Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 41 ✝ GuðmundurLúðvík Jónsson fæddist á Ísafirði 25. desember 1920. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Bjarna- son smiður, f. 2. jan- úar 1881, d. 3. júní 1929, og Daníela Jóna Samúelsdóttir, f. 17 september 1888, d. 17. júní 1940. Þau eignuðust saman tólf börn. 1) Bjarni, f. 6. október 1908, d. 6. desember 1996. 2) Samúel, f. 7. janúar 1910, d. 11. apríl 1983. 3) Lúðvík Alex- ander, f. 10. ágúst 1911, d. 20. maí 1914. 4) Jón, f. 25. janúar 1913, d. 25. janúar 1913. 5) Mildenberg, f. 25. janúar 1913, d. 17. júlí 1914. 6) Guðmundur, f. 25. janúar 1913, d. 4. júlí 1915. 7) Lúðvík Alexander, f. 18 febrúar 1915. Féll útbyrðis af vélbátnum Einari og drukknaði 13. apríl 1935. 8) Guðrún, f. 12. desember 1916, d. 15. nóvember 1981. 9) Anna Kristín, f. 30. ágúst 1919, d. 5 júlí 1978. 10) Guðmund- ur Lúðvík, f 25. desember 1920, d. 15.mars 2002. 11) Árni, f. 20. júní dóttur. Börn þeirra eru: a) Sigríð- ur, f. 2. apríl 1966, d. 1. maí 1966, b) Birgir, f. 31. mars 1967, d. 27. október 1987, c) Guðmundur Lúð- vík, f. 6. desember 1970, hann á eina dóttur, og d) Ingi Valur, f. 18. júlí 1977, hann á eina dóttur. 3) Jón Lúðvík, f. 2. júlí 1949, d. 1. mars 1967. Dóttir hans er Jóna Lovísa, f. 11. nóvember 1967, og hún á þrjú börn. 4) Ólafur, f. 25. nóvember 1957, kvæntur Sally Ann Rudrud og þeirra sonur er Christian, f. 3. maí 1985. Sonur Sigríðar og fóstursonur Guð- mundar er Sævar Magnús Birg- isson, f. 9. júlí 1955, kvæntur Svanhvíti Leifsdóttur. Þeirra börn eru: a) Rakel, f. 26. febrúar 1976, b) Bryndís, f. 18. mars 1983, og c) Birgir, f. 8. janúar 1986. Guðmundur starfaði við húsa- smíðar framan af starfsævi sinni. Hann lauk meistaraprófi í húsa- smíði 1948. Árið 1949 flutti Guð- mundur ásamt fjölskyldu sinni frá Ísafirði til Súðavíkur og starfaði Guðmundur þar við smíðar og sjó- mennsku. Var hann til margra ára við hvalveiðar. Árið 1959 slitu þau Sigríður samvistum. Frá þeim tíma stundaði Guðmundur sjó- mennsku og var lengst af á togar- anum Ingólfi Arnarsyni frá Reykjavík og síðar á togaranum Svalbak frá Akureyri. Guðmund- ur flutti til Akureyrar 1976 og bjó þar síðan. Útför Guðmundar fer fram frá Höfðakapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. 1923, d. 26 ágúst 1993. 12) Alída, f. 22. desember 1924. Fyrir hjónaband eignaðist Jón Bjarnason soninn Pétur, f. 14. maí 1904, með Friðnýju Gunn- laugsdóttur frá Hlíð í Álftafirði, f. 18. apríl 1884, d. 15. apríl 1951. Pétur fór til Kanada 1922. Hann er látinn. Pétur eignað- ist 13 börn með konu sinni. Guðmundur kvæntist 24. október 1944 Sigríði Sigur- geirsdóttur, f. 12. ágúst 1924. For- eldrar hennar voru Margrét Sig- urðardóttir, f. 5. júní 1892, d. 14. maí 1971, og Sigurgeir Auðunsson frá Svarthamri í Álftafirði, f. 22. ágúst 1888, d. 24. maí 1924. Guð- mundur og Sigríður eignuðust fjögur börn: 1) Daníela Jóna, f. 19. september 1945, gift Sigurjóni Þorvaldssyni og eiga þau fjögur börn: a) Dagný Sigríður, f. 16. október 1963, hún á fjögur börn, b) Helga Margrét, f. 1. október 1968, hún á fjögur börn, c) Þor- valdur Lúðvík, f. 15. júní 1971, og d) Selma Dögg, f. 5. október 1979. 