Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 29 MIKIÐ mótunar- starf á sér stað um þessar mundir í menntamálum. Hið hagnýta gildi mennt- unar er stöðugt að koma betur í ljós og þekkingariðnaður er að rísa upp á sviði hönnunar, tækni og vísinda. Á Alþingi liggja fyrir þrjú frum- vörp um nýskipan vís- inda- og tæknimála, og í vikunni (föstud. 22.3.) fer fram ráðstefnan Konur í vísindum. Inn- an háskólakerfisins fara fram harðar um- ræður um mismunun hópa og fag- greina í framgangi og styrkjum, en grunnur þeirra átaka verður rædd- ur í þessari grein. Vissustefnan: Sögulegur uppruni Menningar- og vísindastefna nú- tímans á sér grunn í þeirri hug- myndafræðilegu byltingu sem átti sér stað í vestrænum vísindum á síð-miðöldum. Þrír af öflugustu mótendunum eru taldir vera New- ton, Bacon og Descartes. Sú vísindastefna sem þá varð til, er á erlendum málum nefnd pósitíf- ismi. Ensk-íslensk orðabók (Ö&Ö) skilgreinir hugtakið þannig „... raunhyggja, raunspeki, vissustefna, pósitífismi, heimspekikenning (sem) ... hafnar allri frumspeki og vill að- eins byggja á rannsóknaraðferðum raunvísinda“. Þessi vísindastefna hefur leitt til þess, að huglægir og þverfaglegir þættir, sem erfitt er að mæla, hafa átt mjög erfitt uppdráttar innan nú- tíma vísinda, og fer stöðugt versn- andi. Um allan heim geisar nú styrjöld þar sem menn berjast gegn því að láta þessa vélrænu hugsun ná yfirhöndinni innan háskóla og styrkjakerfa. Er t.d. skeleggur mál- flutningur Paul Feyerabend þekkt- ur í þessu sambandi. Ísland er á eftir Eins og svo oft er með lítil lönd, berast erlendar þróanir þangað seinna. Hin stranga hólfun í fag- deildir er þannig t.d. meira ríkjandi innan HÍ en víða annars staðar, jafnvel þó að menn viti að flest við- fangsefni samfélagsins eru þverfagleg, og ef menn ætla sér að koma þar til hjálpar verður að móta um það þverfagleg verk- efni, sem vissufræð- ingum mörgum þykja oft æði ómerkileg. Líklega er það vegna óöryggis og minnimáttarkenndar hins smáa sem menn hér á landi reyna að hengja sig á það, sem er klippt og skorið, og hægt að mæla. Sinnum íslenskum verkefnum Í lögunum um Háskóla Íslands segir í 1. grein um hlutverk skól- ans, að hann eigi að „veita þjóð- félaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar“. Þessu ákvæði er oft flaggað þeg- ar beðið er um auknar fjárhæðir eða bætta aðstöðu, jafnvel þótt pósitífisminn, sem miðar frekar að því að þjóna alþjóða vísindasam- félaginu en Íslandi, hafi orðið ofan á í allri helstu stefnumótun um há- skólastarfið. Þetta kemur t.d. fram í því að í matsreglum Kjaranefndar eru ein- ungis gefin 5 stig fyrir ritrýnda grein í innlendu tímariti en 15 í er- lendum. Krafan um ritrýningu er svo kapítuli út af fyrir sig og þekkja menn það ekki að inngrónir aka- demíkar hafa oft staðið á móti birt- ingu á frumlegum hugmyndum og orðið seinni til að skilja þær en aðr- ir? Þær íslensku faggreinar sem hafa ekki ritrýnd tímarit hér á landi, greinar eins og t.d. arkitektúr og skipulag, koma sérstaklega illa út úr ritrýningarkröfunni. Í þessum greinum eru dagblöð oft eini rétti vettvangurinn, ef þessar faggreinar vilja