Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 11 LÁTINN er Haraldur Jóhannsson hagfræð- ingur. Hann fæddist í Reykjavík 7. júlí 1926 og var því á 76. aldurs- ári. Foreldrar Haraldar voru Jóhann Valdi- marsson, vélstjóri og pípulagningameistari í Reykjavík, og Sigríður Ebenezardóttir, hús- freyja í Reykjavík og síðar Akranesi. Stjúp- faðir hans var Magnús Ásmundsson, sjómaður og verkamaður á Akra- nesi. Haraldur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1946 og lauk meistaraprófi í hagfræði frá Univers- ity of London árið 1956. Þá tók hann BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1986. Hann var hagfræð- ingur hjá efnahagsmálanefnd um tíma árið 1956, var formaður stjórnar Útflutningssjóðs 1957– 60 og formaður stjórnar Hlutatryggingasjóðs 1959 til 1962. Þá var hann fyrirlesari við há- skólana í Malaja árin 1964–68 og Jóhannesar- borg í Suður-Afríku 1969–71. Haraldur var hagfræðingur hjá Framkvæmdastofnun ríkisins frá 1973 til 1977 og vann eftir það að sjálfstæðum verkefnum. Þá var Haraldur einn helsti efnahagsráðgjafi vinstristjórnar Her- manns Jónassonar árin 1956–58. Eftir Harald liggja fjölmörg rit og bækur um efnahagsmál og sögu. Einnig tók hann saman handbækur handa nemendum um ensk orð og orðtök, enska málshætti og útlend orð í ensku. Haraldur var ókvæntur og barn- laus. Andlát HARALDUR JÓHANNSSON HELGA Jónsdóttir borgarritari segir bæjarstjóra þeirra sveitarfé- laga, sem standa að byggðarsamlag- inu Strætó bs., hafa falið henni og Halldóri Árnasyni, bæjarritara í Hafnarfirði, að gera samning við Skúla Bjarnason, stjórnarformann Strætó, þegar hann var starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Sig- urður Geirdal, bæjarstjóri í Kópa- vogi, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið, en þeir stjórnar- menn, sem Morgunblaðið náði í í gær, sögðust ekki hafa vitað af samningnum fyrr en hann var lagður fram til kynningar á stjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Helga segir samninginn hafa verið gerðan með fullu samþykki allra eig- enda Strætó bs. „Þetta var tekið fyr- ir á fundi framkvæmdastjóranna, þ.e. bæjarstjóranna á svæðinu, sem hittast mánaðarlega. Þá var mér og Halldóri Árnasyni falið að ganga frá samningi sem tryggði vinnuframlag af hendi Skúla, sem hafði verið áður í undirbúningi að stofnun byggðasam- lagsins, þar til framkvæmdastjóri yrði ráðinn. Þannig að við Halldór Árnason gerðum þennan samning sameiginlega og ég undirritaði hann fyrir hönd eigenda á grundvelli þessa umboðs.“ Laufey Jóhannsdóttir, sem situr í stjórn Strætó bs. fyrir hönd Garða- bæjar, segir samninginn fyrst hafa verið lagðan fram til kynningar fyrir stjórnina á fundi hennar í síðustu viku. Aðspurð um hvort þetta sé eðli- legt segir Laufey að erfitt sé að tjá sig um það því búið hafi verið að gera samninginn áður en stjórnin kom að verkefninu. Varðandi upphæðirnar segir hún: „Ég held að þeir sem gerðu samn- inginn hafi talið að hann væri al- mennt á þeim nótum sem menn voru að vinna en ég átta mig ekki á hvort það er há eða lág upphæð. Ég þekki ekki hvaða upphæðir eru á almenn- um launamarkaði þegar um er að ræða framkvæmdastjóra sem veitir forstöðu stóru félagi og veitir ráðgjöf eins og þarna.“ Heppilegra að stjórninni hefði verið kynntur samningurinn Þröstur Karlsson, stjórnarmaður fyrir hönd Mosfellsbæjar, segir rétt að hann hafi ekki vitað af samningn- um fyrr en á fundi stjórnarinnar í síðustu viku. „Ég spurði heldur ekki eftir honum og ég kom reyndar síð- astur inn í stjórnina af öllum.