Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 47 LIBERA 20 mjaðmasokkabuxur með glærum tám. Þegar mikið stendur til. Kynning í dag í Lyf og heilsu Kringlu kl. 13-17, Lyf og heilsu Mjódd kl. 14-18. 20% afsláttur af öllum vörum. sokkar, sokkabuxur, undirföt oroblu@islensk-erlenda.is Mjódd og Kringlunni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins: „Vegna umræðna í fjölmiðlum undanfara daga um fjárhagsvanda Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík- isins vilja forráðamenn hennar koma eftirfarandi á framfæri: Unnið er að endurskoðun á rekstr- aráætlun stöðvarinnar í samvinnu við félagsmálaráðuneytið. Markmið þessarar endurskoðunar er að færa mannahald Greiningarstöðvar til þess horfs, sem það var í við ársbyrj- un 2001. Í framhaldi af þessu verður leitað eftir sérfræðingum í þær stöð- ur, sem nú eru ómannaðar. Fyrst þegar tekist hefur að ráða starfsfólk að nýju má búast við að afköst komist í fyrra horf. Þeir skjólstæðingar, sem ekki njóta þjónustu stöðvarinnar að sinni, verða á biðlista, á meðan unnið er að ofangreindri lausn málsins og mun Greiningarstöðin hafa samband við aðstandendur þeirra og aðra sam- starfsaðila, þegar lausn hefur feng- ist.“ Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Unnið að ráðningu sérfræðinga NÝLEGA var framkvæmd blóð- fitu– og blóðþrýstingsmæling á 82 einstaklingum á Blönduósi. Að mælingunni stóð Félag hjartasjúk- linga á Norðurlandi vestra og Landssamtök hjartasjúklinga ásamt SÍBS. Þetta er sjöunda mælingarverk- efnið sem Landssamtök hjarta- sjúklinga standa fyrir á stuttum tíma. Jafnframt var haldinn aðal- fundur Félags hjartasjúklinga á Norðurlandi vestra og tók Sig- urlaug Þ. Hermannsdóttir, Blöndu- ósi, við formannsstörfum af Júlíusi Júlíussyni, Siglufirði, segir í frétta- tilkynningu. Lögregluþjónar á Blönduósi gangast undir blóðfitu- og blóðþrýstings- mælingu hjá Valgerði Guðmundsdóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra og Eddu Kristmundsdóttur meinatækni. Blóðþrýstingur mældur á Blönduósi ORKUGANGAN 2002 verður haldin sunnudaginn 24. mars á framtíðar- vinnslusvæði Orkuveitunnar á Hellisheiði í nágrenni Skíðaskálans í Hveradölum. Boðið verður upp á þrjár vegalengdir, 3 km fjölskyldu- göngu, 5 km garpagöngu og 10 km hreystigöngu. Gönguna má hefja hvenær sem er frá kl. 13 – 15 en henni lýkur kl. 16. Þetta er samstarfsverkefni milli Skíðasambands Íslands og Orkuveit- unnar og er liður í útbreiðslustarfi sem SKÍ hefur staðið fyrir undanfar- in ár. Orkugangan er skíðaganga fyrir fjölskylduna, jafnt byrjendur sem lengra komna. Hægt verður að fá skíðaútbúnað lánaðan á staðnum auk þess sem leiðbeinendur frá Skíðasambandinu verða þátttakend- um innan handar. Allir þátttakendur fá verðlauna- pening og er ekkert þátttökugjald. Orkugangan 2002 SAMFYLKINGIN í Reykjavík verður með kaffispjall um veitumál borgarbúa í dag, laugardaginn 23. mars kl. 11 í Austurstræti 14 í Reykjavík. Frummælandi verður Helgi Hjörvar forseti borgarstjórn- ar og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur. Laugardaginn 6. apríl verður fjallað um jafnréttismál, 13. apríl um lýðræðismál og 20. apríl um miðbæj- armál. Laugardagsfundir Samfylk- ingarinnar í Reykjavík eru opnir öll- um, segir í frétt frá stjórn Kjördæmafélags Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin fjallar um borgarmálefni GLEÐIGJAFAR í Kópavogi verða með tískusýningu í Gullsmára 13 í Kópavogi í dag, föstudaginn 22. mars kl. 15. Sýnendur verða bæði konur og karlar sem starfa innan fé- lagsstarfs eldra fólks í Kópavogi. Sýndur verður fatnaður frá versl- uninni Debenham í Smáralind. Allir velkomnir og án endurgjalds, segir í fréttatilkynningu. Tískusýning eldra fólks í Gullsmára DAGUR Norðurlanda er tuttugasti og þriðji mars nefndur. Á þessum degi árið 1962 var Helsinkisáttmál- inn undirritaður af fulltrúum rík- isstjórna Norðurlandanna fimm. Sáttmálinn kveður á um mörg atriði sem íbúar á Norðurlöndum hafa vanist að telja sjálfsögð réttindi, s.s. um rétt til atvinnuleitar og fé- lagslegrar þjónustu í öðru Norður- landi, svo og um fjölbreytt samstarf á sviði menningar, vísinda og menntunar. Í tilefni dagsins bjóða Norrænu félögin um öll Norðurlönd til veislu þar sem norrænar hefðir í mat og drykk verða hafðar í hávegum. Sameiginlegur matseðill hefur verið unninn í samstarfi við norræna hús- stjórnarkennara og er viðbúið að fjöldi fólks frá Reykjavík til Hels- inki muni samtímis sitja að veislu- borðum og gæða sér á samskonar mat og drykk í góðum félagsskap. Til viðbótar við veislur Norrænu félaganna munu veitingahúsin Frið- rik V á Akureyri, Fjörukráin, Rauða húsið á Eyrarbakka, Naustið, Apó- tek, bar grill og kaffistofa Norræna hússins bjóða upp á girnilegan mat með norrænu ívafi. Með verkefninu Norræn veisla vilja Norrænu félögin leggja drög að nýrri hefð; að dagur Norðurlanda verði tilefni til mannamóta og fagn- aðar með áherslu á sameiginlegan menningararf frændþjóðanna í mat og drykk, segir í fréttatilkynningu. Norræn veisla á degi Norðurlanda ÁLFTANESHREYFINGIN – mannlíf og umhverfi heldur skoðana- könnun um uppröðun á framboðs- lista til sveitarstjórnarkosninganna í vor. Könnunin fer fram í Álftanes- skóla sunnudaginn 24. mars kl. 11– 21. Rétt til þátttöku hafa þeir sem eru fæddir 1986 eða fyrr og hafa lög- heimili í Bessastaðahreppi. Álftaneshreyfingin er sameigin- legt framboð Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs og tvennra samtaka óflokksbundinna einstak- linga, Álftaneslistans og Hagsmuna- samtaka Bessastaðahrepps. Álftanes- hreyfingin með skoðanakönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.