Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 37 einstakt og þrátt fyrir ótrúlegar lýs- ingar efaðist ég aldrei um sannleiks- gildi þeirra. Elsku frændi, nú er komið að kveðjustund, megi Guð varðveita þig og blessa minningu þína. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér Og það er svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir Og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sig.) Þinni yndislegu og samheldnu fjölskyldu sendum ég og Tóta okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur. Gunnar Andrésson. Á snöggu augabragði er tilveran breytt. Í hörmulegu bílslysi á Kjal- arnesinu lét Helgi Andrésson lifið – um aldur fram. Þessi lífsglaði og kraftmikli maður, sem vann um ára- tugaskeið hjá Akraneskaupstað sem lögreglumaður, rafvirki og eftirlits- maður raflagna hjá Rafveitu Akra- ness og Akranesveitu. Ekki aðeins vann Helgi af trúmennsku og alúð öll sín verk fyrir kaupstaðinn heldur lagði hann einnig krafta sína í þjón- ustu við stafsmenn bæjarins og var formaður Starfsmannafélags Akra- ness um langt skeið, í stjórn Lífeyr- issjóðs Akraness svo lengi sem elstu menn muna og sinnti að auki ýmsum trúnaðarstöfum fyrir félag sitt. Og ekki verður í fáum og fátæklegum kveðjuorðum minnst á Helga Andr- ésson án þess að nefna það ómet- anlega framlag sem hann lagði af mörkum varðandi orlofshús St. Ak. en í þeim efnum eins og öðru vann Helgi af einstakri ósérhlífni og bjó félagsmönnum sínum glæsilega að- stöðu. Hér er fátt eitt nefnt sem kemur upp í hugann þegar þessi góði drengur er kvaddur hinstu kveðju. Sem formaður St. Ak. sótti Helgi ætíð hart fram í þágu félagsmanna sinna, en þeir fimm bæjarstjórar sem hann glímdi við á þeim ferli bera honum allir vel söguna – þó svo að Helgi hafi oft náð fram því sem öðr- um reyndist torvelt. Skipti miklu í þeim efnum að ávallt mátti treysta trúnaði Helga við úrlausn vanda- samra verkefna og jafnan var hann ráðagóður og hollráður. Það er mikill sjónarsviptir að þessum öfluga manni sem hafði með óeigingjörnu starfi sínu áhrif svo víða. Þann tíma sem ég hef verið bæj- arstjóri á Akranesi átti ég bæði mikil og góð samskipti við Helga um mál- efni St. Ak. og Lífeyrsissjóðs Akra- ness og á vettvangi Akranesveitu. Hvar sem á þau samskipti er litið þá reyndist Helgi mér ávallt vel, bæði sem samverkamaður og vinur. Skyndilegt fráfall hans leiðir huga minn að því hversu mikilvæg þessi samskipti voru og hve fátæklega er þakkað fyrir það sem svo vel reynd- ist. Skipti hvað mestu að ávallt var hægt að eiga við Helga samtöl, sem aðeins voru á milli okkar tveggja og á síðustu mánuðum þegar ýmsar breytingar gengu í garð varðandi orkumálin á Akranesi var hann svo sannarlega haukur í horni. Alltaf tilbúinn að finna lausnir á málum annarra en sjálfs sín og enginn var honum fróðari um leyndardóma raf- orkukerfis kaupstaðarins. Hverfur með honum gríðarleg þekking og reynsla sem öðrum er ekki gefið að skila nema að hluta. Á síðustu vikum áttum við samtöl um framtíðina og þá staðreynd að Helgi átti aðeins eft- ir tvö ár í formleg starfslok. Hann velti ýmsu fyrir sér í þeim efnum m.a. því að huga fyrr að starfslokum í því skyni að verja meiri tíma með fjölskyldunni og til að sinna öðrum hugðarefnum. En örlögin tóku völd- in af miskunnarleysi og við þau verð- ur ekki deilt. Helgi Andrésson var lítrík per- sóna, öflugur liðsmaður þeim sem hann liðsinnti, óeigingjarn og ötull í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Það er með djúpri sorg og söknuði sem þessi góði drengur er kvaddur. Við leiðarlok færi ég honum allar mínar bestu þakkir fyrir eftirminni- leg ár og góðar stundir um leið og ég sendi Hafdísi og fjölskyldu hans innilega samúðarkveðju. Ég veit að sorgin er þung, en björt og fögur minning um góðan dreng léttir byrð- ina. Megi