Morgunblaðið - 24.01.2002, Side 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir kynninguna verður sýnd í fyrsta skipti á Íslandi verðlaunuð
heimildarmynd um LIPA sem gerð var af nemendum í skólanum.
Nánari upplýsingar gefur: Darren Murphy, International Manager, LIPA.
Sími 0044 151 330 3118. Fax 0044 151 330 3131
Netfang: D.Murphy@lipa.ac.uk Heimasíða: http://www.lipa.ac.uk
LIPA
Liverpool Institute for Performing Arts (LIPA) var stofnuð árið 1996
með stuðningi fyrrverandi Bítils, Sir Paul McCartney. LIPA er heims-
þekkt menntastofnun sem býður upp á faglegan og hagnýtan undir-
búning fyrir listaskólanemendur og þá sem starfa við undirbúning og
framkvæmd listviðburða.
Aðstaða í skólanum er með því besta sem völ er á, námskeiðin fram-
sækin og kennslan í fremstu röð í heiminum, enda laðar LIPA að sér
nemendur frá meira en 30 löndum.
26. janúar kl. 15.00 heldur fulltrúi frá LIPA kynningu í
Hinu Húsinu, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík.
Leiklist - Acting
Stjórnun listviðburða -
Arts Management
Félagslistir - Community Arts
Dans - Dance
Tónlist - Music
Hönnun listviðburða -
Performance Design
Hljóðtækni - Sound Technology
Leikhús- og sviðsetningartækni
- Theatre & Performance
Technology.
RÚSSNESKI bassasöngvarinn
Gleb Nikolskíj er gestur Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands á tónleikum í
Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Karla-
kórinn Fóstbræður fer líka með
stórt hlutverk á tónleikunum, sögu-
maður er Ólafur Kjartan Sigurðar-
son og stjórnandi Pólverjinn Jerzy
Maksymiuk, sem nú heiðrar tón-
leikagesti með nærveru sinni í
fimmta sinn.
Verkin á efnisskrá kvöldsins eiga
það sameiginlegt að túlka þær til-
finningar ótta, skelfingar og óhugn-
aðar sem viðburðir í síðari heims-
styrjöldinni vöktu með fólki. Hið
kröftuga tungutak þeirra og máttug
tjáning gera það hins vegar að verk-
um að þau hafa jafnframt víðari
skírskotun: samkennd með öllum
fórnarlömbum pólitísks ofríkis og
harðstjórnar, segir í tónleikaskrá.
Eftirlifandinn
frá Varsjá
Arnold Schönberg (1874–1951)
samdi Eftirlifandann frá Varsjá í
ágúst 1947, en þá hafði hann verið
búsettur í Los Angeles í rúman ára-
tug. Verkið var samið að beiðni
Koussevitzky-stofnunarinnar, og er
fyrir sögumann, karlakór og hljóm-
sveit. Texta sögumannsins setti
Schönberg sjálfur saman á ensku og
þar er greint frá sönnum atburðum
sem hann heyrði frá eftirlifendum
úr Varsjárgettóinu. Hópur fanga er
vakinn fyrir dögun og þeir barðir.
Þeim er skipað að kasta tölu á hóp-
inn svo liðþjálfinn geti gert sér ljóst
hve marga á eftir að flytja í gasklef-
ann. En í miðri talningu byrja þeir
skyndilega að syngja gamla hebr-
eska bæn. Og þar með sýna þeir, að
þrátt fyrir allt eiga þeir enn til
mannlega reisn og þora að standa
keikir andspænis böðlum sínum.
Verkið er eitt hið dramatískasta
sem Schönberg samdi. Það er í
frjálsu formi, byggt á tólftónaröð
sem Schönberg notar á síbreytileg-
an hátt, aftur á bak, speglaða, tón-
flutta, og á henni er byggt bæði í
hljómsveitarvefnum og í söng karla-
kórsins.
Harmljóð um fórnar-
lömbin í Hírósíma
Hitt verkið fyrir hlé, Harmljóð
um fórnarlömbin í Hírósíma, er eft-
ir Krzysztof Penderecki (f. 1933).
