Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að var kanadíski út- varpsmaðurinn Jürg- en Gothe sem ein- hverju sinni afkynnti söng ítalska tenórs- ins Andreas Bochellis á þennan háðslega máta sem tilgreindur er í tilvitnuninni hér að ofan. Bochelli þarf reyndar ekki að kynna. Hann hefur með söng sínum farið sigurför um heim- inn, og þótt sumir vilji kalla söng hans óperusöng eru þeir líka margir sem veigra sér við því að segja þetta eiginlegan óp- erusöng. En hvað eiga mennirnir við? Ja, ef til vill það, að söngur Bochellis standist engan sam- anburð við söng alvöru tenóra, eins og til dæmis Argentínu- mannsins José Cura. Rödd Bochellis sé lítil og litlaus, og jafnvel þótt hann þenji sig til hins ítrasta þurfi hann engu að síður míkrófón til að áheyr- endur heyri almennilega í honum. Rödd Cura, aftur á móti, svo hann sé enn hafður til samanburðar, sé aðsópsmikil, litsterk, og svo stór, að það sé alltaf eins og söngvarinn eigi af nógu að taka og þess vegna geti hann haft fullkomna stjórn á söng sínum. Hann standi alveg jafnfætis læriföður sínum, Plac- ido Domingo. Ofangreind orð kanadíska út- varpsmannsins fela auðvitað í sér að söngur Bochellis sé í raun lítið annað en afbrigði af hinni illræmdu lyftutónlist. Aft- ur á móti má halda því fram, að áðurnefndur Cura sé alvöru óp- erusöngvari. (Skyldi þó ekki vera að þar sé kominn „fjórði tenórinn“ sem leitað hefur verið um langa hríð?) En hver er munurinn á lyftutónlist og al- vöru tónlist? Ja, þetta er nátt- úrlega bara gamla, óþolandi spurningin: Hvað er list? (Ef góðfúsum lesanda verður jafnan flökurt þegar hann sér eða heyrir þessa spurningu skal honum hið snarasta bent á að lesa strax síðustu málsgreinina í þessum dálki áður en lengra er haldið). Heimspekingar hafa smíðað kenningar um það hvernig hægt sé að svara þessari óþolandi spurningu. (Þeir láta ekki deig- an síga, heimspekingarnir.) En hvernig er yfirleitt hægt að fara að því að svara svona spurn- ingu? Ekki síst þess vegna sem manni finnst hún svona óþol- andi, að maður kemur ekki auga á neina leið til að svo mikið sem byrja að svara henni. Maður freistast til að reyna fremur að eyða henni svo að hún hætti að pirra mann. Er ekki list bara eitthvað sem manni finnst sjálfum vera list? kann góðfús – en samt dálítið pirraður er hér er komið sögu – lesandinn að spyrja, til þess að reyna að losna undan ásókn hinnar óþolandi spurningar. En með því að spyrja svona á móti hefur lesandinn í raun tekið hina óþolandi spurningu alvar- lega og hleypt af stað vangavelt- um. Spurningin er nefnilega sú, hvort list sé eitthvað sem býr í listaverkinu sjálfu, og berst það- an til listnjótandans, eða hvort list sé eitthvað sem á upp- sprettu í njótandanum sjálfum og hann síðan eignar verkinu sem hann telur vera listaverk. Svo áfram sé haldið með dæmið af lyftutónlistarmanninum Boch- elli, þá er spurningin þessi: Býr sönglist hans í rödd hans sjálfs, eða er „list“ hans (líklega af- farasælast að hafa það innan krítískra gæsalappa) eitthvað sem býr í tónlistartilfinningu og upplifun áheyrenda? Hvað segja heimspekingarnir? Nú á tímum virðast þeir flestir vera hallir undir síðari kostinn, að listin búi í eyra heyrandans. En gallinn við það svar er sá, að það þaggar ekki niður hina upp- haflegu, óþolandi spurningu. Því þetta svar vekur einfaldlega aðra spurningu: Hvaðan kemur þá áheyrandanum listin (sem hann síðan eignar verkinu sem hann kallar listaverk)? En nú er rétt að gæta að sér og leiðast ekki út í vangaveltur heldur snúa til baka og byrja aftur að leita leiða til að eyða hinni óþolandi spurningu. Ein er sú aðferð sem virðist ganga nokkuð vel nú á dögum, og hún er fólgin í því að etja markaðs- lögmálunum á listina og segja að „list“ sé einfaldlega það sem fólk vilji kaupa sem list. Sam- kvæmt því eru bæði Bochelli og Cura miklir listamenn, þótt ólík- ir séu. – Cura þó ívið minni listamaður, þótt hann hafi selt ágætlega. En þegar nánar er að gáð dugar þessi aðferð ekki heldur til að þurrka út