Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ KOMIN er út bráðabirgðaskýrsla Rannsóknastofnunar flugslysa í Noregi um flugatvik Flugleiðaþotu við Gardermoen-flugvöll í Noregi 22. janúar sl. Flugmenn vélarinnar hættu við lendingu og fór hún bæði í bratt klifur og mikla dýfu áður en lent var heilu og höldnu eftir hring- flug. Í tillögum sínum í öryggisátt leggur norska stofnunin til að Flug- leiðir endurskoði reglur fyrir með- höndlun B757-þotna við fráhvarfs- flug, þegar hætt er við lendingu. Einnig er fyrirtækinu bent á að kanna þjálfun flugmanna varðandi aðflug sem hætta þarf við og leiðir til hringflugs. Einnig er mælt með að Flugleiðir endurskoði venjur um upplýsingagjöf til farþega eftir óvænta atburði. Rannsóknastofnunin norska tek- ur fram í upphafi skýrslunnar að henni sé ekki lokið þar sem rann- sókn standi enn yfir. Hún geti því tekið breytingum. Lokaskýrslan ein muni innihalda niðurstöðu rann- sóknarinnar. Í skýrslunni nú er hins vegar að finna lýsingu á atvikinu og fer hér á eftir endursögn skýrsl- unnar. Tæki óvirk við brottflug Flug Flugleiða FI 315 frá Kefla- vík til Óslóar að morgni 22. janúar var með eðlilegum hætti fram að fráhvarfsfluginu. Flugstjóri þotunn- ar flaug og flugmaðurinn sinnti öðr- um störfum. Við brottför kl. 7.35 voru aðflugsbúnaður hægra megin, GPS tæki hægra megin og sjálfstýr- ing í miðju óvirk en þessi búnaður er þrefaldur í þotum af þessari gerð. Þotan nálgast Gardermoen frá vestri og liggur aðflugsferillinn í vinstri beygju til lendingar á flug- braut í norðurátt. Þegar þotan nálg- ast völlinn fá flugmenn upplýsingar um að flugbraut 01R sé í notkun. Samsíða henni að vestan liggur flug- braut 01L. Skipt um flugbraut Í aðfluginu er flugmönnunum til- kynnt að skipt hafi verið um braut og að þeim beri að lenda á braut 01L. Aðflugsstjórn heimilaði þot- unni stefnu á aðflugsvitann Solberg, skammt sunnan við flugbrautirnar. Skömmu síðar var henni heimiluð lækkun í 3.000 fet og var hraði hennar þá 220 hnútar og stilling vængbarða eða flapa á 20 gráðum. Þegar vélin er nánast yfir Solberg vitanum fá flugmenn heimild til krapprar vinstri beygju inn í að- flugsgeislann. Var beygjan um 90 gráður. Vélin er þá á sjálfstýringu. Þar sem hún gerir ekki ráð fyrir svo krappri beygju er vélin nokkru austan við geislann í fyrstu og fer hún síðan út úr geislanum vinstra megin áður en hún kemur aftur inn á hann. Þegar hér er komið tekur flugstjórinn sjálfstýringuna og sjálf- virka eldsneytisgjöf af. Þegar þotan er komin á beina braut í geislanum er hún nokkru ofan við hallageisl- ann.Vængbörð eru enn á 20 gráðum, hraðinn eðlilegur og hjól komin nið- ur. Á þessum kafla aðflugsins er sterkur meðvindur. Þegar vélin er á geislanum í 3.000 feta hæð er hann 40 hnútar og voru flugmenn ekki varaðir við meðvindi af flugumferð- arstjórum. Á jörðu niðri var hæg norðanátt. Upplýsingar á skjá hjá flug- stjóra duttu út Stuttu síðar segir flugstjórinn að grunnupplýsingar blindlendingar- kerfisins hafi dottið út af skjá fyrir framan hann og minnkaði hann því hraðann í lækkuninni. Upplýsing- arnar birtust aftur á skjánum en hurfu á ný og ákvað flugstjórinn þá að öruggara væri að hætta við lend- ingu og taka hringflug. Fráhvarfs- flugið fór fram sjálfvirkt og var þot- unni gefið mikið afl, hjól dregin upp og voru vængbörð voru enn stillt á 20 gráður. Svonefndur flugbeinir í mæla- borði þotunnar var stilltur á 2.500 fet en hann ræður því í hvaða hæð þotan fer þegar verið er að hækka eða lækka flugið. Í fráhvarfsflugi við Gardermoen er yfirleitt farið í 4.000 feta hæð og var það ætlun flug- mannanna. Reglan um fráhvarfsflug segir að stilla skuli