Sem ungur drengur sá Penderecki
hvernig gyðingunum í hverfi hans í
heimabænum Debica í Póllandi var
smalað saman við upphaf ferðarinn-
ar í útrýmingarbúðirnar. Þessir
skelfilegu atburðir segir tónskáldið
að hafi sífellt verið í undirvitundinni
og birtist í verkum sínum. Thren-
ody eða Harmljóð um fórnarlömbin
í Hírósíma var samið árið 1960 og
vakti þegar heimsathygli. Bygging
þess þótti afar nýstárleg. Það er
samið fyrir fimmtíu og tvo strengi
og í því er ekki að heyra neinar línur
í hefðbundnum skilningi, enga hátt-
bundna hrynjandi. Og í stað hljóma
koma tónaklasar þar sem oft er að-
eins kvarttónn milli hljóðfæra.
Sömuleiðis er hljóðfærunum beitt
með óvenjulegum hætti á köflum.
Þau eru slegin, gripið harkalega í
strengina, leikið eins hátt í tónsviði
hvers og eins sem frekast er unnt.
Þau æpa, öskra, hrína, ýlfra eins og
særð dýr, hljóma eins og sírenur.
„Babí Jar“
Eftir hlé verður leikin Sinfónía
nr. 13 op. 113, „Babí Jar“, eftir
Dmitríj Sjostakovitsj (1906–1975).
Sjostakovitsj þurfti, allt frá því
hann hlaut fordæmingu yfirvalda
fyrir óperuna Lafði Macbeth í
Mtsensk 1936, að sigla milli skers
og báru í tónsmíðum sínum. Þrett-
ánda sinfónían er samin 1962 og þar
tónsetur Sjostakovitsj nokkur ljóða
Jevgenís Jevtúshenko. Þegar við
frumflutninginn mátti skynja að
nokkurs óróa gætti hjá yfirvöldum.
Torgið við tónlistarháskólann í
Moskvu var þéttskipað lögreglu-
mönnum, og þótt fullt væri út úr
dyrum á tónleikunum minntist
Pravda einungis á viðburðinn með
einni setningu. Fyrsta ljóðið, sem
sinfónían dregur heiti sitt af, fjallar
um atburði í síðari heimsstyrjöld-
inni. Babí Jar er dalur skammt frá
Kænugarði í Úkraínu en þar myrtu
nasistar rösklega hundrað þúsund
manns árið 1941. Flestir þeirra voru
gyðingar, en skáldið lætur að því
liggja að svo hafi verið um öll fórn-
arlömbin. Yfirvöld kröfuðst þess að
nokkrum línum kvæðisins yrði
breytt, en það kom ekki í veg fyrir
að menn skynjuðu hina undirliggj-
andi gagnrýni á gyðingaandúð sov-
éskra stjórnvalda.
Kraftmikil rödd
Gleb Nikolskíj er fyrst og fremst
óperusöngvari og hefur fengið
framúrskarandi dóma, bæði fyrir
kraftmikla og fagra rödd, en einnig
fyrir áhrifamikla túlkun og leik-
ræna hæfileika. Nikolskíj hefur
sigrað í tónlistarkeppni víðs vegar,
t.a.m. All Union-keppninni, Con-
corso di Treviso sem og keppni í
Sofíu og Barcelona. Nikolskíj er
einn af helstu söngvurum Bolshoi-
óperunnar, en kemur einnig reglu-
lega fram í óperuhúsunum í Vínar-
borg, Berlín og München. Þá hefur
hann sungið í Finnsku þjóðaróper-
unni, óperunni í Zürich og Metro-
politan í New York svo eitthvað sé
nefnt.
Fóstbræður hafa í þrígang tekið
þátt í alþjóðlegri kórakeppni og
unnið til verðlauna í öll skiptin. Á
liðnu ári héldu Fóstbræður upp á 85
ára afmæli sitt með tónleikaferð til
Evrópu, sungu m.a. í hátíðarsal
Franz Liszt-tónlistarakademíunnar
í Búdapest og í Voitiv-kirkjunni í
Vínarborg. Í Prag tók kórinn þátt í
alþjóðlegri kórakeppni og vann til
gullverðlauna.
Rússneskur bassi gestur Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gleb Nikolskíj bassasöngvari á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Karlakórnum Fóstbræðrum.
Skelfingar seinni
heimsstyrjaldar
Verkin á efnisskrá kvöldsins hjá Sinfóníu-
hljómsveit Íslands eiga það sameiginlegt
að túlka þær tilfinningar ótta, skelfingar
og óhugnaðar sem viðburðir í síðari
heimsstyrjöldinni vöktu með fólki.
