Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 47 ✝ Sveinbjörg Her-mannsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 25. desember 1946. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 14. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Hermann Guðmunds- son, stöðvarstjóri Pósts og síma á Suð- ureyri, f. 12.6. 1917, og kona hans Þórdís Ólafsdóttir, f. 2.5. 1922, d. 2.7. 1982. Sveinbjörg var næstelst fimm systkina, en þau eru: Sólrún, f. 7.10. 1945; Herdís Jóna, f. 24.6. 1949, gift Gísla Vilhjálmi Jóns- syni; Guðmundur Óskar, f. 25.5. 1950, kvæntur Bryndísi Einars- dóttur, og Halldór Karl, f. 6.12. 1958. Sveinbjörg giftist 6.10. 1973 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Hlöð- veri Kjartanssyni hrl., f. 16.8. 1948. Þeim varð fjögurra barna auðið: 1) Íris Björk, f. 25.2. 1973. Hennar maður er Ægir Finnboga- son. Þau eiga tvö börn, Finnboga Erni 5 ára og Emilíu Kar- en 3 ára. 2) Hulda Kristín, f. 18.8. 1975. Samvistarmaki hennar er Jóhanna Ósk Ólafsdóttir og hennar dóttir er Ás- gerður Elva Jóns- dóttir 3 ára. 3) Kjart- an Arnald, f. 12.2. 1980. 4) Pálmar Þór, f. 27.12. 1984. Sveinbjörg ólst upp á Suðureyri, hún stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi og lauk landsprófi 1962. Hún var í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur 1963– 1964 og síðan Hjúkrunarskóla Ís- lands. Hún útskrifaðist 1970. Starfaði sem hjúkrunarfræðingur sína starfstíð frá námslokum á sjúkrastofnunum höfuðborgar- svæðisins nema á árunum 1992 og 1993 við heilsugæsluna á Suður- eyri. Útförin fer fram frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Það var án vafa oft kátt á símstöð- inni á Suðureyri í Súgandafirði þegar Hermann Guðmundsson símstöðvar- stjóri og Þórdís Ólafsdóttir kona hans réðu þar ríkjum. Barnahópur- inn var stór og tók fljótt þátt í þeim störfum sem þar þurfti að inna af hendi, lærði sitt „miðstöð og viðtals- bil“. Þá var og ekki síður hjálpað til við afgreiðsluna í bókabúðinni, því ekki voru stöðvarstjóralaunin slík að ekki þyrfti fleira fyrir sig að leggja til að komast sæmilega af. Ég hef trú á að ekki hafi hún Svenný mágkona mín látið þar sitt eftir liggja frekar en annars staðar síðar á lífsleiðinni. Hún var enginn veifiskati. En fjörðurinn var lítill, þorpið enn minna, en Svenný hug- umstór. Ung réðst hún til mennta og lærði hjúkrunarfræði. Þau störf stundaði hún svo meira og minna meðan heilsa og þrek leyfði á sjúkra- húsum og öðrum heilsustofnunum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir tæpum þrjátíu árum gengu hún og Hlöðver bróðir minn í hjóna- band. Börn þeirra urðu fjögur hvert öðru mannvænlegra og barnabörn þeirra tvö. Fyrir átti Hlöðver eina dóttur og eiga hún og maður hennar einn son. Það samband sem þar var til stofnað hefur vel dugað enda í því þeir kjörviðir sem öllu héldu vel sam- an. Burðarásarnir reistir á ást, tryggð, trúfestu og gagnkvæmri virðingu. En römm er sú taug sem rekka dregur, föðurtúna til. Á miðjum aldri, þegar börnin voru að mestu vaxin úr grasi, réðst hún sem hjúkr- unarfræðingur á heilsugæslustöðina í sinni gömlu heimabyggð á Suður- eyri. Þar þjónaði hún af mikilli prýði í nokkur ár. Þá voru fest kaup á „Eyr- arkotinu“, sem varð eins konar ann- að heimili þeirra hjóna og ferðirnar vestur til að dvelja þar og dytta að urðu æði margar og þeim æ kærari sem þær urðu fleiri. Svenný var ekki mikið fyrir að heimsækja okkur þegar við lentum inni á sjúkrahúsum. En hún var ólöt að senda okkur kveðjur og hug- hreystingu og þegar virkilega bjátaði á var betra að eiga hana að en engan. Þá fór skapið stóra á fullt og hún hlífði ekki sínum kollegum, þegar hún barðist á hæl og hnakka fyrir að hver fengi þá hjálp sem hún taldi nauðsynlega. Mér er ekki örgrannt um að stundum hafi það drýgt líf- daga okkar sumra. En fyrir um tveimur árum brast heilsan er hún greindist með alvarlegan sjúkdóm. Allt var reynt sem mannlegur mátt- ur framast kunni, en ósigurinn varð ekki umflúinn. En í bylnum stóra fleytti skapið og kjarkurinn henni áfram. Það var aldrei gefist upp og lifað eins eðlilegu lífi og framast var unnt. Fársjúk dvaldi hún oft sl. sum- ar í Eyrarkotinu sínu, fór á Kántríhá- tíð á Skagaströnd, í sumarbústað í Skagafirði og þeim sem hér situr og párar á blað söng hún smellnar gam- anvísur á sextugsafmæli hans í vor og var með ættingjum okkar í að undirbúa það kvöld og gera mér ógleymanlegt. Svenný var mjög trúuð sál og henni var enginn ótti í brjósti að mæta því sem koma skyldi, hún var tilbúin að mæta Guði sínum. Nú er leiðir skilur þakka ég hennar góðu samfylgd. Bróður mínum og afkom- endum þeirra hjóna, öldruðum föður, systkinum og öðrum nákomnum votta ég mína dýpstu hluttekningu. Kvödd er mæt kona, en minningin lifir. Guðvarður Kjartansson. Síðastliðið föstudagskvöld fékk ég þær fréttir að Svenný mágkona mín væri búin að yfirgefa þennan heim. Það er alveg óskaplega erfitt að setj- ast niður og ætla að skrifa minning- arorð um hana, hugurinn er svo á reiki og söknuðinn nístandi. Undan- farna mánuði hef ég vonað og beðið þess að hún hefði betur í baráttunni við þennan óskaplega sjúkdóm sem tók að herja á hana fyrir tæpum tveimur árum, en þeirri orustu tap- aði hún. Aldrei heyrði ég hana kvarta, ekki í eitt einasta skipti. Það var heldur að hún reyndi að stappa stálinu í sitt fólk og hún fylgdist grannt með hvernig aðrir hefðu það, þar var henni rétt lýst. Svennýju kynntist ég fyrir tæpum þrjátíu árum þegar við Gummi bróð- ir hennar vorum til þess að gera ný farin að leiða hvort annað. Hann ákvað að kynna mig fyrir systrum sínum og byrjaði á Svennýju. Þeirri stund gleymi ég aldrei. Við tóku ár barnseigna og hinna ýmsu samveru- stunda sem tengjast fjölskyldulífi, ógleymanlegar útilegur þar sem hálfri búslóðinni og tjaldinu hennar og Hlölla var troðið inn í „cortínuna“ góðu og haldið út í náttúruna. Seinna kom svo fellihýsi sem á örskots- stundu breyttist í hlýlegt heimili og ekki má gleyma Kotinu hennar á Súganda, en þangað var hún dugleg að fara og naut þess út í ystu æsar að dvelja þar ýmist ein eða með fjöl- skyldu sinni og vinum. Ég vil þakka Svennýju minni fyrir allan hlýhug sem hún hefur veitt mér, vinkonu sinni, fyrir allar send- ingarnar sem hún sendi okkur er við bjuggum erlendis um árabil, en upp úr þeim pökkum komu hinir ótrúleg- ustu hlutir, allt frá Ora grænum baunum til lífvana jólarósa, fyrir all- an stuðning á erfiðum tímum