Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Granda hf. og dótt- urfyrirtækis þess, Faxamjöls hf. nam 410 milljónum í fyrra, en árið 2000 nam tapið 96 milljónum króna. Skip Granda náðu að veiða um 8.400 tonn af úthafskarfa, eða nær alla út- hlutun sína, en með meiri kostnaði, þar sem verkfall sjómanna stóð yfir á besta veiðitíma á úthafskarfa. Hagnaður af sölu hlutabréfa í Bakkavör Group hf. nam 558 millj- ónum króna og kemur hann til frá- dráttar fjármagnsgjöldum. Gengis- tap samstæðunnar af erlendum skuldum nam 1.034 milljónum króna á árinu en var 573 milljónir króna árið áður. Gengislækkun krónunnar mun hafa jákvæð áhrif á útflutn- ingstekjur Granda í framtíðinni. Hlutdeildarfélögin eru fjögur. Þor- móður rammi – Sæberg hf. var rekið með tapi og hafði hækkun gengis- vísitölunnar þar mikil áhrif. Hjá fyr- irtækjunum í Mexíkó gekk rekst- urinn illa, en hjá Deris í Chile var hagnaður á árinu. Grandi eignaðist 31% hlut í Stofnfiski hf. á árinu og er það nú talið með hlutdeildarfélög- um. Fyrirtækið var rekið með hagn- aði á árinu. Alls var hlutdeild Granda í hlutdeildarfélögum nei- kvæð um 85 milljónir króna, að því er segir í tilkynningu til Verðbréfa- þings Íslands. Í mars 2001 gerði Grandi samning um sölu á öllu hlutafé sínu í Bakka- vör Group hf. og nam söluverðið um 911 milljónum króna. Salan fór fram í áföngum og verður að fullu um garð gengin á árinu 2002. Í apríl á síðasta ári keypti Grandi hlutabréf í Haraldi Böðvarssyni hf. fyrir um 480 milljónir króna og er eignarhlut- urinn nú 19,6%. Tillaga stjórnar að greiddur verði 11% arður Gerður var samningur um kaup félagsins á frystitogaranum Venusi HF 519 ásamt aflaheimildum sem nema um 3.000 þorskígildistonnum. Kaupverð skips og aflaheimilda nam samtals 1.621 milljón króna. Einnig var gerður samningur um sölu á Snorra Sturlusyni RE 219 ásamt veiðarfærum og aflaheimildum sem nema 1.045 þorskígildistonnum. Söluverð skips, veiðarfæra og afla- heimilda nam samtals 878 milljónum króna og er það greitt með hlutafé í Ísfélagi Vestmannaeyja hf. Yfirtaka eigna samkvæmt samningnum mið- ast við janúarbyrjun 2002 og er því ekki tekið tillit til þessara viðskipta í ársreikningi 2001. Hagnaður af sölu Snorra Sturlusonar nam um 85 milljónum króna. Samstæðan mun ekki greiða tekjuskatt vegna ársins 2001, þrátt fyrir hagnað, vegna nýtingar skatta- legs taps. Reiknaður tekjuskattur miðað við 30% skatta nam 137 millj- ónum króna og er hann lækkaður um 60 milljónir króna vegna lækk- unar tekjuskattshlutfalls úr 30% í 18%. Hreinn reiknaður tekjuskattur er því 77 milljónir króna. Stjórn Granda leggur til að greiddur verði 11% arður á árinu 2002. Staða Granda sterk í sameiningarferli Guðmundur Ragnarsson hjá greiningardeild Búnaðarbankans Verðbréfum segir uppgjör Granda mjög í samræmi við spá greining- ardeildar um afkomu. „Rekstur 4. ársfjórðungs skilaði 446 m.kr. hagn- aði fyrir afskriftir og fjármagnsliði sem er 250 m.kr. meira en árið áður. Framlegð eykst gríðarlega á 4. árs- fjórðungi, sérstaklega í landvinnslu þar sem hún fer úr 21% í tæp 37% á milli ára. Þetta er með því hæsta sem sést í greininni. Fjármuna- myndun í félaginu er góð og veltufé frá rekstri nær tvöfaldast á milli ára. Stór hluti aflaheimilda Granda er karfi og kemur aukning heildarafla- marks um 8 þús. tonn eða 14% á fiskveiðiárinu því til góða fyrir fé- lagið. Grandi skilar nú 63 kr. í veltu- fé frá rekstri, á hvert kíló þorsk- ígildis sem félagið hefur til ráð- stöfunar, sem er 10% yfir meðallagi fimm stærstu