Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 23 Kæli- og frystiskápar Eldunartæki Þvottavélar og þurrkarar Uppþvottavélar OD DI H F I1 92 7 GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, kvaðst í gær mundu und- irrita ný lög um fjármögnun stjórn- málaflokka en þeim er ætlað að takmarka verulega áhrif þrýstihópa á þá og kosningabaráttu einstakra manna. Hann sagðist þó telja lögin gölluð að sumu leyti og andstæð- ingar þeirra ætla að fara með þau fyrir dómstóla. Á Bandaríkjaþingi hefur verið tekist á um breytingar á lögunum í sjö ár og því þótti það mjög söguleg stund er þær voru að lokum sam- þykktar í öldungadeildinni með 60 atkvæðum gegn 40. „Með undirritun for- setans munum við úti- loka tugmilljarða kr. í leynilegum framlögum en vegna þeirra hafa margir Bandaríkja- menn efasemdir um heiðarleika kjörinna fulltrúa sinna,“ sagði repúblikaninn og öld- ungadeildarþingmaður- inn John McCain en hann beitti sér manna mest fyrir nýju lögun- um. Demókratinn Russell Feingold brosti líka breitt eftir atkvæðagreiðsluna og á áhorfenda- bekkjunum kvað við mikið lófa- klapp. Mikilvæg lög Margir segja nýju lögin þau mik- ilvægustu, sem Bandaríkjaþing hef- ur samþykkt árum saman. Með þeim eru framlög einstaklinga til stjórnmálamanna takmörkuð en fyrst og fremst banna þau leynileg framlög, til dæmis frá fyrirtækjum, verkalýðsfélögum og öðrum. Var aldrei meira um þau en í síðustu forsetakosningum. Með lögunum eru einnig bannaðar svokallaðar „málefnaauglýsingar“ síðustu 60 dagana fyrir kosningar og 30 fyrir forkosningar. Þá er átt við óbeinan áróður flokka eða þrýstihópa fyrir einstökum frambjóðendum eða gegn öðrum. Nýju lögin taka gildi 6. nóvember næstkomandi. Í öldungadeildinni voru 48 demó- kratar hlynntir lögunum, 11 repúbl- ikanar og einn óháður. Atkvæði gegn þeim greiddu 38 repúblikanar og tveir demókratar. Segir lögin stjórnarskrárbrot Repúblikaninn Phil Gramm var mjög andvígur lagasetningunni og hann heldur því fram, að hún sé stjórnar- skrárbrot. Bandaríska verslunarráðið er sama sinnis og segir, að hún takmarki mál- frelsið og meini ein- staklingum og sam- tökum að tjá sig og hafa áhrif á stjórn- málin. Ætlar ráðið að fara með lögin fyrir hæstarétt en McCain kveðst viss um sigur þar. Eins og fyrr segir hefur verið tekist á um breytingar á lög- unum um fjármögnun stjórnmála- flokka í hartnær áratug en Enron- hneykslið var þúfan, sem hlassinu velti. Næstum helmingur fulltrúa- deildarþingmanna hefur þegið framlög frá fyrirtækinu og þrír fjórðu öldungadeildarmanna. Fyrir lokaatkvæðagreiðsluna nefndi Fein- gold ýmis dæmi um hve lágt stjórn- málamenn hefðu lagst í fjáröflun sinni. Á Clinton-árunum var líkleg- um stuðningsmönnum oft boðið í kaffi í Hvíta húsinu eða leyft að sofa eina nótt í Lincoln-svefnher- berginu og hann minnti einnig á, að í skjóli leyndarinnar reyndi sjálfur kínverski herinn að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál. Ný lög um fjármögnun stjórnmála- flokka samþykkt á Bandaríkjaþingi Leynileg fram- lög þrýsti- hópa bönnuð Washington. AFP, AP. Andstæðingar laganna segjast ætla með þau fyrir hæstarétt John McCain ÚSBEKAR halda upp á persneska nýárið, sem nefnt er Nowruz, í Tashkent, höfuðborg Úsbekistans. Nowruz-hátíðin er haldin í Mið-Asíuríkjunum og Íran og tengist vorkomunni. Hátíðin á rætur að rekja til zaraþústratrú- ar, tvíhyggjukenninga spá- mannsins Zaraþústra, í hinni fornu Persíu. Kenningar hans grundvölluðust á baráttu góðs og ills, en hið góða sigrar að lokum, vekur hina dauðu til lífs- ins og skapar paradís á jörðu. AP Úsbekar fagna nýju ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.