Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 14
SUÐURNES 14 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Erum flutt á Skútuvog 6 OPNUNARTILBOÐ Sjón er sögu ríkari! Glæsilegur sýningarsal ur! NEMENDUR Gerðaskóla í Garði útbjuggu kaffihús á þemadögum í skólanum og skipulögðu þorpið Sandgarð milli Garðs og Sand- gerðis. Aðalþema þessarar skólaviku í Gerðaskóla er menning og list. „Við ákváðum að leggja áherslu á menningu og listir vegna þess að þær eru oft ekki nægilega sýni- legar í skólastarfi og ekki veitir af að vekja athygli á þeim,“ segir Erna M. Sveinbjarnardóttir skóla- stjóri. Nemendunum var skipt upp í aldursblandaða hópa sem tóku ýmis verkefni fyrir. Sem dæmi má nefna að nýsköpunarhópurinn hannaði rafknúna hringsnúru þannig að þvottasnúran snýst óháð veðri og vindum. Matarhóp- urinn setti upp kaffihúsið Kaffi- list. Þar var selt kaffi og kruðerí í gær og leiklistarhópurinn tók þátt í að skapa þar ekta kaffi- húsastemmningu. Börn úr 5. og 6. bekk voru í sköpunarhóp að búa til þorp sem á að byggja milli Sandgerðis og Garðs og voru meira að segja komin með nafnið á hreint: Sand- garður skal það heita. Í þorpinu á að vera öll hugsanleg þjónusta, meðal annars kvikmyndahús, Pizza 67, bakarí, lögreglustöð og keiluhöll. Fjöldi annarra hópa kom við sögu. Svo sá blaða- og ljós- myndahópurinn um að skrásetja það helsta sem var að gerast á þemadögunum og setja upp á heimasíðu skólans en hún er á slóðinni: gerdaskoli.ismennt.is Og hópurinn sá Suðurnesjasíðu Morg- unblaðsins einnig fyrir myndum. Þemadögunum lýkur í dag með árshátíð yngri barnanna. Þau eldri héldu sína árshátíð í gær- kvöldi. Búa til kaffihús og nýtt þorp Garður Sköpunarhópurinn með mynd af þorpinu Sandgarði sem hann bjó til. JÓHANN Geirdal skipar áfram efsta sæti á lista Samfylkingarinn- ar í Reykjanesbæ við komandi bæjarstjórnarskosningar. Sex efstu sæti listans eru skipuð í sam- ræmi við niðurstöður prófkjörs. Tillaga að fram- boðslista var sam- þykkt samhljóða á að- alfundi Samfylking- arinnar í Reykja- nesbæ í fyrrakvöld. Flokkurinn er með fjóra bæjarfulltrúa en tveir þeirra gáfu ekki kost á sér áfram í prófkjöri sem fram fór á dögunum, þeir Kristmundur Ás- mundsson sem var í öðru sæti og Kristján Gunnarsson sem var í því fjórða. Jóhann Geirdal, oddviti flokksins í minnihluta, og Ólafur Thordersen bæjarfulltrúi skipa tvö efstu sætin og varabæjarfulltrúarnir Guð- brandur Einarsson og Sveindís Valdimarsdóttir færast upp og eru nú í þriðja og fjórða sæti. Úrslit prófkjörins voru bindandi fyrir fimm efstu sætin en framboðslist- inn tekur að öðru leyti mikið mið af niðurstöðu þess. Skúli Thorodd- sen sem sóttist eftir einu af efstu sætunum en hafnaði í því sjöunda er þó ekki á listanum. Góð stemmning Jóhann Geirdal segir að mark- mið framboðsins sé að ná sem lengst og bæta við sig fimmta manninum, að minnsta kosti. Jó- hann segist ánægður með listann. Samstaða sé góð meðal frambjóð- enda. Þá segist hann bjartsýnn á komandi baráttu, sérstaklega í ljósi góðrar þátttöku í prófkjöri og góðri stemningu í kringum fram- boðið, ekki síst með öflugri þátt- töku ungs fólks. Frambjóðendur Samfylkingarinnar undirbúa kosn- ingastefnuskrá og halda í þeim til- gangi fjóra opna málefnafundi á næstunni, þann fyrsta næstkom- andi mánudagskvöld um skipulags- og atvinnumál. Listinn í heild er þannig skipaður, sam- kvæmt upplýsingum frá Samfylkingunni: 1. Jóhann Geirdal, kennari og bæjar- fulltrúi, 2. Ólafur Thordersen, fram- kvæmdastjóri og bæj- arfulltrúi, 3. Guð- brandur Einarsson, formaður Verslunar- mannafélags Suður- nesja og varabæjar- fulltrúi, 4. Sveindís Valdimarsdóttir, kennari og varabæj- arfulltrúi, 5. Eysteinn Eyjólfsson leiðbein- andi, 6. Friðrik Ragn- arsson, húsasmiður og körfubolta- þjálfari, 7. Gerður Pétursdóttir leikskólastjóri, 8. Agnar Breið- fjörð, verkstjóri og varabæjar- fulltrúi, 9. Andrea Gunnarsdóttir þjónustustjóri, 10. Brynjar Harð- arson bókavörður, 11. Sigríður Að- alsteinsdóttir, stuðningsfulltrúi og óperusöngvari, 12. Davíð Bragi Konráðsson verkamaður. 13. Mar- grét Hreggviðsdóttir verslunar- maður, 14. Jón Örvar Arason verk- stjóri, 15. Hafdís Helga Þorvaldsdóttir, leiðbeinandi og há- skólanemi, 16. Stefán Ólafsson verkstjóri, 17. Guðbjörg K. Jón- atansdóttir kennari, 18. Reynir Ólafsson viðskiptafræðingur, 19. Jenný Magnúsdóttir ráðgjafi, 20. Hilmar Jónsson, rithöfundur og formaður Félags eldri borgara, 21. Þórdís Þormóðsdóttir félagsráð- gjafi og 22. sætið, svokallað heið- urssæti, skipar Ólafur Björnsson skipstjóri. Jóhann Geirdal áfram í efsta sæti Reykjanesbær Jóhann Geirdal Framboðslisti samþykktur á aðalfundi Samfylkingarinnar BÆJARRÁÐ Sandgerðis harmar þá niðurstöðu Landsbankans að breyta ekki afgreiðslutíma útibús síns í Sandgerði til fyrra horfs. Málið verður skoðað í bæjarstjórn áður en næstu skref verða tekin. Bæjarráð Sandgerðis hefur fjallað um svör Landsbankans við kröfum bæjarstjórnar um að af- greiðslutími útibúsins verði lengd- ur aftur en bankinn ákvað fyrir skömmu að opna útibúið seinna á daginn en verið hefur. Ráðið ákvað að vísa málinu til bæjarstjórnar til umfjöllunar þar sem ekki lægju fyrir upplýsingar um tilhögun starfa hjá starfsmönn- um bankans í Sandgerði. Fram kemur í bókun að ráðið hafi fengið mikil viðbrögð frá bæjarbúum sem vilji fá afgreiðslutíma breytt til fyrra horfs. Loks er vakin athygli á því að þjónusta Íslandspósts skerðist við þessar breytingar, en afgreiðslan er í bankaútibúinu, og telur bæjarráðið póstþjónustuna óviðunandi eftir umræddar breyt- ingar. Harmar niðurstöðu Landsbankans Sandgerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.