Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EFTIRVÆNTING ogspenna var í lofti eróbyggðanefndin svo-nefnda kvað upp sína fyrstu úrskurði um þjóðlendumörk í gamla þinghúsinu á Borg í Gríms- nesi í gær. Þegar gömul klukka á vegg hússins sló tvö hóf Kristján Torfason, formaður nefndarinnar, að lesa upp sjö úrskurði fyrir jafn- marga hreppi í uppsveitum Árnes- sýslu. Á viðbrögðum heimamanna að dæma, sem fylltu félagsheimilið, var bros á vörum flestra þegar nið- urstaðan lá fyrir, einkum meðal al- mennra landeigenda. Töldu sumir hverjir sig hafa haft varnarsigur gegn ríkinu, eða eins og Björn Sig- urðsson, bóndi og landeigandi í Út- hlíð í Biskupstungum, kallaði hátt og snjallt yfir salinn með hnefann á lofti: „Við, Haukdælingar, höfum aldrei verið sigraðir.“ Ríkið lagði fram kröfu um að stór hluti af landi Úthlíðar félli innan þjóðlendunnar en samkvæmt úrskurðinum gilda þinglýst mörk Úthlíðarlands. Hvað flest önnur eignarlönd bænda varð- ar í sýslunni kemst óbyggðanefnd að sömu niðurstöðu, að því undan- skildu að hluti lands í eigu Miðdals í Laugardalshreppi fellur innan þjóðlendumarka. Björn í Úthlíð sagðist fara fyrir veldi Haukdælinga á svæðinu. Hin fornu og helgu vé þeirra hefðu aldr- ei verið sigruð og vísaði hann þar m.a. til landnámsmannsins Ketil- bjarnar gamla Ketilssonar að Mos- felli. Meðal fjölmargra heimilda og skjala sem óbyggðanefnd studdist við var einmit Landnámabók. „Ég held að niðurstaða óbyggða- nefndar hafi verið afskaplega skyn- samleg. Þinglýstur eignarréttur einstaklinga er virtur og það er mikils virði fyrir alla landsbyggðina að fá þau skilaboð. Við vonum að því linni að ríkisvaldið geri svona vit- lausar kröfur. Ég efast ekkert um að þessi niðurstaða gefi tóninn um það sem koma skal á öðrum land- svæðum,“ sagði Björn. Ekki tekið tillit til lands sem keypt var af kirkjunni Viðbrögð oddvita hreppanna voru hins vegar öllu blendnari vegna afréttanna en þeir höfðu gert kröfu um eignarhald yfir afréttar- löndum. Samkvæmt úrskurðunum mun ríkið eignast afréttina en sveit- arfélög áfram halda vissum réttind- um eins og með upprekstur á búfén- aði. Áttu oddvitarnir fund í Grímsnesi með forystumönnum Bændasam- takanna að lokinni uppkvaðningu úrskurðanna. Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafnings- hrepps, sagði við Morgunblaðs- menn að hann væri sáttur við þá niðurstöðu sem sneri að þinglýstum einkaeigum. Hins vegar liti málið öðruvísi út varðandi afréttina. „Óbyggðanefndin tekur ekki til- lit til þess afréttarlands sem sveit- arfélögin keyptu af kirkjunni fyrir hundruðum ára. Þetta á bæði við um okkur og Biskupstungnahrepp. Við ætlum að kanna rétt okkar hvað þetta varðar. Mér finnst nið- urstaðan um afréttina ekki ásætt- anleg,“ sagði Gunnar, en meðal þess afréttar sem hann vísaði til nær frá Hvítárvatni að Kjalhrauni. Landið keyptu Biskupstungna- menn af kirkjunni fyrir um 150 ár- um en nefndin fellir það innan þjóð- lendunnar. Þjóðlendulínan fyrir Árnessýslu sést á meðfylgjandi korti, ásamt að- alkröfulínu ríkisins. Úrskurðirnir sjö sem féllu í gær, og eru birtir í heild sinni á vefsíðu óbyggðanefnd- ar, voru vegna Þingvallakirkju- lands og efstu jarða í Þingvalla- hreppi, Grímsnesafréttar og jarða umhverfis Lyngdalsheiði í Gríms- nes- og Grafningshreppi, Laugar- dalsafréttar og efstu jarða í Laug- ardalshreppi, Biskupstungnaaf- réttar og efstu landa í Biskups- tungnahreppi, Hrunamannaafrétt- ar og efstu landa í Hrunamanna- hreppi, Flóa- og Skeiðamanna- afréttar og loks vegna Gnúpverja- afréttar, Þjórsárdals og efstu jarða í Gnúpverjahreppi. Í öllum þessum málum er gerður fyrirvari í úrskurðunum um hnita- setningu að liðnum málskotsfresti eða fenginni dómsniðurstöðu. Þá getur skipan þjóðlendu innan stað- armarka sveitarfélaga komið til endurskoðunar. Ákveðið var að taka þessi svæði til meðferðar hjá óbyggða mars árið 1999. Eftir þa landeigendur og