Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ f a s t la n d - 8 0 3 0 - 1 6 0 3 0 2 S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + N Á N A R I U P P L † S I N G A R U M F E R M I N G A R T I L B O ‹ E R U Á W W W . E J S . I S Dimension 4400 er öflug bor›tölva frá Dell, sérhönnu› fyrir ungt og vaxandi fólk í flekkingarleit. Fermingarbörn og námsmenn fá öflugan Pentium örgjörva og stóran forritapakka til a› svífa um heiminn á netinu og gera n‡ja og spennandi hluti. Eins og engill R 164.700 m/vsk Pentium 4 1.7GHz, 256MB, 24xCD-RW, 40GB HD, hljó›kort, 17” skjár, 64MB nVidia GeForce2 MX TV-out, Trend vírusvörn, Windows XP, Harman Kardon hátalarar, ísl. lyklabor› og mús, MS Works forritapakki, 3ja ára ábyrg› 19” skjár í sta› 17”: 18.900 DeskJet 845 prentari (USB): 9.900 Garner Elite II leikjapakki: 7.500 Logitech QuickCam: 9.800 56k V. 90 mótald: 3.900 BENEDIKT Sveinsson, stjórnarfor- maður Sjóvár-Almennra, gagnrýndi Samkeppnisstofnun í ræðu sinni á að- alfundi tryggingafélagsins í gær. Hann sagði hagræðingartilraunir litnar hornauga af stofnuninni, þær gerðar tortryggilegar gagnvart neyt- endum. Hann sagði stjórnvöld verða að sýna samstarfi og samruna á markaði skilning, annars væri hætt við að samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja veiktist mjög. Mætt var fyrir 60,81% atkvæða á aðalfundinn. Samþykktar voru fyrir- liggjandi tillögur, annars vegar um greiðslu 25% arðs til hluthafa og hins vegar tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á eigin bréfum félagsins. Ólafur B. Thors lét af störfum for- stjóra félagsins 1. mars sl. en hann hafði gegnt starfi forstjóra ásamt Einari Sveinssyni allt frá samruna Sjóvár og Almennra trygginga og stofnunar Sjóvár-Almennra fyrir 13 árum. Einar mun nú gegna starfi for- stjóra einn og verða nokkrar breyt- ingar á skipuriti félagsins. Meginsvið félagsins eru orðin þrjú, þ.e. við- skiptasvið, tjónasvið og fjármálasvið, auk þess sem sett hefur verið á lagg- irnar innra eftirlit sem og sérstök lög- fræðideild. Einar og Benedikt þökkuðu Ólafi innilega vináttu og störf hans í þágu félagsins í ræðum sínum. Ólafur B. Thors var kjörinn í stjórn félagsins á fundinum í stað Kristins Baldursson- ar. Aðrir stjórnarmenn voru endur- kjörnir: Benedikt Sveinsson, stjórn- arformaður, Hjalti Geir Kristjánsson, Garðar Halldórsson, Guðný Hall- dórsdóttir, Kristinn Björnsson og Kristján Loftsson. Undir dagskrárliðnum önnur mál kvaddi Ólafur B. Thors sér hljóðs og þakkaði hlý orð í sinn garð. Hann þakkaði Benedikt og Einari Sveins- sonum afar gott samstarf til langs tíma. Ólafur þakkaði einnig starfs- fólki félagsins og minntist stofnunar Sjóvár-Almennra með sameiningu Sjóvár og Almennra trygginga fyrir 13 árum. „Hvorugur okkar Einars vissi hvernig myndi takast til þegar við fórum hvor fyrir sínu liði við sam- eininguna góðu forðum daga. En sameiningin heppnaðist eins og best varð á kosið og samvinna okkar Ein- ars líka. Í mínum huga er hún alveg sérstök,“ sagði Ólafur m.a. „Á síðari árum hefur bæst við nýr þáttur sem blómstrar sem aldrei fyrr en það er eftirlitsiðnaðurinn,“ sagði Benedikt Sveinsson. Hann sagði að samskipti Sjóvár-Almennra við Fjár- málaeftirlitið hefðu alla tíð verið mál- efnaleg og traust ríkt á milli aðila en ekki tortryggni. „Nú ber hins svo við að fram er komin ný valdastofnun sem er Samkeppnisstofnun. Hagræð- ingartilraunir af ýmsu tagi eru af þessari stofnun litnar hornauga og þær gerðar