sjávarútvegsfyrir- tækja á VÞÍ. Við höfum verið að skoða stöðu Granda í tengslum við sameiningar í sjávarútvegi og sýnist að staða fé- lagsins sé sterk í því ferli sem fram- undan er, verði frumvarp sjávarút- vegsráðherra um rýmkun á há- marksaflahlutdeild samþykkt. Lík- legt er að þrjár blokkir muni leiða sameiningarferlið, Samherji, Eim- skip og Grandi og félög tengd þeim. Grandi á stóra eignarhluti í HB, Þormóði ramma, Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og Hraðfrystihúsinu Gunnvöru og verður því væntanlega í lykilstöðu. Þá hefur félagið treyst rekstrar- grundvöll sinn enn frekar með kaup- um á togaranum Venusi ásamt veru- legum aflaheimildum,“ sagði Guð- mundur. Veruleg umskipti hjá Granda  2      1 $%%                    +                                           ./0                1        $,(""           +#%)* +#(($ ! $"! &! *)+ &+ ' %&    '#("& +#))!  "*! ++* +",(- (,)' !,$- !%* $  $ "$ %$ !$ '#$ $  $ "$ $ %$ &$ '$    ( )*  *  )*  *  )*  *      ( % %%      ( SÁ ÁFANGI náðist í rekstri Íslands- síma frá og með desember sl. að fast- línustarfsemi fyrirtækisins skilaði hagnaði fyrir afskriftir og fjármagns- liði. Lykilmarkmið félagsins á yfir- standandi ári er að skila hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsliði af heildar- starfseminni. Þetta kom fram á aðal- fundi Íslandssíma í gær en það var sá fyrsti sem haldinn var eftir að félagið var opinberlega skráð. Á fundinum kom einnig fram að tæknilegri uppbyggingu Íslandssíma hafi í aðalatriðum verið lokið á síðast- liðnu ári og nú hafi markaðsuppbygg- ing tekið við þar sem öll áhersla hvílir á sölu og öflun meiri umferðar um fjarskiptakerfi félagsins. Páll Kr. Pálsson, stjórnarformaður Íslandssíma, sagði sölustarf félagsins hafa gengið vel á síðasta ári. Sagði hann hlutdeild Íslandssíma í veltu á fjarskiptamarkaði hafa vaxið úr 4% árið 2000 í um 6,5% árið 2001 en ætla megi að heildarveltan á fjarskipta- markaðinum á síðasta ári hafi verið ríflega 22 milljarðar og aukningin frá árinu áður nemi rúmlega 2 milljörð- um króna. Páll sagði að í áætlunum Íslands- síma fyrir árið 2002 væri gert ráð fyr- ir 40–60% aukningu rekstrartekna frá fyrra ári og að afkoma félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði 2002 verði um 10% af veltu ársins. „Þess er því að vænta að verulegur viðsnún- ingur verði í afkomu félagsins á þessu ári frá því sem verið hefur og ríkir mikill sóknarhugur og bjartsýni með- al starfsmanna og stjórnar Íslands- síma um framtíð félagsins.“ Fram kom í máli Páls að hann væri enn sömu skoðunar og á síðasta aðal- fundi félagsins að samruna væri að vænta á íslenskum fjarskiptamark- aði. Telur hann fjarskiptafyrirtæki enn of mörg og að frekari samruni sé æskilegur á yfirstandandi ári. Sagði hann talsverð samlegðaráhrif hafa orðið af sameiningum Íslandssíma við Íslandssíma GSM og Títan og vonir standi til þess að áhrifin verði enn meiri á þessu ári. Önnur leið í einkavæðingu Símans Í umfjöllun um Landssímann, helsta keppinaut Íslandssíma, sagði Páll að nú þegar áformaðri leið einka- væðingar Landssímans hefði verið slegið á frest vaknaði spurningin um hvort skoða ætti aðra leið í þeim efn- um. „Í viðræðum fulltrúa Íslandssíma við einkavæðingarnefnd, fyrir einka- væðingu Landsímans, setti undirrit- aður fram þá skoðun að ástæða væri til að kanna betur þá leið að bjóða út fastlínustarfsemina, farsímastarf- semina og fjárfestingastarfsemina sem aðskildar einingar og halda grunnnetinu sér og jafnvel bjóða út starfsemi þess í formi leigu til tiltek- ins tíma. Þessi leið hefur að mínu mati ýmsa kosti umfram heildarútboð á öllu félaginu. Má þar fyrst nefna sam- keppnissjónarmiðin. Einnig er hugs- anlegt að þessi leið geti skilað hærri fjárhæð í ríkissjóð eins og staðan á al- þjóðlegum fjárfestingamarkaði í fjar- skiptum er í dag.