Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAU mistök urðu við vinnslu á könn- un á verði páskaeggja í verslunum á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í Morgunblaðinu í gær, að Nóa-páska- egg númer 5 var sagt kosta 1.168 krónur í Fjarðarkaupum, en ekki 1.618 krónur, sem viðkomandi egg kostaði í versluninni í gær. Þar að auki er 3% afsláttur af auglýstu verði í Fjarðarkaupum. Umrædd misritun leiddi til 931 krónu verðmunar, eða 79,7% munar á hæsta og lægsta verði, sem er rangt. Réttur verðmunur milli Fjarðar- kaupa og 10-11, sem var með hæsta verðið, var 481 króna í gær, eða 29,7%, og var ekki um lægsta verðið að ræða hjá Fjarðarkaupum í þessum flokki páskaeggja. Bónus var hins vegar með lægsta verð á Nóa-eggi númer 5 og átti mun- urinn á hæsta og lægsta verði í þess- um flokki eggja þar af leiðandi að vera 840 krónur, eða 66,7%, miðað við verð í umræddum verslunum í gær. Verð á Nóa-páskaeggi númer 5 hjá Bónus misritaðist þar að auki í könn- uninni og átti að vera 1.259 krónur, ekki 1.499, líkt og sagði í töflu og ligg- ur það verð til grundvallar þeim 66,7% verðmun sem getið er hér á undan. Fjórtán egg af þeim 17 sem verð- könnunin náði til fengust í Bónus og var verslunin með fyrrgreindum leið- réttingum því með lægsta verð í öllum tilvikum, það er 14, en ekki 12 sinnum eins og sagði í Morgunblaðinu í gær. Loks víxlaðist verð á prakkara- eggjum númer 4 og 6 hjá Nýkaupum. Þar átti prakkaraegg númer 4 að kosta 1.079 krónur og egg númer 6 að kosta 1.596 krónur, en ekki öfugt. Af sömu sökum var Nóatún með hæsta verðið á prakkaraeggjum númer 4, ekki Nýkaup, og Nýkaup með hæsta verðið á prakkaraeggjum númer 6, ekki Krónan, eins og sagði í verð- könnuninni. Hlutaðeigendur eru beðnir afsök- unar á þessum mistökum. Ekki 80% verðmunur á páska- eggjum VEXTIR óverðtryggðra skulda- bréfalána bankanna hækkuðu um tvö prósentustig umfram hækkun stýri- vaxta Seðlabankans á árunum 1999 til 2001. Stýrivextir, sem einnig eru oft nefndir endurhverfir vextir eða repo-vextir, eru vextir á lánum sem fjármálastofnanir taka í Seðlabank- anum. Þessi vaxtaþróun er sýnd á meðfylgjandi mynd þar sem stýri- vextir og meðalávöxtun óverð- tryggðra skuldabréfa bankanna eru borin saman. Eins og þar sést hækk- uðu stýrivextirnir undir lok síðasta áratugar, sérstaklega milli áranna 1999 og 2000, en á sama tíma hækk- uðu skuldabréfavextir bankanna meira en sem nam hækkun stýrivaxt- anna. Hækkun stýrivaxtanna hélt áfram á milli árannna 2000 og 2001 og aftur hækkuðu vextir á óverðtryggð- um skuldabréfum bankanna umfram stýrivextina. Afleiðing þessa er auk- inn munur á stýrivöxtum og vöxtum óverðtryggðra skuldabréfa bank- anna. Birgir Ísleifur Gunnarsson Seðlabankastjóri vakti athygli á þess- ari þróun hér í blaðinu í gær og sagði þennan mun hafa aukist um tvö pró- sentustig, eða úr 5,8% í 7,8%. „Þessi samanburður er að nokkru leyti gallaður,“ segir Valur Valsson, forstjóri Íslandsbanka, „vegna þess að þegar horft er lengra en eitt ár aft- ur í tímann höfðu stýrivextir Seðla- banka aðra þýðingu en nú. Þá var al- gengara að miða vaxtaákvarðanir við aðrar stærðir, til dæmis vexti ríkis- víxla eða spariskírteina. Sé horft til síðustu tólf mánaða – en ár er liðið frá því Seðlabankinn fékk þá lagalegu stöðu sem hann nú hefur – þá hefur Íslandsbanki fylgt ákvörðunum Seðlabanka. Vandinn er hins vegar sá að markaðsvextir, sem ráðast af framboði og eftirspurn, hafa ekki fylgt stýrivöxtunum niður á við, fyrst og fremst