Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 59

Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 59 Sýnd kl. 8. „Besta mynd ársins“ SV Mbl „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl Sýnd kl.10. Sýnd kl. 8. betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 6. HJ MBL ÓHT Rás 2DV Gwyneth Paltrow Jack Black Frá höfundum „There´s Somet- hing About Mary“ og „Me myself & Irene“ kemur Feitasta gaman- mynd allra tíma Sýnd kl. 8 og 10.10. „Besta mynd ársins“SV Mbl Ævintýrið lifnar við „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl Sýnd kl. 5.45 og 9. Sýnd kl. 8 og 10. Vit 333. B.i. 14 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd 6. Ísl tal Vit 320 Frá leikstjóra Sea of Love kemur fyrsta spennumynd ársins. Með töffaranum, John Travolta, Teri Polo Vince Vaughn og Steve Buscemi. MAGNAÐ BÍÓ Stórverslun á netinu www.skifan.is  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 Kvikmyndir.com Aftur í stóran sal. Sýnd kl. 5.30 8 og 10.30. MOULIN ROUGE! 3 Golden Globes verðlaun fyrir bestu mynd, bestu leikkonu og bestu tónlist. Missið ekki af þessari. 1/2 Mbl  ÓHT Rás 2 DV Aftur í bíó! Vegna fjölda áskorana í nokkra daga Sýnd kl. 5.30 8 og 10.30. ÞAÐ sópaði að Tinu Brown þegar hún hóf inn- rás sína frá Bretlandi í bandarískan blaða- heim fyrir rúmlega einum og hálfum áratug. Hún sat við stjórnvölinn á tveimur af þekktari tímaritum, sem gefin eru út í Bandaríkjunum, og stofnaði síðan þriðja tímaritið, sem nú er að leggja upp laupana. Hin breska Brown eignaðist marga óvini á skömmum tíma og nú hlakkar í þeim, sem sagt hafa að hún hafi aldrei verið annað en aðskotahlutur í banda- rískri fjölmiðlaflóru. Hún er hins vegar hvergi bangin og segir í viðtali við dagblaðið New York Times í vikunni að það væri „enginn leiðinlegri en sá, sem aldrei hefur beðið ósig- ur“. Útgáfuteiti með Kissinger, Madonnu og Rushdie Tímaritið Talk kom fyrst út fyrir tveimur árum og var hleypt af stokkunum með mikl- um látum og írafári. Það var prentað á glans- pappír og átti að fjalla um þá, sem allir væru að tala um. Útgefendur voru kvikmyndafram- leiðandinn Miramax og útgáfufyrirtækið Hearst, sem gefur út fjölda tímarita. Haldið var útgáfuteiti þar sem Madonna, Henry Kiss- inger, Demi Moore og Salman Rushdie voru meðal gesta. Blaðið vakti þegar athygli, ekki síst vegna umtalaðrar úttektar á Hillary Rod- ham Clinton, þáverandi forsetafrú. Það hefur hins vegar ekki þótt vekja það umtal, sem heiti þess gefur til kynna og í New York hefur verið haft á orði að eina umtalið um Talk hafi verið hvað lítið hafi verið til að tala um í blaðinu. Blaðið hefur þótt seljast nokkuð vel og var útbreiðsla þess 651.000 eintök á liðnu ári auk þess sem auglýsingasíðum í blaðinu fjölgaði um sex af hundraði. Blaðið var hins vegar ekki enn farið að skila hagnaði og töldu útgef- endurnir að þeir hefðu ekki úthald til að bíða. Frá Bretlandi til Bandaríkjanna Tina Brown átti skjótan frama í blaða- mennsku. 26 ára var hún orðin ritstjóri breska tímaritsins Tatler. Þótti tímaritið ganga í end- urnýjun lífdaga undir handleiðslu hennar. Ár- ið 1984 var henni boðið til New York til að blása nýju lífi í tímaritið Vanity Fair, sem er með blöndu af efni um fræga og fína fólkið og fréttaskýringum. Henni þótti takast svo vel upp þar að útgefandinn, S.I. Newhouse, gerði hana að ritstjóra hins virta vikublaðs New Yorker. Það blað á sér langa sögu og voru margir þeirrar hyggju að blaðið myndi setja niður. Það tók vissulega breytingum, sem ekki síst sáust í auglýsingum frá tísku- húsum og ilmvatnsframleiðendum, og