Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 66

Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 66
UMRÆÐAN 66 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR um ári kom hingað til lands Arnold Wexler á vegum áhugahóps gegn spilafíkn, en hann rekur meðferðarstofnun fyrir spilafíkla í Bandaríkjunum. Koma hans hingað til lands var í raun svar við fyrirlestri sem Ís- lenskir söfnunarkassar (Rauði kross Íslands, Landsbjörg og SÁÁ) höfðu áður staðið fyrir með erlendum aðila þar sem kostir spilakassa voru reifaðir. Í framhaldi af fyrirlestri Wexl- ers áttu fulltrúar áhugahóps gegn spilafíkn fundi með forsvarsmönn- um Íslenskra söfnunarkassa og Happdrættis Háskóla Íslands. Ýmsar góðar hugmyndir komu fram á þessum fundum og lýstu rekstraraðilar spilakassanna áhuga sínum á að setja upp merk- ingar, búa til bæklinga og setja upp heimasíður þar sem fjallað yrði um einkenni og afleiðingar þessarar fíknar. Hugmyndir um að koma á samstarfi við SÁÁ um að starfrækja símalínu þar sem hægt yrði að fá fyrstu aðstoð komu einn- ig fram og þá lýsti forstjóri Happ- drættis Háskólans yfir áhuga á að kosta hingað til lands prófessor Ladouceur frá Kanada sem hefur sérhæft sig í meðferð við spilafíkn. Það er mikið ánægjuefni að síð- an þá hafa þessar tillögur meira og minna komið til framkvæmda af hálfu rekstraraðil- anna. Það var þó slá- andi að um svipað leyti og ráðist var í framkvæmd þessara góðu tillagna hófu Íslenskir söfnunar- kassar aðra atlögu að þeim sem vakið hafa athygli á spila- fíkn. Að þessu sinni höfðu þeir látið fyr- irtæki gera síma- könnun fyrir sig sem átti að slá á þær tölur sem áhugahópur gegn spilafíkn hafði vakið athygli á um hugsanlegan fjölda spilafíkla hér á landi. Nið- urstaða símakönnunar Íslenskra söfnunarkassa gaf til kynna að „aðeins 1.700 manns væru haldnir spilafíkn hér á landi“. Í fréttatíma Stöðvar 2 var fram- kvæmdastjóri Rauða krossins spurð hvaðan talan 12 þúsund fíkl- ar væri þá komin. Sagði fram- kvæmdastjórinn að hún teldi þá tölu sennilega bara úr lausu lofti gripna. Sagði hún að þetta væri einhver tilfinning sem fólk teldi sig hafa og henni vitanlega hefðu „aldrei verið gerðar neinar vís- indalegar rannsóknir eins og þessi“ þannig að þær tölur væru ekki byggðar á neinum haldbærum rökum. Ályktaði framkvæmda- stjórinn út frá niðurstöðum könn- unarinnar að vandamálið væri ekki stórt. Í leiðara Morgunblaðsins 3. apríl var fjallað um viðbrögð fram- kvæmdastjóra Rauða krossins við niðurstöðum könnunarinnar. Segir þar: „Því fer [...] fjarri að þessi niðurstaða sé fagnaðarefni. Eins og Ögmundur Jónasson alþingis- maður, sem barist hefur gegn spilakössunum, benti á í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag, er óvíst að mælingin sé rétt vegna þess að ólíklegt er að fólk gefi það upp í símakönnun að það sé haldið spilafíkn. En jafnvel þó svo kunni að vera er niðurstaðan skelfileg.“ Undir þetta tók yfirlæknir SÁÁ þegar hann mætti fram- kvæmdastjóra Rauða krossins í Kastljósinu og sagðist hann ekki telja að þetta væri góð aðferð til að finna hversu margir spilafíkl- ar væru í landinu. Sagði yfirlæknirinn að til þess að komast að því þyrfti að gera miklu umfangs- meiri kannanir en þessa, enda hafi það ekki verið megintil- gangurinn með þessari könnun heldur „að at- huga spilahegðun lands- manna“. Í lokaritgerð Eddu Vikar Guðmundsdóttur og Hjör- dísar Auðar Árnadóttur í sálfræði við Háskóla Íslands, um áhrif fjár- hættuspila á ungt fólk, kemur fram að svo virðist sem tíðni lík- legrar spilafíknar sé heldur hærri hérlendis en almennt hefur mælst erlendis og benda meðal annars á greiðara aðgengi hér. Þrátt fyrir að Íslenskir söfnun- arkassar hafi gefið út fyrr á árinu að þeir ætluðu sér að hækka ald- urstakmarkið í spilakassana úr 16 árum í 18 ár skiptir slíkt litlu máli þegar aðgengið að slíkum vélum er óheft og eftirlitslaust. Það er með eindæmum að líknarfélag eins og Rauði krossinn skuli standa vörð um þann sóðaskap sem spilakass- arnir eru. Það er mál til komið að löggjafinn setji þessari starfsemi þrengri skorður svo koma megi í veg fyrir að börn á grunnskóla- aldri hafi óheftan aðgang að þess- um maskínum. Bjarki Már Magnússon Spilafíkn Framkvæmdastjóri Rauða krossins hefur, að mati Bjarka Más Magnússonar, lélegan málstað að verja. Höfundur er húsasmiður og í áhuga- hópi gegn spilafíkn. Að berja hausnum við steininn Laugavegur 68, sími 551 7015. Skyrta og pils Vegna mikillar ánægju Íslendinga víðs vegar um heiminn, bjóða SkjárEinn og mbl.is upp á aftansöng í beinni útsendingu á aðfangadag. Landsmenn eru því hvattir til að láta vini og vandamenn vita af þessari hátíðlegu athöfn, sem er nú send út þriðja árið í röð. Útsendingin úr Grafarvogskirkju mun hefjast rétt fyrir kl. 18 á aðfangadagskvöld og er í samstarfi við Símann-Internet. Net- verjar um heim allan geta því fylgst með íslenskum aftansöng. Bein útsending frá aftansöng í Grafarvogskirkju FYLGSTU MEÐ ÞVÍ NÝJASTA Láttu vini og vandamenn hvar í heimi sem er vita af aftansöngnum!                                         ! ""#  $  ""# %%       ! ""#      & #""""""""      ' ( #)!* ""# +  #)!* "",-     .""""""+    /     /  & % 0       +0 12"# 2     &3+  +*&45  2  6 ! 5 5  &     4   6     + +*          7+    ' /  #.. 8+ &4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.