Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 19 IKEA er opið: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 Blómlegt verð. Býður einhver betur? ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 17 21 8 03 . 20 02 Páskaliljur 195kr. 495 kr. Begonía HELGI S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands hf., sagði í ræðu sinni á aðalfundi bankans í gær að bankinn hefði á árinu 2001 lagt grunn að nýrri sókn á öllum svið- um í starfsemi sinni. Starfsáherslur hefðu verið skerptar með nýju skipu- lagi og þjónustuframboð endurskipu- lagt með það að markmiði að tryggja aukna arðsemi af rekstri bankans og bæta samkeppnisstöðu hans. Helgi sagði að á heildina litið hafi arðsemi bankans í fyrra verið innan settra markmiða sem verði að teljast viðun- andi í ljósi versnandi ytri skilyrða. Helgi sagði að Landsbankinn hefði á síðustu misserum gripið til hagræð- ingaraðgerða sem miðuðu að því að lækka rekstrarkostnað og aðlaga þjónustu útibúa að breyttu tækni- stigi. Dregið hefði úr þörfinni fyrir þéttriðið útibúanet vegna nýrra leiða við að nýta þjónustu bankans. Þetta sé í samræmi við alþjóðlega þróun þar sem viðskiptavinir hafi í síaukn- um mæli nýtt sér sjálfvirkar þjón- ustuleiðir til að stunda bankaviðskipti sín. Útibúin gegni þó áfram lykilhlut- verki í þjónustu banka, en hlutverk þeirra muni óhjákvæmilega breytast. Landsbankinn muni halda áfram að þróa útibúanet sitt með það fyrir aug- um að ná fram aukinni hagkvæmni og aðlaga útibúin að breytingum á tæknisviðinu. Helgi sagði að Heritable bankinn í London væri nú því sem næst að fullu í eigu Landsbankans eftir að Lands- bankinn hefði aukið hlut sinn í honum á árinu og kaupverðið á þeim hlut sem bætt hefði verið við hafi verið Lands- bankanum mjög hagstætt. Með þessu hafi mikilvægt skref verið stigið í al- þjóðavæðingu bankans og rekstur Heritable hafi gengið mjög vel og af- koma bankans á síðasta ári hafi verið umfram áætlanir. Heimild til aukningar hlutafjár Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, ræddi afkomu bankans, en bankinn hagnaðist um 1.749 milljónir króna á síðasta ári. Þá fjallaði Halldór um hagræðingarað- gerðir, endurskipulagningu og mikla umbreytingu sem orðið hefði innan bankans. Sagði hann að nú væri svo komið að hægt væri að hækka arð- semismarkmið bankans og þau hefðu verið færð úr 10-12% í 12-15%. Á aðalfundinum var samþykkt heimild til bankaráðsins um að auka hlutafé bankans í áföngum um allt að fimm hundruð milljónir króna að nafnverði og hluthafar falli frá for- gangsrétti sínum til kaupa á þessu hlutafé. Heimildin gildir í fimm ár. Í greinargerð með tillögunni kom fram að bankaráð teldi brýnt að unnið verði að hagræðingu á íslenskum fjármála- markaði með auknu samstarfi og samruna milli banka, sparisjóða og tryggingafélaga og sérhæfðra fjár- festingarfélaga á markaði. Ennfrem- ur að Landsbankinn haldi áfram að kanna möguleika á aukningu á starf- semi erlendis, meðal annars með kaupum á eignarhlutum í fjármála- fyrirtækjum. Í bankaráð voru endurkjörnir þeir Helgi S. Guðmundsson, formaður ráðsins, Kjartan Gunnarsson, vara- formaður þess, Birgir Þór Runólfs- son, Guðbjartur Hannesson og Jónas Hallgrímsson. Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. Grunnur lagð- ur í fyrra að nýrri sókn NÝLEG skoðanakönnun um hugsan- lega aðild Íslands að Evrópusam- bandinu sýnir að nauðsynlegt er að ræða þessi mál. Þetta kom bæði fram í erindi Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, í gær, og í ræðu Tryggva Jónssonar, formanns samtakanna. Halldór sagði að þetta mál væri langstærsta pólitíska málið sem Ís- lendingar stæðu frammi fyrir í bráð og lengd og að það snerti nánast hvern einasta málaflokk sem fjallað væri um frá degi til dags. Ísland væri hluti af markaði nærri 500 milljóna manna. Stóra spurningin væri hvern- ig tryggja ætti hag Íslands sem best, þannig að hægt yrði að hafa áhrif á þá strauma sem væru á þessum mark- aði. „Til þess að geta áttað sig á því þurfum við að ræða þessi mál af fullri einlægni og fordómalaust, því við vit- um að þetta mun gerast,“ sagði Hall- dór. „Það sem kemur að sjálfsögðu til með að hafa mest áhrif af öllu er evr- an.