Morgunblaðið - 22.03.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.03.2002, Qupperneq 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 21 SLEÐADAGAR af fatnaði og fylgihlutum 15-50% afsláttur Sími: 594 6000 HÁTTSETTIR heim- ildarmenn í fram- kvæmdastjórn Evrópu- sambandsins gefa í skyn, að raunverulegur möguleiki sé á því fyrir Íslendinga að ná fram mikilvægum tilslökun- um frá Evrópusam- bandinu (ESB) varð- andi hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þess. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lagði á það áherslu í ræðu í Berlín í vikunni sem leið að slíkar tilslakanir skipti Íslendinga meginmáli verði það einhverntíma mögulegt fyrir þá að sækja um aðild að ESB. Hann lagði sérstaka áherslu á mikilvægi þess að Íslendingar héldu fullum yfirráðum yfir náttúruauðlindum á borð við fiskimiðin í lögsögu Ís- lands. Tilslakanir en ekki undanþágur Það er ríkjandi skoðun í stjórn- ardeild sjávarútvegsmála í fram- kvæmdastjórn ESB að Íslendingar, sæki þeir um ESB-aðild, verði að viðurkenna í grundvallaratriðum alla „aquis communautaire“ – þá fyrirliggjandi samninga sem liggja ESB til grundvallar. Þar á meðal eru reglur og reglugerðir um hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu. Heimildarmenn í framkvæmda- stjórninni gefa þó í skyn, að tilslakanir á borð við þær, sem Halldór Ásgrímsson nefndi í síðustu viku, séu pólitísks eðlis og um þær þurfi fulltrú- ar ríkisstjórnar Ís- lands og fulltrúar að- ildarríkja ESB því að semja á pólitískum vettvangi. Viðmæl- endur í framkvæmda- stjórninni útiloka ekki að slíkar tilslakanir kynnu að verða gerð- ar, þar eð fullur skiln- ingur virðist ríkja á þeirri sérstöku stöðu sem fiskurinn hefur í íslensku efnahagslífi. Þótt viðurkennt sé hvaða erfið- leikum grundvallarsamningar ESB valda Íslendingum varðandi fisk- veiðar taka talsmenn framkvæmda- stjórnarinnar skýrt fram, að óhugs- andi sé fyrir væntanleg aðildarríki að vænta þess að fá að víkja sér undan þáttum í sáttmálum ESB. „Íslendingar geta ekki vænst þess að ná samningum sem leysa þá algerlega undan hinni sameig- inlegu fiskveiðistefnu. ESB snýst um samstöðu og það gildir líka um sjávarútvegsstefnuna. En það er möguleiki á pólitískum samninga- viðræðum og sérstökum ráðstöfun- um. Þetta þyrfti að fara fram með svipuðum hætti og viðræðurnar við Norðmenn síðast þegar þeir ræddu við ESB um aðild. En þó þyrfti að taka tillit til þess, hversu mjög Ís- lendingar reiða sig á fiskveiðar, þegar pólitískar viðræður færu fram,“ segir Gregor Kreuzhüber, talsmaður Franz Fischlers, sem sér um sjávarútvegsmál innan Evrópu- ráðsins. Án þess að fara út í smáatriði gefa aðrir fulltrúar í framkvæmda- stjórninni í skyn að Íslendingar myndu fá tækifæri til að tryggja sér víðtæk réttindi til að stjórna eigin fiskimiðum. En óhugsandi væri að leyfa Íslendingum að ganga í ESB án þess að sjávarútvegur þeirra yrði að fullu samhæfður hinum sameiginlega markaði. Kreuzhüber orðaði þetta svo: „Ef ríki vill halda yfir 50% af efnahags- lífi sínu utan við hinn sameiginlega markað, hver er þá tilgangurinn með því að ganga í Evrópusam- bandið?“ Aðrir fulltrúar framkvæmda- stjórnarinnar útskýra þetta með því að segja að ef Íslendingar ákveða að ganga í ESB verði þeir að öllum líkindum að leyfa að menn frá öðr- um ESB-ríkjum fái að fjárfesta í ís- lenskum sjávarútvegi. Þetta myndi að öllum líkindum einnig fela í sér réttindi til að kaupa fiskveiðiskip og veiðikvóta sem íslenskir sjómenn hafa nú. En hvort landa yrði afla, sem fengist í íslenskri lögsögu, á Íslandi eða ekki væri mál sem ræða yrði um. Spurning um samstöðu Hin sameiginlega sjávarútvegs- stefna er hluti af því, sem Kreuz- hüber nefnir grundvallarreglu ESB um samstöðu. Hann bendir á, að grundvallarreglan um samstöðu í ESB sé eins