hafa það að markmiði að þjóna þörfum þjóðfélagsins. Samkvæmt reglum Kjaradóms má engin stig gefa fyrir slíkar greinar, og er þar Lesb. Mbl. sérstaklega nefnd, sem þó til skamms tíma var virkur vett- vangur þessarar umræðu. Við kennslu sína í skipulagsfræði í Háskólanum þarf undirritaður að miðla fræðilegri þekkingu sinni, en ekki síður reynslu af vinnu við skipulagsverkefni. Samt fær hann ekki einn einasta punkt í matskerf- inu fyrir þau, sem laun, vinnumat, framgangur og styrkmöguleikar miðast þó einnig við. Þannig er einnig með marga aðra þá reynslu, sem menn flytja með sér inn í há- skólana úr þjóðfélaginu; hún er að engu metin í hinu pósitífíska og vél- ræna matskerfi. Hin kvenlegu fög í háskólanum, eins og t.d. hjúkrunarfræði, ljós- móðurfræði og sjúkraþjálfun, koma mjög illa út úr þessu kerfi, enda sitja konurnar flestar alla tíð í lægstu launa- og framgangsþrep- unum. Einnig eiga þær erfitt með að fá laun úr Vinnumatssjóði og fé til rannsókna. Starfsemi vísindasjóðanna Úthlutunarreglur vísindasjóð- anna eru mótaðar af grunnreglum vissufræðanna; þar hefur það for- gang sem hægt er að mæla með vissu, hefur á sér stíft vísindalegt snið og er auðvelt að skilgreina í smáatriðum. Augljóst er að þetta nýtist vel umsækjendum í þröngum sérsviðum, en þeir sem vinna með þverfagleg- eða hönnunarverkefni, eiga mjög erfitt með að fá styrk úr þessum sjóðum. Enda gerist það sárasjaldan, bæði hjá Rannsóknar- sjóði HÍ og Rannís. Nú má spyrja: Hvers vegna læt- ur fagfólk í þverfaglegum greinum þetta viðgangast? Svarið er, að pósitífistarnir hafa haft yfirhöndina í mótun reglnanna um þessa sjóði og telja sig sjálfkjörna til setu í út- hlutunarnefndunum því fræðilegi þátturinn í starfi þeirra er að jafn- aði meiri en hinna. Ný lagafrumvörp Nýlega voru lögð fram á Alþingi þrjú frumvörp um nýskipan vís- inda- og tæknimála á Íslandi. Þar er um mörg merk nýmæli að ræða, t.d. verður ofríki harðlínuvísinda- manna gagnvart hagnýtri tækni minnkað, með því að þessir tveir þættir verða aðgreindir. Eftir sem áður er þó ljóst, að þverfaglegar greinar, á borð við hönnun og skipulag, munu áfram eiga mjög erfitt uppdráttar innan þessa lagaramma, ef breytingar verða ekki gerðar. Opinberir aðilar hafa þó á síðustu misserum verið að öðlast aukinn skilning á mikilvægi skipulags og hönnunar fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Kemur þetta m.a. fram í stofnun Borgarfræðaseturs HÍ og Reykjavíkur, upphafi BS-náms í umhverfisskipulagi á Hvanneyri haustið 2001, upphafi náms í arki- tektúr við LHÍ næsta haust og styrkingu skipulagsfræði innan HÍ. Ef þetta akademíska starf á að ná að blómstra, verður Alþingi að sjá til þess að nýju lögin um vísindi og tækni búi til leið framhjá vissu- fræðingunum, t.d. með stofnun sér- stakrar sjóðdeildar og fagráðs fyrir hönnun og skipulag. Harðlínustefna í menntum á Íslandi Trausti Valsson Mennt Huglægir og þverfag- legir þættir, segir Trausti Valsson, hafa átt mjög erfitt upp- dráttar innan nútíma vísinda. Höfundur er prófessor í skipulags- fræði við HÍ. EINS og kunnugt er birtu Samtök iðnaðar- ins nýverið Gallup- könnun sem samtökin létu