Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 39 ✝ Sveinn Björns-son fæddist á Fá- skrúðsfirði 13. ágúst 1938. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 6. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björn Ingi Stefáns- son, f. 10. nóvember 1908, d. 31. janúar 2000, og Þórunn Sveinsdóttir, f. 12. desember 1913, d. 1. ágúst 1999. Systkini Sveins eru: 1) Stefán sölumaður, f. 28. október 1934, kvæntur Gyðu Guðbjörnsdóttur skrifstofumanni. 2) Helga versl- unarmaður, f. 2. febrúar 1937, gift Stefáni Ágústssyni iðnrek- anda. 3) Örn útibússtjóri, f. 9. apríl 1943, kvæntur Þórdísi Vil- hjálmsdóttur snyrtifræðingi. 4) Jón verslunarmaður, f. 15. jan- úar 1949, kvæntur Svönu Júlíusdóttur. 5) Þórdís, snyrti- fræðingur og mót- tökuritari, f. 19. jan- úar 1950, í sambúð með Stefáni Sæ- mundssyni flug- manni. Systkina- börn Sveins og afkomendur þeirra eru 51 talsins. Sveinn átti heima á Fáskrúðsfirði fyrstu æviárin en flutti með foreldr- um sínum til Reykjavíkur árið 1946. Hann var vistmaður á Sólheimum í Gríms- nesi um tólf ára skeið en frá 1965 var hann til heimilis á sambýlinu í Kópavogi, síðustu árin í „Hús- inu“, Kópavogsbraut 9. Útför Sveins fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Af og til stöndum við frammi fyrir því óumflýjanlega. Ástvinur er í burtu kvaddur. Það er eitt af því óhjá- kvæmilega í þessu lífi. Á þeim stund- um fara ótal minningar með leiftur- hraða gegnum hugann. Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum þegar ég nú kveð vin minn og mág Svein Björnsson, Svenna, sem vegna fötlunar sinnar varð ekki sá þátttakandi í mannlegu samfélagi sem við hin erum flest. En kannske var hann öfundsverður af því að vera ekki sér jafnmeðvitandi um allt sem gerist í kringum okkur hin. Það fyrsta sem í hugann kemur í minningunni um Svenna er hinn óum- ræðilegi og fölskvalausi kærleikur sem hann bar til allra og sýndi öllum sem í nærveru hans voru. Í fyrsta Jó- hannasarbréfi Biblíunnar segir að kærleikurinn sé frá Guði kominn og hver sem elski sé af Guði fæddur og þekki Guð. Þessu trúum við sem þekktum Svenna. Fyrir stuttu heyrði ég sagt um hann að ef allir væru eins og hann væri heimurinn betri. Svenni var vinmargur enda afvopnaði hann alla með kærleika sínum, hlýju og þakklæti sem hann var fljótur að sýna væri eitthvað fyrir hann gert. Ég met það sem viss forréttindi að hafa kynnst og umgengist Svenna, það var svo margt í fari hans og við- móti sem hægt var að taka til fyr- irmyndar. Hann var oft gestur á heimili okkar Helgu og svo sannar- lega aufúsugestur. Ég minnist nýárs- dags sl. er ég sótti hann og áttum við þrjú góða dagstund saman. Og fyrir nokkru kom hann í heimsókn ásamt félögum sínum í Húsinu við Kópa- vogsbraut og starfsstúlkum. Af því tilefni eigum við nokkrar ljósmyndir. Svenni hafði ekki áhyggjur af ver- aldarvafstri og er ekki laust við að ég hafi öfundað hann af því. Mér er einn- ig mjög í minni sú umhyggja og atlæti sem foreldrar hans ávallt sýndu hon- um og hann kunni svo vel að meta enda fundum við vel hvað hann sakn- aði þeirra þótt um það væri hann allt- af fáorður, en hann hafði þann ein- stæða hæfileika að geta ýtt út úr umræðunni öllu sem honum fannst erfitt eða leiðinlegt. Ég gat ekki ann- að en dáðst að því hve hann var snjall og fljótur að beina umræðum inn á nýjar og jákvæðar brautir ef eitthvað bar á góma sem honum var ekki að skapi. En nú er komið að leiðarlokum og ég trúi því að Svenni hafi nú samein- ast foreldrum sínum að nýju. Ekki verður skilið við þessa grein án þess að