Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ – um jólin F R E 2 0 3 .2 – Í D E A g ra fí sk h ö n n u n e h f. ® Gleðileg Jól KJARTAN Ólafsson tón- skáld hefur gefið út geisla- diskinn Sjö tilbrigði með sjö rafverkum sem öll eru byggð á eldri verkum hans. „Verkin eru byggð í kring- um ákveðin hljóðfæraverk sem ég hef samið á síðustu tíu árum. Ég tek sek- úndubrot úr hverju þessara sjö verka, og bý til stærra verk úr hverju þeirra. Ég meðhöndla brotin svo eins og venjuleg stef í til- brigðum, og byggi þannig verkin upp út frá þessum örfáu sekúndum.“ Verkin sjö eru Gítartil- brigði, Kammerhópstil- brigði, Raftilbrigði, Hljóm- sveitartilbrigði, Flautu- tilbrigði, Kammersveitartilbrigði og Raddatilbrigði. Kjartan gefur ekki upp úr hvaða verkum til- brigðin eru samin, enda segir hann meira máli skipta þær teg- undir hljóðfæraverka sem unnið er úr en verkin sjálf. „Þetta er í anda póstmódernismans að búa til nýja tónlist sem byggð er á eldri tónlist. Úr fortíðartónlist er búin til nútímatónlist, sem verður svo framtíðartónlist, – þetta er sú formúla sem mér datt í hug.“ Kjartan segir að diskurinn hafi verið lengi að mótast, og að verk- inu hafi ekki verið lokið fyrr en á þessu ári. „Þeir sem eru búnir að hlusta á þetta fullyrða að þetta sé ekki nútímatónlist, heldur framtíð- artónlist, og mér finnst það svo- lítið sérstakt, hvað svo sem það þýðir.“ Fortíðartónlist verður framtíð- artónlist Kjartan Ólafsson tónskáld. GJÖRNINGAKLÚBBNUM er ekki fisjað saman, það sanna þær enn á ný í galleríi@hlemmur, Þver- holti, þar sem þær hafa safnað sam- an nokkrum vel völdum munum úr fórum sínum. Hin hvíta ásýnd sýn- ingarinnar er í anda tónhallarkab- arettsins þar sem samstillt dansat- riði – lakkaðir stappskór, hvít kjólföt, montprik og pípuhattar – ráða ríkjum. Sem fyrr er framsetning tríósins Eirúnar, Jóní og Sigrúnar – maður saknar auðvitað Dóru sárt úr fé- lagsskapnum – fullkomlega hópstillt – uniform – í takt við birtingarmynd- ir nútímans, klónun, fjölföldun og lýtalausa samhæfingu. Í heimi þar sem pitsurnar og hamborgararnir þurfa að vera af sömu lögun og stærð, listin meira af því sama, og allar gerðir verða að fitta, hittir list Gjörningaklúbbsins í mark sem trú- verð mynd af heiminum. Með bros á vör bjóða þær upp á fölskvalausa meðvirkni í flekklausu umhverfi svo klisjan megi ganga upp í hvívetna. Á þessa strengi hefur Gjörningaklúbburinn slegið í þau sex ár sem félagsskapurinn hefur starf- að og virðast þær stöllurnar ótrúlega fundvísar á nýjar og ferskar leiðir til að koma aftan að okkur. Hæðni þeirra nærist á þeim alþýðusmekk sem sífellt lyftir á stall inntómri ásýnd goðsögunnar. Hjá Gjörningaklúbbnum fer stöð- ugt fram afhending Óskarsverð- launa, enda þolir klisjan enga aðra lýsingu en sviðsljósið. En í stað flyg- ilsins hvítlakkaða sem Liberace heit- inn gerði ódauðlegan sem fjölfaldað- an minjagrip er komin líkkista, merkt Án þín. Hún er fóðruð spegl- um á allar hliðar; ef til vill táknmynd Narkissosar hins sjálfsupptekna sem drukknaði í eigin fegurð. Um leið verður þetta verk sem til- brigði við Memento mori-stef klass- ískrar myndlistar, sem átti sér há- punkt í Et in Arcadia Ego franska 17. aldar málarans Nicolas Poussin. Dauðinn er hvarvetna, einnig á ódá- insakri æsku- og sjálfsdýrkunar. Stærsti sigur þeirra Eirúnar, Jóní og Sigrúnar nú felst í því hvernig þær dýpka mið sitt og skerpa án þess að falla í kennslukonugryfjuna. Allt er enn á yfirborðinu glannafínt og hnökralaust en undir kraumar marksækin og meinfyndin gagnrýni. Það þarf samstillt átak og miklar meiningar til að varpa fram jafntví- ræðu tjáningarspili og Gjörninga- klúbburinn gerir í galleríi@hlemm- ur.is, hafandi þó fullt erindi sem erfiði. Hvítt, svalt og meinfyndið MYNDLIST Galleri@hlemmur.is Til 6. janúar. Opið fimmtudaga til sunnu- daga frá kl. 14–18. BLÖNDUÐ TÆKNI GJÖRNINGAKLÚBBURINN Frá sýningu Gjörningaklúbbsins í galleríi@hlemmur.is, Þverholti 5. Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.