Morgunblaðið - 24.01.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 24.01.2002, Síða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI 17. janúar var fjárhagsáætlun Stykkis- hólmsbæjar og undirfyrirtækja af- greidd með sjö samhljóða atkvæðum. Skatttekjur bæjarsjóðs eru áætl- aðar 316 milljónir króna. Fjárfest- ingar eru áætlaðar fyrir um 50 m. kr og skuldir greiddar niður um 24 m. kr. Rekstrargjöld eru áætluð 247 m. kr. eftir að 74 m.kr. tekjur mála- flokka hafa verið dregnar frá. Rekstrargjöld eru því áætluð 78% af skatttekjum og fjármagnskostnaður um 5,5%. Tekjur undirfyrirtæjka eru áætl- aðar 144 m.kr. og rekstrargjöld og heildarfjárfestingar þeirra 32 m.kr. Í þessari fjárhagsáætlun er stigið annað skrefið til lækkunar skulda eftir þá miklu uppbyggingu sem ver- ið hefur á síðustu árum við hitaveitu- og sundlaugarframkvæmdir í Stykkishólmi. Reiknað er með að greiða niður um 10% af skuldum bæj- arsjóðs. Þessi niðurstaða er nokkru betri en áætlað var við afgreiðslu þriggja ára áætlunar 2002–2004 sem afgreidd var í fyrra. Aukin uppbygging þjónustumann- virkja kallar einnig á aukinn rekstrarkostnað, þannig að bæjar- stjórn þykir ánægjulegt að geta hald- ið rekstrarútgjöldum undir 80%. Langstærsti útgjaldaliðurinn er fræðslumál með 126 m.kr útgjöld, sem eru 47,5% áætlaðra útgjalda bæjarsjóðs. Aðrir helstu málaflokkar eru félagsþjónustan með 31 m.kr. og æskulýðs- og íþróttamál með 27 m. kr. Mestu framkvæmdir ársins eru við unglingalandsmót UMFÍ og við höfnina í Súgandisey. Helstu fjárfestingar eru fram- kvæmdir tengdar undirbúningi vegna unglingalandsmóts UMFÍ í Stykkishólmi sem haldið verður um næstu verslunarmannahelgi. Til þess verkefnis er varið 20 m.kr., en þar af koma 10 m.kr. á fjárlögum 2002. Einnig er gert ráð fyrir 8 m.kr. fjár- festingum í gatnagerð og 7 m.kr. í húsbyggingum. Aðrar umtalsverðar framkvæmdir sem verða í gangi á þessu ári á veg- um stofnana eða fyrirtækja Stykkis- hólmsbæjar eru framkvæmdir við Stykkishólmshöfn fyrir 22 m.kr. og bygging eða kaup á leiguíbúð fyrir allt að 10 m.kr. Framkvæmdin við höfnina felst í að lengja stálþil í Súg- andisey. Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar samþykkt Bæjarfélagið greiðir niður skuldir um 24 milljónir króna Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti samhljóða síðustu fjárhagsáætl- unina á kjörtímabilinu. Dagný Þórisdóttir, Erling Garðar Jónasson, Guðrún Gunnarsdóttir og í aftari röð Davíð Sveinsson, Óli Jón Gunn- arsson bæjarstjóri, Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar, Eyþór Bene- diktsson og Hilmar Hallvarðsson. Stykkishólmur Í ÞVERÁRVIRKJUN við Stein- grímsfjörð er nú verið að taka í notkun 2.300 kW vatnsaflsvél en við það aukast afköst stöðvarinnar um nær helming. Endurnýjun á virkjuninni hófst á síðasta ári með gerð nýrrar stíflu. Sá varnargarður var um 560 m langur og vatnsborð Þiðriksvallar- vatns hækkaði við það um 6 metra. „Með þessari nýju vél hefur rúmmál vatns sem við getum notað til að framleiða úr aukist úr 11 Gl í 25 Gl og yfirborð vatnsins stækkað um 0,6 ferkílómetra,“ segir Þor- steinn Sigfússon, svæðisstjóri Orkubús Vestfjarða á Hólmavík. Svæðið nær frá Þambárvöllum í Bitrufirði norður í Árneshrepp og við þetta eykst afhendingaröryggi notenda til muna. Það var Ístak sem sá um fram- kvæmd verksins en verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen sá um hönn- un og hafði eftirlit með fram- kvæmdum. Við stækkun stöðvarhúss voru byggingaverktakar Eiríkur og