Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingvar Guð-mundsson fædd- ist á Selfossi 10. marz 1979. Hann var kjörsonur hjónanna Ásdísar Ingvarsdótt- ur, húsmóður og Guðmundar Krist- inssonar, bankafé- hirðis, sem búa á Bankavegi 2, Sel- fossi. Ásdís er dóttir hjónanna Guðfinnu Guðmundsdóttur og Ingvars Hannesson- ar er bjuggu á Skip- um við Stokkseyri. Guðmundur er sonur hjónanna Aldísar Guðmundsdóttur frá Litlu-Sandvík og Kristins Vigfús- sonar frá Eyrar- bakka sem lengi var með þekktustu húsasmiðum á Sel- fossi. Ingvar stundaði nám við Fjölbrauta- skóla Suðurlands og útskrifaðist þaðan í desember 1997. Í apríl 1998 réðst hann til Kjöríss í Hveragerði og starf- aði þar síðan. Hann lézt af slys- förum 8. marz síð- astliðinn. Útför Ingvars fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Harmafregn berst um Suðurland, enn eitt ungmennið er fallið frá í hræðilegu umferðarslysi. Stuttu síð- ar kemur í ljós að sá er lést þetta kvöld er Ingvar Guðmundsson, yngsti meðlimur frændsystkinahóps- ins okkar frá Árnesi á Selfossi. Sorg- in er mikil og á stundum sem þessari eigum við erfitt með að skilja tilgang lífsins, fátt er um svör. Við gleymum aldrei þeim degi er móðir okkar sagði að við hefðum eignast lítinn frænda. Það var ekki laust við að örlítill kvíði gripi um sig í hugarfylgsninu þar sem við vissum þá að sá tími væri liðinn að við systk- inin hefðum athygli Guðmundar frænda okkar og Dísu óskipta þegar við fórum í heimsókn á Bankaveginn, eða þau komu í Hveragerði. Snáðinn braggaðist vel og strax mátti sjá að mikil orka bjó í honum. Frá fyrstu tíð þurfti hann ávallt að hafa mikið fyrir stafni. Fljótlega kom í ljós áhugi hans á vélum, hvers slags skipti ekki máli, hann Ingvar hafði áhuga á þeim öll- um. Hann var ekki gamall er hann fór að slá lóðina heima hjá sér og ekki var hann heldur hár í loftinu er hann fór að hjóla vestur fyrir á, til strák- anna á Bílasölunni. Þar var honum ávallt tekið opnum örmum og ósjald- an kom hann úr þeim ferðum með nýjustu bílablöðin. Bílar áttu hug hans allan enda fór það svo að hann þekkti allar tegundir af bílum og undraðist oft stórum vankunnáttu okkar og áhugaleysi á því sviði. Það var því skiljanlega stór stund í lífi hans er hann tók bílpróf fyrir nokkr- um árum. Hann keypti gamla X-11 af foreldrum sínum og gætti hans eins og sjáaldurs augna sinna. Hann sagði stundum í gríni að bíllinn væri í mun betra ástandi heldur en þegar pabbi hans átti hann. Ingvar var góður bíl- stjóri og tók það hlutverk sitt alvar- lega. Fyrir tæpum fjórum árum hóf Ingvar störf hjá Kjörís í Hveragerði. Höfum við systkinin öll unnið þar með honum að meira eða minna leyti. Kom þá strax í ljós hve Ingvar var vinnusamur. Hann mætti á hverjum morgni léttur í lundu og byrjaði alla daga á að gera sér ferð inn til Valdi- mars og á skrifstofuna til að bjóða góðan daginn. Hann var óvenju greiðasamur, öll viðvik voru leyst ljúfmannlega af hendi og aldrei þurfti að biðja hann tvisvar um sama verk- ið. Jafnharðan og því var lokið var það tilkynnt til þeirra sem um báðu. Einstök vinnuharka við að losa vöru- gáma var víðfræg og hafði enginn roð við Ingvari þegar hann tók sig til og sveiflaði kössum og sykurpokum úr gámum og máttu menn vara sig á að verða ekki fyrir. Ingvari fannst gam- an í vinnunni og bar hag fyrirtæk- isins ávallt fyrir brjósti. Á þessum fjórum árum sem Ingvar starfaði með okkur var hann orðinn einn af traustustu starfsmönnum Kjöríss. Við vorum ekki ein um það álit enda var hann kosinn starfsmaður ársins árið 2001 af