“ Vaxtalækkun bankanna á eigin forsendum Halldór sagðist þeirra skoðunar að það væri Íslendingum ekki í hag að geta fengið endurgreiddan virðis- aukaskatt á Evrópska efnahagssvæð- inu. Það væri meðal annars ástæðan fyrir því að Íslendingar vildu frekar kaupa ýmsan varning erlendis. Ef þetta væri ekki heimilt þá þýddi það meiri verslun hér á landi. Þetta væri dæmi um það að ákveðin undanþága frá reglum á efnahagssvæði væri ekki alltaf viðkomandi þjóðfélagi til góðs. Þá kom fram í máli hans að afskap- lega mikilvægt væri að vel tækist til í efnahagsmálunum á næstunni. Til mikillar fyrirmyndar væri hvernig leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hefðu barist fyrir því að halda verð- lagi hér á landi stöðugu. Mikilvægt væri að halda áfram á þeirri braut. Þá yrði að vera skilningur á því hjá op- inberum starfsmönnum að laun þeirra gætu ekki endalaust hækkað umfram laun annarra á vinnumark- aði. Það sama ætti við um kjaradóm og kjaranefnd. Um vaxtalækkun bankanna, sem tilkynnt var um í fyrradag og í gær, sagði Halldór að þeir hefðu alveg haft efni á að grípa til þeirra aðgerða án þess að Seðlabankinn gerði slíkt hið sama. Því væri ljóst að þegar Seðlabankinn mundi lækka vexti, sem hlyti að gerast, þá hlytu bankarnir einnig að lækka vexti sem því næmi. Bankarnir væru ekki að ríða á vaðið nú til að hvetja Seðlabankann til vaxtalækkunar. Bankarnir væru að lækka vexti nú á eigin forsendum. Tryggvi Jónsson sagði að hér á landi væru tvenn hagsmunasamtök fyrir verslunina, annars vegar SVÞ, en innan þeirra vébanda væru flest smásölufyrirtækin, og hins vegar Samtök verslunarinnr-FÍS, sem gættu meira hagsmuna heildsala. Hann sagði að þessi tvenn samtök hefðu því miður oft verið með skeyta- sendingar sín á milli. Það þjónaði fáum. Hagsmunir þessara aðila væru sameiginlegir. Samtökin tvenn gætu saman náð miklu meiri árangri í sam- skiptum sínum við stjórnvöld og aðra. Því vonaði hann að samtökin færu að vinna saman að því sem skipti mestu máli, sem væru hagsmunir verslunar- innar í landinu. Um siðareglur milli birgja og smá- sala, sem verið hefðu í umræðunni, sagði Tryggvi að slíkar reglur ættu að vera samningsmál milli birgja og smásala en ekki ríkisafskiptamál. Aðalfundur Samtaka verslunar og þjónustu Þörf á að ræða um ESB Morgunblaðið/Jim Smart Tryggvi Jónsson, formaður SVÞ, sagði á aðalfundi samtakanna að skeyta- sendingar milli hinna tvennra samtaka verslunarinnar þjónuðu fáum. FLUGFÉLAGIÐ SAS hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á viðskiptafarrými í flugi á milli landa í Skandinavíu. Er þetta í fyrsta skipti sem stórt flugfélag í Evrópu hættir með tvennskonar farrými í millilandaflugi, að því er fram kemur í frétt í Financial Tim- es. Frá og með júní næstkomandi verður einungis um eitt farrými að ræða í flugi innan Svíþjóðar, Dan- merkur og Noregs sem og milli landanna þriggja. Samkvæmt upp- lýsingum frá SAS hefur eftirspurn eftir viðskiptafarrými á þessum flugleiðum minnkað um 17% það sem af er árinu og bendir allt til þess að ástæðan sé mun hagstæð- ari fargjöld lággjaldaflugfélaga. Allt þar til nú í mars hafa lág- gjaldaflugfélögin ekki herjað á þennan markað en nú hefur Sterl- ing Air hafið flug á milli Kaup- mannahafnar og Oslóar og ætlar að bæta við leiðum á næstunni. Í Fin- ancial Times er haft eftir Jorgen Lindegaard, framkvæmdastjóra SAS, að breytingunni sé ætlað að styrkja félagið í baráttunni við lág- gjaldaflugfélögin og ekki sé loku fyrir það skotið að þessi háttur verði tekinn upp á fleiri flugleiðum. Til að mynda í flugi milli London og Skandinavíu þar sem SAS er í samkeppni við lággjaldaflugfélagið Ryanair. SAS er ekki eina flugfélagið í Evrópu sem veltir þessum málum fyrir sér því hollenska flugfélagið KLM hefur tilkynnt að unnið sé að breytingu á viðskiptafarrýmum fé- lagsins og sætum í almennu far- rými verði fjölgað á styttri leiðum á kostnað viðskiptafarrýmis. Eðli alþjóðaflugs Flugleiða annað Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða segir að eftir sem áður sé SAS með viðskiptafar- rými í alþjóðaflugi. „Þessi breyting á þjónustu félagsins er fyrst og fremst bundin við mjög stuttar leiðir í Skandinavíu. Þar kemur sennilega tvennt til. Eftirspurnin hefur minnkað í kjölfar atburðanna 11. september og á þessum stuttu leiðum er í sjálfu sér ekki alltaf hentugt að vera með mörg þjón- ustustig um borð. Á slíkum leiðum skilar það ábyggilega nokkrum ávinningi að einfalda þjónustuna. Eðli alþjóðaflugs Flugleiða er nokkuð annað. Félagið flýgur á lengri leiðum og hlutfall farþega sem borgar lág afsláttarfargjöld er miklu mun hærra hjá Flugleiðum en félögum á borð við SAS og Luft- hansa. Forsendur í rekstri Flug- leiða eru því nokkuð aðrar. Flug- leiðir eru hins vegar stöðugt að endurskoða þjónustu sína og hafa verið að innleiða breytingar til ein- földunar þjónustu á styttstu leiðum í Evrópu nú í vetur með til dæmis einfaldari veitingum sem eru í ætt við það sem SAS býður núna innan Skandinavíu,“ að sögn Guðjóns. SAS fækkar leiðum með við- skiptafarrými
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.