Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 40
MENNTUN 40 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í GEGNUM tíðina hafa fleiriog fleiri Íslendingar ferðasttil Taílands og kynnst þarmenningu og lífsháttum Taí- lendinga. Eitt er þó nokkuð víst að fáir ná að tjá sig á tungu inn- fæddra á þessum stutta tíma sem ferðamaðurinn er í Taílandi. Það er ekki eingöngu um að kenna að um- hverfið sé framandi, heldur er taí- lenska mjög frábrugðin öllum öðr- um tungumálum. Taílenska er sambland ýmissa tungumála, svo sem bali-sanskrít, kambódísku og fleiri tungumála, en er nú eingöngu talað í Taílandi. Til að flækja þetta aðeins, þá eru til þrjár útgáfur af málinu sem tal- aðar eru eftir virðingarstigi. Það er ekki á færi allra Taílendinga að tala allar þessar útgáfur. Konungur Taílendinga (Ram Kham Heng á Sukothai tímabilinu) ákvað árið 662 að búa til ritmál og eftir ýmsar breytingar í gegnum árin, var búið til ritmál Taílendinga eins og það er skrifað í dag. Það er ekki vitað nákvæmlega hvernig það var búið til, en nið- urstaðan varð rittákn, og var það meitlað á sexhyrnda súlu, sem enn er til. Getur silki brunnið Þetta er rittákn búið til úr 44 táknum (stöfum) með fjölda áherslutákna (þar af 21 sérhljóði, með stuttu eða löngu hljóði) sem skrifuð eru fyrir ofan, neðan, fram- an og aftan stafina, svo tónninn breytist eftir því hvar táknið er. Taílenska er nefnilega tónamál, með fimm tónum og fer algerlega eftir því hvort tóninn er mið, hár, hækkandi, lágur eða lækkandi, hvort menn eru að tala um hund eða hest. Það er sama orðið [maa] og því þurfa menn að vera varkáir þegar menn segjast borða hesta á Íslandi, það gæti skilist þannig að Íslendingar borði hunda. Tungumálið er í sjálfu sér auð- velt og ekki flækist málfræðin fyr- ir. Hún er tiltölulega auðlærð og hvort setningin er í þátíð eða fram- tíð ræðst af framtíðar orðinu [dja] eða þátíðar orðinu [leew]. Þannig má segja að allir geti nokkuð auð- veldlega lært að tala taílensku (þ.e. ef menn eiga gott með að greina mismuninn á tónunum), en öðru máli gegnir um ritmálið, það er ögn flóknara. Að sama skapi er mjög erfitt fyrir Taílendinga að læra ís- lensku, með alla þessa málfræði, beygingar, kyn, töluorð, lýsingar- orð, sagnorða beygingar og þið vit- ið hvað ..., þetta þekkist bara ekki í Taílandi. Sem dæmi um einfalt orð og hvað tónarnir geta breytt miklu um, þá má taka til dæmis orðið „naa“. Það getur þýtt; akur, andlit, blaðsíða, árstími og þykkt, allt eftir tóninum. Annað orð er öllu snúnara, en það er orðið „glæ“, sem getur þýtt langt í burtu eða rétt hjá, eftir því hvaða tónn eru notaður. Og hér er einn tungutvist- ur, sem Taílendingar varpa stund- um á saklausa ferðamenn; mæ, mæ, mæ. Þetta þýðir einfaldlega „getur silki brunnið?“ og svarið er jafn einfalt; mæ, mæ, mæ, mæ, eða „nei, silki getur ekki brunnið“. „Compuuteer“ í framburði Taílendingar búa ekki til nýyrði úr tökuorðum, svo það má iðulega heyra ensk orð inn á milli, eins og til dæmis „computer“ en borið fram á taílenskan hátt, svo úr verð- ur „coompuuteer“. Ekki er auðvelt að finna samsvörun við íslenskt orð, nema helst orðið „dúkka-da“ sem þýðir að sjálfsögðu „dúkka“. Af öllu þessu má vera ljóst að ís- lenska er mjög tormelt tungumál fyrir Taílendinga, bæði það að þeir þurfa að læra hugsunina málfræði og eins það að íslenskan er með hljóð eins og „ð, i, u, o, r, l, þ, ö, ofl.