Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 45

Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 45 Ég minntist bernsku minnar daga og margs frá þér, sem ein ég veit. Ég fann nú allt að einu draga og á mig dauðans grunur beit. En eftir stutta stundarbið þá stóð ég þínar börur við. Ég fann á þínum dánardegi, hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. Ég sá á allrar sorgar vegi er sólskin til með von og náð. Og út yfir þitt ævikvöld skal andinn lifa á nýrri öld. (Einar Ben.) Í dag 24. janúar hefði faðir minn elskulegur Guðvin Gunnlaugsson orðið 90 ára. Hann andaðist fyrir rúmum mánuði, 21. desember 2001. Hugur minn dvelur við minningar um fyrri afmæli pabba og ýmsar góðar endurminningar. Það velur sér enginn foreldra sjálfur og það er aldrei fullþakkað að fá að alast upp hjá góðum for- eldrum sem bera hag barna sinna fyrir brjósti og vilja þeim allt hið besta í veganesti fyrir lífið. Margar eru minningarnar frá æskuheimili okkar, alltaf var nóg við að vera í leik og starfi. Pabbi, sem var kenn- ari, kenndi mér allan minn barna- skólalærdóm og líka í fyrsta bekk gagnfræðaskóla. Þá bjuggum við á Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Pabbi var góður og samviskusam- ur kennari, þótt mér þætti hann stundum fullstrangur. Sá ég fljótt að það borgaði sig að læra vel heima- verkefnin. Þegar ég byrja í Gagn- fræðaskóla Akureyrar var Þor- steinn M. Jónsson að enda sinn skólastjóraferil þar. Hann vildi að ég væri einn mánuð í skólanum til að undirbúa mig fyrir prófin. Ég kveið mikið fyrir því að fara ein í svona fjölmennan skóla, en þetta fór allt vel og á ég marga vini ennþá sem ég kynntist fyrst á þessum vordögum. Síðan skiptust á skin og skúrir í mínu lífi eins og margra annarra. Það var stórt áfall fyrir fjölskyldu okkar þegar móðir mín andaðist eft- ir erfið veikindi, þá var ég 19 ára og átti eiginmann og tæplega ársgamla dóttur. Við bjuggum í nýju húsi á Akureyri, það er að segja mín fjöl- skylda og pabbi ásamt bræðrum mínum tveimur. En öll él birtir upp um síðir. Pabbi var svo lánsamur að giftast aftur góðri konu, Irene Gook, sem er ensk að ætt og uppruna. Hún rak Sport- og hljóðfæraverslun Akur- eyrar um árabil. Hún er einnig hjúkrunarkona og ljósmóðir að mennt og vann áður við þau störf. Það hlýtur að hafa verið mikil breyt- ing fyrir þessa hefðar- og verslunar- konu að hætta að vinna úti og fara þess í stað í hlutverk húsmóður, með eiginmann og tvo syni. En það vafð- ist ekki fyrir henni fremur en annað sem hún hefur tekið sér fyrir hend- ur um dagana, enda er hún dugnað- arforkur. Hún hefur ætið reynst okkur sem besta móðir og amma. Ég var svo lánsöm að einungis þrjú hús voru á milli heimila okkar. Stóð heimili þeirra pabba ávallt opið öll- um mínum börnum. Eftir að pabbi hætti kennslu vann hann mikið heima við bókband, bæði fyrir sig og aðra, enda var hann mikill bókamað- ur. Þau hjónin ferðuðust mikið bæði innanlands og utan, enda þekktu þau margt fólk og var því mikill gestagangur hjá þeim, ekki síst út- lendingar á sumrin. Fór fjöldskylda mín oft með þeim í þessi ferðalög. GUÐVIN GUNNLAUGSSON ✝ Guðvin Gunn-laugsson fæddist á Háleggsstöðum í Hofshreppi í Skaga- firði 24. janúar 1912. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 21. