Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 9 ENGAR athugasemdir voru gerðar við rekstur embættis ríkislögreglu- stjóra í úttekt Ríkisendurskoðunar á ársreikningi ársins 2000 og er rekst- urinn sagður með ágætum. Á heimasíðu ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið tók við rekstri Bílabanka lögreglunnar í fyrra. Sá rekstur hafi haft mikil áhrif á rekstrarafkomu þess. Til að greina þennan rekstur frá öðrum rekstri embættisins telur Ríkisendurskoðun rétt að færa rekstur bílabankans und- ir sérstakt fjárlagaviðfangsefni hjá embættinu eða jafnvel á sérstakt fjár- laganúmer. Athugun Ríkisendurskoðunar á fjármálastjórn leiddi í ljós að vel er staðið að fjármálastjórn. Gerð er tekju- og gjaldaáætlun og áætlun um mannaflaþörf fyrir embættið. Áætl- unin tekur mið af rekstri fyrra árs ásamt fjárlögum. Rekstraráætlun er borin reglulega saman við rauntölur og niðurstöður kynntar stjórnendum. Ef kostnaður fer umfram áætlanir er reynt að grípa til sparnaðaraðgerða þar sem því verður við komið. Embættið hefur gert samninga um rekstrarleigu á tölvubúnaði, en ákvarðanir um þá hafa ekki verið á grundvelli útboða heldur verðkönn- unar og tilboða. Vel hefur tekist til með samningana og er embættið ánægt með þá þjónustu sem það fær á grundvelli samningsins. Innra eftirlit embættisins er skjal- fest og fyrir hendi er skriflegt og skýrt stjórnskipulag sem sýnir niður- röðun starfa og skiptingu ábyrgðar. Embætti ríkislögreglustjóra sér um bókhald og fjárvörslu fyrir embættið og er aðskilnaður verka viðunandi. Reikningar eru áritaðir til samþykkis áður en þeir eru greiddir. Banka- reikningar og viðskiptareikningar eru stemmdir reglulega af innan ársins. Gerðir eru ráðningarsamningar við flesta starfsmenn, haldin er fjarvista- skrá og stimpilklukka og vinnu- skýrslur eru notuð til að fylgjast með viðveru starfsmanna. Tekjur eru rétt flokkaðar hjá emb- ættinu. Tekjustofnar eru framlag úr ríkissjóði, sértekjur og markaðar tekjur (áfengisgjald). Embættið inn- heimtir ekki ríkistekjur. Tekjuskrán- ing er í föstum skorðum og auðvelt að rekja sig frá bókhaldi til frumgagna, segir í úttekt Ríkisendurskoðunar. Úttekt á ársreikningi ríkislögreglustjóra Reksturinn sagð- ur með ágætum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Dilson Dombaxe Mat- eus Lumbu, tvítugan portúgalskan ríkisborgara, í þriggja ára fangelsi fyrir að smygla 2.516,5 e-töflum til landsins. Tollverðir handtóku hann á Kefla- víkurflugvelli hinn 3. ágúst sl. og hef- ur Lumbu setið í gæsluvarðhaldi síð- an. Fyrir dómi sagði Lumbu að með innflutningnum hefði hann ætlað að leysa fjárhagsvandræði sín. Hann hefði keypt efnin af manni í Portúgal sem hann neitaði að nafngreina af ótta við hefndaraðgerðir gagnvart fjölskyldu sinni. Lumbu á tvö börn með sambýliskonu sinni en hið yngra fæddist hér á landi í nóvember sl. Í niðurstöðum dómsins kemur fram að Lumbu hefur ekki áður sætt refsingu, hann er ungur að aldri og játaði brot sitt skilmerkilega. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari taldi refsingu hans hæfilega þriggja ára fangelsi. Auk refsingar var hann dæmdur til að greiða Hilmari Ingi- mundarsyni hrl. 150.000 krónur í málsvarnarlaun, auk alls sakar- kostnaðar. Ragnheiður Harðardóttir saksóknari sótti málið fyrir hönd rík- issaksóknara. Þriggja ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Glæsilegur samkvæmisfatnaður allar stærðir Mikið úrval af brúðarfatnaði til leigu Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-19, laugardaga frá kl. 10-14.Garðatorgi 3, s. 565 6680 Eitt mesta úrval landsins af glæsilegum jólagjöfum í mjúka pakkann hennar Minnum á gjafakortin vinsælu Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag frá kl. 10.00—22.00. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen), sími 553 0100. Opið virka daga frá kl. 10–18, laugardaga 10–16. Jólatilboð Peysur 20% afsláttur 15% afsláttur af yfirhöfnum Tilboð gilda til jóla Kvennsíðbuxur 3 skálmalengdir 0-12 ára Jólagjafirnar fást í Krílinu Kringlunni - sími 581 2300 PEYSUR Í PAKKANN Mikið úrval    Eyjarslóð 9 (út á Granda) Sími 588 2759 HEILDSÖLUVERÐ Á ÖLLUM VÖRUM Opið frá kl. 9 - 22 Mini Quiches 1,5 kg Galette des rois 12 Eclairs Chocolat/Café 40 Mignardises (NÝTT) Foret Noire Quorn Pieces, Quorn Mince og margt fleira Verið velkomin Blúnduskyrtur Vorum að taka upp siffonblúnduskyrtur Stærðir 36—56                           ÓÐINSGATA 7 562-8448 Gleðileg jól og 1000 þakkir fyrir árið sem er að líða. Hamingjan hossi ykkur á komandi árum. Björg, Gústi og Prestur – sérverslun – Fataprýði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347. Kæru viðskiptavinkonur Jólagjafirnar færðu hjá okkur Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.