Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
að því hafi þessi leið verið val-
in. „Menn vinna áfram þaðan
sem frá var horfið í kennsl-
unni. Reyndar er breytilegt
eftir stöðu einstaklinganna
sem eru í náminu hvernig
þetta er unnið og það má
segja að þau sem eru lengra
BÆJARSTJÓRN Mosfells-
bæjar hefur ákveðið að veita
afslátt á skólagjöldum Tón-
listarskólans vegna fimm
vikna verkfalls tónlistarskóla-
kennara fyrir jól. Flest sveit-
arfélög á höfuðborgarsvæðinu
fara svipaða leið við að bæta
upp kennslutapið vegna verk-
fallsins, að Reykjavík undan-
skilinni en þar munu flestir
tónlistarskólar bæta verk-
fallstímann upp með aukinni
kennslu.
Að sögn Björns Þráins Þor-
lákssonar, forstöðumanns
fræðslu- og menningarsviðs
Mosfellsbæjar, nemur afslátt-
urinn 6.380 krónum eða um
14,5 prósentum af skólagjöld-
um ársins.
„Það var einfaldlega reikn-
að út hvað verkfallið var langt
og það er metið sem svo að
þetta séu um 14,5 prósent af
starfstíma skólaársins. Af-
slátturinn er veittur af árs-
gjaldinu en þar sem fólk er
búið að greiða fyrri hlutann
kemur afslátturinn allur til
framkvæmda á þessari önn.“
Hann telur að foreldrar séu
sáttir við þessa lendingu í
málinu. „Þetta er að stórum
hluta byggt á tillögum frá for-
eldrum og ef eitthvað er þá
veitum við meiri afslátt en
gengur og gerist í sveitar-
félögunum í kring um okkur
þar sem afslátturinn er eitt-
hvað á bilinu 10–12 prósent.“
Ekki svigrúm til
aukinnar kennslu
Björn segir lítið svigrúm
hafa verið í kjarasamningum
til að fjölga kennslutímum til
að bæta upp kennslutapið og
komin þurfi að fá sérstakan
stuðning frá kennurum sín-
um. Hins vegar er stærstur
hluti nemendanna hjá okkur á
fyrsta stigi og þá halda menn
einfaldlega áfram þar sem frá
var horfið.“ Hann bætir við að
prófum verði þannig háttað að
nemendurnir taki þau þegar
þeir séu tilbúnir til þess.
Önnur sveitarfélög
á höfuðborgarsvæðinu
Flest sveitarfélög, að und-
anskilinni Reykjavík, hafa
valið svipaða útfærslu við að
mæta afleiðingum verkfalls-
ins. Að sögn Gunnars Gunn-
arssonar, skólastjóra Tónlist-
arskóla Hafnarfjarðar, hefur
verið samþykkt í skólanefnd
Hafnarfjarðar að gefinn verði
12,5% afsláttur af gjöldum
skólaársins. Flestir nemend-
ur skipta greiðslum skóla-
gjalda upp í átta greiðslur og
þá mun ein þeirra falla niður.
Árni Harðarson, skólastjóri
Tónlistarskóla Kópavogs,
segir að kennsla verði bætt
upp með lengingu skólatím-
ans að því marki sem kjara-
samningar leyfa. Þannig verði
um tveimur og hálfri viku
bætt við skólaárið. Það sem
upp á vanti verði bætt með af-
slætti á skólagjöldum sem
nemi 7,5 prósentum.
Í Tónlistarskólanum í
Garðabæ verða 11% af skóla-
gjöldum endurgreidd vegna
verkfallsins, að sögn Agnesar
Löve skólastjóra.
Gylfi Gunnarsson, skóla-
stjóri Tónlistarskólans á Sel-
tjarnarnesi, segir að þar á bæ
hafi verið ákveðið að endur-
greiða 10% af skólagjöldum
ársins. Reyndar nemi fjarver-
an rúmlega 12% af skólatím-
anum en til standi að vinna
það upp að einhverju leyti
með kennslu.
Á skrifstofu Bessastaða-
hrepps fengust þær upplýs-
ingar að ekki væri búið að
ákveða hvaða lausn yrði farin
í þessum málum.
Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu föstudaginn 11.
janúar sl. munu flestir tónlist-
arskólar í Reykjavík bæta
kennslutapið vegna verkfalls-
ins upp með aukinni kennslu á
vorönn auk þess sem bætt var
við kennslu fyrir jól.
Mosfellsbær Afsláttur veittur á
tónlistarskólagjöld-
um vegna verkfalls
Morgunblaðið/Golli
Magnús Örn Thorlacius fær leiðsögn í fiðluleik hjá Elísabetu Indru Ragnarsdóttur í Tónlist-
arskólanum í Mosfellsbæ. Ákveðið hefur verið að lækka skólagjöld hans og annarra nem-
enda í skólanum um 14,5 prósent vegna verkfalls tónlistarskólakennara fyrir jól.
ÚTLIT er fyrir að Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins muni á
næstu misserum missa æfing-
araðstöðu sína sem það hefur
haft ásamt Slysavarnaskóla
sjómanna við Leirtjörn undir
Úlfarsfelli. Vonir standa til að
Slökkviliðið og fleiri aðilar fái
nýtt æfingasvæði í Kapellu-
hrauni.
Björn Gíslason, sviðsstjóri
hjá Slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins, segir að Slökkvi-
liðið, Lögreglan í Reykjavík,
Almannavarnir ríkisins og
Slysavarnaskóli sjómanna
hafi sótt um svæðið í Kapellu-
hrauni eftir að útséð var um
að Slökkviliðið og Slysavarna-
skólinn myndu missa æfinga-
svæði sitt innan skamms.
Styrkir vel hvert annað
„Í fyrra misstu Almanna-
varnir ríkisins og lögreglan
æfingasvæði sitt upp í Saltvík
þannig að allir þessir aðilar
sækja um þetta sameiginlega.
Þetta styrkir mjög vel hvert
annað því við getum nýtt bún-
að, aðstöðu og þekkingu hver
annars. Að auki er þetta ódýr-
ara fyrir alla og því æskilegt
að öllu leyti að vera í þessu
samstarfi.“
Ekki er langt síðan Slökkvi-
liðið fékk æfingasvæðið við
Leirtjörn til afnota, eða tæp
tvö ár en að sögn Jóns Viðars
Matthíassonar aðstoðar-
slökkviliðsstjóra lá þá ekki
fyrir að farið yrði út í að
skipuleggja íbúðabyggð undir
Úlfarsfelli. Segir hann viðbúið
að hafist verði handa við
byggingar á svæðinu á næsta
ári eða árinu á eftir.
Björn segir því brýnt að fá
niðurstöðu varðandi svæðið í
Kapelluhrauni sem fyrst en
sótt var um þrjá hektara
lands. Málið sé statt hjá
skipulagsyfirvöldum í Hafn-
arfirði sem ekki hafi gefið
ákveðin svör ennþá.
Nýtt aðalskipulag bæjar-
ins, sem ekki sé búið að af-
greiða, geri þó ráð fyrir æf-
ingasvæðinu.
Þá er Slökkviliðið að fá lítið
æfingasvæði á Reykjavíkur-
flugvelli fyrir slökkvistöðina
sem staðsett verður við suð-
urenda flugvallarins. Gerir
Björn ráð fyrir að það komist í
gagnið í vor.
Slökkviliðið, lögreglan, Almannavarnir og Slysavarnaskóli
sjómanna missa æfingasvæði sín á næstu misserum
Óska eftir sameiginlegu
svæði í Kapelluhrauni
Hafnarfjörður
ÍBÚAR í Teigagerði, Steina-
gerði og hluta Breiðagerðis
eiga þessa dagana von á því að
fá sendar tillögur að nýju deili-
skipulagi þessara gatna. Til-
lögurnar miða að því að leggja
línurnar um þær breytingar
og viðbætur sem hægt verður
að gera á húsum og lóðum við
göturnar.