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 3. jan- úar. Pabbi greindist með krabbamein fyrir tveimur árum og þurfti að dvelja í Reykjavík. Meðan á geislameðferð stóð var nærvera Iren- ar og hjálp ómetanleg fyrir hann. Ég vil þakka henni innilega fyrir allan kærleik og hjálp á liðnum árum. Hugrún Dögg dóttir mín sem býr á Akur- eyri fær bestu þakkir fyrir alla sína greið- vikni við afa sinn og ömmu. Bróðir minn Baldur og Valgerður Elín mágkona mín fá alúðarþakkir frá mér fyrir alla hjálp í veikindum pabba. Starfsfólk á Hlíð og þeir sem heimsóttu hann, fá bestu þakkir fyr- ir þeirra framlag. Það er erfitt að búa í öðrum landshluta þegar veik- indi herja á náinn fjölskyldumeðlim. Við pabbi töluðum oft saman í síma og ég heimsótti hann eins oft og ég gat. Ég minnist pabba með þökk og gleði á þessum degi og er þakklát fyrir að hann skyldi fá að halda sínu andlega jafnvægi og skynsemi fram að leiðarlokum. Blessuð sé minnig um góðan mann. Þín dóttir, Auður. Núna er afi minn kominn heim til Guðs. Hann hafði nú aldeilis lifað tímanna tvenna, bjó fyrst í torfbæ án allra nútímaþæginda. Hann afi var mikill sögumaður og ófáar voru þær sögurnar sem að hann sagði mér og systkinum mínum; Þóru, Gígju, Höllu, Jörundi Guðna og Önnu Heiðu. Við vorum svo heppin að alast upp í sömu götu og afi og amma bjuggu í. Þannig áttum við í raun tvö heimili. Ein af fyrstu minningum afa er sagan um það þegar Guðrún föður- móðir hans var að kalla á þau systk- inin; Bjarkey, Pál og afa, úti á hlaði og sagði: Krakkar, krakkar, komið að tína hrossataðið. Það var þurrkað í þá daga og notað til upphitunar. En afi sagði að þau hefðu reynt að fela sig til þess að sleppa við þetta verk. Önnur saga er frá því að afi fór ungur í kaupstaðarferð á Hofsós með föður sínum á hesti. Þar hittir hann fyrir prestinn sem sagði við barnið; illa gerði hann faðir þinn að láta þig heita Rúnmund. En það vissu nú líklega ekki margir að afi hét því nafni líka og kallaði ég hann stundum Rúnmund að gamni mínu. Afa dreymdi oft og mikið. Hann sagði okkur gjarnan frá draumunum sínum. Þegar hann var barn að aldri dreymdi hann um það að fólk væri að bera líkkistu meðfram á. Stuttu síðar lést Sigmundur bróðir hans úr lömunarveiki og gekk þá líkfylgdin meðfram ánni í sveitinni hans afa. Afi og amma komu alltaf heim til okkar á aðfangadag og við héldum saman upp á fæðingu frelsarans. Þá sagði afi okkur gjarnan sögur með- an við biðum í óþreyju eftir jólunum. Ég man hvað okkur þótti skrítið að afi sagðist ekki hafa fengið sælgæti á jólunum þegar hann var lítill. Þá fékk hann rúsínur, gráfíkjur og döðlur sem höfðu verið keyptar í kaupstaðnum. Afi kenndi mér að trúa á Guð. Við fórum með honum í sunnudagaskól- ann á Sjónarhæð og síðar í Lund- arskólann. Afi og amma áttu blá- grænan Ford-Taunus bíl sem við systkinin „smöluðum saman í“ börn- um úr götunni, til þess að fara á Sjónarhæð. Stundum þurfti að fara nokkrar ferðir. Afi kenndi mér að lesa og skrifa við gamla skrifborðið sitt í bókaher- berginu í Vanabyggðinni. Amma töfraði fram ljúffenga rétti og kökur í eldhúsinu sínu sem ég borðaði af bestu lyst í „frímínútum“. Þegar ég byrjaði í Barnaskóla Akureyrar var ég oft samferða afa í skólann. Þá man ég hvað hann gekk hratt og ég mátti hafa mig alla við að fylgja honum eftir. Afi kenndi lengi í þrettándu stofu og ég var stolt yfir því að eiga afa í skólanum. Afi var mikill bókamaður og áhugamaður um íslenska tungu. Hann leiðrétti mig gjarnan fram á fullorðins ár, ef ég talaði ekki rétt mál og hélt ég þannig áfram að læra hjá afa. Þegar ég varð eldri bað ég hann stundum að lesa yfir ritgerð- irnar mínar og þáði leiðbeiningar um það sem betur mátti fara. Afi sagði svo skemmtilega frá, að ég átti auðvelt með að sjá fyrir mér í huganum margar frásagnir hans. Margar ferðasögur sagði hann mér. Hann og amma voru mjög dugleg að ferðast innanlands og utan. Man ég eftir því hvað hann hafði gaman af ferð til Júgóslavíu. Ég sé hann fyrir mér standandi uppi á stigapallinum í Vanabyggðinni, veifandi hendinni og syngja Júgóslavía, Júgóslavía með bros á vör og glampa í augum. Afi