Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Þakkir til Halldórs Ólafssonar SVO ER mál með vexti að ég keypti gestabók sem ég ætlaði að gefa í fermingar- gjöf. Þar sem ég skrifa svo illa datt mér í hug að biðja nágranna minn Halldór, að skrautrita fyrir mig í gesta- bókina. Hann gerði það. Ég er alveg í sjöunda himni því þetta er svo fallegt og vel gert enda var Halldór beð- inn að skrautrita í bók sem var gefin páfanum þegar hann var hér á landi. Hall- dór er listamaður af guðs náð. Þakka þér innilega fyr- ir. Stella. Verð á vítamínum ER ALLT með felldu hvað varðar óheyrilegt verð á vítamínum hér á landi? Stenst það verðsamanburð hjá nágrannaþjóðum? Auralítill eldri borgari. Nú Jork ÞEGAR talað er um borg- ina New York í fjölmiðlum er nær undantekningalaust sagt Nú Jork. Þetta á við um næstum alla fréttales- ara í fjölmiðlum, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Ætli þetta sé fyrirskipun eða ósk frá málfarsráðunautum fjölmiðlanna eða tilraun til að gera þetta borgarheiti eitthvað íslenskulegra? Er ekki til þýðingin Nýja Jór- vík? Ekki er ég að mæla með því að hún verði tekin upp, en fróðlegt væri að heyra hvað veldur fram- burðinum Nú Jork. B.B. Þakkir til Dalamanna ÁGÆTU Dalamenn, ég vil þakka ykkur fyrir að sam- þykkja 16. mars síðastlið- inn að sameinast Reykhóla- hreppi en því miður bárum við ekki gæfu til þess að gera það líka. Bestu kveðjur í Dalina, Málfríður Vilbergsd., Hríshóli, Reykhólahr. Góð heimsókn LANDSBANKINN bauð sl. þriðjudag eldri borgur- um í heimsókn. Var gestum boðið m.a. að hlusta á sögu bankans og á eftir var bingó og kaffi og Landsbankakór- inn söng fyrir gesti. Við nutum þess að koma þarna og viljum senda bankanum þakklæti okkar. Bella Sigurjónsson og Dóra Eysteinsson. RÚV taki til sýningar ÉG SKORA á ríkissjón- varpið að sýna myndina um fóstureyðinguna sem sýnd var á Omega 13. mars sl. Ógeðsleg var hún og ég er sammála móður sem skrif- ar í Velvakanda sl. þriðju- dag að tímasetningin á út- sendingu var ekki heppileg. Börn eru heima á þessum tíma og þau horfa á margt í sjónvarpi og meira en nóg af ógeði. Ég er sammála Huldu Jensdóttur að þetta er ekki nóg útskýrt fyrir ungum stúlkum að þetta er lifandi einstaklingur, tilbú- inn að verða fallegt lítið barn. Það er verið að hneykslast á fimm barna móður í bandaríkjunum sem drekkti börnum sínum. Hún var sjúk og undir áhrifum lyfja. Ung frísk stúlka er fullmeðvitandi en framkvæmir jafnvel aftur og aftur með aðstoð lækna þetta voðaverk. Móðir og ljósmóðir. Tapað/fundið Guess-úr týndist SILFURLITAÐ Guess-úr með hlekkjaarmbandi og dökkblárri skífu sem líkist stýri týndist sl. laugardag á leiðinni Skipholti – Suður- landsbraut – Laugardalur. Skilvís finnandi hafi sam- band við Hrefnu í síma 698 4418. Fundarlaun. Gsm-sími týndist MOTOROLA 3690 silfurlit- aður gsm-sími í leðurtösku týndist í Grafarvogi eða Breiðholti. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554 0259 eða 567 2225. Bakpoki týndist í Skálafelli LJÓSBLÁR og svartur Eastpak-bakpoki týndist í Skálafelli 18. mars sl. Í hon- um var vínrauður flísjakki og hitabrúsi og fleira. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 866 0212. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI er kátur yfir fréttumaf því að skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi tekið já- kvætt í hugmyndir Evu Maríu Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu og íbúa í Þingholtunum, um að þrjú torg í hverfinu verði endurvakin. Eva María leggur til að Óðinstorg, Baldurstorg og Freyjutorg verði staðir þar sem fólk geti hitzt og setzt niður á kaffihúsi, horft á börn- in sín leika sér í sandkössum eða á þar til gerðum leiksvæðum o.s.frv. Það er löngu kominn tími til að gera mannlífinu hærra undir höfði á torgunum í Þingholtunum í stað þess að þau séu eingöngu blikk- beljufjós eins og því miður er í dag. x x x VÍÐA í öðrum eldri hverfum, t.d.