“ sem ekki þekkjast í Taílandi. Þannig að þegar Taílendingur reynir að tala íslensku, þá gildir að hafa þetta í huga, sýna umburð- arlyndi og aðstoða viðkomandi að ná tökum á málinu. Við reynum hvað við getum, en aumingja við að ná áttum í allri þessari málfræðif- lóru íslenskunnar, svo ekki sé talað um öll þessu nýju hljóð, rosalegt! Ég elska þig Hér eru nokkur algengar setn- ingar, sem gott er fyrir ferðamenn að kunna, áður en lagt er af stað í ferðina, eða bara til að kalla fram bros hjá Taílendingum. Það verður líka að koma fram, að þótt Taílend- ingar hlæi að útlendingi fyrir að tala rangt mál, þá er að vegna þess að okkur finnst það bara svo sætt og síðan hrósum við viðkomandi fyrir hvað hann er duglegur að tala taílensku. „Krab“ er kurteisi ending fyrir karlmenn en „kha“ fyrir konur. „Phom“ er „ég“ fyrir karlmenn og „chan“ er „ég“ fyrir konur. Sawatdee krab Komdu sæll Sawatdee kha Komdu sæl Khob khun krab/ kha Þakka þér fyrir Mæ ben ræ Allt í lagi, skiptir ekki máli Phom hjúw mak Ég er mjög svangur Chan hjúw mak Ég er mjög svöng Phom rak khun Ég elska þig (strákur til stúlku) Chan rak khun Ég elska þig (stúlka til stráks) Tungumál/ Á Evrópsku tungumálaári hefur gildi málakunnáttu verið metið. Niðurstaðan er ótvíræð: Kunnáttan er með mestu verðmætum einstaklinga. Andrea Sompit Siengboonum fjallar hér um taílensku sem víða er töluð í Evrópu, og veitir innsýn í málið. Taílenska er kunnuglegt mál á Íslandi. „Það gildir að sýna umburðarlyndi þegar tungumál er annarsvegar,“ segir Andrea.  Taílenska er ef til vill ekki fram- andi hugmynd fyrir Íslendinga  Tungumálið er í sjálfu sér auðvelt og ekki flækist málfræðin fyrir Hér koma fyrstu táknin í tælenska stafrófinu, samsvarandi a, b, c, d... á íslensku þá tölustafirnir frá 1 – 10 og loks „Reykjavík, Iceland“ Góðan dag [SAWATDEE KHA] Rafræn viðskipti „Lagaumhverfi rafrænna við- skipta“ nefnist námskeið sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 10. janúar nk. kl. 8.30–12.30. Námskeiðið er hið síðasta í röð þriggja nám- skeiða sem Út- flutningsráð Íslands og Háskól- inn í Reykjavík ásamt Euro Info-skrifstofunni standa að í vet- ur, undir yfirskriftinni „Nýjar leiðir í rekstri – raunveruleg hagræðing, kostnaðarlækkun og aukin arðsemi með rafrænum viðskiptaháttum. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru lögfræðingarnir Jónína S. Lárusdóttir deildarsérfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- inu og Árni Harðarson, yfirmað- ur skattasviðs Deloitte & Touche hf. og munu þau á námskeiðinu fjalla um: – samningarétt í ljósi laga um rafræn viðskipti og rafrænar undirskriftir: – höfundarétt og skyld réttindi – persónuvernd, samkeppni og óréttmæta viðskiptahætti – lagaskil og varnarþing – skattarétt. Námskeiðin „Nýjar leiðir í rekstri“ eru hluti af alþjóðlegri herferð, EIC e-business Camp aign, sem fer fram í 18 Evr- ópulöndum og er styrkt af fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin má nálgast hjá Útflutn- ingsráði í síma 511 4000 eða með tölvupósti, erna@utflutnings- rad.is og á vef Útflutningsráðs, www.utflutningsrad.is/ebusiness og vef Háskólans í Reykjavík, www.ru.is. Umsóknarfrestur Næsti umsóknarfrestur í alla flokka Leonardo da Vinci starfs- menntaáætlunar ESB er 18. jan- úar. Sérstök íslensk forgangs- atriði eru að þessu sinni:  Þáttaka fyrirtækja í Leon- ardó – sérstaklega þróun starfs- menntunar í fyrirtækjum.  