Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEISTARINN.IS TÓNLEIKAR verða haldnir í fyrsta sinn í Reykholtskirkju í Borgarfirði nk. á laugardag, þar sem leikið er á nýuppsett pípuor- gel kirkjunnar. Síðustu vikur hef- ur vinna við að koma orgelinu fyrir verið í fullum gangi og sér- fræðingar frá Danmörku dvalið í Reykholti við uppsetningu og stillingar. Orgelið var smíðað árið 1934 í Kaupmannahöfn og þjónaði í Dómkirkjunni í Reykjavík allt til ársins 1985 þegar Reykholts- kirkja festi kaup á því fyrir hina fyrirhuguðu nýju kirkjubyggingu sína. Í millitíðinni hefur hljóð- færið verið geymt hjá organista Reykholtskirkju, Bjarna Guðráðs- syni í Nesi, en var flutt út til Kaupmannahafnar fyrir rúmu ári síðan, þar sem samið var við þá orgelsmiðju sem upphaflega smíðaði orgelið „Frobenius & sønner“ um endurgerð þess og uppsetningu í kirkjunni. Hljóðfærið er á orgellofti kirkj- unnar og segir Bjarni að upp- runalegri gerð hafi verið haldið eftir fremsta megni en umgjörðin löguð að þessari kirkju. Upp- hafleg raddskipan, með 26 rödd- um, hefur fengið að halda sér og hefur orgelið 3 hljómborð og fót- spil. Bjarni vitnar til skrifa Páls Ísólfssonar, sem lengst allra spil- aði á þetta hljóðfæri, um að radd- skipan hljóðfærisins hafi upp- haflega verið ákveðin með hliðsjón af þeirri gömlu orgelhefð sem var í Þýskalandi frá tímum Bachs og þar áður. Tónleikar helgarinnar eru styrktartónleikar til fjársöfnunar fyrir orgelið, í tilefni endurkomu þessa hljóðfæris í íslenskt tónlist- arlíf. Þrír organistar sem þekkja hljóðfærið vel frá fyrri tíð leika á það á laugardag, en það eru þeir Marteinn H. Friðriksson, Kjartan Sigurjónsson og Haukur Guð- laugsson. Sameinaður kór Hvann- eyrar- og Reykholtskirkju syngur einnig við þetta tækifæri. Um páskana verður orgelið svo vígt formlega til notkunar að við- stöddum Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands. Gamla Dóm- kirkjuorgelið fær nýtt líf Reykholt Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Þessa dagana er unnið við lokafrágang á hinu nýgamla pípuorgeli. F.v. Bjarni Guðráðsson, organisti kirkj- unnar, sóknarprestur Reykholtskirkju, sr. Geir Waage, og Ole Høyer, orgelstillingamaður frá Danmörku. Frá Miðjarðarhafinu í apótekið þitt „Pharmaceutical - Grade“ ólífuolía í gelhylkjum með vítamínum, jurtum og/eða steinefnum. Heilsuleikur Þú gætir unnið ferð til Spánar! Aðeins í Plúsapótekunum www.plusapotek.is UM næstu verslunarmannahelgi 2.–4. ágúst verður haldið í Stykkis- hólmi 5. unglingalandsmót UMFÍ. Mótið er fyrir unglinga á aldrinum 11–16 ára. Lögð verður áhersla á fjölbreytta dagskrá bæði í keppni og leik fyrir alla fjölskylduna. Í Stykk- ishólm er fjölskyldan velkomin á þessari stærstu ferðamannahelgi ársins og ókeypis aðgangur fyrir þá sem þar vilja vera. Landsmótsnefnd boðaði til fundar með styrktaraðilum mótsins. Þar var mótið kynnt og skrifað undir sam- starfssamninga milli landsmóts- nefndar og fyrirtækja og samtaka. Mótið verður raunhæfur kostur fyrir allar fjölskyldur landsins sem vilja skemmta sér á heilbrigðan og skemmtilegan hátt. Þá er mótið framlag UMFÍ til að gera verslunar- mannahelgina að helgi hollustu og heilbrigðis. Framkvæmd mótsins er í höndum HSH og sameiginlegt verkefni allra ungmennafélaga á Snæfellsnesi, en mótið fer eingöngu fram í Stykkis- hólmi, þar sem allar aðstæður til mótahalds eru mjög góðar. Keppt verður í eftirtöldum grein- um hjá 11–16 ára krökkum: Knatt- spyrnu, körfuknattleik, frjálsum íþróttum, sund, skák, hestaíþróttum, golfi og glímu. Auk þessa verður boðið upp á hæfileikakeppni í tónlist, dansi, leiklist og rappi. Tíu atriði hljóta viðurkenningu og verða sýnd á kvöldvöku. Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á keppni verður boðið upp á tónleika, kvöldvökur, leiksýningar, leiktæki og útivistardagskrá. Mikill metnaður er lagður í dagskrána og undirbúning mótsins. Sérstök dag- skrá verður fyrir foreldra og yngri systkini og víst er að allir í fjölskyld- unni finna eitthvað skemmtilegt að gera og njóta þess að vera saman þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af áfengi eða öðrum vímuefnum. Aðstæður til mótahalds í Stykk- ishólmi eru mjög góðar. Íþrótta- mannvirki eru afar góð, ný sundlaug, nýlegt íþróttahús og góður íþrótta- völlur og byggingar grunnskólans í næsta nágrenni. Stutt er á milli allra keppnisstaða, svo það er auðvelt fyr- ir gesti að fylgjast með fjölbreyttri íþróttadagskrá. Á Unglingalands- mótinu munu í fyrsta skipti erlendir þátttakendur verða meðal gesta.. Gerður hefur verið samningur við Golfklúbbinn Mostra og Hesteig- endafélag Stykkishólms um að sjá um keppni í golfi og hestaíþróttum og hefur Stykkishólmsbær styrkt fé- lögin sérstaklega til að þau geti tekið verkefnið að sér. Helstu styrktaraðaðilar mótsins eru Búnaðarbanki Íslands, Áfengis- og vímuvarnaráð, Landssíminn, Stykkishólmsbær og Vífilfell. Landsmótsnefnd í Stykkishólmi: Jóhann Haukur Björnsson fram- kvæmdastjóri, Guðmundur Sigurðsson, Lilja Stefánsdóttir, Guðrún A. Gunnarsdóttir, Kjartan Páll Einarsson og Gunnar Svanlaugsson. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þessir krakkar úr Stykkishólmi eru klæddir bolum merktum unglinga- landsmótinu og munu taka þátt í því um verslunarmannahelgina. Fjölbreytt fjölskyldumót um verslunarmannahelgina Stykkishólmur Unglingalandsmót UMFÍ opið öllum börnum á aldrinum 11–16 áraflísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.