Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 45
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 45 ÍSTÖLTIÐ hefur haft gífurlegt að- dráttarafl fyrir áhorfendur og þar hefur keppni jafnan verið gríðarlega spennandi. Mótið er byggt þannig upp á þrír hestar eru inn á í einu og keppa í níu riðlum, samtals 27 hest- ar. Það verður eins núna. Keppnin er því snörp og á ekki að taka nema um tvær klukkustundir. Ístölts- keppnir hafa verið teknar upp víða á landinu við miklar vinsældir og einn- ig hjá eigendum íslenskra hesta í Danmörku og nú er verið að skipu- leggja slík mót í Bandaríkjunum. Forskoðun á ís hefur gefist vel Að þessu sinni verður ístöltið haldið laugardaginn 6. apríl og hefst klukkan 20.30. Skautahöllin verður opnuð kl. 20 og miðað við þann mannfjölda sem sótt hefur mótið undanfarin ár veitir ekki af þessum hálftíma til að koma sér fyrir. Erling segist aldrei hafa haft betri aðstæður til að skoða hross eins og nú því hann hefur getað séð þau á ís, enda vötn frosin um allt land. Þetta sé mjög gott því komið hefur í ljós að hrossin bregðast mjög misjafnlega við þegar þau koma á ís. Í þessari viku er hann búinn að fara austur á Selfoss og var knöpum af öllu Suður- landi stefnt þangað. Einnig voru skoðaðir hestar af höfuðborgar- svæðinu og víðar á Rauðavatni í gær. Þá segist hann vera með njósn- ara um allt land auk þess sem hann fái sendar myndbandsspólur af mót- um. „Þetta er mjög erfitt val og það hefur komið mér verulega á óvart hve mikið er til af góðum hestum og ekki síst hvað ég hef séð marga góða hesta sem aldrei hafa komið fram áður. Það er líka svo skemmtilegt að sjá svoleiðis hross sem líklega kæmu ekki fram ef ekki færu fram þessar forskoðanir, því innan um er fullt af fólki sem hefur ekki gaman af því að taka þátt í reiðhallamótum á vet- urna. Við fáum því líka að sjá óþekkta eða lítið þekkta knapa.“ Fulltrúi ’68-kynslóðar- innar mætir „Þegar velja þarf 27 hross úr hópi 40–50 mjög góðra hrossa er ég mest hræddur um að vera búinn að velja og sjái svo allt í einu einn sem verður að vera með. Ég hef því farið mjög varlega í að tilkynna hrossin. Þó er ég búinn að velja nokkur pör. Vignir Jónasson var sigurvegari í fyrra og er honum heimilt að koma með hvaða hross sem hann vill. Þórður Þorgeirsson mætir með glæsihest- inn Þengil frá Kjarri, Tómas Snorra- son með þann bleikblesótta Skörung frá Brattholti og Súsanna Ólafsdótt- ir með Garp frá Torfastöðum í Grafningi. Þá mætir, sem fulltrúi ’68-kynslóðarinnar, Sigursteinn Sig- ursteinsson með Dagrúnu frá Skjól- brekku, sem hann fór að þjálfa þeg- ar í ljós kom að hún var geld. Þau hafa sýnt feiknatakta í vetur. Það sama má segja um Gísla Gíslason og Birtu frá Ey II sem hefur heillað marga og einnig Lenu Zielenski og Hyllingu frá Vakurstöðum.“ Erling segist halda ótrauður áfram valinu og á næstunni verða nokkur sterk mót svo sem Barkar- mótið í Reiðhöll Gusts þar sem sig- urvegarinn verður sjálfvalinn á ís- töltið og Opna töltmótið í Ölfus- höllinni á skírdag. Þá verða kepp- endur á Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum skoðaðir vel og myndband frá ístöltmóti fyrir norð- an. „Eins og sést á þessu er úrvalið fjölbreytt og greinilegt að ég gef bæði ungum og öldnum, konum og körlum, jafnt tækifæri til að vera með,“ sagði Erling. Erling Sigurðsson „ístöltseinvaldur“ í erfiðu hlutverki Margir vilja keppa í Skautahöllinni Oft hefur mikil spenna fylgt vali hesta til þátttöku í árlegu ístölti í Skautahöllinni í Laugardal, en líklega aldrei eins og þetta árið. Ásdís Haraldsdóttir ræddi við Erling Sigurðsson „ístöltseinvald“. