Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 44
KIRKJUSTARF 44 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGINN 24. mars nk. kl. 14 verður haldin ensk messa í Hall- grímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason og organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða al- mennan safnaðarsöng. Kristín María Hreinsdóttir syngur einsöng. Léttar veitingar að messu lokinni. Á þessu ári er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju einu sinni í mánuði. Service in English SERVICE in English at The Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Sunday March 24th at 2 pm. Holy Communion. Palm Sunday. Cele- brant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Lára Bryndís Eggertsdóttir. Soloist: Kristín María Hreinsdóttir. Refresh- ments after the service. Áfengisráðgjafi á Ömmukaffi LAUGARDAGSMORGUNINN 23. mars kl. 11 verður opið á Ömmu kaffi í Austurstræti 20 (Gamli Hress- ingarskálinn). Þangað mætir Guð- bergur Auðunsson áfengis- og fíkni- efnaráðgjafi og flytur fyrirlestur um fangameðferð. Málefni fanga á Ís- landi hafa verið til umræðu að und- anförnu og Guðbergur hefur viðað að sér þekkingu um það hvaða með- ferð fangar þurfi til að upplifa raun- verulega betrun í lífi sínu. Guðbergur hefur starfsaðstöðu í Austurstræti 20 (efri hæð) þar sem hann tekur meðferðarviðtöl. Einnig heldur hann námskeið og fyrir- lestra. Það eru allir velkomnir á þennan fyrirlestur meðan húsrúm leyfir og það er hægt að kaupa sér ljúfar veitingar á afar sanngjörnu verði. Fræðslan er öllum að kostn- aðarlausu. Ömmukaffi og Miðborgarstarf KFUM&K. Kvöldstund með Þor- valdi Halldórssyni í Digraneskirkju Á MORGUN, föstudag, kl. 20:30, verður kvöldsamvera í Digra- neskirkju í Kópavogi. Þar mun Þor- valdur Halldórsson leiða lofgjörð. Hjónin Íris Verudóttir og Emil Hreiðar Björnsson munu syngja nokkur lög. Prestur kvöldsins er sr. Gunnar Sigurjónsson, en hann mun hafa hugleiðingu og leiða fyrir- bænaþjónustu. Ensk messa í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Jim Smart Hallgrímskirkja í Reykjavík. Háteigskirkja. Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustu- fulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05 alla virka daga nema mánu- daga. Mömmumorgunn kl. 10–12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Kvenfélag Langholtssóknar heldur kökubasar í Glæsibæ laugardaginn 23. mars klukkan 12. Mikið úrval af heima- bökuðum tertum. Allur ágóði rennur til kirkjunnar. Digraneskirkja. Kvöldstund kl. 20.30 með Þorvaldi Halldórssyni. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Emil Björnsson og Íris Verudóttir syngja. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Lokasamvera. Síðasta samvera vetrarins á morgun, laugardag, kl. 11.15 í Víkurskóla. Kveðj- um brúðurnar Sollu og Kalla. Fjölmenn- um. Sóknarprestur. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, dagstofu 3. hæð. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Biblíurannsókn og bænastund á mið- vikudagskvöldum kl. 20. Allir hjartan- lega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Val- geir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Elías Theodórsson. Samlestrar og bænastund á mánudags- kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega vel- komnir. