Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 67 ELVA Dögg Þórðardóttir bar sigur úr býtum í árlegri pip- arkökuhúsakeppni Kötlu og Kringlunnar en úrslit voru gerð kunn um helgina. Elva Dögg þótti vel að sigrinum komin en piparkökugerðar- maðurinn lét eitt hús ekki duga sem sitt framlag í keppnina heldur galdraði hún heilt þorp út úr bakaraofnin- um og skreytti kirkjuna, veit- ingahúsið, bakaríið og dóta- búðina í piparkökuþorpinu af miklu listfengi og var engu líkara en sjá mætti örsmáum piparkökukerlingum og -körl- um bregða fyrir inni í húsun- um. Verðlaunin fyrir þriggja vikna vinnu Elvu Daggar voru ekki af verri endanum, 300 þúsund króna úttekt í Val- húsgögnum og 100 þúsund króna úttekt í Byggt og búið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þegar pipar- kökur bakast … Morgunblaðið/Ásdís Á KAFFITÁRI, kaffihúsi í versl- uninni Sautján við Laugaveg, stendur nú yfir sýning KATOR á fantasíuhúsgögnum og munum eft- ir Katý Hafsteins. Verkin á sýning- unni eru stólar klæddir leðri og skinnum og bólstraðir speglar. Katý gefur gömlum húsgögnum nýtt líf með því að láta hugmynda- flugið ráða ferðinni. Verkin á sýn- ingunni eru til sölu og stendur hún til áramóta, segir í fréttatilkynn- ingu. Morgunblaðið/Þorkell Sýning í Sautján SAMTÖK ferðaþjónustunnar og Flugfélag Íslands fagna því að flugleiðsögugjald skuli lagt niður á næsta ári, samkvæmt frumvarpi til laga um breyt- ingu á lögum um loftferðir sem nú liggur fyrir Alþingi. Þessir aðilar gera athugasemd við þá grein frumvarpsins að tryggt skuli að flugfélög hafi á hverj- um tíma nægilegt fé til þriggja mánaða reksturs. Telja þeir að slíkt geti reynst erfitt vegna mikilla árstíðasveiflna. Þá gera bæði Samtök ferða- þjónustunnar og Flugfélag Ís- lands athugasemd við 15. grein frumvarpsins þar sem segir að Flugmálastjórn sé heimilt að áskilja að fyrirsvarsmenn flug- rekenda, þ.e. framkvæmda- stjóri, flugrekstrarstjóri, tæknistjóri og gæðastjóri, sanni kunnáttu sína og hæfni með sérstöku prófi. Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar, segir m.a. um þetta í bréfi sínu til samgöngunefndar Alþingis: „Samtökin eru sam- mála því að flugrekstrarstjór- ar, gæðastjórar og tæknistjór- ar sanni kunnáttu með þessum hætti en benda á að allt aðrar kröfur geti verið uppi þegar framkvæmdastjóri er ráðinn, sérstaklega hjá stærri flug- félögum. Samtökin telja því að þetta ákvæði þarfnist skýr- inga.“ Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands, segir m.a. í bréfi sínu til samgöngunefndar um þetta at- riði: „Mér finnst ekki rétt að Flugmálastjórn hafi eitthvað með val á framkvæmdastjóra þessara fyrirtækja að gera,“ og bendir á að þegar fyrirtækin eru stór og starfsmenn margir ráði aðrar kröfur vali á fram- kvæmdastjóra en þekking á flugrekstrarreglum. Fagna niður- fellingu Flugleiðsögugjald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.