ríkið lýst kröfum og nefndin tók þær umfjöllunar og málflu Landsvirkjun lýsti kröfum svæði vegna Hrauneyjafoss mannvirkja við Búrfellsv Sultartangavirkjun og Kvís Óbyggðanefnd telur í öllum um úrskurðum að Landsvir ekki eigandi landsréttinda, þ talinna veiði- og vatnsr Málskostnaður er allur grei ríkissjóði, sem er um 9,5 m vegna málanna sjö, þar af t milljónir vegna krafna Lan unar. Óbyggðanefnd var skipuð sætisráðherra í septembe 1998, eftir að þjóðlendulög gildi, sem sjálfstæð stjór nefnd. Samkvæmt lögunum nefndin þríþætt hlutverk. Í lagi að kanna og skera úr um land telst til þjóðlendna og h mörk þeirra og eignarlanda lagi að skera úr um mörk þe þjóðlendu sem nýttur er s réttur og í þriðja lagi að úr um eignarréttindi innan lendna. Uppsveitir Árnessý sem fyrr segir fyrsta svæð úrskurðir um þjóðlendumö fallið en nefndin er einnig umfjöllunar kröfur fjárm herra, fyrir hönd ríkisins, u lendur innan sveitarfé Hornafjarðar annars vegar vegar innan Rangárvallasý V-Skaftafellssýslu. Reiknað að úrskurður vegna Horna falli í haust. Úrskurðirnir eru endan Óbyggðanefnd kvað upp úrskurði í gær um þjóðlendu Eignarlönd bæ ríkið eignast             ! ""             ( "  !)*+ $'     "     #    !  Landeigendur í upp- sveitum Árnessýslu eru almennt ánægðir með úrskurði óbyggða- nefndar og telja sig hafa unnið varnarsigur á ríkinu. Oddvitar hreppanna eru ósáttir við að fá ekki eign- arhald á afréttunum. Björn Jóhann Björns- son og Ragnar Axelsson voru við- staddir uppkvaðningu úrskurðanna í gær. Óbyggðanefndin við uppkvaðningu úrskurðanna í Grímsnesi í g son hdl., Allan V. Magnússon héraðsdómari, Kristján Torfason stjóri, Karl Axelsson hrl. og Ragnheiður Bra FLUGATVIKIÐ Í ÓSLÓ Flugleiðir hafa búið við mikiðtraust farþega, bæði íslenzkraog erlendra, vegna öryggis í flugrekstri félagsins. Þetta traust hef- ur verið einn af grundvallarþáttum í starfsemi félagsins. Þess vegna er það umtalsvert áfall fyrir landsmenn, nú þegar fyrir liggur að ýmislegt hefur farið alvarlega úr- skeiðis í flugi einnar vélar félagsins til Óslóar í janúarmánuði. Farþegar lýstu þessu atviki strax sem skelfilegu en talsmenn félagsins töldu þá að engin hætta hefði verið á ferðum. Bráðabirgðaskýrsla sú, sem birt var í gær um þetta atvik, sýnir þvert á móti, að mikil hætta var á ferðum og viðbrögð þeirra, sem ferðinni réðu ekki með þeim hætti, sem gera mátti kröfu um. Bráðabirgðaskýrslan stað- festir frétt Morgunblaðsins sl. laugar- dag, þar sem fram kom að vélin hefði verið einungis rúmlega 300 fet frá jörðu, þegar hún hækkaði flugið á ný. Það er alveg ljóst, að viðbrögð full- trúa félagsins gagnvart farþegum þegar vélin hafði lent í Ósló voru kol- röng. Á blaðamannafundi í gær skýrðu talsmenn Flugleiða frá því, að ekki hefði verið ráðlegt að halda flugi vél- arinnar áfram eins og gert var, fyrst til Stokkhólms og síðan til baka til Ís- lands. Það er stóralvarlegt mál, að það skuli hafa verið gert og vekur upp spurningar um það hvaða ferill fer í gang hjá félaginu við aðstæður sem þessar. Hvað gera flugmennirnir, þeg- ar vélin er lent? Tala þeir við ein- hverja yfirboðara sína? Hver eru þeirra viðbrögð? Þessum spurningum verða talsmenn Flugleiða að svara. Það vekur líka upp óþægilegar og alvarlegar spurningar, þegar upplýst er á blaðamannafundinum í gær, að vélin hafi ekki verið í fullkomnu lagi við brottför en talin flughæf. Eiga landsmenn að trúa því að farþegaþot- ur Flugleiða fari í loftið fullar af far- þegum án þess að þær séu fullkomlega í lagi? Það verða að koma skýr svör við þessum spurningum. Í bráðabirgðaskýrslunni kemur fram, að morguninn eftir atvikið hafi Flugleiðir tilkynnt rannsóknarnefnd flugslysa á Íslandi að flugröskun hafi átt sér stað. Þetta er tilkynnt sam- dægurs til réttra aðila í Noregi en það líður vika frá því að vélin lenti í Ósló þar til rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi fær upplýsingar sem gáfu til- efni til að hefja rannsókn. Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Það voru fleiri í þessari flugvél en farþegarnir, sem strax gáfu hrika- legar lýsingar á því, sem fyrir kom. Um borð í vélinni voru bæði flugmenn og flugþjónar. Gáfu þessir starfsmenn Flugleiða yfirboðurum sínum ekki strax skýrslu um það, sem gerðist? Lýsingarnar í bráðabirgðaskýrslunni á því, sem gerðist í flugstjórnarklef- anum, gefa a.m.k. leikmönnum ærið tilefni til að álíta að það hefði strax í Ósló eftir lendingu átt að gefa slíka skýrslu. Varla er það daglegt brauð hjá flugáhöfnum að lenda í atviki sem þessu. Af því sem fram hefur komið er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að fyrir utan atvikið sjálft hafi röð af mis- tökum verið gerð eftir að vélin var lent og næstu daga á eftir, mistökum, sem snúast um það að upplýsingagjöf um atvikið sjálft hafi verið verulega ábótavant svo að ekki sé meira sagt. Það verður að komast til botns í þessu máli öllu og Flugleiðir og Rann- sóknarnefnd flugslysa verða að gefa almenningi á Íslandi nákvæmar skýr- ingar á því, sem gerðist allt frá því að vélin fór í loftið á Íslandi þótt hún hafi ekki verið í fullkomnu lagi. Það verður líka að gera almenningi nákvæma grein fyrir eftirleiknum og þeim ótrú- legu mistökum, sem þá voru gerð. Traust þjóðarinnar til Flugleiða um öryggi í flugi félagsins er í veði. FÁTÆKTIN Í HEIMINUM Misskipting auðs í heiminum umþessar mundir er sláandi. Á meðan stór hluti mannkyns dregur fram lífið á 100 krónum á dag lifir vold- ugur minnihluti í vellystingum. Þessa dagana stendur yfir leiðtogafundur á vegum Sameinuðu þjóðanna um fá- tækt í heiminum og fer hann fram í Monterrey í Mexíkó. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hefur hvatt til þess að aðstoð verði aukin um helming, en miðað við skuldbindingar auðugustu þjóða heims vantar mikið upp á að það mark- mið náist. Mest kveður að 22 iðnríkjum í þróunaraðstoð. Ef markmið Annans ætti að nást þyrftu framlög þeirra að hækka um 5.000 milljarða króna á ári. Bæði Bandaríkjamenn og ríki Evr- ópusambandsins hafa heitið auknum fjárframlögum á næstu árum, en að sögn embættismanna á vegum Sam- einuðu þjóðanna er þar aðeins um að ræða fjórðung þess fjár sem Annan segir nauðsynlegt að lagt verði fram. Japanir gefa eins og sakir standa mest eða um 1.300 milljarða króna á ári. Þeir segjast ekki hafa efni á að hækka framlag sitt vegna stöðu jap- ansks efnahags. Bandaríkjamenn hafa látið 1.000 milljarða af hendi rakna ár- lega en ríki Evrópusambandsins 2.500 milljarða króna. Bæði Bandaríkja- menn og Evrópusambandið hafa lýst yfir því að framlög verði aukin á næstu árum. Evrópusambandið hyggst auka aðstoð sína um 2.000 milljarða króna fram til 2006. George Bush Banda- ríkjaforseti, sem verður meðal leiðtog- anna í Monterrey, hefur lýst yfir því að þróunaraðstoð við erlend ríki verði aukin um helming á árunum 2004 til 2006, eða um 500 milljarða króna, og ekki verði dregið úr henni að þeim tíma loknum. Ýmis samtök hafa fagn- að þessu en aðrir hafa bent á að ekki sé einu sinni víst að hann verði við völd þegar þar að kemur til að fylgja fyr- irheitum sínum eftir. Enn aðrir segja að í sumum heimshlutum sé fátæktin svo sár að nú þegar þurfi að auka að- stoðina. Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Bush. Hann segir að sú skuldbinding sé aðeins smávægi- leg samanborið við auðlegð Banda- ríkjamanna og bendir á að aðeins sé um að ræða 0,12% af þjóðarfram- leiðslu landsins. Þetta er rétt hjá Carter. Það er ótrúlegt og óskiljanlegt að Banda- ríkjamenn skuli ekki leggja fram miklu meira fé til þess að berjast gegn fátæktinni. Við Íslendingar erum í hópi ríkustu þjóða heims. Við eigum að líta í eigin barm og auka framlög okkar í þágu fá- tæku þjóðanna. Þótt við séum fá getur framlag okkar engu að síður skipt miklu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.