Morgunblaðið - 21.12.2001, Side 10

Morgunblaðið - 21.12.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði að í fljótu bragði sýndist sér að úrskurður umhverfisráðherra um Kárahnjúka- virkjun væri fag- lega unninn og lögfræðilega vel undirbyggður. Hann sagði að úrskurðurinn væri jákvæður fyrir verkefnið og stöðu efna- hagsmála. Hann ætti t.d. að hafa jákvæð áhrif á gengi krónunnar. „Mér sýnist að þessi úrskurður sé vandlega undirbyggður. Það er farið yfir öll sjónarmið og atriði sem til þurfti að koma, enda hefur þetta tekið sinn tíma. Ég er ekki búinn að kafa nægilega mikið í úr- skurðinn til að geta fjallað um hann í smáatriðum, en mér sýnist þó að það sé staðfest sem ég benti á í upphafi að lagagrundvelli úr- skurðar Skipulagsstofnunar var áfátt, sem reyndar blasti við. Það er staðfest þarna. Mér sýnist að umhverfisráðherra hafi farið mjög nákvæmlega í þau atriði sem þurfti að úrskurða um. Síðan eru sett skilyrði sem ég vænti að séu ekki þess eðlis að þau hindri framkvæmdina þó að þau kunni að vera neikvæð um vissa þætti fyrir leyfishafa.“ Davíð tók fram að hann hefði ekki haft tækifæri til að leggja mat á kostnað við þau skilyrði sem sett væru í úrskurðinum fyrir virkjun- inni. Hann kvaðst ekki ætla að þau kæmu í veg fyrir framkvæmdina. Davíð sagðist ekki geta útilokað að um þennan úrskurð sköpuðust pólitískar deilur. „Ég býst við að það hefðu orðið deilur um hann hvernig svo sem þessi úrskurður hefði orðið. Ef menn fara gegn þessum úrskurði þá held ég að það hljóti að gerast á afskaplega slag- orðakenndan hátt vegna þess að hann er að mínu mati það vel og traustlega undirbyggður lögfræði- lega. Það er allt annað að ræða þennan úrskurð heldur en þann fyrri.“ Davíð sagði að þessi úrskurður segði ekkert til um hvort það yrði af þessum framkvæmdum. „Það á eftir að semja um ýmsa hluti milli leyfishafans, Landsvirkjunar, og þess aðila sem vill kaupa orkuna og reisa álver. Þar eru menn ekki enn farnir að sjá til lands þó allt hafi þokast í rétta átt. Þessi úrskurður er jákvæður fyrir verkefnið og ég hygg að þetta sé jákvætt fyrir stöðu efnahagsmála og hafi jákvæð áhrif á gengi krónunnar.“ Davíð sagði að segja mætti að framkvæmdir við verkefnið væru að nokkru leyti hafnar. Fram- kvæmdir í samgöngumálum á svæðinu væru hafnar og fram- kvæmdir við hafnargerð og jarð- gangagerð væru í undirbúningi. Ef allt gengi eftir ætti útboð á fram- kvæmdum að geta farið fram á næsta ári. „Það er þó rétt að slá engu föstu. Við þekkjum það af sögu slíkra stórmála að þar geta orðið óvæntar tafir.“ Morgunblaðið leitaði í gær viðbragða við úrskurði Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra um mat á umhverfis- áhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Fara viðbrögðin hér á eftir: Jákvæður fyrir stöðu efna- hagsmála Viðbrögð við úrskurði umhverfisráðherra Davíð Oddsson VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, sagðist vera ánægð með úrskurð umhverf- isráðherra um Kárahnjúkavirkj- un. Það þyrfti ekki að koma á óvart að skilyrði væru sett fyrir framkvæmdinni. Miklu skipti fyrir þjóðarhag að virkjunin yrði byggð og álver risi á Reyðarfirði. Hún sagði að frumvarp sem heimilaði virkjunina yrði lagt fram snemma á vor- þinginu. „Í öllum aðalatriðum lýst mér vel á úrskurðinn. Í honum eru að vísu sett skilyrði sem ég átta mig ekki á á þessari stundu hversu auðvelt verður að uppfylla fyrir fram- kvæmdaraðalann. Aðalatriðið er að framkvæmdin er heimiluð og í raun- inni þarf ekki að koma á óvart að umhverfisráðherra setji skilyrði.