flugbeini á hæð fyrir fráhvarfsflugið, í þessu tilviki 4.000 fet, þegar hún er komin á stöðugt aðflug í lokastefnu. Þar sem vélin hafði ekki náð stöðugu flugi í aðflugsgeislanum hafði flugbeinir ekki verið stilltur á 4.000 fetin. Þar sem þotan klifraði af miklu afli náði hún svo til strax 2.500 feta hæð og þá dró sjálfstýringin afl af hreyfl- unum þar sem hún stjórnaði frá- hvarfsfluginu. Engu að síður fer þotan í 3.725 feta hæð en þá er hraði hennar orðinn lítill og flugstjórinn beinir nefi hennar niður þar sem flugbeinirinn er enn stilltur á 2.500 fet. Þotan fer þá í krappa dýfu, sem var bröttust 49 gráður, og lækkar á miklum hraða. Flugstjórinn togar þá að sér stýrið til að ná henni upp og eykur eldsneytisgjöfina og hafði þá áður aftengt sjálfstýringuna. Flugmaðurinn togar einnig í stýrin sín megin þar sem hann hafði áhyggjur af lækkunarhraðanum. Í 321 feta hæð nær þotan aftur lá- réttu flugi og klifrar síðan bratt, með mest 37 gráðum, með fullu afli. Í þessari dýfu er þyngdarhröðunin orðin 3,58 G eða nærri fjórföld. Eft- ir skamma stund nær þotan 4.000 feta hæð og er þá komin í stöðuga hæð. Á þessum kafla fór þotan fram úr hraðamörkum miðað við 20 gráðu stillingu vængbarða. Atvikið stóð í þrjár mínútur Um það bil þrjár mínútur liðu frá því hætt var við lendingu þar til vél- in var komin í stöðugt flug í 4.000 feta hæð. Þar tilkynnir flugmaður- inn flugumferðarstjórn um frá- hvarfsflugið og fá flugmenn upplýs- ingar um hvernig hringflugi skuli hagað. Í aðfluginu detta aftur út upplýsingar á skjám flugstjórans og felur hann þá flugmanninum stjórn- ina við lendingu. Var vélinni lent kl. 10.02. Fram kemur í skýrslunni að flug- stjóranum hafi ekki verið ljóst að hugsanlega hafi reynt of mikið á þotuna í atvikinu. Flogið var til Stokkhólms og síðan til Íslands og voru þá öll tæki í lagi. Þotunni var flogið næstu tvo dagana en 25. jan- úar var hún sett í svonefnda C-skoð- un sem lauk 7. febrúar. Var hún þá sett í áætlunarflug en aftur tekin í skoðun 13. mars að ósk Boeing verksmiðjanna eftir að tæknimenn þeirra höfðu kannað upplýsingar úr flugrita. Í lok skýrslunnar kemur fram að Rannsóknastofnun flugslysa í Nor- egi hafi fengið óskir frá farþegum um að atvikið yrði rannsakað. Bráðabirgðaskýrsla Rannsóknastofnunar flugslysa í Noregi um flugatvikið við Gardermoen Flugleiðir endur- skoði fráhvarfsflug Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Boeing 757-200-þota Flugleiða, sem lenti í flugatviki við Gardermoen- flugvöll, fer í reynsluflug í dag en hún er talin í lagi eftir skoðanir. ÝMSIR samverkandi þættir, svo sem bilun í tækjum í þotu Flug- leiða, bilun í tækjum á jörðu niðri, veðurfar, aðferðir við aðflug og frá- hvarfsflug og flugumferðarstjórn eru hugsanleg orsök flugatviksins við Gardermoen 22. janúar að sögn fulltrúa Flugleiða í framhaldi af bráðabirgðaniðurstöðu Rannsókn- arstofnunar flugslysa í Noregi. Segja þeir þetta allt þætti sem rannsaka þurfi frekar og ekki sé hægt að kveða uppúr með orsök fyrr en þeim er lokið. Með skýrsl- unni hefði ferill flugsins verið rak- inn og eftir væri að fá svör við ýmsum spurningum. Jens Bjarnason, flugrekstrar- stjóri Flugleiða, Hallgrímur Jóns- son yfirflugstjóri og Kári Kárason flugstjóri fóru ásamt Guðjóni Arn- grímssyni upplýsingafulltrúa yfir norsku bráðabirgðaskýrsluna og viðbrögð Flugleiða við henni. Jens Bjarnason sagði tillögur í öryggis- átt eðlilegar og réttmætar en þar er m.a. bent á að reglur um frá- hvarfsflug og aðflug verði endur- skoðaðar. Hallgrímur Jónsson seg- ir Flugleiðir þegar hinn 8. mars hafa hafið undirbúning að þessari endurskoðun og það sé komið í handbækur og til meðferðar