Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 44
KIRKJUSTARF
44 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGINN 24. mars nk. kl. 14
verður haldin ensk messa í Hall-
grímskirkju. Prestur verður sr.
Bjarni Þór Bjarnason og organisti
Lára Bryndís Eggertsdóttir. Guðrún
Finnbjarnardóttir mun leiða al-
mennan safnaðarsöng. Kristín María
Hreinsdóttir syngur einsöng. Léttar
veitingar að messu lokinni.
Á þessu ári er boðið upp á enska
messu í Hallgrímskirkju einu sinni í
mánuði.
Service in English
SERVICE in English at The Church
of Hallgrímur (Hallgrímskirkja).
Sunday March 24th at 2 pm. Holy
Communion. Palm Sunday. Cele-
brant and Preacher: The Revd
Bjarni Thor Bjarnason. Organist:
Lára Bryndís Eggertsdóttir. Soloist:
Kristín María Hreinsdóttir. Refresh-
ments after the service.
Áfengisráðgjafi
á Ömmukaffi
LAUGARDAGSMORGUNINN 23.
mars kl. 11 verður opið á Ömmu
kaffi í Austurstræti 20 (Gamli Hress-
ingarskálinn). Þangað mætir Guð-
bergur Auðunsson áfengis- og fíkni-
efnaráðgjafi og flytur fyrirlestur um
fangameðferð. Málefni fanga á Ís-
landi hafa verið til umræðu að und-
anförnu og Guðbergur hefur viðað
að sér þekkingu um það hvaða með-
ferð fangar þurfi til að upplifa raun-
verulega betrun í lífi sínu.
Guðbergur hefur starfsaðstöðu í
Austurstræti 20 (efri hæð) þar sem
hann tekur meðferðarviðtöl. Einnig
heldur hann námskeið og fyrir-
lestra. Það eru allir velkomnir á
þennan fyrirlestur meðan húsrúm
leyfir og það er hægt að kaupa sér
ljúfar veitingar á afar sanngjörnu
verði. Fræðslan er öllum að kostn-
aðarlausu.
Ömmukaffi og Miðborgarstarf
KFUM&K.
Kvöldstund með Þor-
valdi Halldórssyni
í Digraneskirkju
Á MORGUN, föstudag, kl. 20:30,
verður kvöldsamvera í Digra-
neskirkju í Kópavogi. Þar mun Þor-
valdur Halldórsson leiða lofgjörð.
Hjónin Íris Verudóttir og Emil
Hreiðar Björnsson munu syngja
nokkur lög. Prestur kvöldsins er sr.
Gunnar Sigurjónsson, en hann mun
hafa hugleiðingu og leiða fyrir-
bænaþjónustu.
Ensk messa í
Hallgrímskirkju
Morgunblaðið/Jim Smart
Hallgrímskirkja í Reykjavík.
Háteigskirkja. Samverustund eldri borg-
ara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustu-
fulltrúa.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45–7.05 alla virka daga nema mánu-
daga. Mömmumorgunn kl. 10–12 í
umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna.
Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir
börn.
Kvenfélag Langholtssóknar heldur
kökubasar í Glæsibæ laugardaginn 23.
mars klukkan 12. Mikið úrval af heima-
bökuðum tertum. Allur ágóði rennur til
kirkjunnar.
Digraneskirkja. Kvöldstund kl. 20.30
með Þorvaldi Halldórssyni. Prestur sr.
Gunnar Sigurjónsson. Emil Björnsson og
Íris Verudóttir syngja.
Kirkjuskólinn í Mýrdal. Lokasamvera.
Síðasta samvera vetrarins á morgun,
laugardag, kl. 11.15 í Víkurskóla. Kveðj-
um brúðurnar Sollu og Kalla. Fjölmenn-
um. Sóknarprestur.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.
14.30 helgistund á heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja, dagstofu 3. hæð.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í
Varmárskóla kl. 13.15–14.30.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11–12.30.
Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíu-
fræðsla. Barna- og unglingadeildir á
laugardögum. Létt hressing eftir sam-
komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla
alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM
105,5.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga-
samkoma í kvöld kl. 21.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Eric Guðmundsson.
Biblíurannsókn og bænastund á mið-
vikudagskvöldum kl. 20. Allir hjartan-
lega velkomnir.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut
2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Val-
geir Arason.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði
40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10.15.
Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður
Elías Theodórsson.
Samlestrar og bænastund á mánudags-
kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Samlestrar og bænastund í safnaðar-
heimilinu á fimmtudögum kl. 17.30. All-
ir hjartanlega velkomnir.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11.
Ræðumaður Björgvin Snorrason. Biblíu-
rannsókn/bænastund á miðvikudags-
kvöldum kl. 20. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Safnaðarstarf
FRÉTTIR
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 1 1823228 Fr.
I.O.O.F. 12 1823228½ Bi.
Laugardag 23. mars kl. 10-12.
Kennsla um lofgjörð o.fl.
Sunnudag 24. mars kl. 14.
Samkoma í Suðurhlíðaskóla,
Suðurhlíð 36, Reykjavík.
Hans Sundberg, pastor, og
David Ålen, lofgjörðarleiðtogi
frá Vineyard kirkjunni í Stokk-
hólmi, predika og þjóna til okk-
ar.
