Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 65
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 65 NÝR dómur Hæsta- réttar í kynferðisbrota- máli þar sem refsing var þyngd í fjögur og hálft ár úr þremur hefur vak- ið hörð viðbrögð. Marg- ir telja dóminn allt of vægan og í litlu sam- ræmi við alvarleika at- hæfisins sem var óvenju fólskulegt. Það vekur þó athygli að dómurinn er með þeim þyngri sem fallið hafa í þessum málaflokki á síðari ár- um. Refsiþyngd er þó aðeins lítill hluti vand- ans sem fylgir kynferð- isbrotum og margt bendir til að stór hluti þessara brota sé aldrei kærður og nái því ekki inn í hið opinbera rétt- arvörslukerfi. Full ástæða er því til að skoða málsmeðferð í kynferðis- brotamálum nánar og ekki síður at- hyglisvert í samanburði við mála- flokk fíkniefna þar sem allt annað virðist vera upp á teningnum. Réttur þolenda torsóttur Þolendur kynferðisbrota hafa lengi átt erfitt með að leita réttar síns inn- an réttarkerfisins sem birtist m.a. í því að tiltölulega lítill hluti mála sem kærður er til lögreglu hefur endað með dómi yfir þeim brotlega. Brott- fall verður á leiðinni frá lögreglu til ríkissaksóknara og frá saksóknara til dómara. Kröfur um sönnunarbyrði, ásetning brotamanns og fleira eru mjög þungar og erfitt að sýna fram á sekt í málum af þessu tagi. Tilkoma Neyðarmóttökunnar hefur einnig sýnt okkur að einungis hluti þeirra, sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti, kærir athæfið til lögreglu. Ástæður eru vafalítið ýmsar en opinber máls- meðferð hefur örugglega eitthvað með þessa tregðu að gera. Tengsl aðila skipta máli Þau kynferðisbrotamál, sem virð- ast ganga greiðlegast gegnum rétt- arkerfið og enda í sakfellingu, eru mál þar sem mikið ofbeldi á sér stað, mikil vímuefnanotkun og tengsl ger- anda og þolanda eru ókunn eða lítil sem engin. Mál af þessu tagi virðast falla vel að staðalmynd samfélagsins um hvað telst nauðgun og fordæming á brotinu er jafnan mikil. Ef fólk þekkist eða hef- ur áður myndað ein- hver tengsl á skemmti- stað eða í heimahúsi og nauðgun á sér stað er samúðin með þoland- anum oft miklu minni og rétturinn til að hafna kynmökum virð- ist stundum nánast hverfa. Hugsanlegt er að Hæstaréttardómur- inn umtalaði beri eitt- hvert svipmót þessa og ef tengslin milli ger- anda og þolanda hefðu verið lítil sem engin hefði dómurinn e.t.v. orðið þyngri. Viðbrögðin í kjölfar dómsins endurspegla þó kannski viðhorfs- breytingu í samfélaginu um að fyrri tengsl eigi ekki að hafa áhrif á dóms- niðurstöðu. Fíkniefni hafa forgang Málaflokkur fíkniefna virðist lúta öðrum lögmálum í réttarkerfi okkar en kynferðisbrot og málin ganga að jafnaði greiðlegar í gegnum kerfið. Sýknudómar eru tiltölulega fátíðir, handtökur fyrir vörslu og neyslu fíkni- efna eru fjölmargar og refsidómar fyrir innflutning og sölu fíkniefna eru óvenjuþungir í samanburði við t.d. kynferðisbrot. Fíkniefni virðast vera forgangsmál kerfisins þó neytendur fíkniefna líti ekki á sig sem fórnarlömb ólíkt þolendum kynferðisbrota. Fjöl- margt er því talið leyfilegt í baráttunni við fíkniefnin, t.d. beiting símahlerana, uppljóstrara og húsleitar, jafnvel án dómsúrskurðar. Opinber málsmeð- ferð í kynferðisbrotamálum er hins vegar mun varkárari og formfastari og ef minnsti vafi leikur á að viðkom- andi sé sekur er það úrskurðað honum í vil. Ástæður þessara ólíku viðbragða væri örugglega fróðlegt að rannsaka nánar. Endurskoðun réttarfars Réttar- og dómsvenjur skapast á löngum tíma og ekki er skynsamlegt að gera snöggar kúvendingar. Refsi- mat og opinber málsmeðferð verður þó sífellt að vera í endurskoðun og byggjast á nýjum rannsóknum og faglegu mati. Réttarfarið verður að endurspegla réttarvitund borgar- anna og á ekki síður að hafa réttindi og réttaröryggi einstaklingsins í önd- vegi. Kynferðisbrot og bar- áttan gegn vímunni Helgi Gunnlaugsson Afbrot Málaflokkur fíkniefna, segir Helgi Gunn- laugsson, virðist lúta öðrum lögmálum í rétt- arkerfi okkar en kyn- ferðisbrot. Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is w w w .d es ig n. is © 20 01 Heilsunnar vegna „Við meðhöndlun hálsvandamála er einn mikilvægasti þátturinn að gefa réttan stuðning við hálssvæðið þegar legið er í hvíldarstellingum, til að ná náttúrulegri stöðu hryggjarsúlunnar. Hið erfiða í þessari meðhöndlun er að ná þrýstingslétti á hálssvæðið og ná um leið fram slökun í hinum margvíslegu svefnstellingum. TEMPUR heilsukoddinn er eini koddinn að mínu viti sem uppfyllir allar þessar kröfur.“ Röng höfuðlega er erfið fyrir háls, herðar og bak og leiðir til meiðsla og verkja. Góður koddi veitir stuðning og þægindi þannig að þú getur sofnað án allrar spennu. James H. Wheeler, M.D. Dr. Wheeler er stjórnar- formaður félags bæklunar- skurðlækna í USA, og aðili að Amerísku Bæklunar- læknaakademíunni Jólagjöf sem lætur þér og þínum líða betur Yfir 32.000 sjúkraþjálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic, þ.á.m. á Íslandi. VARISTeftirlíkingar!!! I i lí i !!! Hluthafafundur Stjórn Kaupþings hf. boðar hér með til hluthafafundar í félaginu, þann 28. desember 2001. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Kaupþings hf., á 4. hæð í Ármúla 13, Reykjavík og hefst hann kl. 10.00 f.h. Á dagskrá eru tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, sem lúta í fyrsta lagi að því að skeyta heitinu banki við nafn félagsins í tilefni umsóknar félagsins um viðskiptabankaleyfi og aðrar minni háttar breytingar sem sú umsókn leiðir af sér. Í öðru lagi lúta breytingartillögur að því að heimila stjórn að hækka hlutafé félagsins um allt að 150.000.000 kr. að nafnverði, til efnda á samningum við hluthafa finnska verðbréfafyrirtækisins Sofi um að keypt verði allt hlutafé þess félags og það gert að dótturfélagi Kaupþings hf. Í tillögunni felst að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til hins nýja hlutafjár. Loks lúta breytingartillögurnar að því að heimila stjórn að hækka hlutafé félagsins um allt að 370.000.000 kr. að nafnvirði, til efnda á samningum við hluthafa í Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. um skipti á hlutum í honum fyrir hluti í Kaupþingi hf. Í tillögunni felst að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til þessa nýja hlutafjár. Tillögurnar ásamt öðrum fundargögnum liggja frammi í móttöku Kaupþings hf. í Ármúla 13 í Reykjavík. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundardag við innganginn. Reykjavík, 20. desember 2001 f.h. stjórnar Kaupþings hf. Guðmundur Hauksson stjórnarformaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.