minnast þeirrar alúðar og umhyggju sem systkini hans öll sem eitt ávallt sýndu honum og hann mat svo mikils. Hafðu þakkir fyrir allt Svenni og farðu í Guðs friði. Stefán Ágústsson. Sveinn Börnsson var þriðja barn þeirra hjóna Björns Inga Stefánsson- ar kaupfélagsstjóra á Fáskrúðsfirði og konu hans Þórunnar Sveinsdóttur. Eldri systkini Sveins eru Stefán og Helga, en hin yngri Örn, Jón og Þór- dís. Sumarið 1946 flutti fjölskyldan að austan til Reykjavíkur. Foreldrar Sveins eru bæði látin, Þórunn and- aðist sumarið 1999 en Björn í janúar árið 2000. Fyrstu ár Sveins austur á Fá- skrúðsfirði eru þeim sem þessar línur ritar minnisstæð. Hvorutveggja er að byggðarlagið var ekki fjölmennt, svo og hitt að ég var að miklu leyti heima- gangur á heimili Björns og Þórunnar. Mun það einkum hafa verið vegna jafns aldur míns og Stefáns að við héldum okkur mikið saman við leiki, sem einkenndust mjög af störfum þeim í atvinnulífinu sem við töldum okkur þekkja til. Sveinn tók þátt í umsýslunni með okkur eftir því sem efni stóðu til, en takmarkaðist einkum af aldursmun þótt ekki væri hann mikill. Á fyrstu æviárum Sveins fór að bera á því að hann mundi ekki ná full- um þroska sem svo er kallað. Andleg vanheilsa hans hefur eflaust verið nánasta fólki hans mikið áhyggjuefni. Ég er ekki grunlaus um að ástæða þess að foreldrar hans fluttu suður til Reykjavíkur hafi að hluta til verið sú, að vera nær læknum ef efla mætti heilsu hans að þessu leyti. Til fyrirmyndar var hve foreldar- arnir létu sér annt um velferð hans í hvívetna og systkinin eftir að þau féllu frá. Fyrstu áratugina bjó Sveinn alfarið í foreldrahúsum en síðar að nokkru leyti á stofnunum fyrir ör- yrkja. Má þar nefna Sólheima í Grímsnesi og sambýli Landspítalans í Kópavogi. Það heyrði þó til undan- tekninga ef Sveinn var ekki heima hjá foreldrum sínum um helgar og hátíð- isdaga. Að sumrinu til dvaldi hann einnig í sumarbústaðnum við Þing- vallavatn þar sem hann undi hag sín- um vel í kyrrð og fegurð íslenskrar náttúru og fór gjarnan í gönguferðir einn, eða í hópi félaga. Bústaðurinn var seldur þegar eigendurnir fundu fyrir hárri elli. Þetta skildi Sveinn ekki nógu vel og lét í ljósi vanþóknun á því að geta ekki dvalið þar eins og verið hafði. Þótt Sveinn væri að vissu leyti hnepptur í fjötra og skorti sumt af því sem aðrir hafa, bætti hann það upp með öðru. Aldrei sást hann skipta skapi þannig að hann væri argur. Hann var sífellt með bros á vör og í vinahópi lék hann á als oddi. Eitt atvik er mér öðru fremur minnisstætt, en það var er við hitt- umst óvænt á Hornafirði. Sveinn var þar á ferðalagi ásamt félögum sínum. Við rákumst hvor á annan á hótelinu og borðuðum við sama borð. Á þetta minntist hann ævinlega er leiðir okk- ar lágu síðar saman. Næstsíðast frétti ég af Sveini á jólasamkomu hjá þeim fyrirmyndar- og mannræktarsamtökum Félagi austfirskra kvenna. Þarna var hann í fylgd tveggja systra sinna. Mér þykir ljóst að áður fyrr hafi hann verið kunnugur á þessum slóðum í fylgd foreldra sinna sem á dvalartíma þeirra fyrir austan og alla tíð síðan sýndu Austfirðingum og málefnum þeirra sérstaka ræktarsemi. Fyrir fáum dögum barst mér and- látsfregnin. Sveinn var dvalarmaður á sambýli Landspítalans í Kópavogi. Þar naut hann frelsis framyfir suma aðra. Hann átti það til að fara í gönguferðir, en gerði sér oft ekki grein fyrir tíma- mun dags og nætur. Morgun einn lá hann mjaðmagrindarbrotinn í rúmi sínu. Hann gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi. Þetta reyndist honum of- raun. