Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
LÆKNAMISTÖK verða sífellt al-
gengari úti í hinum stóra heimi, en
við þurfum ekki að leita langt til að
finna læknamistök. Nýjasta dæmið
er án efa hin svokölluðu inntökupróf
læknadeildar. Það er nú allt gott og
blessað sem almenningur fær að vita
um þau. Nú geta læknanemar loks-
ins tekið próf að vori og beðið svo
milli vonar og ótta hvort þeir komist
inn eður ei. Ef þeir komast svo ekki
inn geta þeir snúið sér að einhverju
öðru. Svona lítur þetta út fyrir al-
menningi, en þeir sem ætla að þreyta
þetta próf mæta annarri og kulda-
legri hlið.
Í fyrsta lagi er stjórn Læknadeild-
ar ekki búin að ákveða hvaða efni
verður til prófs. Þannig að fyrir nem-
anda sem ætlar að þreyta prófin og
ætlar nú aldeilis að læra fyrir prófið
situr uppi með eitt stórt spurning-
armerki. Þegar nemendur leita upp-
lýsinga um prófið er ekki enn búið að
ákveða ýmsa smáhluti sem virðast
smávægilegir en skipta miklu máli
þegar á hólminn er komið, t.d. í sam-
bandi við tölvur og formúlublað.
Það hefur lengi verið talið að besti
undirbúningurinn fyrir læknanám
væri að fara á náttúrufræðibraut.
Það gengur ekki lengur því nú þarftu
að taka kjarnáfanga úr öllum braut-
um til að vera vel undirbúinn fyrir
þetta próf. En nú eru ekki allir skól-
ar með áfangakerfi heldur bekkja-
kerfi. Þar er hægara sagt en gert að
fá að taka einhverja áfanga af ann-
arri braut.
Hvernig væri að læknadeildin
hætti að láta eins og uppdekraður
unglingur og komi til móts við nem-
endur. Þeir verða bara að viður-
kenna að þetta þarfnast meiri tíma.
Með allri þessari óvissu hefur marg-
ur frambærilegur nemandinn hætt
við læknisfræði því óvissan er helsti
óvinur nemandans. Gerir það meiri
skaða að hafa úrtökupróf í tvö ár í
viðbót þannig að framhaldskólanem-
endur geti sniðið sér stakk eftir vexti
og dregið þar með úr allri þessari
óvissu? Stjórn læknadeildar verður
að gera sér grein fyrir því að þessi
undirbúningur fyrir inntökuprófin
er einfaldlega of skammt á veg kom-
in.
GEIR HIRLEKAR,
nemandi í HÍ.
Læknamistök
Frá Geir Hirlekar:
ÞAÐ fór eins og vænta mátti og um
var rætt, að boðaðar skattalækkan-
ir forsætisráðherra á fyrirtæki og
hátekjumenn yrðu til þess að auka
skatta og álögur á almenning og
helst þá, sem síst skyldi og höllum
fæti standa – sjúka, krama og aldr-
aða. Svo rammt er farið að kveða að
þessum gerræðisfullu aðgerðum, að
frammámenn úr hans eigin flokki
eru farnir að flýja af hólmi og segja
sig úr flokknum vegna ofríkis, yf-
irgangs og ofsókna á hendur þeim,
sem að einhverju leyti eru ósam-
mála slíku framferði eins og fram
hefur komið á opinberum vettvangi.
Vandræðalegur var heilbrigðis-
ráðherra á að líta er hann á síðast-
liðnu sumri var að kynna lands-
mönnum ýmsar nýjar álögur í
heilbrigðiskerfinu. En þar sem ráð-
herrann er ekki þekktur fyrir að
þrengja að þeim, sem minna mega
sín, þá héldu menn helst, að þetta
væri fortíðarvandi frá eldri tíma og
landsföðurnum. En að láta hafa sig í
það tæpu misseri síðar að höggva
aftur í sama knérunn var einum um
of og átakanlegra en tárum taki. En
slök og aðgerðarsnauð efnahags-
stjórn með 9,4% verðbólgu og
margt fleira neikvætt, heimtaði að-
gerðir, svo að allt færi ekki úr bönd-
unum og þá er ekki við öllu séð.
Ég hafði reynt að bægja frá
þeirri hugsun, að menntamálaráð-
herra væri vax í höndum forsætis-
ráðherra en sú viðleitni rann brátt
út í sandinn eftir að hann stóð að því
að hrekja sóknarprestinn úr Þing-
vallabænum, alveg að ástæðulausu
– að hluta til er bærinn byggður af
fé úr kirkjujarðarsjóði – bara til
þess eins að húsráðandinn í hinum
hlutanum gæti haldið þar gleðiteiti
sín óáreittur með útsýni yfir kirkju-
garðinn og kirkjuna til hliðsjónar.
Seinheppinn gjörningur til að þókn-
ast lítilmótlegu ofríki þess er ráða
vildi.
Við þökkum þér Davíð hið daglega brauð.
Drottinn, hann sér í leyni.
Þú ávaxtar vel þinn Thatcher-auð
og sinnir ei þurfamanns kveini.
SIGURPÁLL ÓSKARSSON,
Starengi 18, Reykjavík.
Vandræðaástand
Frá Sigurpáli Óskarssyni:
stretch-
gallabuxur
Kringlunni, sími 588 1680
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
iðunn
tískuverslun
3 skálmalengdir