“ Hann segir ljóst að Skúli hafi verið ráðinn fyrir hönd eiganda til að koma þessu byggðasamlagi á lagg- irnar og fyrir það hafi hann þurft að fá tekjur. „Það hefði verið heppi- legra að hann hefði kynnt stjórninni þetta þegar hún kom inn í þetta um miðjan maí. Hins vegar má segja að okkur hafa í sjálfu sér ekki verið kynntir aðrir samningar sem hafa verið gerðir við aðra verktaka sem eru að keyra fyrir Strætó. Við bara tókum við þeim samningum sem voru í gangi.“ Aðspurður um hvort honum þyki upphæðirnar sem samningurinn kveður á um eðlilegar segir hann. „Ég er ekki fróður um það en ég sé í sjálfu sér ekkert að því. Þarna er út- seldur taxti mínus afsláttur miðað við að þetta sé magnsamningur og vinnutíminn er ekki einu sinni fullur vinnudagur þó hann sé að stýra þessu byggðasamlagi. Þannig að það er verið að reyna að stilla þessu í hóf. Auðvitað má deila um hvort sér- fræðitaxtar séu háir eða lágir en það finnst mér ekki miðað við það sem er gegnumgangandi í þjóðfélaginu.“ Jónmundur Guðmarsson fulltrúi Seltjarnarness í stjórn byggðasam- lagsins segist geta staðfest að hon- um hafi ekki verið kunnugt um samninginn fyrr en síðastliðinn föstudag. Aðspurður um hvort hon- um finnist eðlilega að þessu staðið segist hann ekki ætla að fella dóma um það að svo stöddu. „Ég held hins vegar að það hefði verið heppilegt og í takt við það sem menn eru að gera í störfum fyrirtækja, að upplýsa stjórnina um samninga af þessu tagi.“ Aðspurður um hvort hann teldi upphæðirnar í samningnum sann- gjarnar, sagði Jónmundur: „Ljóst er að hér er um umtalsverða fjármuni að ræða. Á hinn bóginn liggur ekki alveg skýrt fyrir hvaða forsendur liggja að baki þessum greiðslum. Ég tel nauðsynlegt að gerð verði nánari grein fyrir þeim.“ Snorri Finnlaugsson, stjórnar- maður fyrir hönd Bessastaðahrepps, sat ekki fund stjórnar í síðustu viku, þar sem fjallað var um málið. Hann kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki hafa heyrt um þennan samning fyrr en Morgunblaðið spurði hann um málið. Samningur sem gerður var við stjórnarformann Strætó Borgarritari segir eigendur hafa samþykkt samninginn Stjórnarmenn vissu ekki af samningnum fyrr en síðastliðinn föstudag RÍKISKAUP hafa undirritað samn- ing við tölvurekstrarfyrirtækið Anza um uppbyggingu og þróun rafræns markaðstorgs. Síðar á þessu ári verða nokkur fyrirtæki tengd kerfinu til prófunar. Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, og Guðni B. Guðnason, fram- kvæmdastjóri Anza, undirrituðu samning þessa efnis á dögunum. Í frétt frá Anza segir að rafrænt markaðstorg ríkisins sé nýjung í innkaupum hins opinbera. Stefnt sé að mikilli hagræðingu með til- komu torgsins þar sem meginþorri innkaupa í ákveðnum vöruflokkum mun fara þar fram. Markaðstorgið er vefsvæði þar sem opinberar stofnanir og önnur fyrirtæki hafa á einum stað að- gang að vöru- og verðlistum allra sem hafa gert rammasamning við ríkið. Á torginu geta innkaupa- stjórar pantað vöru frá birgjum ríkisstofnana, haft góða yfirsýn yf- ir öll innkaup einstakra deilda og fleira. Í fréttinni segir ennfremur að meginmarkmiðið með markaðs- torginu sé að greiða fyrir sam- skiptum kaupenda og seljenda, auka sveigjanleika og draga úr kostnaði við samningsbundin inn- kaup. Einnig verða innkaupin „gegnsærri, sem auðveldar eftirlit með opinberum innkaupum til muna.