vegna þess að Seðlabank- inn greip inn í gjaldeyrismarkaðinn og dró þannig úr peningamagni í um- ferð. Í apríl 2001 lækkaði Seðlabankinn stýrivextina og við fylgdum strax á eftir. Markaðsvextir hækkuðu hins vegar í kjölfarið. Þetta knúði okkur í júní til að taka til baka hluta lækk- unarinnar í apríl. Þegar Seðlabank- inn lækkaði stýrivexti í nóvember síð- astliðnum lækkaði Íslandsbanki sína vexti einnig strax. Markaðsvextir fylgdu á eftir í fyrstu en hækkuðu síð- an verulega skömmu síðar. Við höf- um setið þá hækkun af okkur í von um að þetta væri tímabundin hækk- un á markaði, en það er fyrst nú á allra síðustu vikum sem markaðs- vextir hafa lækkað, en þeir eru samt enn svipaðir og þeir voru áður en Seðlabankinn lækkaði vexti fyrir um ári. Þessi reynsla sýnir að mikilvægt er að fylgja lækkun stýrivaxta eftir með aðgerðum sem tryggja að mark- aðsvextir fylgi með.“ Aðspurður segir Valur að bankinn fjármagni sig að hluta til á milli- bankamarkaði, þar sem markaðs- vextir gildi, en einnig sé töluverður hluti innlána bankans, svokölluð pen- ingamarkaðsinnlán, tengdur þróun- inni á þessum markaði, þannig að vaxtakostnaður bankans aukist þeg- ar markaðsvextir hækki. Íslandsbanki lækkar vexti Valur segir að Íslandsbanki hafi ákveðið að lækka vexti á óverð- tryggðum skuldabréfum, yfirdrátt- um og víxlum um 0,35% og vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum lækki um sömu hlutfallstölu, en vext- ir á tékkareikningum og almennum sparisjóðsbókum verða óbreyttir. „Íslandsbanki hefur verið með lægstu vexti að undanförnu og með þessari lækkun tryggjum við að við verðum áfram lægstir,“ segir Valur. Hann bætir því við að Íslandsbanki vonist eftir frekari vaxtalækkun á næstunni. Bankinn telji að efnahagsleg skil- yrði gefi tilefni til slíks, en það ráðist þó líka af því hvort Seðlabankinn lækki stýrivexti sína og hvort aðgerð- ir hans hafi áhrif á markaðsvextina. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka Íslands, segist ekki hafa farið nákvæmlega yfir þær tölur sem seðlabankastjóri nefnir. „Hitt er ég sammála honum um,“ segir Halldór, „að svigrúm hafi verið hjá okkur til að lækka vexti. En þró- unin sem seðlabankastjóri nefnir skýrist af því að bankarnir voru með aðhaldsaðgerðir í útlánum á seinni hluta ársins 2000 og allt árið 2001. Það leiddi til þess að raunaukning út- lána hjá Landsbankanum var um 8% á síðasta ári og við höfum verið sam- stiga Seðlabankanum í því að beita vöxtum til að ná þessu fram.“ Halldór segir að þegar bankarnir reyni að hægja á útlánum þá hækki þeir vexti, en þegar aðstæður breyt- ist, eins og nú, þá sé grundvöllur fyrir því að minnka álögur bankanna, eins og Landsbankinn hafi nú gert. Árni Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbanka Íslands, segist ekki hafa skoðað sérstaklega þær tölur sem seðlabankastjóri nefnir. Staðreyndin sé þó sú að fjármögnunarkostnaður Búnaðarbankans hafi aukist veru- lega, bæði erlendur og innlendur, og Árni segist ekki hafa orðið var við að vaxtamunur bankans hafi aukist, þvert á móti hafi hann farið lækkandi milli ára nema vegna tímabundins verðbólguskots í fyrra. Árni bendir einnig á að ekki hafi verið samræmi milli stýrivaxta Seðla- bankans og vaxta á millibankamark- aði, því millibankavextirnir hafi ekki lækkað eins og hinir. Vextir á milli- bankamarkaði séu í raun þeir vextir sem bankarnir greiði fyrir lánsfé enda bjóði Seðlabankinn takmarkað fjármagn í endurhverfu lánunum og það fjármagn sé fullnýtt. Fleira