FÁ skáld hafa verið eins iðin við
að yrkja trúarleg ljóð og Ingimar
Erlendur Sigurðsson. Hinar seinni
bækur hans hafa verið með efnis-
mestu ljóðabókum sem út eru gefn-
ar, yfir 200 blaðsíður
hver og með urmul
kvæða. Ingimar Er-
lendur hefur gott vald á
því að yrkja undir hefð-
bundnum bragarhátt-
um og kvæði hans ein-
kennast gjarnan af
sams konar tákn- og
myndheimi. Yfir þeim
hefur gjarnan ríkt hin
hvíta birta trúarinnar
eða jafnvel blinda henn-
ar svo að vísað sé beint
til einnar af fyrri ljóða-
bókum skáldsins.
Hvítalogn nefnist
nýjasta bók Ingimars.
Þrátt fyrir heitið ríkir
ekkert logn í bókinni.
Mér finnst undir niðri ólga tilfinn-
ingar af ýmsum toga og átök meiri
en í fyrri bókum Ingimars, efi, kvíði,
jafnvel beiskja við hlið trúarsann-
færingar og náttúrusamlíðunar. Það
er einhvern veginn dimmra yfir
þessari bók enda ófá ljóðin sem víkja
að dauða og gröf:
Æ, þannig fóru
lífsins leikar
að lík ert þú til moldar borin;
senn hvíla jurtir
hjá þér bleikar,
sem hjartans rótum varst af skorin
á eftir kistu ilmur reikar.
Í þessari ljóðabók snýr Ingimar
Erlendur baki við mannheimum og
leitar guðdómsins fyrst og fremst í
grasinu sem hann telur fulltrúa guð-
dómsins á jörðu. Flest ljóðin geyma
einhverja skírskotun til þessa. Hann
líkir sjálfum sér við einmana strá
sem á griðland í öræfum: ,,Í geim-
djúpi öræfa griðland ég hef, / þar
græ ég af augnaráðs blinddjúpum
sárum“. Honum finnst þó nóg um
einangrun sína sem skálds, finnst
þögn ríkja um kveðskap sinn, er
óánægður með það hlutskipti sitt,
kennir jafnvel um nafngreindu fólki
og ræðir þar um hælbíta menning-
arheimsins:
Flestir skáld það fyrirlíta,
sem frægð og vinsæld ei um leikur;
marga hef ég hælsins bíta,
en hvergi við þá er ég smeykur
negrans hef ég hlutverk hvíta.
Ég hygg þó að þögnin um Ingi-
mar Erlend stafi fremur af því að
ljóðheimur hans er hreint ekki að-
gengilegur og jafn-
framt fremur endur-
tekningarsamur.
Fjöldi kvæða byggist
á táknnotkun sem er í
senn almenn og sér-
tæk. Víða er fjallað um
grös, blóm, ilm, hjarta
og fleiri almenn tákn
sem vísa til trúar-
reynslu. Önnur trúar-
leg tákn eru aftur á
móti óvenjulegri.
Þannig fá skóreimar í
skóm táknrænt gildi
og ýmsar myndir í
kvæðunum eru lang-
sóttar og mótsagna-
fullar þannig að úr
verður sérstakur og
hreint ekki auðskilinn málheimur
þótt hann hafi þrátt fyrir allt sína
töfra.
Á mér er enginn asi
eftir fallinn dóm;
mín vitund er sem vasi
sem vex í dáið blóm
Á gengnu lífsins grasi
ég gægist undir rót;
í strásins stundaglasi
fer stjarna upp í mót.
Hér er málið orðið of gruggugt og
tákngildi orðanna of hlaðið til að
myndir kvæðisins gangi auðveldlega
upp í huga lesandans og merking
ljóðsins verður óljós. Hvað er t.a.m.
átt við með því að stjarna fari upp í
mót í strásins stundaglasi? Er verið
að víkja að upprisunni? Þegar ofan á
bætist að svipuð tákn og svipaðar
líkingar eru endurtekin í kvæði eftir
kvæði í 260 blaðsíðna bók hygg ég að
skýring sé komin á fálæti lesenda.
Vissulega eru bitastæð kvæði inn-
an um í Hvítalogni. En skáldskap-
urinn líður fyrir ofhlæði tákna og
alltof margar atrennur við sömu við-
fangsefni.
Í strásins
stundaglasi
BÆKUR
Ljóðabók
eftir Ingimar Erlend Sigurðsson. Sigurjón
Þorbergsson. 2001 – 260 bls.
HVÍTALOGN
Skafti Þ. Halldórsson
Ingimar Erlendur
Sigurðsson
MENNINGARMÁL