minningin um Helga Andr- ésson lengi lifa. Gísli Gíslason, bæjarstjóri. Helgi Andrésson, félagi minn og vinur til margra ára, er fallinn frá langt um aldur fram, en sem kunn- ugt er varð hörmulegt bílslys honum að aldurtila. Helgi Andrésson var í hópi þeirra manna sem lengst hafa setið í stjórn BSRB og óhætt er að fullyrða að flestir ef ekki allir þeir sem nú láta að sér kveða á vettvangi samtakanna muni ekki eftir þeim án hans. Helgi var heilsteyptur og traustur, harð- drægur í samningum og varð illa bif- að ef hann taldi hagsmuni skjól- stæðinga sinna í húfi. Hann var skapmaður og funi og gat stundum tekið á sig mynd eldfjallsins. En sú mynd sem við eigum af honum er af manni með gott hjartalag og hlýtt viðmót. Þegar Helgi hafði tekið að sér verkefni mátti maður vita að það var í góðum höndum. Og í hendur hans létum við félagar hans í BSRB mörg verkefni. Þannig hefur hann um ára- bil verið fulltrúi bandalagsins í stjórn Vinnueftirlits ríkisins, en hug- ur hans stóð mjög til að vinna að bættu vinnuumhverfi starfsmanna. Ég minnist þess fyrir um tveimur áratugum þegar ég sem fréttamaður á Sjónvarpinu tók viðtal við Helga um skaðsemi asbests. Hann vildi vekja menn til vitundar, ekki aðeins um það sem er skaðlegt í vinnuum- hverfi okkar, heldur lagði hann einn- ig áherslu á forvarnarstarf. Þegar ráðist var í breytingar á þjónustumiðstöð BSRB í Munaðar- nesi fyrir nokkrum árum var Helgi vakinn og sofinn að krefjast þess að breytingarnar tækju mið af því að skapa þægilegt vinnuumhverfi. Og nú gaus eldfjallið ef ekki var farið að vilja hans. Þegar hagsmunir starfs- manna voru annars vegar var ekki til nein málamiðlun. Ef þurfti að færa vegg hér og brjóta gat á annan fyrir glugga þá skyldi það gert og engar refjar. Það var einmitt í starfi í stjórn orlofsbyggða BSRB sem Helgi naut sín hvað best. Þar hafði hann ódrepandi áhuga og krafturinn var mikill. Margar minningar leita á hugann úr samstarfinu við Helga. Við höfð- um talað um að fara saman austur að Eiðum til að líta eftir trjáplöntum sem við tveir vorum ábyrgir fyrir. Við höfðum nefnilega fengið það verkefni á sínum tíma að ákveða hvar trén skyldu gróðursett. Og þeg- ar menn leyfðu sér að gagnrýna hönnunina, sem félagar okkar gerðu stundum í stríðni, stóðum við Helgi saman og vörðum gerðir okkar. Það gerðum við einnig í flestum málum og öllum sem máli skipta. Nú syrgjum við góðan dreng. Þeg- ar ég fer næst að Eiðum mun ég hugsa til vinar míns Helga Andrés- sonar. Það mun ég vissulega gera einnig á öðrum stundum. En nú er hugurinn hjá Hafdísi, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Fyrir hönd BSRB færi ég þeim inni- legar samúðarkveðjur. Ögmundur Jónasson. Kveðja frá Starfsmannafélagi Akraness Enn og aftur hefur umferðin tekið sinn toll og eftir standa aðstandend- ur, ættingjar og vinir lamaðir af sorg þegar góður drengur kveður snögg- lega í hörmulegu slysi. Helgi Andrésson var einn af for- vígismönnum StAk um áratugaskeið og formaður félagsins í 21 ár. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir félagið á vettvangi opinberra starfsmanna, m.a. mjög lengi í stjórn BSRB. Honum var annt um aðbúnað starfsmanna ekki síður en launakjör þeirra, bæði innan og utan vinnu- staðar og beitti hann sér mjög fyrir því að félagið kæmi upp orlofshúsum þar sem starfsmenn gætu átt griða- stað í frítíma sínum. Hann var eld- hugi í baráttunni fyrir bættum kjör- um starfsmanna Akraneskaupstaðar og engin erindi voru svo smá að hon- um þætti ekki taka því að sinna þeim. Það þurfti lagni, hörku, þrjósku og útsjónarsemi til að stýra stéttar- félagi á sjöunda áratugnum þegar samfélagið logaði í óðaverðbólgu og félögin þurftu að taka á öllu sínu til að halda í við ört hækkandi verðlag. Þessa kosti hafði Helgi til að bera og jafnframt því að vera