samstarfsfólki sínu. Ingvar var hvers manns hugljúfi og einstaklega barngóður. Það var gaman að fylgjast með þegar hann leiddi litla snáða inn til sín og dró fram bílana sína svo að börnin hefðu eitthvað að leika með. Eða þegar hann tók litlar skvísur sér í fang og bauð þeim að koma í byssuleik því stelpur gætu sko líka farið í byssu- leik. Það er erfitt fyrir smáfólkið að skilja að Ingvar er horfinn á braut og að við njótum samfylgdar hans ekki lengur. Við systkinin þökkum góðum frænda samfylgdina sem þó var svo alltof, alltof stutt. Minningin um góð- an dreng lifir. Elsku Dísa og frændi, við hugsum til ykkar og erum til stað- ar í ykkar miklu sorg. Aldís, Valdimar, Guðrún og Sigurbjörg, Hveragerði. Ingvar Guðmundsson, Bankavegi 2 á Selfossi, sem til grafar er borinn í dag, verður mér ávallt minnisstæður. Frá unga aldri hans fékk ég að fylgj- ast með honum á heimili foreldra hans, Guðmundar frænda míns Kristinssonar og konu hans, Ásdísar Ingvarsdóttur frá Skipum. Það var eftirminnilegt þroskaferli og sigur- ganga. Ekki leit þetta vel út í byrjun er Ingvar fékk skæða heilahimnu- bólgu á unga aldri og var þá vart hug- að líf. En Ingvar sigraðist á sjúkdómi sínum, sem kostaði hann þó um sinn hægari bata, sem fólst í því að hann var ekki samferða jafnöldrum sínum. Með óþreytandi hjálp foreldra sinna – ég nefni þá sérstaklega kjark og þrautseigju Ásdísar – vann hann sig upp í gott starf sem hann hafði stund- að samfleytt í tæp fjögur ár en þá kom sá sem öllu ræður og batt enda á þessa sigurgöngu. Ingvar var snemma áræðinn og óhræddur við að fara til ókunnugra. Fljótt varð frændfólkið hér í Litlu- Sandvík kunnugt honum er hann fór að venja komur sínar hingað á reið- hjólinu sínu. Hann birtist allt í einu á fallegum sumardegi, tók þátt í önnum okkar og heyskaparstriti eftir því sem hann hafði burði til. Hann lék sér við frændur sína hér, og þegar kvöld- sett var kvaddi hann og birtist svo aftur næsta góðviðrisdag. Hann var prúður drengur, hlýðinn og virtist skemmta sér yfir öllu. Þegar hann óx upp reyndist hann hafa krafta í kögglum, var fljótur til vinnu og greiðvikinn þegar þarfir annarra kölluðu. Ingvar valdi sér fleiri bæi við Eyr- arbakkaveginn til að heimsækja. Einna best undi hann sér í Stekkum hjá þeim bræðrum Þorvarði og Guð- mundi og móður þeirra Önnu Valdi- marsdóttur. Þorvarður tók hann sér- staklega að sér, kenndi honum að keyra traktór og svo fór að Ingvar var farinn að slá með traktórnum. Að þessu trúnaðartrausti sýndu var Ingvar alltaf boðinn og búinn að hjálpa til á Stekkaheimilinu. Hann var einstaklega prúður á því heimili, aldrei sást hann atast í skepnum, fór vel að þeim, en vélarnar og heyskap- arvinnan áttu þó allan hugann. Ein- hvern tímann átti hann að hjálpa þeim bræðrum að flytja heim hey og skyldi byrja verkið um hádegi. En Ingvar var strax mættur snemma morguns, slíkur var verkhugur hans. Hann vann einnig Stekkaheimilinu mikið þegar byggður var þar mjalta- básinn fyrir nokkrum árum, og kom þá á hverjum degi í þrjár vikur. Má segja að þar á bæ hafi hann lært mik- ið og þroskast vel, og svo var ákafinn mikill að ekki lét hann veður né vinda hefta sig. Kom jafnvel í svo miklu roki að hann rétt tommaði áfram á hjólinu. En Ingvar var snemma þeirrar gerðar að hann lét ekkert aftra sér frá ákveðinni stefnu. Ég sagði hér áður að Ingvar hefði á bernskuskeiði orðið viðskila við jafnaldra sína. En annað kom þá í staðinn. Hann umgekkst mikið full- orðið fólk og þroskaðist vel með þeim hætti. En einnig var margt honum sjálfgefið. Hann var