tortryggilegar gagnvart neytendum. Það er enginn vafi á því að ein sú hætta sem íslenskt atvinnu- líf býr við er hve miklu smærri mark- aðurinn er hér en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það er ekki hægt að láta eins og fyrirtæki hér á landi, sem keppa á markaði sem er jafnstór smáborgum á meginlandi Evrópu, séu hættulegir auðhringir. Með þessu hugarfari verða íslensk fyrirtæki aldrei annað en annars flokks keppinautar á opnum markaði og verða að lokum erlendum keppi- nautum auðveld bráð. Þegar til lengdar lætur hlýtur það þó að vera til hagsbóta fyrir landsmenn alla að íslenskum fyrirtækum sé búið sam- bærilegt samkeppnisumhverfi og þekkist í nágrannalöndunum. Ef fyr- irtækjum á Íslandi verður ekki gert kleift að keppa á jafnréttisgrundvelli við erlend stórfyrirtæki munu þau á endanum yfirtaka íslenskt atvinnulíf. Stjórnvöld verða því að sýna sam- starfi og samrunum á markaði skiln- ing því án slíkra möguleika er hætt við að samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja veikist mjög.“ Líftryggingar og öryggisrekstur Benedikt sagði jafnframt að ný við- horf í samkeppnismálum hefðu m.a. gert það að verkum að nánast væri útilokað fyrir íslensk vátrygginga- félög að sameinast um rekstur end- urtryggingafélags. Það væri miður því endurtryggingar væru vel þekkt- ar erlendis og viðurkenndur grund- völlur undir því að frumtrygginga- félög gætu tekið margs konar áhættu sem annars væri þeim ofviða. Í gær var tilkynnt um breytingar á eignaraðild að Securitas hf. Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf. hafa skrifað undir samning um kaup á 23,5% hlut Kaupþings banka hf. í Securitas. „Eins og áður hefur verið greint frá, var fyrir skemmstu gengið frá samn- ingi við Búnaðarbanka Íslands hf. um kaup á 36,5% hlut. Er hlutur Sjóvár- Almennra í Securitas því eftir kaupin samtals 60%. Að auki á félagið kaup- rétt að 25% hlut til viðbótar. Í gær skrifuðu lykilstjórnendur í Securitas hf., þeir Guðmundur Ara- son, Árni Guðmundsson og Pálmar Þórisson, undir samning við Kaup- þing banka hf. um kaup á hlut í Sec- uritas. Samtals eiga þremenningarn- ir nú 15% hlut í fyrirtækinu og að auki kauprétt á Sjóvá-Almennar að viðbótarhlut. Verði kauprétturinn nýttur til fulls munu áðurnefndir stjórnendur eiga liðlega þriðjungs hlut í Securitas,“ segir í fréttatilkynn- ingu. „Smæð og hörð samkeppni á ís- lenska vátryggingamarkaðnum gerir það að verkum að kostnaðarsamt er að sækja hvert stig í aukinni mark- aðshlutdeild,“ sagði Benedikt enn- fremur. „Þar sem Sjóvá-Almennar ætla sér til framtíðar að vera afl í ís- lensku viðskiptalífi þarf félagið að leita nýrra vaxtaleiða. Í framhaldi af stefnumótunarvinnu sem ráðist var í á haustdögum var gengið til viðræðna við þá lífeyrissjóði sem hlut áttu í Sameinaða líftryggingafélaginu um sölu á sínum hlutum. Þær viðræður hafa nú leitt til þess að Sjóvá-Al- mennar eiga nú 55% hlut í félaginu en á sviði líf- og persónutrygginga eru mörg ónýtt tækifæri. Það skal þó tek- ið fram að í gildi er hluthafasam- komulag er lýtur að innbyrðis for- kaupsrétti eigenda og verður því ekki ljóst fyrr en eftir u.