í flug- hermi. Kári Kárason fór yfir flugferilinn og segir hann aðflugsheimild flug- umferðarstjóra við Gardermoen hafa verið gefna nokkuð seint. Þot- an hafi verið nánast yfir Solberg- aðflugsvitanum þegar heimildin var gefin og það hafi þýtt að aðflug- svegalengdin hafi verið styttri en yfirleitt og þotan því of hátt. Einn- ig hafi vinstri beygja til norðurs og inn á aðflugsgeislann þurft að vera mjög kröpp og sterkur meðvindur hafi ekki auðveldað aðflugið. Segir Kári þotuna hafa verið ofan við að- flugshallageislann og þegar bilun hafi komið fram í tækjum hafi ver- ið hætt við lendingu. „Ástæðurnar fyrir því eru fyrst og fremst tvær. Vélin var ekki á réttum aðflug- shallageisla og aðflugstæki voru farin að bila,“ sagði Kári. Einungis nauðbeitt í öryggisskyni Kári sagði að fráhvarfsflug væri jafnan gert í öryggisskyni og flug- menn væru þjálfaðir til þess. Hann sagði þotunni hafa verið nauðbeitt í aðstæðum atviksins en það hefði einnig verið gert í öryggisskyni. Slíkt væri aðeins notað við sér- stakar aðstæður og fælist m.a. í að rifið væri harkalega í vélina og flug hækkað í örugga hæð. Flugmenn fengju einnig þjálfun í þessu atriði. Hann segir ákvörðun flugstjórans um að hætta við lendingu og harkalega beitingu vélarinnar hafa verið byggða á aðstæðum og átt fullan rétt á sér. Jens Bjarnason sagði aðspurður að meðal þess sem kæmi til endur- skoðunar væri stilling á svonefnd- um flugbeini sem réttir af klifur flugvélar í tiltekinni hæð ef hætt er við lendingu. Reglur kveða á um að þessa hæð skuli stilla þegar flugvél er komin á stöðugt lokaaðflug en því stigi náði vélin ekki og því var flugbeinirinn ekki stilltur á rétta hæð fyrir fráhvarfsflugið. Þá sagði hann að þrátt fyrir að eitt af þrem- ur blindflugskerfum þotunnar hafi verið bilað hafi hún verið fullkom- lega flughæf og hæf til blindlend- ingar. Varðandi bilun í skjám hjá flug- stjóranum sagði Jens að skýring á því af hverju upplýsingar duttu út sé ekki fengin. Mögulegt sé að bil- un sé í tækjum vélarinnar eða í tækjum á jörðu niðri. Ekki sé ljóst af hverju merki aðflugsgeislans skiluðu sér ekki og þar geti líka komið til truflun af enn öðrum ástæðum, svo sem tækjum, bílum eða flugvélum á jörðu niðri. Hann sagði búnaðinn hafa verið prófaðan eftir flugið og þá reynst í lagi. Ekki hefur komið fram skýring á því hvers vegna aðflugsheimild hafi komið seint og sagði Kári ekki unnt að velta vöngum yfir því, það biði niðurstöðu rannsóknarinnar. Hallgrímur var spurður hvort flug- menn hefðu ekki val ef þeim litist ekki á aðflugsleiðir sem flugum- ferðarstjórar beindu þeim á. Sagði hann þá helst unnt að fara í frá- hvarfsflug og síðan biðflug en hann sagði aðflugi oft breytt og þá yrði að meta aðstæður hverju sinni. Hann sagði 80-90 gráðu horn við beygju vera mikið, eðlilegt horn væri 45 gráður. Eftir atvikið hafa flugstjóri og sálfræðingur á vegum Flugleiða haldið tvo upplýsingafundi í Noregi með farþegum en flestir þeirra 75 voru Norðmenn. Þá hefur öllum farþegum verið sent bréf eftir að norska bráðabirgðaskýrslan kom út þar sem þeir eru beðnir velvirð- ingar á óþægindunum og þeim boð- in aðstoð. Flugmennirnir hafa ekki flogið síðan atvikið varð. Hjá Flug- leiðum gildir sú regla að viðkom- andi flugmenn eru ekki á skrá til flugs meðan alvarlegt flugatvik er í skoðun. Margir sam- verkandi þættir hugs- anleg orsök Efri teikningin sýnir feril frá- hvarfsflugsins. Á neðri mynd- inni er sýnt hvar þotan er stödd þegar aðflugsheimild er gefin sem leiðir til krapprar vinstri beygju. Teikningarnar eru gerðar af Flugleiðum og byggð- ar á norsku skýrslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.