á Melunum, í Hlíðunum og á Teigunum, er gott gangstéttarpláss framan við gamalt verzlunarhús- næði, sem stendur nú autt. Víkverji hefur stundum velt því fyrir sér hvort ekki megi breyta þessum gömlu verzlunum í lítil kaffihús, sem á góðviðrisdögum myndu færa starfsemina út á stéttina. Þar gæti þá skapazt eins konar torgstemmn- ing. Víkverji er sannfærður um að hverfiskaffihús af þessu tagi myndu fá talsverð viðskipti, enda er ekkert vit í því að öll kaffihús bæjarins hrúgist á sama blettinn í miðborg- inni. Það gerist algengara að fólk vinni heima hjá sér og heimavinnu- fólk væri áreiðanlega fegið þeirri tilbreytingu sem í því fælist að rölta t.d. á kaffihús með börnin í hádeg- inu og fá sér einhverja einfalda mál- tíð, eða þá að setjast þar með far- tölvuna og vinna. Hverfiskaffihúsin yrðu stunduð af foreldrum í fæðing- arorlofi, eldri borgurum, listaspír- um sem ættu ekki fyrir strætómiða niður í miðbæ o.s.frv. Staðir, sem áður voru samkomustaðir fólks í hverfinu, þ.e. kjörbúð, mjólkurbúð, bakarí eða fiskbúð, myndu ganga í endurnýjun lífdaga og hús, sem voru hönnuð til að hýsa bæði íbúðir og atvinnustarfsemi, myndu aftur öðlast sinn rétta tilgang í lífinu. x x x FLESTIR eru sammála um aðvandamál margra hverfa í Reykjavík sé skortur á skemmti- legu mannlífi. Vandinn verður ekki leystur með útivistarsvæðum – það er hægt að stunda útivist hvar og hvenær sem er, einn eða fleiri sam- an – heldur með því að búa til staði þar sem fólki finnst gaman að hitt- ast, sýna sig og sjá aðra og kynnast nágrönnunum. Bezta leiðin til úr- bóta er að skipuleggja mannlíf í kringum góðan mat og hóflega áfengisneyzlu, þ.e. í kringum veit- inga- og kaffihús. En líklega yrði að loka kaffihúsum í íbúðarhverfum snemma, a.m.k. fyrst um sinn, því að enn hafa Íslendingar ekki lært að umgangast áfengi eftir kvöldmat án þess að spila háværa tónlist og verða sér til skammar á almanna- færi. x x x AÐ LOKUM hrós til Litla ljótaandarungans í Lækjargötu, sem er nokkurn veginn eina bjórkráin sem Víkverji hefur heim- sótt nýlega, sem gerir enga tilraun til að æra gesti sína með graðhesta- tónlist þegar líður á kvöldið. Þar er stundum engin tónlist, heldur bara þægilegt skvaldrið í gestunum. Vík- verji getur því hitt vini sína á And- arunganum án þess að taka með sér litlu vírklippurnar, sem hann hefur gjarnan í vasanum ef klippa þyrfti á hátalarasnúru í þágu innihaldsríkra samræðna. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 kaldhæðni, 8 munnbiti, 9 gösla í vatni, 10 lengd- areining, 11 þunnt stykki, 13 bleytunnar, 15 lóu, 18 kærleika, 21 auð, 22 þolna, 23 viljugu, 24 sköpulag. LÓÐRÉTT: 2 bölva, 3 jarða, 4 hæsta, 5 álíta, 6 stubb, 7 sægur, 12 hróp, 14 gála, 15 vilj- ugt, 16 hrekk, 17 vínglas, 18 svipað, 19 fugls, 20 þvaður. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 storm, 4 horsk, 7 lerki, 8 skjár, 9 sót, 11 garn, 13 snar, 14 Ólína, 15 flot, 17 ljót, 20 ata, 22 lifir, 23 urtan, 24 riðla, 25 auðna. Lóðrétt: 1 sálug, 2 orrar, 3 meis, 4 hest, 5 rýjan, 6 kær- ar, 10 ótítt, 12 nót, 13 sal, 15 fölur, 16 orfið, 18 játað, 19 tunna, 20 arga, 21 auga. K r o s s g á t a Á SÝNINGU, sem haldin var í Seðlabankahúsinu fyrir nokkrum árum (eða áratug?) þar sem fulltrú- ar frá hinum ýmsu starfs- stéttum voru saman komnir (þar sem konur áttu fulltrúa), fór fram spurningakeppni þar sem spurt var hvenær gestir sýningarinnar teldu að ráðin yrði fyrsta konan í embætti bankastjóra á Ís- landi. Nú langar mig að spyrja: Er einhver sem varðveitir þau svör sem bárust í þessari spurn- ingakeppni? Fróðlegt væri að heyra hvort ein- hver veit um afdrif kass- anna sem svörin voru lát- in í. Ætli öll svörin hafi misst marks eða á ein- hver gestur enn von á vinningi? Ein forvitin. Fyrsta konan sem bankastjóri Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Irena Arctica vænt- anleg og út fer Sig- urbjörgin. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leik- fimi og vinnustofa, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Jóna Kristín stjórnar fjölasöng í kaffitímanum. Árskógar 4. Bingó kl. 13.30. Kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–12 bókband, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 17 fótaaðgerðir, kl. 13 frjálst að spila. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlað- hömrum er á þriðjudög- um og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömr- um fimmtudaga kl. 17– 19. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014, kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlits- snyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 9 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjá- bakka) kl. 20.30. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10–12 versl- unin opin, kl. 13. „Opið hús“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. 26. mars nk. er spilað í Holtsbúð kl. 13.30. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Í dag, föstudag, myndlist og brids kl. 13.30. Nýir spilamenn velkomnir. Dansleikur kl. 20.30. Capri Tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan op- in alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara, söng- og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“, minn- ingar frá árum síldaræv- intýranna og „Fugl í búri“ dramatískan gam- anleik. Sýningar: Mið- vikudaga kl. 14, föstu- daga kl. 14 og sunnudaga kl. 16. Ath. nk. sunnudag, 24. mars, fellur sýningin niður. Miðapantanir í síma: 588 2111, 568 9082 og 551 2203. Sparidagar á Örkinni 14.–19. apríl, skráning á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ás- garði, Glæsibæ. Upplýs- ingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Veitingar í veitingabúð. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 ramma- vefnaður, kl. 13 bók- band, kl. 13.15 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 10 glerlist, Gleði- gjafarnir syngja kl. 14– 15. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handavinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postu- lín, kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerðir, hársnyrt- ing. Hæðargarður. Ath. sunnudagana 24. og 31. mars er lokað. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 10 boccia. Félagsstarfið er opið öll- um aldurshópum, allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Í dag, föstudaginn 22. mars, kl. 13.30 kynnir Lyf og heilsa lyfja- skömmtun. Kaffi og meðlæti í boði Lyf og heilsu. Dansað í kaffi- tímanum við lagaval Halldóru, allir velkomn- ir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaað- gerðir, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Háteigskirkja aldraðir. Eldri borgarar. Bingó í dag í Setrinu kl. 14. Kaffi á eftir. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laugardögum. Félag fráskilinna og ein- stæðra. Fundur á morg- un kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Nýir fé- lagar velkomnir. Munið gönguna mánudag og fimmtudag. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca 16– 25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl. 15–17 á Geysi, kakóbar, Aðalstræti 2 (gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Samstarfsnefnd átt- hagafélaga. Spurn- ingakeppni átthaga- félaga 4. og síðasta keppnin, verður haldin í dag, föstudag, kl. 20 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Nú ráðast úrslit- in. Mætið stundvíslega. Kvenfélag Langholts- sóknar heldur kökubasar í Glæsibæ laugardaginn 23. mars klukkan 12. Mikið úrval af heimabök- uðum tertum. Allur ágóði rennur til kirkjunnar. Minningarkort Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvennadeild- ar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykja- víkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562 1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551 7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561 5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykja- vík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553 9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíró- seðils. Minningarkort Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blóma- búðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152. Minningarkort Breið- firðingafélagsins, eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni s. 555 0383 eða 899 1161. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsam- legast hringi í síma 552 4994 eða 553 6697, minningarkortin fást líka í Háteigskirkju við Há- teigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju s. 520 1300 og í blómabúð- inni Holtablómið, Lang- holtsvegi 126. Gíróþjón- usta er í kirkjunni. Í dag er föstudagur 22. mars, 81. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Ég er kominn að varpa eldi á jörðu. Hversu vildi ég, að hann væri þegar kveiktur! (Lúk. 12,49.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.