gera þar sem fram kom að 91% lands- manna vilja að Ísland hefji samningaviðræður við Evrópusambandið um aðild að samband- inu. Í sömu könnun kom fram að um 52% lands- manna telja að Ísland eigi að ganga inn í Evr- ópusambandið. Niður- stöður þessarar könn- unar hafa ekki aðeins vakið athygli innan lands heldur hafa tíð- indin borist til Noregs og hleypt nýju lífi í Evrópuumræðuna þar í landi, því Norðmenn átta sig á því að verði Ís- lendingar til þess að sækja um aðild að ESB á undan þeim, geti það gert stöðu þeirra mun flóknari gagnvart sambandinu. Hræðsluáróðurinn virkar ekki Niðurstaða könnunarinnar hlýtur að vera reiðarslag fyrir þá sem hafa haft uppi þann málflutning að aðild að ESB sé óhugsandi fyrir Íslendinga, þjóðin er greinilega á allt annarri skoðun. Málstaður þeirra sem hafa fullyrt að með aðild að ESB myndi Ís- land missa fullveldið, missa sjálf- stjórn í efnahags- og sjávarútvegs- málum, verða leppríki í ríkjablokkinni – hann hefur ekki náð eyrum fólks. Og viðbrögð forkólfa nei-manna á Ís- landi hafa ekki látið á sér standa. For- maður vinstrigrænna lét að því liggja í Kastljóssþætti að þeir sem vildu inn í ESB hefðu beitt þjóðina bellibrögð- um með því að telja henni trú um að menn gætu bara prófað að sækja um og hætt svo við, annaðhvort sæktu menn um af alvöru eða ekki! Eins og einhver hefði haldið öðru fram. En það verður líklega að skoða þessa framsetningu í ljósi þess að rökþrota menn grípa til margvíslegra ráða. Aðferð Davíðs ósmekkleg En þó keyra viðbrögð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í frétt- um nýverið fram úr öllu velsæmi. Þar ræðst forsætisráðherra með ótrúlega ósmekklegum hætti að Samtökum iðnaðarins, boðbera tíðindanna sem staðfesta að þjóðin hafnar röksemdum for- sætisráðherra í Evr- ópumálunum. Og það verður að segjast eins og er að aðferð ráð- herrans er ótrúleg þeg- ar hann heldur því fram að fyrirkomulag á inn- heimtu iðnaðarmála- gjalds sé líklega ólög- leg. Hvernig getur ráðherra rökstutt það að gjald sem skv. lögum frá Alþingi er innheimt af tiltekinni atvinnu- grein, sem hann greiddi sjálfur at- kvæði sitt á sínum tíma, sem skv. dómi Hæstaréttar frá 1998 stenst fyllilega stjórnarskrá og alþjóða- samninga – sé ólögmætt? Davíð skuldar Alþingi, þjóðinni og ekki síst Samtökum iðnaðarins skýr- ingu á þessu frumhlaupi sínu, að ekki sé nú minnst á skilaboðin sem felast í aðdróttuninni sem slíkri, að efast um lagagrundvöll gjaldsins um leið og skilaboðin eru send samtökunum um Evrópusambandsumræðuna. For- sætisráðherra hefði kannski verið hollara að beita meiri rökvísi og mál- efnalegri framsetningu í umræðunni um aðild að Evrópusambandinu. Hver veit nema málstaður hans ætti þá meira fylgi meðal landsmanna. Ráð rökþrota manna Bryndís Hlöðversdóttir Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. ESB Forsætisráðherra hefði kannski verið hollara, segir Bryndís Hlöðvers- dóttir, að beita meir rökvísi og málefnalegri framsetningu í um- ræðunni um aðild að Evrópusambandinu. ÁHUGAVERÐAR umræður fara nú fram í Svíþjóð um kosti þess og galla fyrir Svía að taka upp evru og gang- ast undir reglur