði lengst af við fiskverkun og útgerð. Útför Birgis fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku pabbi minn, nú hefur þú verið kallaður til annarra og æðri starfa. Þó að við höfum vitað það undanfarið ár að hverju stefndi höfðum við gert okkur góðar vonir um að þú yrðir með okkur svolítið lengur, en enginn veit hvenær kall- ið kemur. Það er margs að minnast í gegn- um tíðina. Við áttum mörg góð ár í fiskhús- inu saman. Þar hafðir þú manna- forráð í tugi ára og komu þar best í ljós þínir góðu kostir. Margt ungt fólk hefur stigið sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum undir þinni leið- sögn og hygg ég að það hafi notið góðs af því síðar meir. Margir minnast þess tíma með hlýhug sem þeir unnu hjá þér þó mörg ár eða áratugir séu liðnir. Það verður erfitt að geta ekki talað við pabba ef maður þarf ein- hverja hjálp. Þú hefur alltaf verið boðinn og búinn til þess að hjálpa okkur í gegnum tíðina. Þó svo að þú hafir alltaf unnið langan vinnudag varst þú alltaf mættur fyrstur manna ef við systkinin stóðum í húsbyggingum eða lagfæringum á húsum okkar, bílum eða hverju sem var. Það lék allt í höndunum á þér, sem kannski sýnir sig best á áhuga- máli þínu síðustu árin. Þegar um fór að hægjast í vinnu hjá þér fórst þú að gera upp gömul húsgögn í skúrnum hjá þér og fórst það svo vel úr hendi að eftir var tekið. Eftir að ég fór á sjóinn fyrir nokkrum árum gat Ragga mín leit- að til þín ef hún þurfti aðstoð við eitt og annað. Ykkar samband var mjög innilegt og oft varst þú jafn- vel kominn ef hún var að hugsa um að hringja til þín. Við minnumst sérstaklega sunnudagsmorgnanna, það var svo notalegt þegar þú kíktir inn í tíu dropa og yfirleitt varst þú búinn að kíkja inn til okkar allra fyrir há- degi. Svona varst þú, hugsaðir um okkur öll og barst hag okkar allra fyrir brjósti. Elsku pabbi minn, við viljum þakka þér alla vináttuna og kær- leikann sem þú hefur alltaf sýnt okkur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við kveðjum þig elsku pabbi með söknuði. Megi Guð styrkja Elsu Lilju og fjölskyldu okkar í sorginni. Þinn sonur og tengdadóttir Ólafur og Ragnhildur. Kallið er komið... Elsku Biggi minn, mig langar að þakka þér fyr- ir móttökunar sem ég fékk þegar ég kom inn í þína fjölskyldu fyrir 28 árum. Það var notalegt að finna að þið Gunna tókuð á móti mér eins og þið hefðuð eignast aðra dóttur, ég fékk að njóta ykkar yndislegu hlýju og kærleika sem þið höfðuð svo mikið að gefa. Það var á þeim árum sem mikið var að gera í Þverholtinu og þú stóðst í Fiskhúsinu nær allan sólarhringinn við vinnu og þú varst nýbúinn að byggja Þverholt 21, af þvílíkum myndarbrag og þar áttuð þið ykkar sælustundir, en svo komu veikindi Gunnu minnar upp og hún kvaddi okkur langt fyrir aldur fram aðeins 49 ára. En lífið heldur áfram og Elsa Lilja kemur inn í líf þitt eftir það og hún stóð eins og klettur við hlið þína það sem eftir var. Vinna var það sem þú hafðir mest yndi af og allt til þess tíma meðan kraftar leyfðu varstu að vinna og alltaf mátti fara út í skúr til að dudda eitthvað. En þú hafðir alltaf tíma til að gefa af þér, varst kátur og sagðir okkur sögur af samtíma- fólki þínu, og ekki vantaði að öll smáatriði fylgdu með. Ekki má gleyma barnabörnunum sem þér þótti svo vænt um og varst stoltur af, alltaf tilbúinn að hrósa og gefa þeim kærleika, Elsku Biggi minn, þetta síðasta ár hefur verið erfitt en þú hefur staðið þig með sóma. Ég verð að segja að ég var stolt af þér á næst síðasta degi þínum þegar við héld- um fjölskyldufund með læknum og hjúkrunarfólki til að undirbúa heimkomu þína