þ.b. tvær vikur hvernig endanleg skipting verður á milli þeirra hluthafa sem eftir eru. Þá ætla Sjóvá-Almennar sér að taka meiri þátt í forvarnar- og öryggis- rekstri því bæði fellur sá rekstur vel að starfi félagsins og spár gefa til kynna að markaður fyrir öryggis- þjónustu muni vaxa mjög á komandi árum. Í framhaldi af þessari ákvörð- un var ráðist í kaup á meirihluta í Sec- uritas hf. Kjarnastarfsemi félagsins mun eftir sem áður vera vátrygginga- og fjármálarekstur. Sjóvá-Almennar munu því nýta sér þá kosti sem bjóð- ast kunna til frekari þátttöku í rekstri fjármálafyrirtækja. Fjármálarekstur er veigamikill þáttur í starfi félagsins og miklu máli skiptir fyrir viðskipta- menn þess að vel takist til um ávöxt- un þeirra fjármuna sem félaginu er trúað fyrir á hverjum tíma. Þá telur félagið það hlutverk sitt að vera þátt- takandi í íslensku athafnalífi svo ná- tengdir sem hagsmunir okkar eru viðgangi þess. Þess vegna mun félag- ið áfram fjárfesta í öflugum íslensk- um félögum þar sem arðsemi er að vænta,“ sagði Benedikt Sveinsson. BAUGSSAMSTÆÐAN skilaði 1,3 milljarða króna hagnaði á árinu 2001 samanborið við 591 milljónar króna hagnað á árinu áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld nam á árinu 1,7 milljörðum sem er svipað og árið áður. Áhrif hlutdeildarfélaga vega þungt í afkomu samstæðunnar en áhrifin námu tæplega 2,3 milljörðum króna. Tap varð hins vegar af reglu- legri starfsemi Baugs árið 2001 sem nemur 138 milljónum króna saman- borið við 809 milljóna króna hagnað ársins 2000. Segir í tilkynningu frá félaginu að afkoman á heimamark- aði sé óviðunandi, sér í lagi á mat- vörumarkaði, og stefnt sé að frekari hagræðingu og einföldun rekstrar. Velta Baugs jókst um 59% á milli ára og rekstrarkostnaður jókst um 63%. Skuldir samstæðunnar jukust verulega frá fyrra ári og nema nettóskuldir m.t.t. veltufjármuna nú 10,5 milljörðum króna. Stærstur hlutinn, eða 6,3 milljarðar eru vegna fjárfestingar í Arcadia, 3,1 milljarð- ur er vegna Bonus Stores og 1,1 milljarður vegna fjárfestinga í versl- unum á Íslandi og í Svíþjóð. Í til- kynningu segir að erlendar fjárfest- ingar Baugs hafi reynst félaginu arðsamar og þá sérstaklega Arcadia. Rekstrarhorfur á árinu 2002 eru taldar ágætar. Gert er ráð fyrir að markaðsverðmæti eignarhlutar Baugs í Arcadia geti hækkað enn frekar og mun Baugur einbeita sér að því að hámarka arð af þessari fjárfestingu sinni á næstu mánuðum. Þá hefur tekist að snúa rekstri Bon- us Stores til betri vegar og gert er ráð fyrir að hagnaður verði af fyrsta rekstrarárinu sem lýkur 30. apríl. Á heimamarkaði verður lögð áhersla á frekari hagræðingu og ein- földun í rekstri. Fjárfestingar á heimamarkaði munu ekki vera farn- ar að skila viðunandi arði og afkom- an er sögð óviðunandi. Þá eru við- tökur við Debenhams á Íslandi sagðar hafa verið viðunandi og áætl- að er að rekstur verslunarinnar verði farinn að skila hagnaði á haust- mánuðum 2002. Tekið er fram að uppbyggingu Baugs á heimamark- aði er lokið og einblínt verði á vaxt- artækifæri á erlendum mörkuðum. Rétt er að geta þess að hér er um árshlutauppgjör að ræða en fjár- hagsári Baugs hefur verið breytt þannig að því lauk 28. febrúar. Árs- uppgjörs er að vænta í maímánuði. Benedikt Sveinsson gagnrýndi Samkeppnisstofnun á aðalfundi Sjóvár-Almennra Samstarfi og samruna þarf að sýna skilning Morgunblaðið/Árni Sæberg Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra. 0   1 $%%                                                                                            "&,"'$    !"#$%& !$#'"(  "!& !)&  ! ' " &'! *+  &(#!*% *#&$'  &#!"$ ++,$- &,!( &&,*- #!$ "%$ $ &$ #$ '$ "$ $ &!$ #%$ &$ &!$ '$ '%$ '$    ( )*  *  )*  *  )*  *      ( % %%      (      Afkoman á Íslandi óviðunandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.