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Dagrún frá Skjólbrekku. Eigandi hennar, Sigursteinn Sigursteinsson, ætlar að mæta með hana á Ístöltið. NÚ er lokið þremur mótum af sjö í Meistaradeild í hestaíþróttum. Eftir spennandi keppni í fimm- gangi á þriðjudagskvöldið þar sem Sigurbjörn Bárðarson sigraði á Byl frá Skáney stendur hann efst- ur í deildinni. Næstir honum eru Sigurður Sigurðarson, deildar- meistari frá í fyrra, og Erlingur Erlingsson. Sigurbjörn er með 18 stig, en þeir Sigurður og Erlingur með 16 stig. Úrslit í fimmgangi í Meistaradeild í hestaíþróttum 1. Sigurbjörn Bárðarson á Byl frá Skán- ey, eink.: 6,59 og 10 stig 2. Erlingur Erlingsson á Gerðu frá Gerð- um, eink.: 6,55 og 8 stig. 3. Þórarinn Eymundsson á Þoku frá Hól- um, eink.: 6,41 og 6 stig. 4. Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Þór frá Prestsbakka, eink.: 6,33 og 4 stig. 5. Sigurður Sæmundsson á Esjari frá Holtsmúla, eink.: 6,07 og 3 stig. 6. Sigurður Sigurðarson á Stjarna frá Búlandi, eink.: 6,05 og 2 stig. 7. Páll Bragi Hólmarsson á Darra frá Glóru, eink.: 6,15 og 0,5 stig. 8. Sigurður Matthíasson á Frosta frá Heiði, eink.: 6,15 og 0,5 stig. 9. Auðunn Kristjánsson á Kalda frá Keldudal, eink.: 5,91. 10. Logi Laxdal á Kjarki frá Ásmúla, eink.: 5,87. Staðan í Meistaradeild eftir þrjú af sjö mótum 1. Sigurbjörn Bárðarson, 18 stig. 2. Sigurður Sigurðarson, 16 stig. 3. Erlingur Erlingsson, 16 stig. 4. Berglind Ragnarsdóttir, 12 stig. 5. Guðmar Þór Pétursson, 7 stig. 6. Þórður Þorgeirsson, 6 stig. 7. Þórarinn Eymundsson, 6 stig. 8. Haukur Tryggvason, 4 stig. 9. Þorvaldur Árni Þorvaldsson, 4 stig. 10. Sveinn Jónsson, 3 stig. 11. Reynir Aðalsteinsson, 3 stig. 12. Sigurður Sæmundsson, 3 stig. 13. Sigurður Matthíasson, 2,5 stig. 14. Páll Bragi Hólmarsson, 1,5 stig. Aðrir knapar hafa ekki fengið stig, en fyrir næsta mót verður þátttakan miðuð við 20 úrvals- knapa að sögn Arnar Karlssonar forsvarsmanns keppninnar. Þeir sem rétt hafa á þátttöku eru þeir sem fengið hafa stig í keppninni í ár, nokkrir knapar sem unnu sér þátttökurétt í fyrra, en hafa ekki hlotið stig nú og aðrir knapar sem valdir verða með tillliti til ein- kunna þótt þeir hafi ekki unnið sér inn stig. Þó verður miðað við ákveðna lágmarkseinkunn, en Örn sagði að enn ætti eftir að útfæra hvernig valið verður, náist ekki að fylla upp í 20 knapa kvótann með núverandi keppendum miðað við þessa lágmarkseinkunn, enda sé markmiðið með keppninni að leiða saman aðeins úrvalsknapa. Spennan eykst í Meistaradeildinni STAÐFEST hefur verið að Anna Elizabeth Alice Louise Breta- prinsessa verði heiðursgestur á Landsmóti hestamanna í Skaga- firði í sumar ásamt herra Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Ís- lands. Þau munu dvelja tvo daga í Skagafirði ásamt fylgdarliði og fylgjast með hápunktum mótsins. Auk þess munu þau taka þátt í hópreið hestamannafélaganna. Forsvarsmenn landsmótsins fagna sérstaklega komu Önnu Bretaprinsessu. Hjörtur Ein- arsson formaður framkvæmda- nefndar mótsins segir nærveru hennar mikinn heiður og sýni að íslenski hesturinn vekur athygli víða. Þátttaka hennar í hópreið- inni eigi vafalaust eftir að vekja heimsathygli því líklegt sé að prinsessunni fylgi fjöldi blaða- manna sem eigi eftir að greina frá atburðinum. Prinsessan sé mjög þekkt í hesta- og íþrótta- heiminum og því hljóti það að vekja mikla athygli að svo þekkt manneskja vilji koma og taka þátt í Landsmóti hestamanna á Íslandi. Þessi athygli gæti haft mikið að segja fyrir útbreiðslu ís- lenska hestsins í Bretlandi og víða um heim. Forsvarsmenn Landsmóts 2002 fagna komu Önnu prinsessu Úrval fermingargjafa Góð fermingartilboð FREMSTIR FYRIR GÆÐI Klapparstíg 27, sími 552 2522 LOKAÐ LAUGARDAGINN 30. MARS PÁSKATILBOÐ Brio Kombi barnavagn m/lofthjólum og stillanlegu haldi, 4 litir. 10.000 kr. AFSLÁTTUR Verð nú kr. 53.900 (fullt verð 63.900)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.