“ Valgerður sagði ekki útséð um hvort virkjunin yrði dýrari vegna þeirra skilyrða sem sett væru í úr- skurðinum. Landsvirkjun ætti eftir að skoða hvort hægt væri að tryggja nægilega orku með öðrum hætti. Valgerður sagði að þó að þessi úrskurður hefði fallið á þennan veg væri ekki hægt að ganga út frá því að ráðist yrði í þessar framkvæmd- ir. „Fjárfestarnir eru ekki búnir að undirrita neitt um það að þeir ætli í þetta verkefni. Það kemur ekki að því fyrr en á síðari hluta næsta árs. Engu að síður reiknum við með því að í vor eða fyrrihluta sumars verði tekið það afdrifaríkt skref af hálfu fjárfestanna að Landsvirkjun treysti sér til að fara í þó nokkrar framkvæmdir í sumar þannig að sumarið verði nýtt.“ Eftir að umhverfisráðuneytið hef- ur úrskurðað um umhverfismatið, snýr málið að iðnaðarráðherra sem þarf að leggja fram frumvarp um málið. Valgerður sagði að hún myndi leggja fram frumvarp sem heimilaði iðnaðarráðherra að gefa út virkjanaleyfi snemma á vor- þinginu. Samkvæmt lögum ber leyf- isveitanda að taka tillit til úrskurðar umhverfisráðherra. Valgerður sagði að í frumvarpinu þyrfti að koma fram eins nákvæm lýsing á virkj- uninni og kostur væri. Valgerður sagði að orð umhverf- isráðherra væru athyglisverð um að vinna við þetta mál hefði leitt í ljós að lögin um mat á umhverfisáhrif- um væru mjög ófullnægjandi. Hún sagði augljóst að full þörf væri á að breyta lögunum. Í gær var haldinn fundur með fulltrúum íslenskra stjórnvalda og fulltrúum Norsk Hydro um álvers- og virkjanaáform á Austurlandi. Valgerður sagði að farið hefði verið yfir stöðu mála. Ekkert óvænt hefði komið upp á fundinum. „Það er mikill áhugi hjá þeim á verkefninu þannig að ég er bjartsýn á að af þessum framkvæmdum verði, enda skiptir það gífurlega miklu máli fyr- ir þjóðarhag. Því held ég að flestir geri sér orðið grein fyrir,“ sagði Valgerður. Valgerður Sverrisdóttir Frumvarp lagt fram snemma á vorþingi ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þær breyt- ingar sem umhverfisráðherra boðar á framkvæmd við Kárahnjúkavirkj- un allar til bóta. Hann segir það ennfremur merki- legt, að eftir þá miklu gagnrýni sem skipulags- stjóri fékk á sín- um tíma frá stjórnvöldum, skuli ráðherra nú í úrskurði sínum taka undir gagnrýni skipulagsstjóra, sem fram kom í úrskurði hans á stærstu atriðunum sem vörðuðu framkvæmdina, s.s. skort á upplýs- ingum um rof og áfok við Hálslón og skort á útfærðum mótvægisaðgerð- um. „Það er líka tekið sérstaklega fram í þessum úrskurði að atriðin sem kunna að vera aðfinnsluverð við vinnubrögð hans [skipulagsstjóra], hefðu alls ekki dugað til að hnekkja úrskurðinum, þvert á móti er tínt til að þau megi rekja til knappra tíma- fresta. Það sem helst er bitastætt í gagnrýni á embætti skipulagsstjóra er að ekki hafi verið staðið nægilega fast gegn yfirgangi Landsvirkjunar. Það ber væntanlega að lesa sem fyr- irmæli af hálfu ráðherra til embættis- ins að sýna mun meiri hörku gagnvart framkvæmdaraðilum í framtíðinni. Mér sýnist líka ljóst að með þeim 20 takmörkunum sem ráðuneytið set- ur, þá sé þetta í raun orðin önnur framkvæmd en kom inn á borð skipu- lagsstjóra. Þessar 20 takmarkanir eru allar jákvæðar að því leyti til að þær draga úr umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Það er t.d. rakið nákvæmlega hvaða aðgerðum eigi að beita til að draga úr rofinu í jöðrum Hálslóns, en það var atriði sem skipu- lagsstjóri gagnrýndi langharðast. Það sem er