“ Páll sagði einnig mikilvægt sam- keppninni að þjónusta Landssímans væri ekki seld undir kostnaðarverði, eins og vísbendingar væru um að gert hefði verið. Sagði hann jafnframt að vinnubrögð Landssímans væru ger- samlega óþolandi vegna misbeitingar hans á markaðsráðandi stöðu sinni. Grundvallaratriði væri að fara að lög- um og reglum og stjórnvöld yrðu að stórefla eftirlitsaðila á borð við Póst- og fjarskiptastofnun. Á þann hátt yrðu hagsmunir neytenda og sam- keppnisaðila best tryggðir. Óskar Magnússon, forstjóri Ís- landssíma, fjallaði einnig um sam- keppnina í erindi sínu. Telur hann að nú hljóti ríkið að hefja útboð á fjar- skiptaþjónustu við ríkisstofnanir. „Sáralítið hefur gerst í þeim efnum hingað til enda eflaust verið að verja verðmæti stóra bróður í söluferlinu. Nú þegar fyrir liggur að ekki verði af sölu í bráð hlýtur þjónusta ríkisins á þessu sviði að verða boðin út.“ Þarf að standast freistingarnar Óskar sagði mikilvægt að Íslands- sími einbeitti sér að kjarnastarfsemi sinni á komandi mánuðum. „Við meg- um ekki láta skemmtileg tækifæri, sem alltaf koma upp, afvegaleiða okk- ur. Það er einfaldlega svo, að við höf- um ekki efni á því að beygja neitt af leið þótt tækifærin kunni að vera freistandi. Einu freistingarnar sem falla má fyrir eru þær sem samræm- ast aðalstarfsemi okkar, annað verður því miður að bíða. Í þessu skyni eig- um við reyndar ónýtta heimild hlut- hafafundar til aukningar hlutafjár um 100 milljónir að nafnverði. Það var haft eftir mér fyrir fáeinum dögum að við mundum ekki leita til hluthafanna eftir frekara fé á þessu ári. Þarna var reyndar heldur meira sagt en ég sagði sjálfur en vissulega er það mjög markviss stefna okkar að þurfa ekki að grípa til þess ráðs enda hafa hluthafar staðið mjög þétt við bakið á félaginu og sett í það umtals- vert fé eða um 3 milljarða króna á mjög stuttum tíma.“ Stefán Héðinn stjórnarformaður Páll Kr. Pálsson upplýsti á aðal- fundinum að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarfor- mennsku en hann situr þó áfram í stjórn. Þær breytingar urðu á stjórn- inni að Friðrik Jóhannsson var kosinn í aðalstjórn félagsins og Eyþór Arn- alds í varastjórn. Stefán Héðinn Stef- ánsson tók við stjórnarformennsku. Ákveðið var að þóknun stjórnar yrði í formi hlutafjár í félaginu. Þókn- un fyrir árið 2001–2002, sem greidd var eftir aðalfundinn, var til almennra stjórnarmanna 350 þúsund hlutir í Ís- landssíma og formanns 700 þúsund hlutir. Varamenn fengu 100 þúsund hluti. Jafnframt var ákveðið að sami háttur yrði á greiðslu þóknunar 2002– 2003 nema hvað varamenn fá 17,5 þúsund hluti fyrir hvern fund, þó aldrei meira en nemur þóknun al- menns stjórnarmanns. Hlutabréfin verða afhent að loknum aðalfundi 2003. Miðað við gengið 1,5 á hlutabréfum Íslandssíma samsvarar greiðsla til al- menns stjórnarmanns því 525 þúsund króna stjórnarlaunum á ári eða tæp- um 44 þúsund krónum á mánuði. Fjarskiptafyrir- tækin of mörg Morgunblaðið/Ásdís Páll Kr. Pálsson, fráfarandi stjórnarformaður Íslandssíma, telur ástæðu til að kanna betur þá leið að bjóða út fastlínu-, farsíma- og fjárfestinga- starfsemi Landssíma Íslands sem aðskildar einingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.