Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 32

Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ – um jólin F R E 2 0 3 .2 – Í D E A g ra fí sk h ö n n u n e h f. ® Gleðileg Jól KJARTAN Ólafsson tón- skáld hefur gefið út geisla- diskinn Sjö tilbrigði með sjö rafverkum sem öll eru byggð á eldri verkum hans. „Verkin eru byggð í kring- um ákveðin hljóðfæraverk sem ég hef samið á síðustu tíu árum. Ég tek sek- úndubrot úr hverju þessara sjö verka, og bý til stærra verk úr hverju þeirra. Ég meðhöndla brotin svo eins og venjuleg stef í til- brigðum, og byggi þannig verkin upp út frá þessum örfáu sekúndum.“ Verkin sjö eru Gítartil- brigði, Kammerhópstil- brigði, Raftilbrigði, Hljóm- sveitartilbrigði, Flautu- tilbrigði, Kammersveitartilbrigði og Raddatilbrigði. Kjartan gefur ekki upp úr hvaða verkum til- brigðin eru samin, enda segir hann meira máli skipta þær teg- undir hljóðfæraverka sem unnið er úr en verkin sjálf. „Þetta er í anda póstmódernismans að búa til nýja tónlist sem byggð er á eldri tónlist. Úr fortíðartónlist er búin til nútímatónlist, sem verður svo framtíðartónlist, – þetta er sú formúla sem mér datt í hug.“ Kjartan segir að diskurinn hafi verið lengi að mótast, og að verk- inu hafi ekki verið lokið fyrr en á þessu ári. „Þeir sem eru búnir að hlusta á þetta fullyrða að þetta sé ekki nútímatónlist, heldur framtíð- artónlist, og mér finnst það svo- lítið sérstakt, hvað svo sem það þýðir.“ Fortíðartónlist verður framtíð- artónlist Kjartan Ólafsson tónskáld. GJÖRNINGAKLÚBBNUM er ekki fisjað saman, það sanna þær enn á ný í galleríi@hlemmur, Þver- holti, þar sem þær hafa safnað sam- an nokkrum vel völdum munum úr fórum sínum. Hin hvíta ásýnd sýn- ingarinnar er í anda tónhallarkab- arettsins þar sem samstillt dansat- riði – lakkaðir stappskór, hvít kjólföt, montprik og pípuhattar – ráða ríkjum. Sem fyrr er framsetning tríósins Eirúnar, Jóní og Sigrúnar – maður saknar auðvitað Dóru sárt úr fé- lagsskapnum – fullkomlega hópstillt – uniform – í takt við birtingarmynd- ir nútímans, klónun, fjölföldun og lýtalausa samhæfingu. Í heimi þar sem pitsurnar og hamborgararnir þurfa að vera af sömu lögun og stærð, listin meira af því sama, og allar gerðir verða að fitta, hittir list Gjörningaklúbbsins í mark sem trú- verð mynd af heiminum. Með bros á vör bjóða þær upp á fölskvalausa meðvirkni í flekklausu umhverfi svo klisjan megi ganga upp í hvívetna. Á þessa strengi hefur Gjörningaklúbburinn slegið í þau sex ár sem félagsskapurinn hefur starf- að og virðast þær stöllurnar ótrúlega fundvísar á nýjar og ferskar leiðir til að koma aftan að okkur. Hæðni þeirra nærist á þeim alþýðusmekk sem sífellt lyftir á stall inntómri ásýnd goðsögunnar. Hjá Gjörningaklúbbnum fer stöð- ugt fram afhending Óskarsverð- launa, enda þolir klisjan enga aðra lýsingu en sviðsljósið. En í stað flyg- ilsins hvítlakkaða sem Liberace heit- inn gerði ódauðlegan sem fjölfaldað- an minjagrip er komin líkkista, merkt Án þín. Hún er fóðruð spegl- um á allar hliðar; ef til vill táknmynd Narkissosar hins sjálfsupptekna sem drukknaði í eigin fegurð. Um leið verður þetta verk sem til- brigði við Memento mori-stef klass- ískrar myndlistar, sem átti sér há- punkt í Et in Arcadia Ego franska 17. aldar málarans Nicolas Poussin. Dauðinn er hvarvetna, einnig á ódá- insakri æsku- og sjálfsdýrkunar. Stærsti sigur þeirra Eirúnar, Jóní og Sigrúnar nú felst í því hvernig þær dýpka mið sitt og skerpa án þess að falla í kennslukonugryfjuna. Allt er enn á yfirborðinu glannafínt og hnökralaust en undir kraumar marksækin og meinfyndin gagnrýni. Það þarf samstillt átak og miklar meiningar til að varpa fram jafntví- ræðu tjáningarspili og Gjörninga- klúbburinn gerir í galleríi@hlemm- ur.is, hafandi þó fullt erindi sem erfiði. Hvítt, svalt og meinfyndið MYNDLIST Galleri@hlemmur.is Til 6. janúar. Opið fimmtudaga til sunnu- daga frá kl. 14–18. BLÖNDUÐ TÆKNI GJÖRNINGAKLÚBBURINN Frá sýningu Gjörningaklúbbsins í galleríi@hlemmur.is, Þverholti 5. Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.