trölltryggur vin- um sínum, kynntist mörgu fólki og virtist taka ástfóstri við suma. Hann bast vinaböndum við fólkið í Hrafn- tóftum í Djúpárhreppi og oft kom hann að Stöðulfelli í Gnúpverja- hreppi til frændfólksins þar en þeir voru náfrændur, Bjarni Gíslason í Stöðulfelli og Ingvar Hannesson bóndi á Skipum, faðir Ásdísar. Ingv- ar lærði á bíl er hann hafði aldur til og naut þess að keyra út meðal vina sinna. Oft stakk hann inn höfðinu hér á þessum ferðum sínum, leit þá í fjós- ið, gætti þar að mörgu; svo var hann horfinn. Hann vildi hafa mikla yfir- ferð og setti sér ákveðna stefnu sem hann hvikaði ekki frá frekar en á hjól- inu forðum. Þetta félagslyndi og greiðvikni við aðra voru áberandi þættir í fari Ingv- ars Guðmundssonar. Því lagðist hann hart að sér til að uppfylla loforð sín. Og þess naut hann þegar hann hóf sitt fyrsta og eina fastastarf. Þann 28. apríl 1998 fékk hann vinnu hjá Kjörís hf. í Hveragerði og vann þar uppfrá í hver þau störf sem þar hentuðu honum. Líkamleg störf áttu vel við hann og honum féll vel að vinna í Ísgerðinni. Og nú er hann horfinn frá okkur, aðeins rúmlega tvítugur. Ég leyfi mér að trúa á líf eftir þennan dauða og að Ingvari vini mínum verði feng- inn verðugur starfi í öðru lífi. Ég fékk að fylgjast með þroskasögu hans og sigurgöngu, og skil alls ekki það að þá skyldi hann vera hrifinn burtu frá okkur. Ég bið foreldra hans að taka til sín brot úr minningarkvæði því sem Tómas Guðmundsson orti eftir Jón Thoroddsen yngri: Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Guð blessi Ingvar Guðmundsson og veiti foreldrum hans styrk til að standast þessa raun. Páll Lýðsson. Það var mér mikið áfall þegar son- ur minn sagði mér frá því á laugar- daginn að Ingvar hefði látist í bif- reiðaslysi rétt austan við Selfoss daginn áður. Ingvar var aðeins 5–6 ára þegar hann fór að venja komur sínar á skrifstofu mína, sem er innan við 100 metra frá heimili hans, við bakka Ölfusár. Ég tók strax eftir að hann hafði gaman að því að spjalla og hversu ánægður hann var þegar ég gaf mér tíma til að ræða málin við hann. Á unglingsárunum tók hann að sér að slá túnblett á lóð skrifstofu minnar. Ingvar rækti starfið af mik- illi samviskusemi í áratug. Í upphafi fékk ég samviskubit þegar drengur- inn var að klöngrast með sláttuvélina og heyið fram og til baka og spurði ég oft hvort ég ætti ekki að hjálpa hon- um. Svörin voru alltaf á sömu leið: „Annaðhvort tek ég að mér þetta verkefni og ég sé um það að öllu leyti eða ekki.“ Aldrei þurfti að minna hann á að komið væri að slætti, hann sá um verkið. Margir unglingar hefðu getað tekið hann sér til fyrirmyndar varðandi samviskusemi og dugnað. Þegar bílprófsaldurinn nálgaðist var umræðuefnið oftar en ekki bifreiðir. Tilhlökkunin við að fá bílprófið var mikil. Það var ánægjusvipur á andliti Ingvars þegar hann kom til að sýna mér bifreiðina X-11, sem hann ók ætíð síðan. Ég hafði ekki áhyggjur af aksturslagi hans, þar sem ég vissi að hann keyrði varlega. Bílar og með- ferð þeirra áttu hug hans allan eftir að hann fékk bílprófið. Eitt það skemmtilegasta sem hann gerði var að hitta vini og vandamenn og tel ég líklegt að hann hafi verið á leiðinni í eina slíka heimsókn þegar slysið varð. Undanfarin ár vann Ingvar hjá Kjörís í Hveragerði. Eftir að hann hóf þar störf tók ég eftir miklum breytingum hjá honum. Sjálftraust hans jókst og hann var yfirleitt bros- andi og í góðu skapi. Greinilegt var að yfirmenn hans treystu honum vel og sýnilega var hann ánægður hjá fyr- irtækinu. Það var ekki að ástæðu- lausu