og tvístefnuaksturs- gata. „Sem aðili að ESB fær tiltekið ríki áhrif á mörgum sviðum, einnig á þeim sviðum þar sem það hefur ef til vill ekki sjálft þjóðarhagsmuna að gæta. Af þessu leiðir, að ríkið verður einnig að sætta sig við að önnur ríki hafa áhrif á þeim sviðum sem eru mjög mikilvæg hagsmun- um umrædds ríkis. Þetta á einnig við í sjávarútvegsmálum. Íslending- ar verða að gera upp við sig hvort þeir geta sætt sig við þetta,“ segir Kreuzhüber. Ísland og aðild að Evrópusambandinu ESB reiðubúið til til- slakana í sjávarútvegi Gregor Kreuzhüber Íslendingar gætu tryggt sér sérstöðu innan hinnar sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB, ákveði þeir að sækja um aðild að sam- bandinu, skrifar norski blaðamaðurinn Jens Kyed. Þessi viðbrögð koma í kjölfar þess að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræddi þessi mál í Berlín í síðustu viku. MJÖG öflug sprengja sprakk í fyrra- dag skammt frá bandaríska sendi- ráðinu í Lima, höfuðborg Perús. Varð hún þær níu manns að bana án þess þó að valda skemmdum á sendi- ráðsbyggingunni. Engin breyting verður á heimsókn George W. Bush Bandaríkjaforseta til landsins á morgun. Raul Diez-Canseco, varaforseti Perús, sagði í gær eftir neyðarfund í ríkisstjórninni, að hryðjuverka- mönnum myndi ekki takast að skipa stjórnvöldum fyrir verkum. Heim- sókn Bush yrði ekki frestað og tals- maður Bandaríkjaforseta staðfesti það í gær. Alejandro Toledo, forseti Perús, hélt strax heim frá Monterrey í Mexíkó er fréttir bárust um hryðju- verkið en meðal hinna látnu er lög- reglumaður og einn eða tveir örygg- isverðir við bandaríska sendiráðið. Hvorugur þeirra var bandarískur. Lögreglan í Perú hefur enn enga hugmynd um þá, sem stóðu að ódæð- inu, og enginn hefur lýst því á hend- ur sér. Í fyrstu var talið, að um tvær bílsprengingar hefði verið að ræða en nú hefur verið upplýst, að sprengjan var ein, um 50 kg af dýna- míti, sem komið hafði verið fyrir undir bíl. Hryðjuverkið minnir óþyrmilega á Skínandi stíg, vinstrisinnuð hryðju- verkasamtök, sem upprætt voru fyr- ir áratug. Talið er, að þau hafi valdið dauða 25.000 manna á árunum 1980 til 1992 og valdið landinu tjóni, sem metið var á 3.000 milljarða ísl. kr. Reuters Lögreglumenn við flak bílsins, sem sprengjan hafði verið sett undir. Hryðjuverk í Perú kostaði níu lífið Lima. AFP. EVRÓPUSAMBANDIÐ er nú að endurskoða hina sameiginlegu sjáv- arútvegsstefnu sína. Í lok þessa árs lýkur umsömdum fimm ára tíma, og nýjar reglur þurfa að liggja fyrir áður en það gerist. Franz Fischler, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórninni, er ekki sáttur við núverandi stjórn, sem hann segir að hafi í besta falli reynst óskilvirk. Hann segir að nýjar til- lögur framkvæmdastjórnarinnar miði að umtalsverðum umbótum. Heimildarmenn innan fram- kvæmdastjórnarinnar segja, að meðal mikilvægra breytinga sé til- tekin svæðisbinding sjávarútvegs- stefnunnar. Sjómönnum verði boðið að taka þátt í ákvarðanatöku um m.a. skiptingu kvóta og önnur mál sem skipta máli á þeirra heimaslóð- um. Markmiðið með þessu er að þróa sjálfbærari sjávarútvegs- stefnu. Ýmsar aðrar tillögur miða að því að herða reglur varðandi stjórnun innan sjávarútvegsins, ákvörðun niðurgreiðslna, stærð fiskveiðiflot- ans og hvernig ákvarðanir séu tekn- ar um kvótastærð. Framkvæmdastjórnin er nú að leggja lokahönd á tillögur sínar um samþykkt. Tillögurnar verða op- inberaðar 17. apríl og hefjast þá umræður um þær, breytingar gerð- ar og þær að lokum samþykktar af ráðherraráðinu. Talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar býst við flóknum og erfiðum umræðum, en telur að meginatriði tillagnanna muni á endanum verða samþykkt af aðildarríkjunum. Umbætur á sjávar- útvegsstefnu ESB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.