hollráður fé- lögum sínum, hafði hann trúnað for- svarsmanna Akraneskaupstaðar til að allir færu sáttir og ósárir frá borði. Starfsmannafélag Akraness stendur í mikilli þakkarskuld við Helga Andrésson fyrir óeigingjarnt starf hans í þágu félagsmanna. Þó að formennsku og stjórnarsetu í félag- inu lyki, gegndi hann enn trúnaðar- störfum fyrir félagið því reynsla hans var mikils metin. Við vottum Hafdísi eiginkonu hans, börnum og öllum ættingjum okkar dýpstu samúð. F.h. Starfsmannafélags Akraness, Valdimar Þorvaldsson, formaður. Við heyrum iðulega í fréttum um alvarleg slys, líkamsmeiðsli og mannslát. En það er fyrst þegar ein- hver okkur náinn missir heilsu sína eða er kallaður burt úr þessu lífi langt um aldur fram að við skynjum raunverulega hörmung slíkra at- burða og þá sorg og þann missi sem þeim fylgir. Föstudaginn 15. mars sl., barst mér sú sorglega fregn að samstarfs- maður minn til margra ára, Helgi Andrésson, rafvirki og hugsjóna- maður um velferð og réttindi laun- þega, hefði látist í hörmulegu um- ferðarslysi. Leiðir okkar Helga lágu fyrst saman fyrir um tveim áratugum er hann starfaði í nefnd á vegum Vinnu- eftirlitsins, sem fékk það verkefni að semja reglur um öryggisbúnað véla. Þar kynntist ég strax einlægum áhuga Helga á vinnuvernd og örygg- ismálum. Reyndar kom í ljós að við- horf okkar til þjóðfélagsmála voru um margt lík og því urðu kynni okk- ar nánari en ella. Seinna átti ég þess einnig kost að kynnast honum betur persónulega og Hafdísi eiginkonu hans. Helgi tók sæti í stjórn Vinnueft- irlitsins í apríl 1993 og starfaði á þeim vettvangi af miklum áhuga og ósérhlífni allt til dauðadags. Hann starfaði m.a. í vinnunefnd sem fékk það umfangsmikla verkefni að skipu- leggja innleiðingu reglna Evrópu- sambandsins á sviði vinnuverndar hér á landi eftir gildistöku EES- samningsins. Annað dæmi um framlag hans er starf í vinnuhópi stjórnarinnar sem tók saman ítarlega skýrslu um starfsmannaheilsuvernd og lagði fram tillögur um skipulega innleið- ingu hennar hér á landi. Þar lagði hann mikið og óeigingjarnt starf af mörkum. Eftir mínum kynnum af Helga þá var hann athugull og gætinn jafnt í leik sem starfi. Sem ökumaður hafði hann verið einstaklega farsæll fram að hinstu stund, óhappalaus með öllu eftir því sem ég kemst næst. Þetta hörmulega slys minnir okkur á hversu skammt er milli lífs og dauða í umferðinni, eitt augnablik, eitt sek- úndubrot við óvæntar aðstæður ræð- ur þar úrslitum. Helgi var einlægur og hreinskil- inn. Hann sagði það sem honum bjó í brjósti og tók upp þau mál sem stóðu hans hjarta næst hvenær sem tæki- færi gafst. Hann var litríkur og eft- irminnilegur maður. Það var hans hugsjón að unnt væri að auka öryggi og draga úr heilsutjóni með forvörn- um. Hann lagði drjúgan skerf af mörkum til framþróunar þeirra mála. Við hjá Vinnueftirlitinu, stjórn þess og starfsmenn, þökkum Helga fyrir góð kynni og vel unnin störf. Eiginkonu hans, Hafdísi Daníels- dóttur, og fjölskyldu þeirra Helga heitins vottum við innilega samúð okkar. Eyjólfur Sæmundsson.  Fleiri minningargreinar um Helga Andrésson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                      ! "             #    $  % &' %#   () #  %#   *#+  $   ( () $ ( ( () &         ,-. / 0 1*2* 0   1 % 3 4. +55           !6  $ 7$ 7  1 6  $   6  $ . 8 %#  # 9! %#  .%% %#  6   $ &    :1*2* 0    % ;<            ! $ *#  ! $ & = * 020* 00.:0 8 >?                    !  " #    $% &"            . '   %# &               =- * 0   %+ @  ) !           A  $  () .&.  %#   ! %#   !'& %#   !@ % $       ( () $  )@@() & ( )           '     = =. 0:0 6 # @B     &*+   &   ,  -)   .  / "     0  *     1  .2 ! 96 %#  0  !%#  3 %     ! $ ) !@ % %#  !8 '   !%#    *#   6  ! $ . 6   %#  $ ( () &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.