gagnrýnisvert við þessar mót- vægisaðgerðir er skortur á tímasetn- ingum og mér finnst líka ljóst að sum- ar þessara aðgerða eru nýjungar og því ekki ljóst hvernig þær munu ganga. Þótt draga muni úr raski af völdum framkvæmdarinnar er samt ljóst frá mínum bæjardyrum séð, að þarna verður ekki virkjað nema mjög mikill og ótvíræður ávinningur sé af því fyr- ir okkar efnahagslíf. Ég tel líka að liggja þurfi fyrir sátt um landnýtingu handan Vatnajökuls til frambúðar. Í úrskurðinum kemur fram að þrátt fyrir virkjun sé landsvæðið ennþá stærsta ósnortna víðerni í Evrópu, en eigi að virkja þá þarf að vera tryggt að svo verði áfram.“ Breytingarnar allar til bóta Össur Skarphéðinsson „ÉG er gríðarlega vonsvikinn og óánægður með þennan gjörning um- hverfisráðherra, en get ekki sagt að úrskurðurinn komi á óvart,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna. „Maður óttað- ist allan tímann að pólitísk ákvörðun yrði einfaldlega tekin á endanum og póli- tísku valdi beitt til að snúa við fag- legum og afdráttarlausum úrskurði Skipulagsstofnunar. Þar var fram- kvæmdin felld vegna umtalsverðra neikvæðra og óafturkræfra um- hverfisáhrifa. Nú eru sett ýmis skil- yrði til þess að láta málið líta betur út. Þegar skilyrðin eru betur athug- uð eru þau flest ef ekki öll því marki brennd að þau eru annaðhvort út- látalítil eða útlátalaus fyrir Lands- virkjun. Þetta raskar því miður á engan hátt stóra verkefninu sem fall- ist er á. Auðvitað er það jákvætt í sjálfu sér að hætt er við að veiða upp læki utan í Snæfelli og smásprænur og að yfirfallið eigi ekki að fara niður Desj- árdal. En ástæða þess að unnt er að setja þau skilyrði að falla frá þessum áformum er sú að Landsvirkjun var í sínum áætlunum svo yfirgengilega ósvífin að láta sér detta þetta í hug. Ef maður lítur á skilyrðin og það sem mætti kalla mótvægisaðgerðir, þá verður engu slíku við komið gagn- vart stærstu atriðunum. Stærsta jarðvegsstífla í Evrópu verður byggð, lónið kemur til og drekkir tugum ferkílómetra af gróðurlendi , þ.á m. 25% af friðlandinu í Kringils- árrana. Ég lít svo á að úrskurði ráðherra fylgi alger trúnaðarbrestur milli um- hverfisráðherra og náttúruverndar- fólks og -samtaka. Ráðherra bregst þeim málstað sem hann á að standa fyrir. Það vakna einnig spurningar um lögformlegar hliðar málsins, s.s. van- hæfi ráðherra, vegna hennar eigin yfirlýsinga og málareksturs af hálfu ríkisstjórnar. Ráðherra hefur sagt að hún telji sig bundna af stefnu rík- isstjórnarinnar. Stefnuna hefur ut- anríkisráðherra sennilega orðað skýrast er hann sagði að það væri stefna ríkisstjórnarinnar að byggja þessa virkjun, punktur.“ Steingrímur J. Sigfússon Gríðarlega vonsvikinn með gjörning ráðherra SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir niður- stöðu umhverfisráðherra ekki hafa komið á óvart. Hann sagðist hins vegar ekki hafa kynnt sér úr- skurð ráðherra og vildi því ekki tjá sig meira að svo komnu máli. „Ég átti von á að úr- skurði skipulags- stjóra yrði snúið við en ég hef ekki haft ráðrúm til að kynna mér skilyrði ráðherra og geymi mér því frekari umsagnir,“ sagði Sverrir. Kom ekki á óvart Sverrir Hermannsson „VIÐ komum til með að fara vand- lega yfir úrskurðinn og þá sérstak- lega með tilliti til þess hvort eitthvað í honum hafi áhrif á það hvernig við munum fram- fylgja lögum um mat á umhverfis- áhrifum í framtíð- inni. Við munum leitast við að læra af honum,“ sagði Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, þegar hann var spurður álits