skrifaði dagbók í mörg ár og þar voru lýsingar á veðri, atburðum líð- andi stundar og ýmsu því sem hon- um fannst markvert. Ég man hvað mér fannst merkilegt að lesa yfir öxlina á honum um það að ég hefði til dæmis komið í heimsókn í gær. Dagbækurnar eru dýrmætar og skemmtilegar minningar. Þegar við Halla systir fórum í okkar fyrstu ut- anlandsferð til Englands og Skot- lands með afa, ömmu og foreldrum okkar, man ég hvað afi var hress og skemmtilegur í flugvélinni á leið- inni. Við sátum saman, hlustuðum á sögurnar hans, hlógum og hámuðum í okkur M og M kúlur. Afa þótti súkkulaði gott. Stundum fór ég með afa og ömmu til Reykjavíkur í bíl, þá var gjarnan stoppað í Brú í Hrútafirði og afi keypti ís handa öllum. Þegar ég bjó í Reykjavík og fór oft keyrandi til Ak- ureyrar, þá spurðist afi oft af mikl- um áhuga fyrir um færð og veður á leiðinni. Hann hafi alltaf tíma til þess að spjalla. Afi tók þannig mik- inn þátt í því sem ég gerði og upp- lifði. Því segi ég að við systkinin höf- um verið mjög heppin að eiga svona góðan afa og ömmu sem við gátum alltaf leitað til. Þau börn sem fara á mis við að kynnast afa sínum og ömmu missa af miklu. Ég þakka fyr- ir að hafa átt afa í öll þessi ár og bið Guð að styrkja elsku ömmu mína sem er okkur öllum svo kær. Blessuð sé minning afa míns. Hugrún Dögg Harðardóttir. Mig langar að minnast afa míns Guðvins sem hefði orðið níræður í dag 24. janúar ef Guð hefði ekki kallað hann til sín stuttu fyrir jól. Bernskuminning mín er rík af sam- verustundum með afa og ömmu og í mínum huga eru það dýrmætar minningar. Það er svo margt sem líður í gegnum hugann þegar ég hugsa til hans og ömmu. Þau bjuggu í sömu götu og við fjölskyldan og hefur það eflaust átt þátt í því hvað samskipti okkar voru mikil og náin. Afi var góður sögumaður og hafði gaman að segja okkur systkinunum sögur um það sem hann hafði upp- lifað um ævina. Þessar sögur sagði hann svo vel að enn í dag man ég eft- ir sumum þeirra. Þessi frásagnargáfa sem afi var svo ríkur af hefur eflaust komið sér vel í hans starfi sem kennara og ekki síður í sunnudagaskólanum sem hann sá um í mörg ár á Sjónarhæð og síðar í Lundarskóla. Hann var mjög trúaður maður og helgaði líf sitt þeirri köllun að miðla öðrum af trú sinni. Fyrir þetta veganesti í uppvexti mínum er ég honum mjög þakklátur. Samband afa og ömmu var mjög náið og gott. Í þeirra hjónabandi stóð hún eins og klettur við hlið hans og verður henni seint fullþakkað hvað hún var góð við afa alla tíð, ekki síst í lokin þegar heilsu hans fór að hraka. Ég vil þakka afa fyrir öll þau ár sem ég fékk að njóta nærveru hans í uppvexti mínum á Akureyri og þeirrar hlýju sem ég fann ávallt fyr- ir þegar ég kom í heimsókn eftir að ég flutti til Reykjavíkur. Elsku amma mín, hugur okkar er hjá afa á þessum degi. Megi góður Guð styrkja þig og styðja. Jörundur Guðni. ( ) !    !   !  &    / 2 * ++ - 0 33 4 .     #$   *  +   ,-    +   . +    "  /   ,0 1!- !!5 ! 2!5 ! " !! 6 # &7! 2!! / !#2!# 2!/- !!! !!-  # 8 +2!! 4  +   & " # / !. 22!# 9 6 $ ! 1!  +-8 * 4'  4   : - !     "  ,2    +     3  .   #  "  /   ,44' 8! 44  ! ! $% 4  # ' #.4  #  !! (4  ! 5       33      -8/8+' /8+ ;## -$9 <= # - !$;>?  .    " ) 63  + # $  '   2!!@A ! 8  . = #A B# 9A B# 1! !<1!!  . 2!!@ !# 9 < !! C    # 41!-3 !!!   "       "     "  9& 8 ' 8#! =& .  1 $" .!# .    7+       -   ,0'' 6   ! # .  D1 # .0  -!! !# =  $ 2 <$ $ 8!  D1 ! (  !! #  !0 ." #  "! D1 #   4 D #  0 ! #  2< 8! !  $ ! $%! 5   !    !        -8 '' '4+ * ++   0 . -  EE  .     ,8   +      +  3     "   /   ,/'' !!$% .3#  !* 0 FA0 !! & .3# 9  ' ! 4!!.3!  "!8 # +3 .3! $ ! $%! ! %33 $%!   ! ! %33 $%!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.