og vin- samlegar ráðleggingar. Það var nú einhvernveginn þannig að hún hafði yfirleitt ráð við öllu. Svenný var mikið náttúrubarn og hennar bestu stundir voru sumar- kvöldin og næturnar er hún nostraði í garðinum sínum á Flókagötunni sem hún er búin að gera að hreinasta listigarði. Ófáar ferðirnar hafa þau hjón lagt á sig til þess að heimsækja okkur, veður og vegalengdir skiptu engu máli og þá var ekki aldeilis setið auðum höndum. Blóm og tré gróð- ursett, káli og gulrótarfræjum troðið í beð, saftað, sultað og síðast en ekki síst saumað. Ekki bara saumuð gluggatjöld fyrir einn glugga, nei, allt húsið skyldi fá ný gluggatjöld. Þegar Svenný settist við saumavél- ina mína þá hét hún ekki Svenný heldur gekk undir nafninu „Jórunn saumakona“. Ung að árum nam hún hjúkrunar- fræði og starfaði í þeirri grein meira og minna allt sitt líf. Þeir eru ekki fá- ir sem leitað hafa á náðir hennar með aðstoð vegna krankleika. ,,Saxi lækn- ir“ kom þá til skjalanna við sum til- fellin, en þá nafngift gaf hún sér sjálf og hafði gaman af. Ég mun ekki gleyma einni af síðustu ferðum henn- ar til okkar, þá ók hún sjálf yfir stór- brotna fjallvegi frá Súganda til Patró, datt bara svona í hug að kíkja og dvaldi hjá okkur eina helgi, fór á dansleik með okkur og skemmti sér manna best. Þetta væri ekki í frásög- ur færandi nema hvað að þá var heilsu hennar mjög farið að hraka. Undanfarna daga hefur mér orðið það ljóst að Svenný mín kemur ekki til þess að hanna garðinn okkar Gumma hér á Patreksfirði, né sauma fyrir stofugluggana eða þetta eða hitt þegar hún færi að hressast, því það ætlaði mín svo sannarlega að gera. Það bíður og verður bara gert einhverntíma seinna. Það verður ekki eins og áður að setjast við eld- húsborðið á Flókagötunni, ræða mál- in og plana framtíðina. Guð almátt- ugur hefur ætlað henni eitthvað stórt hjá sér og það eitt er víst að hún mun halda áfram að rækta garða og láta gott af sér leiða. Ég vil þakka Svenn- ýju minni fyrir að hafa eignast hana sem mágkonu en fyrst og fremst sem vin. Ég bið góðan Guð að vaka yfir og vernda fjölskyldu hennar. Ég, Gummi, börnin okkar, tengda- sonur og barnabörn sendum þér, Hlölli minn, börnum ykkar, tengda- börnum og barnabörnum hugheilar samúðarkveðjur. Takk elsku Svenný mín fyrir að hafa fengið að deila með þér þessum árum sem urðu allt of fá. Guð geymi þig að eilífu. Þín mágkona, Bryndís Einarsdóttir. Leiðir okkar Írisar Bjarkar, elstu dóttur Svennýjar, lágu fyrst saman stuttu eftir að ég flutti á Hellisgötuna í Hafnarfirði 1983. Ég var þá 11 ára, Íris 10. Við Íris urðum fljótt perlu- vinkonur og ég var kærkominn gest- ur á heimili hennar. Svenný tók alltaf vel á móti mér og var hún ekki síður vinkona mín en Íris. Svenný og fjöl- skylda hennar veittu mér mikinn styrk þegar ég missti móður mína úr krabbameini þegar ég var á 15. ári. Engu skipti þó að Íris væri ekki heima þegar ég bankaði upp á, Svenný tók ávallt vel á móti mér og varð heimili þeirra mitt annað heim- ili. Þegar ég heimsótti Svenný í síð- asta skiptið á Flókagötuna nú í haust tók hún vel á móti mér að venju og sagði við dóttur mína, Áslaugu Stellu, sem hún var að hitta í fyrsta skipti: „Velkomin til ömmu Svennýj- ar.