Ein- ar Valur frá Ísafirði. Undirverk- taki hjá þeim vegna jarðvegsvinnu var Fylling ehf. á Hólmavík. Um raflagnir sá fyrirtækið Raf- skaut á Ísafirði. Vélbúnaður er frá þýska fyrir- tækinu VATECH og sendu þeir mann sem sá um úttektir og still- ingar. Starfsmenn Orkubús Vest- fjarða á staðnum sáu um uppsetn- ingu vélbúnaðar og endurnýjun á afrennslisstokk sem er um 1.400 mm í þvermál. Gert er ráð fyrir að heildar- kostnaður við verkið verði um 250 milljónir króna. Að sögn Þorsteins er gert ráð fyrir að vélin verði keyrð með full- um afköstum fram í júní en við hana er tengd fjargæsla sem er á Hólmavík. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Þorsteinn Sigfússon, svæðisstjóri Orkubúsins, við vatnsaflsvélina. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða á Hólmavík. F.v. Eysteinn Gunnarsson, Bjarki Guðlaugsson, Júlíus F. Jónsson, Ingimundur Jóhannsson, Kári Þorsteinsson, Ingimundur Pálsson og Þorsteinn Sigfússon svæðisstjóri gangsetja nýju vatnsaflsvélina. Þverár- virkjun endurbætt Strandir OPNUÐ hafa verið tilboð í endur- og nýlagningu Vestfjarðavegar á um 19,24 km kafla frá Múla í Kollafirði inn og fyrir fjörðinn yfir Klettsháls, fyrir Skálmarfjörð og út á Vattarnes. Verktakafyrirtækið Fylling ehf. á Hólmavík átti lægsta tilboðið í fram- kvæmdina rúmar 393 milljónir króna sem er 93,7% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Þrjú önnur verktakafyrirtæki voru með fullgild tilboð en verk- samningur hefur verið gerður við Fyllingu. Um er að ræða tæplega þriggja ára framkvæmd sem skal vera lokið 1. nóvember 2004. „Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir okkur að fá verk til svona langs tíma. Hingað til höfum við haft verk að sumri til en engin örugg verkefni lengra fram í tímann,“ sagði Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Fyll- ingar. Samkvæmt verkáætlun á að hefja verkið í apríl ef veður leyfir og að- spurður sagðist Karl ekki vita hversu margt fólk þeir þyrftu við vegaframkvæmdirnar en það kæmi fljótlega í ljós. „Við erum með ákveð- inn kjarna en í heild verða starfs- menn líklega fimmtán til tuttugu sem við ráðum bæði héðan úr Strandasýslu og úr nágrenninu í Barðastrandarsýslum.“ Morgunblaðið/Arnheiður Starfsmenn Fyllingar ehf. á Hólmavík í vegaframkvæmdum í Kollafirði á Ströndum en þeir hafa nú fengið tæplega þriggja ára verksamning um vegagerð í Kollafirði í Barðastrandarsýslu. Lægsta tilboð í vegaframkvæmdir í Kollafirði Hólmavík Fylling ehf. á Hólmavík Rangárvöllum í átaki sem Velunn- arar æskunnar í Reykjavík hrundu af stað í haust til eflingar lestrarnámi grunnskólabarna og voru kvenfélagskonurnar að skila framlaginu fyrir hönd félaganna tveggja. Það voru nemendur 1. bekkjar skólans ásamt kennara sínum, Pálínu Jónsdóttur, og skólastjóranum, Sigurgeiri Guð- mundssyni, sem tóku á móti þess- ari góðu gjöf. ÞÆR komu færandi hendi kven- félagskonurnar Jóhanna Friðriks- dóttir og Ragnheiður Skúladóttir í Grunnskólann á Hellu á dög- unum. Meðferðis höfðu þær verk- efnabækurnar Geitunginn eftir Árna Árnason, kennara og Hall- dór Baldursson, teiknara. Um er að ræða þátttöku kven- félaga Oddakirkju og Unnar á Bókagjöf til nemenda í Grunnskólanum Hella Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Kvenfélagskonurnar Jóhanna Friðriksdóttir og Ragnheiður Skúladótt- ir afhentu nemendum 1. bekkjar verkefnabækur. Viðstödd voru Sig- urgeir Guðmundsson skólastjóri og Pálína Jónsdóttir kennari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.