2) Grétar Geir, f. 27. nóvember 1946, kvæntur Agnesi Eymunds- Mig langar til að minnast afa míns með nokkrum orðum. Það er sárt að hugsa til þess að fara aldrei aftur í Smárahlíðina til að heimsækja afa en ég reyni að láta mér líða betur með því að hugsa til þess að nú sé hann kominn á betri stað og geti nú vakað yfir mér og öðrum. Ég tel mig vera lánsama að hafa haft afa í kringum mig allt mitt líf. Jafnvel þótt mikill aldursmunur skilji okkur að þá náðum við mjög vel saman og gátum hlegið saman að því er við töldum vera fáránlegt í þessum heimi. Við áttum margar góðar stundir saman og minnist ég þess að jólin hafi ekki byrjað fyrr en afi hafði gengið í hús og óskað mér gleðilegrar hátíðar. Jólin sem ég dvaldist erlendis eru mér sérlega minnisstæð þar sem ég gat ekki eytt með afa aðfangadagskvöldi eins og ég hafði gert alla mína ævi, né gat ég komið í afmæliskaffið til hans á jóladag. Skrýtin jól og eins og þau hafi alls ekkert komið það árið, ein- ungis vegna þess að ég var ekki með afa. Gummi afi hefur búið hér síðan ég man eftir mér og var alltaf gaman að kíkja í heimsókn til afa. Sem barn minnist ég afa þegar hann kom í heimsókn til okkar í Birkilundinn þegar hann var á leið heim til sín úr bænum. Hann tók iðulega strætó úr þorpinu í bæinn og kom svo við á brekkunni hjá okkur á heimleið. Strætóinn stoppaði rétt hjá húsinu okkar og oft sá maður afa ganga nið- ur götuna í ljósum sumarjakka með hatt á höfði og hafði afi iðulega með sér bláan ópal til að gefa mér. En eftir því sem árin liðu fór þessum heimsóknum að fækka og snerust við. Í vetur heimsótti ég afa mikið, einu sinni eða oftar í viku, og var þá að koma úr búðinni fyrir hann. Hver heimsóknin var frábrugðin annarri og alltaf gat maður treyst því að afi gladdist við að sjá mann. Heimsókn- irnar voru mislangar hverju sinni en alltaf gaf ég mér tíma til að spjalla við afa um lífið og tilveruna. Þessar stundir eru ómetanlegar og skilja mikið eftir sig. Hann fylgdist mikið með stjórnmálum og hafði ákveðnar skoðanir og varð þeim ekki haggað hvað svo sem menn reyndu. Hann hlustaði mikið á útvarp, hafði gaman af tónlist og fylgdist einnig með frá- bærum sögupersónum í sápuóper- um sjónvarpsrásanna. Þegar afi fór í aðgerðina í janúar hafði hann ekki tækifæri til að fylgjast með þessum einstöku þáttum og kom það í minn hlut að segja honum hvað hefði gerst í hverjum þætti. En hann gerði nú óspart grín að sér líka fyrir að horfa á þessa þætti. Um daginn spurði ég hann hvort hann hefði ekkert gaman af Skjá einum og hann sagðist nú ekki nenna að horfa á það, það væri svo mikil vitleysa, en var hins vegar fljótur að bæta því við að hann væri nú ekki svo gagn- rýninn á sjónvarpsefni og hélt áfram að horfa á sápurnar og hló. Afi hafði einstaka kímnigáfu og vissi maður aldrei á hverju eða hvers konar athugasemd maður átti von á þegar afi var annars vegar. Hann fylgdist vel með öllu í kring- um sig og var mjög athugull. Hann hafði gaman af því að spjalla við fólk og minnast liðinna tíma. Ég mun aldrei gleyma svipnum og ánægjunni sem kom yfir afa þeg- ar mamma kom með gamla mynd af mömmu hans afa ásamt öðrum kon- um, núna í janúar rétt eftir aðgerð- ina. Mömmu hafði verið færð þessi mynd og lét mamma stækka mynd- ina fyrir afa svo hann gæti skoðað myndina betur, hann varð svo þakk- látur mömmu fyrir að gera það og um leið hóf hann að segja okkur hverjar konurnar voru. Afi var alltaf mjög þakklátur fyrir það sem gert var fyrir hann og var engu líkara en maður flytti fyrir hann fjöll og mun ég ávallt líta upp til hans hvað bjart- sýni og þakklæti varðar. Ég vil kveðja þig, afi minn, með þessu kvæði, þú verður ávallt í huga mínum, yndislegur afi minn. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farinn ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (M. Jak.) Þín Selma Dögg. Þú ert alltaf vinur minn, þó við hittumst ekki um sinn. Það var allt svo gaman sem við gerðum saman. Þín barnabarnabörn, Sólveig, Sæþór, Sigurður Gísli og Daníela. Ég vil í nokkrum orðum minnast Guðmundar Lúðvíks Jónssonar. Það var fyrir réttum átta árum, á pásk- um 1994, sem leiðir okkar lágu fyrst saman. Ég var þá farinn að rugla reytum mínum saman við Lúllu son- ardóttur þína og við ákváðum að eyða páskafríinu á Akureyri, í mín- um gamla heimabæ. Megintilgang- ur ferðarinnar var sá að Lúlla og Kiddý litla, þá bara nokkra mánaða gömul, fengu færi á að kynnast fjöl- skyldu minni fyrir norðan. En Lúlla lumaði líka á afa á Akureyri, sem við ætluðum auðvitað að heilsa upp á. Mín fyrstu kynni af þér eru mér enn ljóslifandi í minni, þér lá auðvitað hátt rómurinn þegar þú komst til dyra og bauðst okkur í bæinn, kvik- ur varstu í hreyfingum, glettnin skein úr augunum og handtakið var þétt. Ég fann strax að ég var hjart- anlega velkominn, en þú varst nátt- úrlega strax rokinn inn í eldhús til að hella upp á könnuna og taka fram veitingar. Heimili þitt í Smárahlíð- inni var fallegt, skreytt blómum og myndum af öllum barna- og barna- börnunum þínum, svo maður minn- ist nú ekki á alla fallegu smáhlutina, s.s. skipsmódelin, fiskana, krabbana og kuðungana sem þú hafðir sankað að þér í gegnum tíðina. Veikindi þín voru þá þegar farin að setja mark sitt á þig, mest leiðstu fyrir lungnasjúkdóm þinn, mæðin og andþyngslin voru þér til trafala í dagsins önn, en sérstaklega þegar þér hitnaði í hamsi. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, en ég lærði það fljótt að það virtist ríkja þegjandi samkomu- lag í fjölskyldu þinni um að forðast að impra á viðkvæmum málefnum svo sem kvótakerfinu, dreifbýlis- málum og Greenpeace, því þá varst þú snöggur upp á lagið og lést ekki mæðina aftra þér að segja þína skoðun en þínir nánustu voru alltaf hálfsmeykir um að þessar heitu um- ræður yrðu þér hreinlega að aldur- tila. Hjartahlýjan og forvitnin um þína nánustu voru þér eðlislæg, þú fylgd- ist vel með öllum og spurðir ávallt mikið eftir afabörnunum þínum. Ég og Lúlla bjuggum um tveggja ára skeið á Akureyri, mér gafst þá oftar færi á að hitta þig, en eftir að við fluttum til Svíþjóðar hringdir þú oft til að forvitnast um hvernig við og börnin okkar þrjú hefðum það. Oft- ast hringdir þú síðla kvölds, enda var það þinn tími. Þú varst auðvitað barn þíns tíma, eitt sinn er við Lúlla héldum barna- afmæli og þú varst þar meðal ann- arra góðra gesta vildi svo til að allt leirtauið var uppurið í miðri veislu, svo ég dreif mig í eldhúsið til að vaska upp. Stuttu síðar fylgdir þú á eftir í eldhúsið og spurðir mig hvort það væri nú nauðsynlegt að hús- bóndinn stæði í sápulöðri upp að olnbogum í miðri veislu og helst vildir þú að ég hætti þessu stússi. Ég tók þessu sem glensi þá, en samt held ég að þér hafi verið fúlasta al- vara, en svona hefur tíðarandinn breyst. Nú réttum átta árum eftir að leið- ir okkar lágu fyrst saman kveð ég þig í hinsta sinn með söknuði og sorg í hjarta. Þú heldur áfram á öðr- um lendum og sú hugsun er huggun harmi gegn. Jón Reynir Sigurðsson. Í fáeinum orðum langar mig til að minnast föðurbróður míns, Guð- mundar Lúðvíks Jónssonar. Mummi, eins og við frændfólkið kölluðum hann, fæddist á Ísafirði á jóladag 25. des. 1920. Hann var því sannkallað jólabarn. Fyrstu níu árin ólst hann upp í stórum barnahópi á heimili foreldra sinna á Vegamótum á Ísafirði við glaðværð