“ Einmitt þau orð notaði ég þegar við vorum á leiðinni suður í Hafn- arfjörð, að við værum að fara að hitta ömmu Svenný. Enda átti Svenný það til að kalla mig fósturdóttur sína, nokkuð sem mér þótti mjög vænt um. Í dag kveð ég kæra vinkonu með miklum söknuði. Minningin um góða konu lifir að eilífu. Elsku Hlölli, Kjartan og Pálmar. Íris, Hulda og fjölskyldur ykkar. Megi guð veita okkur styrk í þessum raunum. Una Ýr. Það var nokkuð óvenjulegur hópur ungs fólks sem settist á skólabekk í Hjúkrunarskóla Íslands í ágústmán- uði 1966. Hópurinn samanstóð af fólki úr öllum landshlutum með ólík- an bakgrunn. Þar var einn karlmað- ur í hópnum, sem ekki var algengt þá, frekar en nú og þýsk nunna, sem við vissum ekki alveg hvernig við átt- um að umgangast. Það fór svo að þessi hópur varð einstaklega samheldinn og á næstu árum var ýmislegt brallað, sem seinna meir var endalaust hægt að rifja upp og hafa gaman af. Nú er höggvið skarð í þennan hóp. Hún Svenný okkar hefur kvatt þetta líf tæplega 55 ára gömul eftir erfið veikindi. Það er sárt að hugsa til þess að hún muni ekki framar lífga upp á „hollfundina“ með sínum bjarta hlátri og óendanlega góða skapi. Kveðjan hennar, „sælar elskurnar“ hljómar ekki lengur. Svenný hafði einstaklega fallega framkomu, í senn tíguleg, glaðleg og einstaklega hlýleg. Þetta einkenndi hana til hinstu stundar. Við minn- umst margra góðra stunda með Svennýju ekki síst heimboðs þeirra hjóna í tilefni af þrjátíu ára útskrift- arafmæli hópsins. Við vottum Hlöðveri, börnum og fjölskyldu, okkar dýpstu samúð. Við kveðjum Svennýju með sömu orðum og hún kvaddi okkur gjarnan með, Guð veri með þér. Hollsystkinin. Það er desember og aðventan gengin í garð, fólk er farið að und- irbúa komu jólanna, jólaljós sjást í allflestum gluggum og óminn af jóla- lögum má heyra víða um götur og torg. Sveinbjörg, eða Svenný sem hún var yfirleitt kölluð, sem jarð- sungin er í dag, tók líka þátt í jóla- undirbúningnum, það voru einnig ljós í hennar glugga og garði og í hennar mikla og stóra og gjafmilda hjarta og faðmi. En Svenný var ekki einöngu að undirbúa jólin, hún var líka að undirbúa sig fyrir að kveðja okkur því hún var að fara í langferð, þangað sem allt er svo gott, engar þrautir, böl né þjáningar og þar myndi hún hitta sína kæru ástvini sem farnir eru á undan henni, óvíst hvenær við sæjumst aftur. Sveinbjörg andaðist á líknardeild Landspítalans að kvöldi föstudags 14. desember sl. Hún fæddist 25. des- ember árið 1946 á Suðureyri við Súg- andafjörð. Hún kom í þennan heim með útbreiddan faðm og lifði með út- breiddan, gjöfulan faðm og nú er henni tekið með útbreiddum faðmi. Fyrstu kynni mín af Svenný voru að hausti árið 1966 þegar við vorum báðar að hefja hjúkrunarnám. Í þá daga bjuggu hjúkrunarnemar á heimavist og þannig kynntumst við mjög náið. Þau tengsl hafa aldrei rofnað. Svenný var glæsileg kona sem eft- ir var tekið, vel gefin og lífsgleðin geislaði af henni. Hún var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Óhætt er að segja að hún hafi verið stór- brotin kona, sem fór sínar eigin leið- ir. Þegar kemur að skilnaðarstund þá reikar hugurinn aftur í tímann og upp koma ótal minningarbrot og það er svo sárt, svo óskaplega