greinar urðu ef til vill styttri og léttari, en engu að síður var haldið í hinn alvarlega stíl, sem hafði einkennt blaðið. Sögð hafa kynt undir dýrkun á fræga fólkinu Næsta verkefni var Talk. Allt frá því það blað hóf göngu sína hefur Brown verið vænd um að hygla öllu því, sem frá Mira- max kemur. Í grein um Brown, sem nú er 48 ára, í The New York Times segir að hún hafi átt snar- an þátt í því að kynda undir skurðgoðadýrk- un Bandaríkjamanna á fræga fólkinu og síðan tekið sér stöðu gyðju á einum hæsta stallinum. Nú hlakki hins vegar í ýmsum minni goðum því að allt bendi til þess að Brown verði að hverfa brott af Ólympstindi. Tina Brown segist aftur á móti ekki vera af baki dottin þótt hún hafi ekki gefið til kynna hvað nú taki við. Tímaritið Talk lýkur göngu sinni Innrás Tinu Brown hrundið Reuters Brown gerði ýmislegt til að draga athygli að nýja tímaritinu. Fékk hún m.a. Gwyn- eth Paltrow til að klæðast gervi Barbar- ellu, sem Jane Fonda gerði fræga í sam- nefndri mynd Rogers Vadims frá 1968. Tina Brown hélt mikið teiti þegar tímarit- inu Talk var hleypt af stokkunum í ágúst 1999 og var þar margt fyrirmennið. Brown ræðir við Demi Moore í samkvæminu. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6. Forsýnd kl. 8. B. i. 16. „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl HK. DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com „Besta mynd ársins“ SV Mbl i ir. Sýnd kl. 4.45 og 8. B.i 12 ára HJ. MBL. Dúndrandi gott snakk með dúndrandi góðri gamanmynd Gwyneth Paltrow Jack Black Frá höfundum „There´s Some- thing About Mary“ og „Me myself & Irene“ kemur Feitasta gamanmynd allra tíma ´ i l I i ll í Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. Þann 3. október 1993 var úrvalslið bandarískra hermanna sent á vettvang inn í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, til að ræna tveimur hershöfðingjum. Aðgerðin átti bara að taka um eina klukkustund en öflug mótspyrna sómalíska hersins sá til þess að svo varð ekki og útkoman var lengsti landbardagi Bandaríkjahers frá því í Víetnam. FORSÝNING Leikstjóri Ridley Scott (Gladiator) Framleiðandi Jerry Bruckheimer (The Rock) Svakalegasta stríðsmynd seinni ára sem fór beint átoppinn í Bandaríkjunum um síðustu helgi ÞAÐ ætlar ekki af Mel B greyinu að ganga. Nýverið lét plötufyrirtæki hennar hana róa og nú hefur sjónvarpsframi hennar einnig runnið út í sandinn. Hræðslu-kryddið hafði tekið fyrri höfnuninni með reisn vegna þess að þá hafði hún hvort eð er þegar ákveðið að reyna fyrir sér sem sjónvarps- kona. Áformin voru stór en hún ætlaði að fara af stað með þátt sem átti að bera heitið Mel B og Brasilía. En nú hafa þau áform snarlega verið blásin af vegna þess að sjónvarpsstöðvarnar bresku höfðu nákvæmlega engan áhuga á því að kaupa hann. Hugmyndin að þættinum var lögð fyr- ir fjölda stöðva, bæði almennu stöðvarnar fimm sem allir ná sem og gervihnattastöðvar en allir gáfu sömu svörin, að Mel B væri komin yfir síðasta söludag, að aðdráttarafl hennar væri á bak og burt. Það kann að hafa ráðið mestu um ákvörðun stöðvanna að síðasta til- raun Mel B til að hasla sér völl í sjónvarpi þótti mislukkuð en það var heimildarmynd sem hún kom fram í um iðkun vúdútrúarinnar í Afríku. Annað sem réð heilmiklu um áhugaleysið er að Mel hefur farið fram á miklu hærri laun en aðrir sjónvarpsþáttastjórar, að eigin sögn á þeim forsendum að hún sé alls enginn venjulegur sjónvarpsþáttastjórnandi heldur poppstjarna. Stúlkan hefur ekki viljað tjá sig um nýjustu höfnunina. Enginn hefur áhuga á Mel B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.