“ Ríkiskaup hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd fjármála- ráðuneytisins. Samningurinn er til fjögurra ára með möguleika á framlengingu í tvö ár. Samningur um rafrænt markaðstorg Morgunblaðið/RAX Guðni B. Guðnason, framkvæmdastjóri Anza, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Júlíus S. Ólafsson forstjóri. SÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar, undir yfirskriftinni Lífskraftur gegn alæmi, stendur nú sem hæst, en henni lýkur á sunnudag. Söfnunarsíminn er 907-2002. Verið er að safna fé til forvarnar- verkefnis fyrir unglinga á Íslandi. Munu Alnæmissamtökin á Íslandi hafa skipulagt verkefnið. Einnig mun söfnunarféð koma munaðarlausum börnum í Úganda til góða. „Ástandið er alvarlegt á hvorum tveggju víg- stöðvunum,“ segir Anna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. „Á Íslandi greinist einn alnæmissmitaður í hverjum mánuði að meðaltali og um leið berast fréttir af óábyrgu kynlífi unglinga. Þetta er því hætta sem er virkilega fyrir hendi og þarf að minna á reglulega. Það sýnir sig einmitt núna að þeir ung- lingar sem eru að byrja að stunda kynlíf hafa ekki fengið fræðslu svip- aða því sem var fyrir tíu árum.“ Söfnunarsíminn 907-2002 Í Úganda segir Anna að börnin sem munu njóta góðs af fénu séu munað- arlaus og hafi því ekki leiðsögn full- orðinna. „Söfnunarféð mun fara í að halda áfram að þjálfa leiðbeinendur og ráðgjafa sem fara á langt námskeið og í undirbúningsvinnu til þess að reyna að brúa þetta bil. Börnin verða að taka á sig mikla ábyrgð, sjá um systkini sín, heimili og fleira og missi því af eigin æsku og ná aldrei al- mennilega andlegum þroska fyrir vik- ið. Þetta er ein alvarlegasta afleiðing alnæmisvandans í Afríku.“ „Við höfum ekki áður verið með símasöfnun heldur höfum við sent út gíróseðla,“ segir Anna. „Við vitum að okkar helsti stuðningshópur er fólk um fimmtugt og yfir, en söfnunin er þess eðlis að þessu sinni að okkur langaði að ná einnig til ungs fólks.“ Þrjár leiðir eru færar til að greiða fé í söfnunina, í fyrsta lagi söfnunar- síminn, 907-2002. Þegar hringt er í númerið skuldfærast 1.000 krónur á símareikning viðkomandi. Þá er hægt að heimsækja vefsíðurnar mbl.is, vis- ir.is og strik.is og smella þar á hnapp til að komast inn á greiðslusíðu Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Í þriðja lagi er hægt að leggja inn á reikning Hjálp- arstarfsins, 1150-26-27. Söfnunar- númerið, 907-2002 verður opið áfram þó að söfnuninni sé að ljúka. „Ástandið alvarlegt á báðum vígstöðvum“ Söfnun á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar INGI Már Aðalsteinsson, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa, hefur sagt upp störfum. Ástæður uppsagnarinnar eru einkum að hann mun ósáttur við útreið Kaupfélags- ins í samskiptum við Goða, síðar Kjötumboðið, en KHB tapaði miklu fé með því að leggja sameinuðu af- urðafyrirtæki til fé og eignir. Þá varð KHB að leysa sláturhús til sín aftur þegar rekstur Kjötumboðsins stöðv- aðist. Ágreiningur milli Inga Más og stjórnar KHB mun ekki síst hafa orðið til þess að hann sagði upp störf- um. Um 6 mánaða uppsagnarfrest er að ræða en ekki er ákveðið hversu lengi Ingi Már vinnur hjá félaginu. Kaupfélag Héraðsbúa hefur geng- ið í gegnumbreytingar undanfarið. Þátttaka félagsins í Goða skók und- irstöður þess alvarlega og nýverið var Mjólkursamlag KHB selt til Mjólkurbús Flóamanna. Ekki mun það, ásamt sölu hlutabréfa á árinu þó nægja til að mæta tapi vegna Goða- málsins. Aðalfundur Kaupfélags Héraðs- búa verður haldinn 20 . apríl nk. Kaupfélagsstjóri segir upp störfum Egilsstöðum. Morgunblaðið. Alvarlegur ágreiningur við stjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.