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Svein vin minn og óska hon- um velfarnaðar í nýjum heimkynnum þar sem hann dvelur meðal vina sinna frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Systkinum hans og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð. Ágúst Karlsson. Þegar ég með söknuði kveð ein- stakan dreng, hann Svenna, kemur mér margt til hugar. Og þá helst þakklæti fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynnast þessum öðlingi. Það má segja að þegar Svenni var annars vegar voru erfiðleikar og vandamál dagsins hjóm eitt og við- kvæðið hjá honum ávallt hið sama: „Þetta er allt í lagi elskan mín.“ Allt hjá Svenna var svo gaman og gott að það gat ekki annað en smitað út frá sér. Það þurfti mjög lítið til að gera góðan dag fullkominn í lífi Svenna. Stuttur bíltúr, súkkulaðibolli með rjóma, kleinur eða tertur eins og mamma bakaði. Eða smá hundagæl- ur. Meira þurfti ekki til og Svenni ljómaði eins og hann ætti heiminn. Ég held ég megi segja að það hafi verið einstakt hvað hugsað var vel um Svenna af hans fjölskyldu þar sem Björn og Þórunn fóru fyrir með ein- stökum kærleika og ræktarsemi og síðustu árin í „Litla húsinu“, eins og við kölluðum það á Kópavogsbraut, þar sem Svenna leið sérstaklega vel. En núna er Svenni kominn þangað sem honum ávallt leið best, til mömmu og pabba. Ég kveð þig, elsku Svenni minn, með þessum fátæklegu orðum og bið guð að varðveita þig og blessa minn- ingu þína. „Oddný, sonur hennar Helgu.“ Oddný Halldórsdóttir. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mun hverfa úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund. Það geislar af minningu þinni. (Friðrik Guðni Þorleifsson.) Elsku Svenni. Þegar við hugsum um stundir okkar saman, kemur strax í hug brosið þitt og ljúf- mennska. Þú varst alltaf kátur og stutt í glettnina hjá þér. Þau voru ófá skiptin sem við sátum saman, spjöll- uðum og hlógum. Eins fannst þér, nú mjög gott að sitja inni hjá þér og spila. Það var eins og þú vissir þegar gesta var von, þá talaðirðu um það að Helga systir eða Stefán bróðir væru að koma. Oftar en ekki stóðst það og varð þá að hella upp á kaffi, ekki var það nú verra ef eitthvert meðlæti var með. Þú tókst það ekki í mál að nokk- ur færi án kaffisopans. Þú naust þess að hafa fólk í kringum þig og þá sér- staklega systkini þín og fjölskyldu. Ekkert vissir þú skemmtilegra en að vera í mannfagnaði. Kemur þá strax upp í hugann, þegar við fórum á jóla- hlaðborðið á Broadway og Rolling Stones sýninguna, þar varst þú í ess- inu þínu og vildir helst ekki fara heim. Guð geymi þig. Við starfsfólkið í Húsinu vottum systkinum og öðrum aðstandendum samúð okkar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Auður, Birna, Hrafnhildur, Kolbrún og Ólöf. SVEINN BJÖRNSSON ( )             '     30 - =3 /C   D! ! "B     *     3   *   4  .4 5     *   &     -    * 3    6 #  %   % 3 8  % )  % !()  %  %() ( () $ ( ( () & ( )                    = 3 =6':0:0  !+$ >> $  (D      "    .4     *         *    4  .4 #@ !!!%#  . ' %#  ()  %() $ ( () & *   7     7    #     +   &#&       + " "      A6-.A.0.000.:0 &+55 # 1%%       .- + 3 - % "  !5+  A %#  AE AF $ '  AF %#   #*#  $    !AF $ AF3 !AF $ / !($ *# %#     !5+  AF3 ! % 1    +  $ . # & / "  "       "       = =0 .&= =0 :0   GH  $     , *      2  ..  @I   &!@ % $ *#   8 %#  !8 !@ % %#  6 :&!@ % $ # !@ % %#  %#6   $ !@ %!@ % %#  8 ' $     ( () $ ( ( () & * )  +   00 =    ! # 1 5  @         8     *      ,&  *   2  .9 /$%     %    $ @@ $    () &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.