á úrskurði umhverfisráðherra um Kárahnjúkavirkjun. Hann sagð- ist ekki telja að í úrskuðinum fælist áfellisdómur yfir Skipulagsstofnun. Í úrskurði ráðherra kemur fram að umhverfisráðuneytið telji að Skipulagsstofnun eigi ekki að taka tillit þjóðhagslegra áhrifa þegar mat er lagt á umhverfisáhrif fram- kvæmda. Stefán sagði að Skipulags- stofnun hefði í úrskurðum sínum tekið mið af efnahagslegum áhrifum og Landsvirkjun hefði í matsskýrslu sinni lagt áherslu á að þjóðhagsleg áhrif yrðu reiknuð inn í dæmið. „Þegar við höfum verið að meta áhrif framkvæmda höfum við annars vegar horft á neikvæð umhverfisleg áhrif og hins vegar höfum við horft á efnahagsleg áhrif. Þannig hefur þetta verið tíðkað, en þarna er sagt að þetta eigi ekki við og það er eitt af því sem við drögum lærdóm af. En þessi efnahagslegu áhrif réðu ekki úrslitum í niðurstöðu Skipulags- stofnunar varðandi Kárahnjúka- virkjun.“ Stefán sagðist ekki telja að í úr- skurðinum fælist neinn áfellisdómur yfir Skipulagsstofnun. Umhverfis- ráðuneytið fyndi að því að fram- kvæmdin væri ekki stöðvuð þegar stofnunin tilkynnti Landsvirkjun að matsskýrslan uppfyllti ekki skilyrð- in. Í skýrslunni væri hins vegar líka fundið að því hvernig Landsvirkjun stóð að málum. „Ég lít alls ekki svo á að þetta sé áfellisdómur fyrir Skipu- lagsstofnun, hvorki varðandi fagleg vinnubrögð eða stjórnsýslulega,“ sagði Stefán. Ekki áfell- isdómur yfir Skipulags- stofnun Stefán Thors SMÁRI Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Fjarðabyggðar, segir menn auðvitað afar ánægða með þessa nið- urstöðu umhverf- isráðherra. „Ég tel að hún sé mjög rökrétt og ég tel að þarna hafi menn vandað mjög vinnu í um- hverfisráðuneyt- inu við að fara yfir þessi mál öll. Þetta skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli fyrir framvindu þessa stóra verkefnis, Kárahnjúkavirkjun og álver við Reyðarfjörð. Ef þetta hefði fallið á annan veg og ráðherra hefði staðfest niðurstöðu Skipulags- stofnunar, væri þetta mál nánast úr sögunni. Við erum því að taka mjög stórt skref í átt til þess að Kára- hnjúkavirkjun og álver við Reyðar- fjörð verði að veruleika,“ segir Smári. Hann segist telja að sú lína hafi verið dregin í úrskurði umhverfisráð- herra að ætlunin sé að nýta þessar náttúruauðlindir, sem eru fljótin norðan Vatnajökuls, en jafnframt að tryggja að umhverfisáhrif verði eins lítil og mögulegt er. „Það fer ekkert á milli mála að þessi skilyrði draga verulega úr um- hverfisáhrifum og ég held að veru- lega sé komið til móts við hugmyndir margra þeirra sem gagnrýndu hinar upphaflegu virkjanahugmyndir. En síðan áttum við okkur auðvitað á því að það er hópur manna í þessu landi sem er bara alfarið á móti fram- kvæmdum af þessu tagi. Og það er al- veg sama hve mörg skilyrði yrðu sett, þeir væru alltaf á móti.“ Smári segir ljóst að þau 20 skilyrði sem sett eru fram í úrskurði ráðherra séu verulega íþyngjandi fyrir Lands- virkjun. „En ég hins vegar trúi því ekki að þessi skilyrði séu þess eðlis að þau hafi afgerandi áhrif á áframhald- andi vinnu við þetta verkefni.“ Að sögn Smára hafa menn unnið að undirbúningi framkvæmda af miklum krafti síðustu vikur og mán- uði. Hann segir að góður friður hafi gefist við að sinna þeirri vinnu og þessi úrskurður hvetji menn áfram til að ljúka málinu. „Þannig að við erum afskaplega hressir og lítum svo á að við förum ekkert í jólaköttinn í ár.“ Stórt skref í átt að virkjun og álveri Smári Geirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.