Morgunblaðið - 22.03.2002, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 22.03.2002, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FLUGATVIK Flugleiðaþotu við Gardermoen-flugvöll í Noregi 22. jan- úar, þ.e. frá því hætt er við lendingu og þar til vélin er komin í stöðugt flug í 4.000 feta hæð fyrir nýtt aðflug, stóð í um þrjár mínútur. Flugmenn nauð- beittu þotunni og lækkaði hún flugið í 49 gráðu horni niður í 321 fet frá jörð áður en þeir réttu hana við og hún klifraði bratt á ný fyrir fullu afli á 37 gráðu horni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bráðabirgðaskýrslu Rann- sóknastofnunar flugslysa í Noregi um atvikið. Skýrslan var lögð fram í gær í framhaldi af frumrannsókn stofnun- arinnar. Atburðarás aðflugsins og flugatvikinu er lýst en tekið fram að ekki sé um niðurstöður að ræða, þær bíði lokaskýrslu. Fram kemur í skýrslunni að í að- fluginu úr vestri fyrir lendingu til norðurs hafi flugumferðarstjórn mælt fyrir um lendingu á annarri flugbraut en við upphaf aðflugsins. Aðflugsheimild hafi verið gefin þegar vélin var yfir stefnuvita sunnan flug- brautanna og hún þá orðið að taka 90 gráða beygju. Vélinni var þá flogið hærra og lendir eftir það í brattri dýfu og bröttu klifri. Í skýrslunni er lagt til að Flugleiðir endurskoði regl- ur um fráflug og kanni hvort þjálfun flugmanna feli í sér óstöðugt aðflug og fráflug í framhaldi af því. Flugatvik Flugleiðaþotu við Gardermoen-flugvöll Flugmenn nauðbeittu þotunni í fráfluginu  Flugleiðir endurskoði/6  Margir samverkandi/6  Flugatvik/30 HORFUR eru á að sú bensínhækkun sem líklegt er að komi til fram- kvæmda um næstu mánaðamót muni ein og sér ýta vísitölu neysluverðs upp í rauða strikið sem aðilar vinnu- markaðarins miða við í forsendum kjarasamninga. Heimsmarkaðsverð á bensíntonni er núna í kringum 246 dollara en meðalverð í febrúar var 186,28 dollarar. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað mjög mikið í þessum mánuði. Olíutunnan kostaði í gær tæplega 25 dollara, en var í kringum 19 dollarar þegar verðið tók að þokast upp á við í lok febrúar. Magnús Ásgeirsson, yf- irmaður innkaupadeildar Olíufélags- ins, sagði að ástæðan fyrir þessu væri m.a. ótti við innrás í Írak, spenna í Mið-Austurlöndum, órói í stjórnmál- um í Venesúla og staðan í birgðamál- um í Bandaríkjunum. Magnús sagði að spár gengju út á að verðið yrði áfram hátt en stöðugt. Það liggur því ljóst fyrir að verð á bensíni á Íslandi mun hækka um næstu mánaðamót. Magnús vill ekki nefna neina tölu í því sambandi. Sam- komulag aðila vinnumarkaðarins frá því í lok síðasta árs gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs megi ekki fara upp fyrir 222,5 stig í maí. Vísitalan stendur núna í 221,8 stigum. Hún má því aðeins hækka um 0,3% á næstu tveimur mánuðum ef „rauða strikið“ á að halda, en kjarasamningar verða uppsegjanlegir ef markmiðið næst ekki. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í gær að loknum fundi með for- ystumönnum Samtaka iðnaðarins og ASÍ, að líkur væru á að það takist að halda vísitölu neysluverðs innan svo- kallaðra rauðra strika, sem tilgreind eru í kjarasamningum, þótt það standi mjög tæpt. Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ lagði hart að þeim sem ekki hafa lækkað vörur og þjónustu að líta í eigin barm til að leggja sitt af mörk- um í baráttunni við verðbólguna. Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði gríðar- lega mikið í húfi að verðlagsmarkmið kjarasamninga næðist og brýndi fyr- ir öllum þeim sem áhrif hafa á verð- lagsþróun að taka mið af því mark- miði. Á fundinum ræddu forystumenn ríkisstjórnarinnar, ASÍ og SA um nýjustu mælingu neysluverðsvísitöl- unnar sem sýndi að hún var komin í 221,8 stig í mars og hafði hækkað um 0,4% frá fyrra mánuði. Ef vísitalan á að haldast innan rauðu strikanna í maí [222,5 stig], sem samkomulag að- ila vinnumarkaðarins er miðað við, má hún ekki hækka um meira en 0,3% í næstu tveimur mælingum í apríl og maí. 5 kr. hækkun hefur 0,2% áhrif á vísitöluna Bensínverð vegur 4,2% í vísitölu neysluverðs. Það þýðir að ef bensín- lítrinn hækkar um eina krónu hækk- ar vísitalan um 0,04%. 5 kr. hækkun þýðir t.d. 0,2% vísitöluhækkun. Lítrinn af 95 oktana bensíni kostar í dag 91,20. Síðast þegar verð á olíu- tunnunni fór upp fyrir 25 dollara, sem var í september á síðasta ári, kostaði bensínlítrinn 99,70. Þá kostaði doll- arinn í kringum 99 krónur, en hann kostar um 100 krónur í dag. Síðasta sumar, þegar olíutunnan kostaði að jafnaði í kringum 25 dollara, fór bens- ínlítrinn upp fyrir 100 kr. Þó ekkert liggi fyrir um hvað olíufélögin gera um næstu mánaðamót má ljóst vera að „í pípunum“ er bensínhækkun sem ein og sér fer langt með að ýta neysluverðsvísitölunni upp í rauða strikið. Bensínverðið að þrýsta vísi- tölunni upp í „rauða strikið“ 46=6=9>034-3= ? 83?@59  , A  $%% 9:                     8B  : # 1 B >  CD  3. 67 18 . .745 .; .  Líkur á/4 ÓBYGGÐANEFND kvað upp sína fyrstu úrskurði í gamla þinghúsinu að Borg í Grímsnesi í gær þegar þjóðlendumörk fyrir uppsveitir Ár- nessýslu voru dregin. Meðal þeirra landeigenda sem höfðu betur í máli sínu gegn ríkinu var Björn Sigurðs- son, bóndi í Úthlíð í Biskups- tungum, sem hér tekur þétt utan um axlirnar á Ólafi Sigurgeirssyni lögmanni, sem flutti mál ríkisins. „Við Haukdælingar höfum aldrei verið sigraðir,“ kallaði Björn yfir salinn með steyttan hnefann þegar úrskurðirnir höfðu verið lesnir upp. Þinglýst landamörk í Úthlíð standa en ríkið hafði gert kröfu um að stór hluti landsins félli innan þjóðlendunnar. Meginniðurstaða óbyggðanefnd- ar var, líkt og með Úthlíð, að þing- lýst eignarlönd bænda eru virt og þar m.a. stuðst við Landnámubók. Eignarhald á afréttum er hins veg- ar fellt undir ríkið og það voru odd- vitar hreppanna sjö í uppsveitum Árnessýslu ósáttir við. Þannig lendir afréttur innan þjóðlendu sem Biskupstungnamenn keyptu af kirkjunni fyrir um 150 árum. Morgunblaðið/RAX „Höfum aldrei verið sigraðir“  Eignarlönd/30–31 MISSÍÐAR útlínur eru það sem koma skal í hártísku, en stefna nýrrar aldar er smám saman tekin að mótast. Pönk, diskó og önnur stílbrigði 9. áratugarins minna á sig en ávallt í samtímasamhengi. Ósamhverfa, síðir toppar og und- irklippingar eru lykilorð en út- færslan er löguð að lífsstíl hvers og eins. Litir verða mikið notaðir, þó án skarpra skila, og mest ber á nátt- úrulegum tónum. Permanent tapar fylgi en mótandi efnum, svo sem vaxi og fitu, er beitt í ríkari mæli til þess að ná nýrri áferð á nýrri öld. Morgunblaðið/Ásdís Með 9. áratuginn í nesti  Eins og/B4 HAGNAÐUR Baugssamstæð- unnar nam 1.309 milljónum króna á síðasta ári en var 591 milljón króna árið 2000. Áhrif hlutdeildarfélaga vega þungt í afkomu samstæðunnar en áhrifin námu tæplega 2,3 milljörðum króna. Tap varð hins vegar af reglu- legri starfsemi Baugs árið 2001 sem nemur 138 milljónum króna en hagnaður var 809 milljónir króna árið á undan. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi er af- koman á heimamarkaði óviðun- andi, sér í lagi á matvörumark- aði, og stefnt er að frekari hagræðingu og einföldun rekstr- ar. Velta Baugs jókst um 59% á milli ára og rekstrarkostnaður jókst um 63%. Baugur með 1.309 milljón- ir í hagnað  Afkoma/18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.