spurninguna, því að hún sprettur einfaldlega fram aftur, jafnhress (og óþol- andi) og áður, en nú í nýjum fötum: Hvað er það sem Boch- elli hefur fram að færa, og fólk kaupir sem list, en ekki til dæmis íslensk nútímaljóð? (Sem samkvæmt markaðslögmálinu eru alveg fullkomlega ólistræn, því fátt selst verr, eins og útgef- endur geta áreiðanlega vitnað um). Eina leiðin til að bæla niður hina óþolandi spurningu er að neita að taka hana alvarlega og segja í staðinn að hún sé í raun- inni ekki spurning, heldur eins- konar gildra sem tungumálið leggur fyrir mann með þeim hætti, að þar eð „list“ er nafn- orð þá heldur maður að það vísi til einhvers áþreifanlegs, ein- hvers tiltekins hlutar eða eig- inleika sem hafi sjálfstæða til- vist, svona eins og orðið „bíll“ vísar til ákveðins hlutar – far- artækis á þrem eða fjórum (eða fleiri) hjólum, og maður getur keypt eða fengið á kaupleigu. Svona hefur hinni óþolandi spurningu verið eytt, og sýnt fram á, að hún er ekki annað en villa sem kemur upp vegna strúktúrgalla í tungumálinu. Það sem meira er, ef áfram er haldið á þessari braut myndi lík- lega koma í ljós að „list“ er í rauninni ekki til, heldur er þetta bara spurning um hvaða söngur, bækur og myndir láta manni líða vel, og hvað verður til þess að maður tekur undir sig stökk og skrúfar niður í útvarpinu – eins og til dæmis þegar áð- urnefndur Bochelli hefur upp raust sína. Óþolandi spurning „Þetta var Andrea Bochelli að blása nýju lífi í ítalskar lyftur.“ VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Jürgen Gothe. Í NÝÚTKOMINNI bók sem leikarinn Kirk Douglas skrifar segir hann frá baráttu sinni við að ná tali og máli aftur, eftir að hann fékk heilablóð- fall árið 1995. Hann lýsir því hversu hjálparvana og skelkaður hann varð þegar áfallið dundi yf- ir. Þetta var sólardag einn í Los Angeles og Kirk, sem var nýbú- inn að ná sér eftir bakaðgerð, fann skyndilega sting frá gagnauga fram í andlitið. Það var sama hversu hann reyndi að segja frá því að eitthvað einkennilegt hefði gerst, enginn skildi hann. Orðin og hljóðin sem komu frá vörum hans voru óskiljanleg. „Ég hlýt að hafa séð þessa töku í bíómynd,“ hugsaði hann þegar hann var færður í hjólastól á milli deilda á spítalanum og horfði í flú- orljósin í loftinu. En þetta var raunveruleikinn. Þessi heimsfrægi kvikmyndaleik- ari hafði misst mál og tal, sem hann svo snilldarlega hafði notað og treyst á, á lífsferli sínum. Kirk Douglas er ekki frábrugð- inn öðrum einstaklingum sem missa málið. Hann lýsir í bókinni þunglyndi og vonleysi sem fylgir þessari baráttu. Hann hét því að hann myndi aldrei aftur leika í kvikmynd og aldrei aftur skrifa bók. Hann hefur þó framkvæmt hvoru tveggja. Kirk tók þá stefnu hægt og bítandi að breyta þessu áfalli til góðs – hann hét því að verða betri maður, enda orðinn áttræður og tími kominn til, að eigin sögn. Við tók tími endurhæfingar með mikilli talþjálfun og Kirk var einn af þeim heppnu einstak- lingum sem ná nokk- uð góðu tali eftir heilablóðfall. Á ráðstefnu tal- meinafræðinga í San Fransisco í Bandaríkjunum, árið 1999, sem nokkrir íslenskir tal- meinafræðingar voru viðstaddir, hélt Kirk Douglas áhrifamikla ræðu og þakkaði talþjálfun og góð- um viljastyrk mikinn árangur. Það skiptir miklu máli að eygja von og láta ekki neikvæði ná tök- um á lífinu þegar einstaklingar upplifa erfiðleika við tjáningu. Við sem vinnum með einstak- linga sem missa röddina eða eiga erfitt með tal eða málskilning, upplifum oft stóra sigra með skjól- stæðingum okkar, sem aðrir álíta sjálfsagðan hlut. Í Bretlandi var fyrir skemmstu árleg keppni og leit að svokallaðri poppstjörnu eða Pop Idol. Ungur piltur varð í öðru sæti eftir mikla baráttu á landsvísu. Þessi ungi piltur söng eins og engill, en stam- aði í öllum sjónvarpsviðtölum svo almenningur stóð á öndinni. En pilturinn hélt ótrauður áfram. Breska þjóðin fylgdist með honum og hann varð eftirlæti blaðamanna sem upplýstu almenning um stam um leið. Þessi ungi maður vann stóra sigra í orðsins