Að sögn Ólafar Örvarsdótt-
ur, arkitekts hjá skipulags- og
byggingasviði Reykjavíkur, er
ekki um miklar breytingar að
ræða frá gildandi deiliskipu-
lagi. „Við fáum mikið af fyr-
irspurnum í þessum eldri
hverfum um breytingar sem
fólk vill gera en við viljum
halda í ákveðið fíngert yfir-
bragð sem er þarna fyrir.
Þetta er í rauninni til þess að
leggja línurnar um það hvern-
ig þessi hverfi geta þróast án
þess að skemma útlit þeirra og
sérstaklega götumyndirnar.“
Deiliskipulagstillagan er
unnin af Hildigunni Haralds-
dóttur á teiknistofunni Húsi
og skipulagi. Ólöf segir að
þessa dagana verði tillagan
send í öll hús á umræddu
svæði til að gefa fólki kost á að
tjá sig um hana áður en hún
verði auglýst. „Við viljum ekki
að þetta fari fram hjá fólki
heldur viljum við að allir séu
meðvitaðir um það hvað sé að
gerast. Þarna er tekið á því
hvar má hækka þakið, hvar
má setja kvista, hvar má bæta
við bílskúr og svo framvegis
og það er alveg farið ofan í
hverja lóð fyrir sig. Svo getur
verið þegar við erum búin að
senda þetta út að fólk hafi ein-
hverja aðra skoðun og þá er
þetta einmitt tíminn til að gera
athugasemdir.“
Ólöf bendir á að sambærileg
vinna hafi farið fram í fleiri
hverfum sem komin eru til ára
sinna. Það sé því gott fyrir
íbúana að kynna sér deili-
skipulag hverfisins áður en
vinna við breytingar eða við-
bætur sé sett í gang til þess að
kanna hvort fyrirhugaðar
framkvæmdir séu í samræmi
við skipulagið. Hægt er að
nálgast skipulag viðkomandi
hverfa hjá skipulags- og bygg-
ingarsviði Reykjavíkur að
Borgartúni 3.
Morgunblaðið/Kristinn
Tillaga að deiliskipulagi Teigagerðis, Steinagerðis og
hluta Breiðagerðis er þessa dagana í kynningu meðal íbúa.
Línur lagðar um
breytingar húsa
Smáíbúðahverfi
KÁTIR krakkar láta kulda-
bola ekkert hindra sig í því
að leika sér úti við þótt
hann sé með kaldara móti
þessa dagana. Að minnsta
kosti virtust þessir gris-
lingar ekki finna fyrir
frostinu þar sem þeir
skemmtu sér í leiktækj-
unum utan við Ísaksskóla í
vikunni. Enda voru þeir að
mestu vel búnir, þótt búast
megi við að litlir fingur
hafi þurft að láta hlýja sér
eftir að inn var komið. Lík-
lega er vissara að muna
eftir vettlingunum næstu
daga því spáð er auknu
frosti.
Klifrað í
kuldanum
Háteigshverfi
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
BORGARRÁÐ hefur
samþykkt tillögu leik-
skólaráðs um hækkun á
niðurgreiðslum til dag-
mæðra. Nemur hækkun-
in um 10 prósentum.
Að sögn Sigríðar Mar-
teinsdóttur, daggæslu-
fulltrúa hjá Leikskólum
Reykjavíkur þýðir þetta
að niðurgreiðslur vegna
barna foreldra í sambúð
hækka úr 10.000 krónum
í 11.000 krónur. Niður-
greiðslur vegna barna
einstæðra foreldra og
foreldra sem báðir eru í
námi hækka hins vegar
úr 21.600 krónum í
23.760 krónur.
Hækkunin er til kom-
in vegna óska frá Barna-
vistun, sem er félag dag-
mæðra. Segir Sigríður
það undir dagmæðrum
komið hvernig niður-
greiðslunni verði varið
þar sem þær eru sjálf-
stætt starfandi og ákveði
því sjálfar upphæð dag-
vistunargjalda sem þær
taka.
Er áætlað að hækkun-
in rúmist innan fjár-
hagsramma Leikskóla
Reykjavíkur.
Niður-
greiðslur
til dag-
mæðra
hækka
Reykjavík