sárt. Sem snöggvast heldur maður að tíminn muni standa kyrr og það verði alltaf 14. desember, alltaf þessi sársauki. En lífið heldur áfram og verkefni hversdagsins sefa sorgina. Á eftir degi kemur nótt og svo kemur aftur nýr dagur. Sorgin deyfir skilningar- vitin um stund, en smám saman fá dagar lífsins lit sinn aftur. Svenný hafði ríka kímnigáfu og allt til hinstu stundar reyndi hún að segja eitthvað skemmtilegt, gleðja samferðafólk sitt. Hún var afar til- finninganæm og þess vegna kannski oft dul á sínar innstu hugsanir. Í veikleika sínum var hún sterk, hún bognaði en brotnaði ekki. Þetta sýndi sig best þegar hún háði sína hinstu baráttu við „krabbann“. Hún notaði þetta orð „krabbinn“ og var ekki með neina tæpitungu. Hún var trúuð kona og bar ekki kvíðboga í brjósti. Hún taldi að sín biði góð heimkoma á áfangastað. Sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur fór hún strax að vinna, hún var góður hjúkrunarfræð- ingur bæði faglega, en líka vegna þess að hún hafði svo mikið að gefa. Árið 1973 giftist Svenný eftirlif- andi manni sínum Hlöðveri Kjart- anssyni hæstaréttarlögmanni og eignuðust þau 4 myndarleg börn. Hún var mikil fjölskyldumanneskja, heimilið, eiginmaðurinn, börnin og barnabörnin voru henni allt. Þau hjónin voru afar samhent að byggja upp fallegt heimili á Flókagötu 6 í Hafnarfirði og koma börnum sínum til manns. Svenný var mjög trygglynd og frændrækin, hún unni átthögum sín- um og fyrir nokkrum árum festu þau hjónin kaup á litlu húsi við Súganda- fjörð og nefndi hún það ávallt kotið sitt. „Þar líður mér vel,“ sagði hún og á meðan henni entist þrek og kraftur reyndi hún sem oftast að fara þang- að. Þegar hún fyrst fann fyrir veik- indum sínum fyrir rúmu einu og hálfu ári var hún að undirbúa utan- landsferð eiginmanns og sonar, og hún hélt áfram að sinna sínum nán- ustu eins og kraftar hennar leyfðu nánast til síðasta dags ef ekki í verki þá í orðum. Svona var hún, aðrir gengu fyrir. Hún lét samt aldrei traðka á sér. Það var bara svona sem hún vildi hafa það. Síðustu vikurnar var Svenný í faðmi eiginmanns og barna. Rétt fyr- ir andlátið var komin ró í andlit henn- ar, hún virtist sofa og hún var sátt og tilbúin að fara og hún kvaddi þennan heim með eldri dóttur sína Írisi Björk sér við hlið. Elsku gamla og góða vinkona, takk fyrir allt. Elsku hjartans Hlölli minn og fjölskylda, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sömuleiðis sendi ég öldruðum föður hennar og systkinum mínar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll, styðji og verndi um ókomna framtíð. Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir. Í dag kveðjum við góðan nágranna og vinkonu með trega og söknuði. Þig faðmi liðinn friður guðs, og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Vér munum þína högu hönd og hetjulega dug, og ríkan samhug, sanna tryggð og sannan öðlingshug. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Elsku Hlöðver, Íris, Hulda, Kjart- an, Pálmar og aðrir aðstandendur, okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Megi Guð vera með ykkur. Hafdís, Hjörleifur, börn og tengdabörn. SVEINBJÖRG HERMANNSDÓTTIR MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.