fyllstu merk- ingu. Textinn við lagið sem hann söng í upphafi til að komast inn í keppnina er táknrænn fyrir það sem hann tekst á við daglega varð- andi stamið. Lagið er vel þekkt hér á landi og útleggst á íslensku „Ég flýg án vængja“ og er með popphljómsveitinni Westlife. Að mati margra sem stama fram- kvæmdi pilturinn vissulega eitt- hvað sem er óframkvæmanlegt, að tala og koma fram fyrir alþjóð. Við getum lært mikið af erf- iðleikum og sigrum þeirra sem eiga erfitt með að tjá sig. Fræð- umst um erfiðleika þeirra og veit- um þeim stuðning og skilning. Bókin sem vitnað er til er My Stroke of Luck, útgefin af Little Brown í Bretlandi, Harper Collins í Bandaríkjunum, 2002. Að sigrast á erfiðleikum Bryndís Guðmundsdóttir Vonin Það skiptir miklu máli að eygja von, segir Bryndís Guðmunds- dóttir, og láta ekki nei- kvæði ná tökum á lífinu. Höfundur er talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur. Í GREIN Ingu Jónu Þórðardóttur borgarfulltrúa, sem birtist í Morgun- blaðinu 20. þ.m., er reynt að gera tor- tryggilega niðurstöðu greiningar fjármála- deildar Reykjavíkur- borgar á aukningu eigna borgarinnar á árabilinu 1999–2002. Borgarfulltrúinn læt- ur líta svo út sem hækkun á fasteigna- mati fasteigna Reykjavíkurborgar og eignafærsla holræsa- kerfis hjá Fráveitu Reykjavíkur séu færðar til hækk- unar á bókfærðri fjárfestingu. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Fjárfestingar borgarinnar í grein- ingu fjármáladeildar, sem ég fjallaði um í grein í Morgunblaðinu 16. þ.m. inniheldur fjárfestinga- kostnað að frádreginni eignasölu. Meðal þeirra eru hvorki reiknaðar stærðir eða uppfærsla eldri hol- ræsa. Aftur á móti er fjárfesting í holræsum hvers árs meðal fjárfest- inga, enda hljóta menn að geta verið sammála um að sú fjárfesting er ekki af öðrum toga en aðrar fjárfestingar borgar- innar. Eignaaukning samkvæmt efnahags- reikningi er með þeim annmörkum, að hún felur í sér reiknaðar stærðir eins og end- urmat og fyrningar. Umræðan á þeim grunni getur orðið mjög misvísandi. Þess vegna valdi ég þá leið í grein minni að gera grein fyrir fjárfesting- um Reykjavíkurborgar á þessu árabili. Um fjárfestingar borgarinnar er ekki ágreiningur. Þar eru ekki reiknaðar stærðir á borð við end- urmat og fyrningar. Samkvæmt greiningu fjármáladeildar á fjár- festingum Reykjavíkurborgar árin 1999–2002 nema þær 28,2 mkr. að meðaltali á dag. Skuldir Reykja- víkurborgar hækkuðu á sama tíma- bili um 8,6 mkr. á dag. Fjárfest- ingar eru því meira en þreföld hækkun skulda. Tölurnar eru allar á verðlagi í árslok 2001. Því miður hefur framganga ein- stakra fulltrúa minnihlutans leitt til þess að umræða um fjármál borgarinnar er einatt á villigötum. Þar er vísvitandi ruglað saman fjárhag borgarsjóðs, sem fer með skattfé Reykvíkinga, og fjárhag einstakra fyrirtækja borgarinnar, sem selja þjónustu sína en fá ekki framlag af skattfé. Það er óneitan- lega miður að þurfa sífellt að leið- rétta rangfærslur og upplifa að frábær árangur í áætlanagerð og fjármálastjórn borgarinnar nýtur ekki þeirrar viðurkenningar borg- arfulltrúa sem vert er. Borgar- fulltrúum minnihlutans hlýtur að vera í sjálfsvald sett að deila á póli- tískar ákvarðanir um einstakar framkvæmdir og fjárfestingar. Mismunandi áherslur í því efni eru eðlilegar. Undir það falla hins veg- ar ekki þær rangfærslur sem hald- ið hefur verið fram um slæma fjár- málastjórn borgarinnar. Ég efast um að annars staðar sé að finna jafngreinargóðar starfs- og fjár- hagsáætlanir, jafnmikið samræmi milli áætlana og ársreiknings og jafngóða lánastýringu og hjá Reykjavíkurborg. Umræða á villigötum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Borgarfjármál Vísvitandi er ruglað saman fjárhag borg- arsjóðs sem fer með skattfé Reykvíkinga, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og fjárhag einstakra fyrirtækja borgarinnar sem selja þjónustu sína en fá ekki framlag af skattfé. Höfundur er borgarstjóri. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.