en stýrivextir hefur áhrif á fjármagnskostnað Guðmundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri SPRON, segir það einföldun að tala aðeins um stýrivexti, því fleira en þeir hafi áhrif á vaxtastig. Milli- bankavextir hafi einnig áhrif en þeir endurspegli þörf fjármálastofnana til að endurfjármagna sig á markaði en endurhverfu vextirnir, eða stýrivext- irnir, séu það gjald sem Seðlabankinn taki fyrir þá peninga sem hann láni inn á markaðinn. Þarna geti verið munur á milli og hann hafi líka farið vaxandi. Guðmundur segir að þess vegna sé fjármagnskostnaður bank- anna hærri en stýrivextirnirog þar af leiðandi sé eðlilegt að skuldabréfa- vextirnir taki frekar mið af því. Skuldabréfavextir hafa hækkað meira en stýrivextir                      !!"#$%% $% & ' ( $ % & ' ( $ % !!" !!( !!) !!' !!* !!& !!! $%%% $%% + $% & ' ( $ % & ' ( $ % ,  ,  , -    ,     .  / DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í gær að loknum fundi með forystumönnum Samtaka iðnaðarins og ASÍ, að líkur væru á að það tæk- ist að halda vísitölu neysluverðs inn- an svokallaðra rauðra strika, sem tilgreind eru í kjarasamningum, þótt það standi mjög tæpt. Davíð Oddsson sagði ASÍ, SA og ríkisstjórnina þokkalega ánægð með hvernig til hefði tekist í samstarfi þessara aðila þótt sumt hefði ekki gengið að óskum. „Þegar menn settu markið á rauða strikið á sínum tíma töldu flestir greiningarmenn og spámenn að þetta væri nánast vonlaust frá upphafi,“ sagði Davíð. „Nú eru líkur á því að þetta geti tekist, en það verður mjög tæpt. Við sjáum að árangurinn af þessum ráð- stöfunum eru að koma fram í því að vextir fara lækkandi, því er spáð að verðbólgan verði aðeins 2,6% frá upphafi til loka árs. Við sjáum að viðskiptahallinn er að fara úr 10% í 2% á aðeins tveimur árum. Við er- um því ánægðir með árangurinn og erum staðráðnir í að vinna að því að rauðu strikin geti haldið.“ Hann lýsti yfir áhyggjum af þró- un olíuverðs og sagði hana helgast af óviðráðanlegum þáttum. „Það helgast fyrst og fremst af sálfræði- legum þáttum er snúa að áhyggjum af hugsanlegum árásum Vestur- velda á Írak,“ sagði hann. Hann sagði vaxtalækkun við- skiptabankanna vera afskaplega já- kvæða fyrir verðlagið og sagðist ennfremur telja fram komnar for- sendur til lækkunar stýrivaxta hjá Seðlabankanum. Skammur tími til stefnu Ari Edwald framkvæmdastjóri SA sagði skamman tíma til stefnu fram í maí og því lítið svigrúm til að halda vísitölunni innan rauðu strik- anna. „En það er þó samdóma álit þeirra sem hér koma að, að það sé alls ekki útilokað og það er mik- ilvægast fyrir framvinduna að það náist.“ Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ lýsti áhyggjum sínum af hækkandi verði lyfja, og smá- og sérvöru. „Ef menn ætla af alvöru að takast á við það að halda verðbólgunni niðri, þá gengur svona lagað ekki. Gengið hefur verið að styrkjast mjög veru- lega síðan í desember sem þýðir ekki eingöngu að verð á erlendri vöru ætti að lækka, heldur er flutn- ingskostnaður líka að lækka. Við sjáum ekki nein rök fyrir þessum verðhækkunum.“ Forystumenn ASÍ, SA og ríkisstjórnar á samráðsfundi í gær Morgunblaðið/Kristinn Ari Edwald, framkvæmdatjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór G. Björnsson, varaforseti ASÍ, og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, að loknum fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í gær. Líkur á að rauðu strikin haldi en staðan er tæp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.