að hann var kosinn starfsmaður ársins hjá Kjörís árið 2001. Ég og fjölskylda mín biðjum góðan Guð að styrkja Ásdísi, Guðmund og aðra aðstandendur á þessum erfiðu tímum. Hafðu þökk fyrir allt kæri vinur og góða ferð. Hlöðver Örn Rafnsson. Þegar ekið er um Hellisheiði blasa við uppstillt bílflök og á skilti er sýnd tala látinna af völdum umferðarslysa. Þegar ég ók þar um fyrir skemmstu hugsaði ég með mér, hversu lengi stendur þessi tala og hver verður næstur? Tveimur dögum seinna var mér tjáð að Ingvar vinur minn hefði látist í umferðarslysi. Já, það er skammt á milli lífs og dauða, aðeins nokkrir dagar frá því að hann kom kátur og hress í heimsókn hingað að Stekkum. Ingvar byrjaði heimsóknir sínar þegar hann var um 12 ára aldur. Kom þá hjólandi og spurði hvort hann gæti ekki hjálpað til við verkin í sveitinni. Í fyrstu voru uppi spurn- ingar um á hvern hátt væri best að virkja dugnað og krafta sem á þess- um tíma voru ekki alltaf í fullu sam- ræmi við hugsun hans. Ingvar sótti í félagsskap yngri sona minna, þeirra Óttars og Vignis, enda allir á svip- uðum aldri og tókst með þeim vin- átta. Þegar Óttar lést af slysförum sýndi Ingvar tryggð sína og vináttu með því að á hverju kvöldi nú í rúm fimm ár hefur hann kveikt á kerti til að minnast vinar síns. Með aldrinum óx jafnvægi hugar og handa og þegar byggingarfram- kvæmdir stóðu hér yfir fyrir fjórum árum sýndi og sannaði Ingvar að þar fór vaxandi verkmaður. Upp úr því fór hann að vinna í Kjörís og stóð sig þar með stakri prýði. Oft talaði hann um það að fara með Stekkafólkið og sýna okkur fyrirtækið. Því miður komst það ekki í verk, því það hefði verið gaman að fara með honum og sjá stolt hans yfir vel unnum verkum. Fyrir nokkrum vikum bað ég Ingvar að hjálpa til við steypuvinnu einhvern föstudaginn, því þá var vinnu hans lokið um hádegi. Vegna frosta varð að fresta verkinu en oft hringdi Ingv- ar og spurði, á að steypa á föstudag- inn? Nú er komið þíðviðri sem eyddi hálkunni af Flóaveginum og gerði okkur kleift að steypa, það var óum- ræðilega tómlegt án hans. Stuttu en að mörgu leyti ágætu lífi Ingvars er lokið en minning hans lifir í hugum þeirra sem þekktu. Kæru Ásdís og Guðmundur, eng- inn sigrast á sorginni en með tím- anum getið þið vonandi lært að lifa með henni. Guðmundur Lárusson. Hiklaust varstu hrekklaus piltur, heiðarleika og gáska fylltur, fjöl- skyldunni fjarska kær. Hafðir mikinn hug á spjalli, harður móti drykkju- svalli, starfi þínu stóðstu nær. Gagn- vart öðrum ekki gramur ákaflega passasamur. Góður vinur vina þinna, vildir líka bágum sinna, hjálpsemi þitt hjartans mál. Núna ertu elsku drengur ekki meðal okkar lengur, Drottinn þáði þína sál. Pálína og Björgúlfur. Sá dýrðarljómi og það frelsi sem fylgir sautjánda árinu með langþráðu bílprófi hefur sínar ljósu og dökku hliðar. Þjóðvegir landsins taka sinn toll sem er alltof stór, þar á meðal hann Ingvar okkar sem í sakleysi sínu er að ferðast í bíl sínum. Eitt- hvað kemur upp á og ljós hans er slökkt. Það er skammt á milli lífs og dauða. Leiðir mín og Ingvars lágu saman er ég starfaði hjá Betri Bílasölunni á Selfossi. Þar var Ingvar tíður gestur í hvaða veðri sem var. Barðist hann á hjólinu sínu í Hrísmýrina og húsvitj- aði allar þær bílasölur sem voru þar. Hann var einhverskonar sameining- artákn allra bílasalanna. Það var sama hvað samkeppnin var hörð, allt- af mætti Ingvar með blíða brosið og útrétta hendi því í Hrísmýrinni átti hann bara vini. Ég held að Ingvar hafi aldrei vitað hvað óvinur var. Hann var svo hrifinn af uppbyggingu