Mikil lofgjörð, barnastarf, kaffi
og samfélag á eftir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Uppl. í síma 564 4303.
Vineyard christian
fellowship international.
Í kvöld kl. 21 heldur Pétur Giss-
urarson erindi: „Allt er eining“ í
húsi félagsins, Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15-17 er opið
hús með fræðslu og umræðum,
kl. 15.30 í umsjón Birgis Bjarna-
sonar: „Spjall um bókina: Mátt-
urinn í núinu”.
Á sunnudögum kl. 17-18 er
hugleiðingarstund með leiðbein-
ingum fyrir almenning.
Á fimmtudögum kl. 16.30-
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta. Starfsemi félagsins er
öllum opin.
www.gudspekifelagid.is
SÍMINN-GSM hefur tekið í notkun
nýja áskriftarleið sem er sérstaklega
ætluð fyrirtækjum sem greiða fyrir
sjö GSM-númer eða fleiri hjá Síman-
um.
Hópáskrift Símans felur í sér að
GSM-númer fyrirtækisins eru skil-
greind saman í hóp og starfsmenn
geta hringt sín á milli án þess að
greiða fyrir mínútugjald. Mánaðar-
gjald fyrir hvern síma er 1.040 kr. og
er því viðbótargjald 490 kr. við mán-
aðargjald almennrar GSM-áskriftar,
sem er kr. 550.
Til að skrá sig inn í hópáskrift Sím-
ans þarf fyrirtæki að vera með sjö
GSM-símanúmer eða fleiri. Skilyrði
um fjölda GSM-númera er bundið við
sama viðskiptavin eða rétthafa en er
að öðru leyti óháð því hvort um fyr-
irtæki eða einstakling er að ræða.
Viðskiptavinir Símans-GSM þurfa
ekki að skipta um númer til þess að
geta gengið í hópáskriftina, segir í
fréttatilkynningu.
Síminn-GSM
með nýja
áskriftarleið
GRUNNNÁM í kvikmyndagerð við
Kvikmyndaskóla Íslands hefst 8.
apríl. Grunnnámið er ein önn og
stendur í 15 vikur. Námið er 90%
verklegt og er hugsað sem þjálfun í
að ná valdi á tækniþáttum faglegrar
kvikmyndagerðar.
Námið er fyrir þá sem vilja kynna
sér þá möguleika sem kvikmynda-
miðillinn býður upp á og þá sem vilja
mennta sig frekar í kvikmyndagerð,
hentar það einnig þeim sem hafa hug
á að taka kvikmyndamiðilinn í þjón-
ustu sína vegna menntunar sinnar
eða vinnu. Kennt verður fimm daga
vikunnar frá kl. 18–22. Leiðbeinend-
ur og fyrirlesarar eru starfandi kvik-
myndagerðarmenn. Nemendur hafa
aðgang að tækjabúnaði skólans á
þeim tímum sem þeir eru skráðir,
segir í fréttatilkynningu.
Grunnnám í
kvikmyndagerð
ERLÍN Óskarsdóttir skurðhjúkr-
unarfræðingur hefur hlotið styrk
úr Rannsóknasjóði Klinidrape og
EORNA vegna lokaverkefnis sem
hún vinnur að í meistarapróf-
snámi við Háskóla Íslands. Krist-
ján Einarsson, forstjóri Rekstr-
arvara, afhenti styrkinn við
athöfn í fyrirtækinu að við-
stöddum meðal annarra fulltrúum
Evróusamtaka skurðhjúkrunar-
fræðinga (EORNA), þeim Þór-
höllu Eggertsdóttur og Þóru
Guðjónsdóttur.
Verkefni Erlínar kemur síðan
til álita við úthlutun verðlauna á
næsta EORNA-þingi sem haldið
verður á Krít vorið 2003.
Erlín Óskarsdóttir starfar sem
deildarstjóri á skurðstofu Heil-
brigðisstofnunar Selfoss þar sem
hún hefur starfað í tvo áratugi.
Hún útskrifaðist sem hjúkr-
unarfræðingur árið 1971, sem
skurðhjúkrunarfræðingur 1979,
og lauk BS-prófi í hjúkrun árið
1997.
Erlín stefnir að því að ljúka
meistaraprófi í vor. Hún er einn-
ig fyrsti varaformaður Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga, segir
í fréttatilkynningu.
Frá athöfninni í Rekstrarvörum, aftari röð f.v.: Guðný Einarsdóttir,
sölumaður hjá Rekstrarvörum, Jóhanna Runólfsdóttir, sjúkraliði hjá
Rekstrarvörum, Kristján Einarsson, forstjóri Rekstrarvara, Guðrún
Daníelsdóttir, stjórnarmaður í Félagi skurðhjúkrunarfræðinga, og Rut
Sigurðardóttir, formaður Félags skurðhjúkrunarfræðinga. Fremri röð
f.v.: Þórhalla Eggertsdóttir, fulltrúi EORNA, Evrópusamtaka skurð-
hjúkrunarfæðinga, Erlín Óskarsdóttir, styrkþegi Klinidrape EORNA,
og Þóra Þ. Guðjónsdóttir, fulltrúi EORNA.
Hlaut styrk úr Rannsókna-
sjóði Klinidrape og EORNA