Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
VIRÐULEG frú af Suðurlandi, Guð-
rún Jónína Magnúsdóttir, sendir mér
tóninn í bréfi til blaðsins 28. nóv. sl.,
en tilefni bréfs hennar var andsvar
mitt við greinum stjórnmálakvenn-
anna Ástu Möller og Steinunnar Val-
dísar Óskarsdóttur þar sem ég bar
upp á þær missagnir og órökstuddar
fullyrðingar varðandi svokallaða
nektarstaði. Ég gerði mér svo sem
engar vonir um það að þær hefðu
manndóm í sér til þess að svara skrif-
um mínum og styðja þá mál sitt mál-
efnalegum rökum og því síður bjóst
ég við því frá hendi konu úr íslenskri
sveit. Hissa varð ég þó á því hversu
kunnug frú Guðrún virðist vera að-
stæðum í heimalöndum þeirra dans-
meyja sem hjá mér starfa, en sam-
kvæmt upplýsingum hennar neyðast
þær til starfans vegna sultar og at-
vinnuleysis.
Hjá mér hafa starfað konur frá
Englandi, Skandinavíu, Portúgal,
Þýskalandi og nýfrjálsum þjóðum
Austur-Evrópu, að ógleymdum kon-
um frá Íslandi. Frú Guðrún verður að
afsaka að ég gerði mér ekki grein fyr-
ir hörmulegu ástandi mála í þessum
löndum. En frú Guðrún spinnur
lastaþráðinn frekar og kemst að
þeirri niðurstöðu (svar hennar við
spurningu minni um hvern þyrfti að
vernda og fyrir hverjum) að vernda
þurfi „þær stúlkur sem neyðast
vegna fíknar, fátæktar eða annarra
ömurlegra aðstæðna til að vinna á
slíkum stöðum“. Það er þokkaleg full-
yrðing að starfsfólkið mitt sé soltnir
og fátækir fíklar.
Þetta er auðvitað klámhögg grillu-
fangara, sem annaðhvort af fávísi eða
illgirni vill ekki halda uppi málefna-
legri umræðu.
Frú Guðrún fullyrðir í bréfi sínu að
á skemmtistöðum hringi sig stelpur,
vart af fermingaraldri, allsberar utan
um súlur og troði „aðskotahlutum á
ónefnda staði“. Ég segi nú ekki annað
en ljótt er ef satt er. Getur frúin
kannski upplýst hvar slíka skemmti-
staði er að finna? Það getur hún auð-
vitað ekki því slíka staði er ekki að
finna hér á landi og verður aldrei en
málflutningur af þessu tagi segir auð-
vitað miklu meira um hugarástand
frúarinnar en raunverulegt næturlíf
höfuðstaðarins. Það er þó þekkt að
fréttir að sunnan verða oft sérkenni-
legar þegar þær eru komnar í sveit-
ina.
Að lokum vil ég, að gefnu tilefni,
vegna þess að farandsveinar forðum
hafa borist í tal, bæði í bréfi mínu frá
22. nóv. sl. og í bréfi frú Guðrúnar frá
28 s.m., að hún hefur enga þekkingu á
aðstæðum þeirra og kjörum. Henni
til upplýsingar vil ég benda á ágæta
endurminningabók Finns Ó. Thorl-
acius, sem var kunnur smiður í
Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu
aldar, Smiður í fjórum löndum (1961),
þar sem hann lýsir ágætlega kjörum
og aðstæðum iðnsveina sem ferðuð-
ust borga á milli með tól sín og tæki.
GUÐJÓN SVERRISSON,
eigandi og framkvstj. Bóhem.
Nektarstaðir – sult-
ur, fíkn og fátækt
Frá Guðjóni Sverrissyni:
STUNDUM velti ég því fyrir mér
hvort fylginautar manna eins og
græðgi, illska og öfund séu meðfædd-
ir eða áunnir.
Kapítalið hótar
stjórnvöldum ef
þau sigla ekki eft-
ir áttavita gróða-
hyggjunnar.
Fáum einstak-
lingum og fjöl-
skyldum hefur
tekist að sölsa
undir sig eignir
þjóðarinnar
vegna andvaraleysis þingfulltrúa
hennar. Útlendir auðhringar sjá
hagnaðarvon í barnaskap ráðamanna
og eru þeir norsku hvað ósvífnastir
og hafa reynst okkur viðsjárverðir og
dýrir og skipta náttúruperlur ann-
arra þjóða þá engu. Járnblendiverk-
smiðjan í Hvalfirði er dæmigerð um
græðgi þeirra og yfirgang. Á Íslandi
er snobbið landlægur fjandi og ein-
hver dýrasti löstur fyrir utan vímu-
efni og gera menn ólíklegustu hluti til
að vera gjaldgengir í snobbaðlinum.
Það eru gerðar óraunhæfar og ógn-
vænlegar kröfur til samfélagsins þar
sem græðgin spilar með snobbinu.
Flugumferðarstjórar hafa löngum
notfært sér að hafa þumalskrúfu á
þjóðinni og látið sig litlu varða hvort
henni líkar betur eða verr. Hinsvegar
misskilja valdhafar oft hlutverk sitt
gagnvart launastéttum og þjóð.
Flugumferðarstjórar hafa iðulega
látið í veðri vaka að stytting vinnu-
tímans væri besta launahækkunin.
Því ekki að verða við þessu, hafa fleiri
og óþreytta flugumferðarstjóra með
sama kostnaði og nú er? En ef
græðgin er komin í spilið verður allt
torsóttara. Að baki verkfallsboðunar
flugumferðarstjóra var skynsemi og
samkennd víðsfjarri. Menn sem slík-
ar ákvarðanir taka undir svo óvenju-
legum kringumstæðum eru úti á
þekju. Það ber sjaldan við að ég sé
sammála háttvirtum forsætisráð-
herra, Davíð Oddssyni, en ég tek
undir að þeir hljóti að vera veruleika-
firrtir. Flugfélög hafa lognast útaf og
önnur ramba á barmi gjaldþrots og
flug nú áhættusamara og hvet ég
flugumferðarstjóra til að hugsa sinn
gang. Íslendingar hefðu orðið að við-
undri ef verkfall hefði líðst og átt á
hættu að missa störfin úr landi og
sitja uppi með flugumferðarstjórana
á bótum. Allt þetta hræðir, en skelfi-
legust eru þó stjórnvöld sem þrælast
á láglaunafólki með óviðunandi skatt-
leysismörkum og öðru yfirþyrmandi
misrétti. Ranglæti núverandi stjórn-
valda gagnvart óbornum, láglauna-
fólki og öryrkjum verður ráðgáta
næstu kynslóða.
ALBERT JENSEN,
trésmíðameistari.
Hver er veru-
leikafirrtur?
Frá Alberti Jensen:
Albert Jensen