nú um jólin. Þá fór allur tíminn þinn í að þakka þeim fyrir þá frábæru aðhlynningu sem þú naust á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja. Þakka þér fyrir dásamlega sam- fylgd. Ég veit í hjarta mínu að við hittumst síðar. Þín tengdadóttir Elsa Skúladóttir. Það var allaf svo gott að koma til þín, elsku afi Biggi. Þú áttir alltaf beiskan brjóstsykur og gos, sem við gátum fengið eins og við vildum. Þú varst alltaf svo þolinmóður við okk- ur og spjallaðir við okkur í róleg- heitunum. Birgir gat verið með þér í skúrnum og fengið að smíða með þinni hjálp og þú sýndir honum réttu handtökin á verkfærunum þínum. Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku afi Biggi, við söknum þín mikið. Við munum alltaf muna eftir þér. Þínir afastrákar Birgir og Ingólfur. Heiðursmaðurinn Birgir Axels- son er látinn eftir erfiðan sjúkdóm sem hann barðist við í tæpt ár. Birgir greindist með krabbamein sem hann ætlaði að sigrast á en tókst ekki þótt bjartsýnin væri mikil fram á síðasta dag og var það aðdáunarvert. Þegar við hjónin heimsóttum hann á sjúkrahúsið daginn áður en hann lést sagði hann okkur frá því að þegar hann kæmi heim fyrir jól ætlaði hann að bjóða fjölskyldu og vinum í hina árlegu skötuveislu á Þorláksmessu eins og hann og Elsa sambýliskona hans voru vön að gera. Hún stóð með honum sterk og traust síðastliðin átján ár sem þau bjuggu saman. Þegar Ragnhildur dóttir okkar byrjaði að vera með yngsta syni Birgis, honum Óla okkar, var henn- ar framtíð tryggð. Þau giftu sig ár- ið 1986 og eiga í dag tvo syni, þá Ingólf og Birgi, góða og efnilega stráka. Henni Ragnhildi okkar var vel tekið inn í góða og samheldna fjölskyldu. Ragnhildur og Birgir náðu mjög vel saman í gegnum árin. Óli og Birgir voru mjög nánir feðgar og góðir vinir. Minning um góðan og traustan fjölskylduföður mun lifa meðal okk- ar um ókomin ár. Við viljum senda Elsu Lilju og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur frá fjölskyldu okkar. Hvíl þú í friði. Halldóra og Ingólfur. Mig langar í fáum orðum að minnast góðs vinar og einstaks manns. Ég kynntist Birgi Axelssyni fyrst sumarið 1987 er ég hóf stöf hjá honum í fjölskyldufyrirtæki sem faðir hans hafði stofnað og Birgir síðan tekið við eftir hans daga. Þegar ég frétti að Birgir hefði kvatt þennan heim þóttu mér hlut- irnir afskaplega óraunverulegir því það var mér eitthvað svo fjarstætt að eitthvað bugaði þennan sterka og ákveðna mann en okkur er öllum ætlað hlutverk annars staðar og núna var komið að honum. Mér er sérstaklega minnisstæð- ur dugnaðurinn og krafturinn sem einkenndi Bigga og þessi ólýsanlegi karakter sem gæddi hann. Ég vann með Bigga allt fram til ársins 1999 er hann ákvað að breyta um vinnuumhverfi en þá hafði hann unnið við hin ýmsu störf er tengjast sjávarútvegi allt sitt líf og gaf þar unglömbum eins og mér og fleirum ekkert eftir þó svo að allt að 50 ár skildu á milli okkar. Birgir hafði einstakt lag og mik- inn áhuga á gömlum húsgögnum og eyddi hann mörgum stundunum í skúrnum sínum við að pússa og lakka forngripi svo úr varð glæsi- legasta húsgagn. Mig langar að minnast Bigga með erindi úr fallegum sálmi. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem.) Elsa, Guðni, Óli, Axel, Sella og fjölskyldur, ykkur votta ég mína dýpstu samúð og megi guð styðja ykkur í gegn um þessa miklu sorg. Jónas Dagur Jónasson. Elsku Biggi minn, nú er þínu hlutverki á meðal okkar lokið. Þú hefur lagt þitt af mörkum svo vægt sé til orða tekið. Þær eru mér of- arlega í huga allar ferðirnar niður í fiskhús og alltaf varst þú að vinna. Ég gleymi heldur ekki ferðunum á Laugarvatn, þar var alltaf eitthvað skemmtilegt við að vera og okkur leiddist ekki með þér. Ég var ekki gömul þegar ég fékk fyrst vinnu hjá þér í skreið og þótti mér það skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Fyrir þann tíma sem ég vann hjá þér vil ég þakka. Gunnu þína misstir þú frá þér, sem var erfitt, en áttir því láni að fagna að finna þér annan lífsförunaut og var gott að sjá ykkur Elsu saman. Þið hæfð- uð hvort öðru og ykkur leið vel saman. Með þessum fátæklegu orð- um vil ég kveðja þig, Biggi minn, og ég veit að Gunna tekur vel á móti þér. Elsku Elsa, Axel, Fríða, Guðni, Elsa, Sella, Jói, Óli, Ragga og börn, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, Það allt, er áttu’ í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. (B. Halld.) Hvíl þú í friði. Guðný Svava. BIRGIR AXELSSON Kveðja frá Lions- klúbbi Hafnar- fjarðar Lions International er fjölda- hreyfing karla og kvenna um allan heim. Til þess að geta starfað í hreyfingunni verða menn að vera fórnfúsir drengskaparmenn. Lions- ÍSLEIFUR E. ÁRNASON ✝ Ísleifur EyfjörðÁrnason málara- meistari fæddist í Hrísey 13. ágúst 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 7. desember. klúbbur Hafnarfjarð- ar hefur átt því láni að fagna að í honum hafa starfað margir góðir félagar en nú er skarð fyrir skildi er klúbburinn sér á eftir einum af sínum bestu félögum við fráfall Ísleifs Ey- fjörðs Árnasonar mál- arameistara. Ísleifur var í eðli sínu mikill dreng- skaparmaður, ötull og ábyrgur í lífi sínu, sem fjölskyldufaðir, málarameistari og í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar. Ísleifur gekk í Lionsklúbb Hafn- arfjarðar 1976, sat í stjórn klúbbs- ins, nokkrum sinnum, var formaður fjáröflunarnefndar og umsjónar- maður húsnæðis klúbbsins. Reynd- ar óskaði hann eftir að fá að mála nefnt húsnæði, þegar klúbburinn tók við því tilbúnu undir tréverk og málningu. Verkið lofaði meistarann eins og Ísleifs var von og vísa. Þau 25 ár sem hann starfaði í Lions var hann með 100% mæt- ingu. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar valdi Ísleif sem Melvin Johns fé- laga árið 1997, en það er æðsta við- urkenning sem Lionsklúbbur getur veitt félögum sínum fyrir góð störf í þágu klúbbsins og hreyfingarinn- ar. Ísleifur var þeim eiginleikum bú- inn að hann virtist vera a.m.k. einu skrefi á undan öðrum við fram- kvæmdir, því þegar minnst var á að þetta eða hitt þyrfti að gera var reyndin sú oftar en ekki að hann hafði lokið verkinu áður en það kom til tals meðal félaganna. Ísleifur fluttist til Hafnarfjarðar um miðjan sjötta áratuginn og hon- um þótti vænt um bæinn sinn. Hann var fæddur í Hrísey og á honum sannaðist að römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Er framliðu stundir keypti hann föðurleifðina í Hrísey og kom öllu í gott horf. Þar var griðastaður fyrir þau hjónin og alla fjölskylduna á sumrin. Mig grunar að í huga Ísleifs hafi komið ljóðið „Snert hörpu mína, himinborna dís,“ eftir skáldið frá Fagraskógi hinum megin við sund- ið milli lands og eyjar, þegar hann leit fegurðina í Eyjafirði í miðnæt- ursólinni. Það stendur enginn einn og Ís- leifur var vel studdur af eiginkonu sinni Jóhönnu Valdeyju Jónsdótt- ur, sem tók virkan þátt í störfum hans, ekki síst innan Lionsklúbbs- ins. Fyrir þetta viljum við þakka og sendum henni innilegar sam- úðarkveðjur svo og börnunum og fjölskyldum þeirra. Minningin um góðan dreng lifir. Blessuð sé minning Ísleifs Árna- sonar. F.h. Lionsklúbbs Hafnarfjarðar, Gissur V. Kristjánsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.