mynt- bandalagsins og vald evrópska Seðlabankans að fullu. Líkt og í tilviki Danmerkur áður hafa skýrslur og úttektir ýmissa óháðra hag- fræðinga í Svíþjóð sýnt að frá efnahagslegu sjónarmiði séð hafi það ekki síður mikla ókosti en kosti í för með sér fyrir Svía að taka upp evru. Málið sé því meira pólitískt en efnahagslegt. Spurningin sé einfald- lega sú hvort Svíar vilji vera með á öllum sviðum hins efnahagslega og pólitíska samruna af pólitískum ástæðum, þó það hafi ýmsar fórnir í för með sér. Rök hagfræðinga gegn því að Sví- ar taki upp evru hljóma kunnuglega. Hagsveiflur í Svíþjóð eru ekki endi- lega í takt við gang mála í hinu stóra hagkerfi á meginlandi Evrópu. Með sjálfstæðri peningamálastefnu, eigin vaxtaákvörðunum og sjálfstæðri gengisskráningu eru stjórntæki til staðar til að takast á við hagsveiflur og tryggja stöðugleika á vinnumark- aði. Ef Svíþjóð gengur í myntbanda- lagið, gengst undir peningamála- og vaxtastefnu Evrópska Seðlabankans og tekur upp evru þá tapast öll þessi stjórntæki úr landi. Hagsveiflur munu því hafa tilhneig- ingu til að leita beint út í atvinnustigið og búast má við miklu meiri sveiflum á vinnumark- aði. Boðar andstöðu Nú síðast hafa fréttir borist af því að sænsku verkalýðssamtökin með sænska Alþýðusam- bandið í broddi fylking- ar boði harða andstöðu við það að Sví- ar taki upp evruna nema komið verði á fót gríðarmiklum innlendum jöfn- unarsjóðum til að tryggja stöðug- leika á vinnumarkaði. LO telur að slíkir sjóðir þyrftu að vera 75–100 milljarðar sænskra króna eða 3–4% af landsframleiðslu. Sambærileg tala íslensk yrði nálægt 25–30 milljörðum. Þessir fjármunir yrðu notaðir til að greiða niður launatengdan kostnað á tímum niðursveiflna í efnahagslífinu til að forðast fjöldaatvinnuleysi sem ella væri hætta á. Sjóðirnir yrðu svo byggðir upp aftur þegar betur áraði. Þess má geta að Finnar, sem þegar eru með í myntbandalaginu, hafa sveiflujöfnunarsjóði að vísu mun minni að vöxtum en þá sem nú er rætt um í Svíþjóð. Þessi umræða er athyglisverð og ætti ekki síst að vekja þá forsvarsmenn verkalýðs- hreyfingarinnar hér á landi til um- hugsunar, sem gert hafa mestar gæl- ur við Evrópusambandsaðild. Sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að hið iðnvædda og rótgróna hagkerfi Svíþjóðar sveiflist öðruvísi en evru- hagkerfið á meginlandinu, hvað má þá segja um hið íslenska, grundvallað að verulegu leyti á þorski? Ef engin sjálfstæð stjórntæki eru skilin eftir til hagstjórnar í landi þar sem efna- hagssveiflur orsakast að meira eða minna leyti af staðbundnum þáttum og enginn viðbúnaður uppi hafður að öðru leyti er það atvinnustigið sem lætur undan og sveiflurnar leita út- rásar á vinnumarkaði. Markmiðunum um fulla atvinnu og stöðugleika á vinnumarkaði yrði þannig fórnað á altarið í Brussel. Evran og atvinnuleysið Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og sit- ur í utanríkismálanefnd. ESB Búast má við, segir Steingrímur J. Sigfús- son, miklu meiri sveifl- um á vinnumarkaði. KLUKKUR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Stimpil Vefsíða: www.oba.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.