Nýjar kennsluaðferðir og kennsluhættir – sérstaklega starfstengt tungumálanám og þróun fjarnáms.  Verkefni sem stuðla að bættu sjálfsmati einstaklinga og jafnrétti á vinnumarkaði. Námskeið fyrir umsækjendur verður haldið í Tæknigarði 7. janúar kl. 10–12. Nánari upplýsingar gefa Landsskrifstofa Leonardó, s. 525- 4900 og Mennt, samstarfsvett- vangur atvinnulífs og skóla, s. 511 2660. Fastanefnd ESB Fastanefnd framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins fyr- ir Ísland og Noreg er í Ósló. Fastanefndinni var komið á fót árið 1987. Hún er fulltrúi fram- kvæmdastjórnar ESB gagnvart stjórnvöldum á Íslandi og í Nor- egi, tveggja mikilvægra sam- starfsríkja sem hafa umfangs- mikil efnhagsleg tengsl við Evrópusambandið. Fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins hefur fastanefndir í yfir 120 ríkjum og eitt verkefna þeirra er að veita upplýsingar um upp- byggingu, starfsemi og stefnu- mál Evrópusambandsins. Annað mikilvægt verkefni er að miðla upplýsingum til höfuðstöðvanna í Brussel um afstöðu og hagsmuni Íslands í málum sem snerta sam- starf Íslands og ESB og um stjórnmál og efnhagslíf á Íslandi – og að liðka fyrir samstarfi Ís- lands og Evrópusambandsins. Á vef fastanefndarinnar www.- esb.is er að finna ýmsar gagn- legar upplýsingar um Evrópu- sambandið og samstarf Íslands við það. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál NÁMSVEFURINN Lífsferlar í náttúrunni hlaut nýverið 3. verð- laun í samkeppni evrópska skóla- netsins í flokknum IBM eTeaching. Þetta er eina íslenska verkefnið sem komst í úrslit en hin verkefnin í úrslitum voru frá Danmörku, Belgíu og tvö frá Frakklandi. Lífsferlar í náttúrunni eru gagn- virkt námsefni í náttúrufræðum sem einkum er ætlað 1.–4. bekk grunnskóla. Í námsefninu læra nemendur að þekkja nokkrar teg- undir lífvera og kynnast ólíkum lífsferlum þeirra á gagnvirkan og skemmtilegan hátt. Vefinn má skoða á heimasíðu Námsgagna- stofnunar www.namsgagnastofn- un.is. Höfundar efnisins eru Kristín Runólfsdóttir, Sigríður P. Frið- riksdóttir og Örn Óskarsson. Kristín og Örn eru kennarar í Fjöl- brautaskóla Suðurlands og Sigríð- ur við Flensborg. Hugmynd að verkefninu varð til á námsbraut um tölvur og upplýs- ingatækni í KHÍ og Nýsköpunar- sjóður námsmanna styrkti verkefn- ið. Námsefnið er unnið út frá markmiðum við lok 4. bekkjar í Að- alnámskrá fyrir grunnskóla þar sem segir: Nemendur eiga að geta ...„lýst nokkrum einföldum en ólík- um lífsferlum lífvera s.s. fræ verð- ur að plöntu, lirfa verður fiðrildi, úr eggi kemur ungi, barn verður til.“ Vefurinn er litskrúðugur, texti einfaldur og letur stórt. Fjöldi teikninga og ljósmynda prýða vef- inn. Flestar ljósmyndirnar eru teknar af Erni Óskarssyni og teikningar unnar af Kristínu Run- ólfsdóttur. Námsgagnastofnun sá um vinnu við gagnvirk verkefni. Lífsferlar í náttúrunni er einn af mörgum titlum sem gefnir eru út af Námsgagnastofnun og staðsettir á heimasíðu stofnunarinnar www.namsgagnastofnun.is. Vef- svæðið heitir Námsefni á vef og er efnið flokkað niður eftir náms- greinum. Verðlaunað marg- miðlunarefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.