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Samlestrar og bænastund í safnaðar- heimilinu á fimmtudögum kl. 17.30. All- ir hjartanlega velkomnir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Biblíu- rannsókn/bænastund á miðvikudags- kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega vel- komnir. Safnaðarstarf FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  1823228  Fr. I.O.O.F. 12  1823228½  Bi. Laugardag 23. mars kl. 10-12. Kennsla um lofgjörð o.fl. Sunnudag 24. mars kl. 14. Samkoma í Suðurhlíðaskóla, Suðurhlíð 36, Reykjavík. Hans Sundberg, pastor, og David Ålen, lofgjörðarleiðtogi frá Vineyard kirkjunni í Stokk- hólmi, predika og þjóna til okk- ar. Mikil lofgjörð, barnastarf, kaffi og samfélag á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Uppl. í síma 564 4303. Vineyard christian fellowship international. Í kvöld kl. 21 heldur Pétur Giss- urarson erindi: „Allt er eining“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Birgis Bjarna- sonar: „Spjall um bókina: Mátt- urinn í núinu”. Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is SÍMINN-GSM hefur tekið í notkun nýja áskriftarleið sem er sérstaklega ætluð fyrirtækjum sem greiða fyrir sjö GSM-númer eða fleiri hjá Síman- um. Hópáskrift Símans felur í sér að GSM-númer fyrirtækisins eru skil- greind saman í hóp og starfsmenn geta hringt sín á milli án þess að greiða fyrir mínútugjald. Mánaðar- gjald fyrir hvern síma er 1.040 kr. og er því viðbótargjald 490 kr. við mán- aðargjald almennrar GSM-áskriftar, sem er kr. 550. Til að skrá sig inn í hópáskrift Sím- ans þarf fyrirtæki að vera með sjö GSM-símanúmer eða fleiri. Skilyrði um fjölda GSM-númera er bundið við sama viðskiptavin eða rétthafa en er að öðru leyti óháð því hvort um fyr- irtæki eða einstakling er að ræða. Viðskiptavinir Símans-GSM þurfa ekki að skipta um númer til þess að geta gengið í hópáskriftina, segir í fréttatilkynningu. Síminn-GSM með nýja áskriftarleið GRUNNNÁM í kvikmyndagerð við Kvikmyndaskóla Íslands hefst 8. apríl. Grunnnámið er ein önn og stendur í 15 vikur. Námið er 90% verklegt og er hugsað sem þjálfun í að ná valdi á tækniþáttum faglegrar kvikmyndagerðar. Námið er fyrir þá sem vilja kynna sér þá möguleika sem kvikmynda- miðillinn býður upp á og þá sem vilja mennta sig frekar í kvikmyndagerð, hentar það einnig þeim sem hafa hug á að taka kvikmyndamiðilinn í þjón- ustu sína vegna menntunar sinnar eða vinnu. Kennt verður fimm daga vikunnar frá kl. 18–22. Leiðbeinend- ur og fyrirlesarar eru starfandi kvik- myndagerðarmenn. Nemendur hafa aðgang að tækjabúnaði skólans á þeim tímum sem þeir eru skráðir, segir í fréttatilkynningu. Grunnnám í kvikmyndagerð ERLÍN Óskarsdóttir skurðhjúkr- unarfræðingur hefur hlotið styrk úr Rannsóknasjóði Klinidrape og EORNA vegna lokaverkefnis sem hún vinnur að í meistarapróf- snámi við Háskóla Íslands. Krist- ján Einarsson, forstjóri Rekstr- arvara, afhenti styrkinn við athöfn í fyrirtækinu að við- stöddum meðal annarra fulltrúum Evróusamtaka skurðhjúkrunar- fræðinga (EORNA), þeim Þór- höllu Eggertsdóttur og Þóru Guðjónsdóttur. Verkefni Erlínar kemur síðan til álita við úthlutun verðlauna á næsta EORNA-þingi sem haldið verður á Krít vorið 2003. Erlín Óskarsdóttir starfar sem deildarstjóri á skurðstofu Heil- brigðisstofnunar Selfoss þar sem hún hefur starfað í tvo áratugi. Hún útskrifaðist sem hjúkr- unarfræðingur árið 1971, sem skurðhjúkrunarfræðingur 1979, og lauk BS-prófi í hjúkrun árið 1997. Erlín stefnir að því að ljúka meistaraprófi í vor. Hún er einn- ig fyrsti varaformaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, segir í fréttatilkynningu. Frá athöfninni í Rekstrarvörum, aftari röð f.v.: Guðný Einarsdóttir, sölumaður hjá Rekstrarvörum, Jóhanna Runólfsdóttir, sjúkraliði hjá Rekstrarvörum, Kristján Einarsson, forstjóri Rekstrarvara, Guðrún Daníelsdóttir, stjórnarmaður í Félagi skurðhjúkrunarfræðinga, og Rut Sigurðardóttir, formaður Félags skurðhjúkrunarfræðinga. Fremri röð f.v.: Þórhalla Eggertsdóttir, fulltrúi EORNA, Evrópusamtaka skurð- hjúkrunarfæðinga, Erlín Óskarsdóttir, styrkþegi Klinidrape EORNA, og Þóra Þ. Guðjónsdóttir, fulltrúi EORNA. Hlaut styrk úr Rannsókna- sjóði Klinidrape og EORNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.