vinar síns í sveitinni að pabbi hans varð að koma með honum og sjá her- legheitin, hann linnti ekki látum fyrr. Eftir að Ingvar hóf störf hjá Kjörís kom hann nokkrum sinnum við hjá mér í fjósinu þegar hann var í emb- ættiserindum hér í grenndinni á veg- um fyrirtækisins. Hann var duglegur að rækta vinskapinn en maður telur sig alltaf hafa nægan tíma. Sú ákvörðun að kalla Ingvar á annað til- verustig svo ungan er manni ávallt óskiljanlegt en einhver hlýtur til- gangurinn að vera. Ég tel að ein- hversstaðar hafi vantað sameiningar- tákn eins og í Hrísmýrina forðum. Það var heiður að fá að kynnast þess- um dugmikla strák sem hafði skoð- anir, bjart bros og hlýtt hjarta. Hann skilur eftir sár hjörtu sem hann græðir með tímanum á sinn hátt. Með einlægri von um að fjölskylda og ættingjar Ingvars finni að nýju fyrir yl og birtu í hjörtum sínum með komandi vori og hækkandi sól. Samúðarkveðja. Þorvaldur Guðmundsson. Ingvar, vinur minn, er dáinn. Ég hafði nýlokið Carmina Burana- tónleikum með Háskólakórnum laug- ardaginn 9. mars þegar mamma sagði mér frá því að Ingvar hefði lát- ist í bílslysi daginn áður. Ég átti mjög bágt með að trúa þessu og komu mamma og amma til að hugga mig. Við Ingvar höfum nær alltaf þekkst þar sem fjölskyldur okkar hafa haldið vinatengslum í mörg ár. Ég kynntist honum í raun persónu- lega fyrst þegar við vorum 13 ára gamlir. Þá man ég að hann hringdi í mig því hann var nýbúinn að eignast nýja tölvu og bauð mér að koma og skoða hana. Þannig þróaðist vinskap- ur okkar. Fljótlega urðum við bestu vinir og hittumst æ oftar, fórum í sund og lékum okkur í tölvunni. Minnisstæðast er mér samt þegar við fórum í körfubolta saman. Þetta gerðum við oft þegar vel viðraði úti. Við spiluðum yfirleitt hvor á móti öðrum og höfðum við leikina upp í 100 stig. Ingvar var erfiður andstæðing- ur því hann var svo ótrúlega hittinn í þriggja stiga skotunum. Ingvar vingaðist ekki bara við mig heldur líka kærustuna mína og var hann nær undantekningarlaust kom- inn út á hlað til að taka á móti okkur þegar við komum í heimsókn. Hann var afar gestrisinn því hann lagði svo mikla áherslu á að okkur liði vel heima hjá honum. Þegar við vorum búin að koma okkur vel fyrir, í sjón- varpsherberginu með mömmu hans og pabba, kom hann með íspinna handa okkur. Svona var hann velvilj- aður. Ásdís og Guðmundur, þið megið sko vera stolt af þessum yndislega dreng. Ég minnist Ingvars sem góðs drengs sem var alltaf tilbúinn að hjálpa mér þegar eitthvað bjátaði á og fannst mér gott að leita til hans. Vinarkærleikur var honum efst í huga og jafngóð sál er vandfundin. Ingvar, nú ertu hjá Óttari sem þér þótti svo vænt um og ég veit að þér líður vel núna. Hvíl í friði, besti vinur. Guðjón Emilsson. Sviplegt fráfall vinar okkar og vinnufélaga Ingvars Guðmundssonar er okkur mikill harmur. Frá fyrsta vinnudegi til hins síðasta skipaði Ingvar mikinn og eftirtektarverðan sess á okkar vinnustað og stórt er það skarð sem hann skilur eftir sig. Ingv- ar var okkur ógleymanlegur félagi og hjálpsamur í hvívetna jafnt í vinnu sem og utan vinnutíma. Oftar en ekki mætti Ingvar á morgnana og gekk um allt fyrirtækið og heilsaði öllum áður en vinnan tók við. Samvisku- samari og heiðarlegri dreng var og er vart hægt að finna. Skarðið er stórt og biðjum við fyrir huggun og hlýjar hugsanir til handa Guðmundi og Ás- dísi í sorginni. Minningin um góðan dreng lifir. Vinnufélagar í Kjörís. INGVAR GUÐMUNDSSON  Fleiri minningargreinar um Ingvar Guðmundsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.