Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 19

Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 19
GUÐNI Páll Pálsson og Ástþór Tryggvason voru á rúntinum í Vík í Mýrdal á heimatilbúnu fjórhjóli um síðustu helgi þegar fréttaritari Morg- unblaðsins tók þessa mynd. Fjórhjól- ið er smíðað upp úr tveimur reiðhjól- um, stýrisendar eru úr vélsleða og er sætið úr gamalli dráttarvél. Guðni segir að þetta sérútbúna fjórhjól sé mjög vinsælt hjá yngri kynslóðinni í Vík og þar af leiðandi mikið notað og hefur veðráttan sem af er vetri boðið upp á ökuferðir á þessu tryllitæki. Rúnta um á heimatilbúnu fjórhjóli Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Guðni Páll og Ástþór á sérút- búnu fjórhjóli. Fagridalur ♦ ♦ ♦ LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 19 15-40% ÞAÐ geta lengi leynst kindur í af- réttum landsins eins og kom í ljós í Höfðabrekkuafrétti þegar nokkrir ferðalangar brugðu sér í sunnu- dagsbíltúr þangað inn eftir. Veður var einstaklega fallegt, sólskin og logn. Lambgimbrin sem var fram- an í Miðafrétti þegar komið var innúr fór strax að hreyfa sig þegar hún varð vör við ónæðið. Eftir töluverð hlaup náðist hún en þó ekki fyrr en komið var með smalahunda framan úr byggð. Gimbrin náðist innst í Þakgili þar sem fyrirhuguð er aðstaða fyrir ferðamenn. Það var vaskur hópur framtíðarsmala sem tók svo á móti lambinu þegar búið var að hand- sama það en þeir höfðu fengið að fljóta með þegar komið var inn úr með hundana. Lambið, sem var í góðum holdum, er frá Finnboga Gunnarsyni á Suður-Fossi í Mýrdal. Lamb fannst í Höfðabrekku- afrétti Morgunblaðið/Jónas Erlendsson F.v. Tómas Szklenár, Ívar Sigurðsson, Hlynur Guðmundsson, Þór Jóns- son, Birkir Grétarsson og Fjölnir Grétarsson með lambið inni í Þakgili. Fagridalur STÓRBLÓT á þorra er áformað á Selfossi 26. janúar, í íþróttahúsinu á staðnum. Það er Kjartan Björnsson hárskeri á Selfossi sem hefur átt frumkvæði að því að halda þetta blót og að hans sögn er tilgangurinn að kanna hvort mögulegt sé að kalla Sel- fyssinga saman á eitt stórblót og aðra tengda þeim, brottflutta og fleiri. Hann segir undirtektir góðar og er bjartsýnn á að þetta náist þokkalega. Labbi í Glóru og hljómsveitin Karma mun sjá um að koma fólki í dansstuð. Einnig munu Þorsteinn Guðmundsson, Karlakór Selfoss, Jórukórinn og Leikfélag Selfoss skemmta fólki. Þá verður fluttur bæj- arbragur um fólk og fénað á Selfosi en það sér Sigurgeir Hilmar Friðþjófs- son leikari um. Bjarni Harðarson seg- ir frá draugum og erótík þeirra. Þá er von á leyniatriði um miðnætti. Séra Gunnar Björnsson mun sjá um veislustjórn og segir Kjartan Björnsson að menn muni keppast við að ná upp stemmningu á blótinu því aðalatriðið sé að skemmta sér og höfðað sé til fólks að mæta: „Því mað- ur er manns gaman,“ sagði Kjartan. Stórblót á þorra í íþróttahúsinu Selfoss Útsala Útsala Pipar & salt, Klapparstíg 44

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.