og áhyggjulaust líf. Þar var mikið spilað og sungið. Árið 1929 veiktist faðir hans og fyrir- vinna heimilisins, Jón Bjarnason smiður, og lést hann 1930 aðeins 48 ára að aldri. Þegar faðir hans veikt- ist fór Mummi til föðurbróður síns Guðmundar Bjarnasonar, bónda að Mosvöllum í Önundarfirði, og konu hans. Mummi kom aftur til móður sinnar og systkina vorið sem hann fermdist. Ávallt minntist Mummi verunnar á Mosvöllum með hlýju og ánægju. Hann gekk í unglingaskólann á Ísafirði og strax og hann hafði aldur til hóf hann að læra smíði hjá bróður sínum, Bjarna Jónssyni, og sótti bóklegt nám í kvöldskóla Iðnaðar- manna á Ísafirði. Árin liðu og hann lauk námi sínu með láði. Hann var mjög vandvirkur, af- kastamikill og ósérhlífinn iðnaðar- maður. Mummi festi ráð sitt og kvæntist myndarkonu, Sigríði Sigurgeirs- dóttur frá Súðavík, og settu þau saman bú sitt á Túngötu 11, Ísafirði. Þar fæddist fyrsta barn þeirra, stúlka sem skírð var Daníela Jóna eftir ömmum sínum. Stúlkan sú elskulega átti eftir að verða báðum foreldrum sínum mikil hjálparhella síðar á lífsleiðinni. Mummi og Sigríður bjuggu í nokkur ár á Ísafirði en fluttu svo til Súðavíkur. Þar eignuðust þau drengina Grétar Geir, Jón Lúðvík og Ólaf. Lítið var að gera fyrir smiði á þessum árum, en ekki var heima setið og einhver úrræði varð að hafa til að framfleyta fjölskyldunni. Kristján Þorláksson, frændi Sig- ríðar, var orðinn hvalveiðiskipstjóri fyrir sunnan hjá Hval hf og réðst Mummi til hans sem Háseti á Hval 8. Hjá honum var Mummi margar hvalavertíðir og hafði góð uppgrip. Vertíðirnar stóðu sumarlangt og að þeim loknum fór Mummi til Súða- víkur á vetrum og vann við það sem til féll. Brestur kom í hjónaband þeirra Sigríðar og slitu þau samvistir. Það lagðist mjög þungt á hann og þoldi hann illa það andstreymi. Um tíma lagðist hann í óreglu en hafði að lok- um sigur við Bakkus með hjálp barna sinna og Guðs. Hann fluttist suður til Reykjavík- ur og var lengi til sjós á togaranum Ingólfi Arnarsyni. Árið 1967, 1. mars, varð fjölskyldan fyrir þeirri sorg að sonurinn Jón Lúðvík, sem var aðeins 18 ára gamall, fórst í mannskaðaveðri með MB Freyju frá Súðavík. Jón Lúðvík var dugnað- arforkur sem var mikil eftirsjón af. Hafið gefur og hafið tekur var oft haft á orði fyrir vestan. Orð að sönnu. Árið 1976 flyst Mummi til Akur- eyrar fyrir atbeina dóttur sinnar Daníelu og manns hennar. Þar hélt hann áfram að stunda sjóinn, þá á togaranum Svalbaki uns hann fór í land um 1986. Á Akureyri leið honum vel, eign- aðist íbúð og lifði reglusömu lífi og naut návistar dóttur sinnar og fjöl- skyldu hennar. Hann hafði unun af því að ferðast og fór margsinnis á sólarstrendur. Barngóður var hann og hafði gaman að því að gleðja aðra. Okkur systkinunum á Bjargi þótti mjög vænt um þennan góða frænda okkar og alltaf var gaman að fá hann í heimsókn. Hann var söng- elskur og hafði gaman að flestri tón- list. Hann var líka heppinn í lífinu að eignast þessi miklu mannkostabörn og barnabörn sem hann elskaði heitt og var þakklátur fyrir hvað þau studdu við bakið á honum. Við systkinin Selma, Lára, und- irritaður, Fríða og Samúel, börn Samúels og Ragnhildar vottum eft- irlifandi börnum og barnabörnum og eins tengdadætrum og tengda- syni okkar dýpstu samúð. Í Guðs friði frændi. Brynjólfur Samúelsson. GUÐMUNDUR LÚÐVÍK JÓNSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. S. 555 4477  555 4424 Erfisdrykkjur Davíð Osvaldssonútfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.