Morgunblaðið - 22.03.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.03.2002, Qupperneq 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 13 Multi-vita-min og steinefnablanda ásamt spirulínu, lecithini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum. Akureyri, sími 462 1889. Fæst m.a. í Nýkaupi og í Árnesapóteki Selfossi. www.islandia.is/~heilsuhorn Ein með öllu Frumsýning er sem fyrr segir í kvöld, önnur sýning er annað kvöld, laugardagskvöld og þá verða þrjár sýningar um páskana, á skírdagskvöld, laugardags- kvöldið 30. mars og loks 1. apríl, annan í páskum. Sýningarnar hefjast allar kl. 20 en miðapant- anir eru hjá Leikfélagi Akureyr- ar. LEIKHÚSKÓRINN flytur óperett- una Helenu fögru eftir Jacques Offenbach í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld, föstudags- kvöldið 22. mars kl. 20. Óperettan byggist á þekktum frásögunum í kviðum Hómers um Helenu fögru og París Trójuprins, en þetta er þó ekki eingöngu saga af ævintýrum Helenu heldur einn- ig um hina krínólínuklæddu og gaslýstu karnivalborg París á tím- um Napóleons III. Skúli Gautason er leikstjóri, en hann stýrði Leikhúskórnum einn- ig síðastliðið vor þegar kórinn setti upp Sígaunabaróninn. Roar Kvam er tónlistarstjóri, en hann hefur stjórnað Leikhúskórnum frá upphafi, árið 1995, utan einn vet- ur. Sigurður Ingólfsson þýddi verkið. Hljómsveitina skipa þau aladar R’acs, Björn Leifsson, Dav- íð Þór Helgason, Hjálmar Sig- urbjörnsson, Marika Alavere og Una Björg Hjartardóttir. Leikhúskórinn sýnir Helenu fögru Morgunblaðið/Rúnar Þór Leikhúskórinn frumsýnir óperettuna Helenu fögru í Samkomuhúsinu í kvöld og býður upp á þrjár sýningar um páskana. DJANGÓVETRARHÁTÍÐ hófst á Akureyri í gær með tón- leikum Robin Nolan-tríósins í Ketilhúsinu við Kaupvangs- stræti. Fáir listviðburðir hafa slegið jafnrækilega í gegn á Akureyri og árlegir djasstónleikar Robin Nolan-tríósins en síðasta sum- ar náði „Django Jazz 2001 há- tíðin“ hápunkti sínum þegar á sjöunda hundrað manns sóttu lokatónleika hátíðarinnar. Á tónleikum sem haldnir verða í Deiglunni í kvöld, föstu- dagskvöld leikur hljómsveitin Hrafnaspark frá Akureyri með tríóinu ásamt pólska fiðluleik- aranum Marcin Lazarz. Enda- hnúturinn á hátíðinni verður bundinn með sannkallaðri síg- aunasveiflu 10 manna sígauna- stórsveitar ásamt Robin Nolan- tríóinu í Ketilhúsinu á laugar- dagkvöld, 23. mars kl. 21.15. Django Jazz 2002 verður svo haldin í sumar, dagana 14. til 17. ágúst Djangó- vetr- arhátíð Robin Nolan-tríóið KAMMERTÓNLEIKAR verða haldnir í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á morgun, laugardaginn 23. mars kl. 16. Flytjendur á tónleikunum eru þau Ásdís Arnardóttir selló- leikari, Magnea Árnadóttir flautuleikari og Jón Sigurðsson píanóleikari. Flytjendurir eiga það sameiginlegt að hafa langt framhaldsnám að baki og öll hafa þau stundað nám í Banda- ríkunum. Ásdís, Jón og Magnea eru virkir flytjendur kammer- tónlistar og hafa síðastliðnar vikur flutt þessa efnisskrá víða um land. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og óvenjuleg en þar er að finna sjaldheyrð verk eftir Skúla Halldórsson, Jór- unni Viðar, Carl Maria von Weber og Norman Dello Joio. Miðasala er við innganginn. Kammer- tónleikar ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur gengið frá samkomulagi við SISL-Sevryba Tow Limited um kaup á frystitogaranum Sevryba-2 en hann var smíðaður í Danmörku árið 1998. Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri ÚA greindi frá þessu á fundi sem efnt var til í gær þar sem kynntar voru fyrirhugaðar breytingar á starfsemi félagsins í kjölfar þess að Eimskip hefur keypt ráðandi hlut í því. Nýja skipið kemur í stað Sléttbaks sem ÚA hefur gert út frá árinu 1973, fyrst sem ísfiskveiðiskip og síðar frysti- skip. Sléttbakur verður settur upp í kaupverðið og nemur heildar- fjárfesting ÚA í þessum viðskiptum 680 milljónum króna. Hagstætt tilboð Sevryba-2 var smíðaður í Dan- mörku fyrir fjórum árum og er skipið 58 metra langt og 13,5 metra breitt. Guðbrandur sagði að skipið yrði eitt hið stærsta og öflugasta bol- fiskfrystiskip landsins. Skipið verð- ur afhent í fyrstu viku aprílmán- aðar, en það er nú við veiðar við Grænland. Sléttbakur verður svo afhentur nýjum eigendum síðar í vor. Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Eimskips, gerði á fundinum grein fyrir tilboði til hluthafa ÚA, en félagið skapaði sér yfirtöku- skyldu gagnvart öðrum hluthöfum með kaupum á tæplega 19% hlut í ÚA á dögunum og á Eimskip nú yf- ir 50% hlut í ÚA. Í kaupunum var miðað við kaupgengið 7,2. Ingi- mundur sagði ávinning hluthafanna fyrst og fremst þann að þeir fengju gott skiptaverð fyrir bréf sín, eða 20% hærra en það verð sem verið hefur á markaðnum að undanförnu. Hluthafar myndu þá eignast bréf í Eimskip sem verður móðurfélag nýs sjávarútvegsfélags með höfuð- stöðvar á Akureyri. Aðrir þættir starfseminnar eru sem kunnugt er flutninga- og fjárfestingastarfsemi. Ingimundur sagði kaupin á ráð- andi hlut í ÚA hafa borið brátt að, en Búnaðarbankinn hefði ákveðið að selja bréf sín og haft samband við Eimskip sem og fleiri fjárfesta. „Og við vildum ekki láta þetta tæki- færi fram hjá okkur fara“ sagði Ingimundur. Hann sagði að ÚA yrði horn- steinn í öflugu sjávarútvegsfyrir- tæki og yrði stefnt að því að efla starfsemi þess. Leitað yrði eftir samruna við önnur félög og þá í fyrstu horft til Skagstrendings í þeim efnum, en Eimskip keypti einnig nú nýlega aukinn hlut í því félagi og á þar nú 41% hlut. „Við munum á næstunni ræða þetta mál við heimamenn, við ætlum okkur að vinna þetta í nánu samstarfi við þá,“ sagði Ingimundur. Hluthafafundur í apríl Guðbrandur benti á í sínu erindi að tilboð Eimskips til hluthafa væri hagstætt. Skiptaverðið væri um 20% hærra en markaðsverð að und- anförnu auk þess sem bréf í Eim- skip væru seljanlegri en hlutabréf í ÚA. Hluthafafundur verður hjá Eimskip 4. apríl næstkomandi og hafa hluthafar 4 vikur þaðan í frá til að taka afstöðu til tilboðsins. Kaup Eimskips á ráðandi hlut í ÚA kynnt hluthöfum á Akureyri ÚA hefur keypt eitt stærsta bolfiskveiðiskip landsins Morgunblaðið/Kristján Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður félagsins, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eim- skips, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, ræða málin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.