Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ BORGARRÁÐSFULLTRÚAR eru almennt sammála um að ytri leið sé hentugari kostur Sunda- brautar yfir Kleppsvík og ef ákvörðun verður tekin um leiðar- valið á þessu ári má gera ráð fyrir að bygging Sundabrautar muni taka um fimm ár og gæti því verið lokið árið 2007. Ekki kemur til greina að mati borgarstjóra að Reykjavíkurborg „skeri á hnútinn“ og bjóði fram auka fjármagn til þessara framkvæmda. Sunda- brautin er ekki inni á Samgöngu- áætlun til ársins 2014 sem sam- gönguráðherra lagði nýverið fram og vöknuðu m.a. spurningar um vegtenginguna á hverfisfundi borgarstjóra í Grafarvogi á mið- vikudag. „Við erum að tala um all- nokkra milljarða og spurningin er sú hvort Reykvíkingar eigi að koma ríkinu upp á það að það leiti ódýrustu lausna þegar við eigum í hlut,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, „og ef leggja þarf sérstaklega í fram- kvæmdir þá eigi skattgreiðendur í Reykjavík að borga það sérstak- lega. Við hljótum að verða að gera kröfu til þess að við sitjum við sama borð og aðrir í þessu efni. Auðvitað munum við reyna það sem í okkar valdi stendur til að mæta ríkinu, en við getum ekki tekið það að okkur, ef svo má segja, að fjármagna það sem upp á vantar.“ Sundabrautin, nýtt Rimahverfi á Landssímalóðinni svokölluðu, lóð Áburðarverksmiðjunnar og skóla- mál voru þau málefni sem helst brunnu á fundargestum á hverf- isfundinum í Grafarvogi. Borgar- stjóri fjallaði meðal annars sér- staklega um íþrótta- og frárennsl- ismál sem hún sagði að myndu fá farsælan endi með nýrri dælustöð í Gufunesi árið 2003. Með þeim framkvæmdum væri lokið hreins- un strandlengjunnar í Reykjavík allt að Kollafirði, verkefni sem kostað hefur borgina um 6 millj- arða króna. Börn hlutfallslega fleiri en í öðrum hverfum borgarinnar Ingibjörg Sólrún hóf fundinn á því að draga fram sérstöðu Graf- arvogs í borginni. Hverfið er eitt það fjölmennasta, þar eru tæplega 18 þúsund íbúar og íbúasamsetn- ingin er ólík því sem gerist í borg- inni almennt. Aldraðir eru hlut- fallslega færri en í öðrum hverfum borgarinnar en börn á aldrinum 0– 12 ára hins vegar fleiri. „Því þarf að leggja svolítið mismunandi áherslur í hverfunum eftir því hvernig íbúasamsetningin er,“ sagði borgarstjóri. Ingibjörg Sól- rún sagði að þrátt fyrir að 14 leik- skólar væru reknir í Grafarvogi væri hverfið, að hennar mati, verr sett en flest önnur hverfi borg- arinnar hvað varðaði leikskóla- pláss. „Hlutfall barna á leikskóla er lægra hér en í mörgum hverf- um, vegna þess að hér hefur skort rými. Það helgast að hluta til að því, þó að það sé ekki skýringin, að þegar þetta hverfi var byggt, þó að það sé ekki gamalt, hefur ekki ver- ið gert ráð fyrir öllum þeim leik- skólalóðum sem hér í rauninni þyrfti.“ Borgarstjóri tíndi til helstu framkvæmdir sem eru á döfinni í hverfinu og taldi að kostnaður við framkvæmdir í hverfinu á vegum borgarinnar væri um 1 milljaður á þessu ári. Verið er að ljúka við margar skólabyggingar svo eru nýjar byggingar á döfinni, t.d. Ing- unnarskóli í Grafarholti. Þá nefndi hún mislæg gatnamót Vestur- landsvegar og Víkurvegar og nýja sundlaug fyrir skólasund. Borgarstjóri kynnti hugmyndir að skipulagi á lóðinni þar sem Áburðarverksmiðjan stendur í Gufunesi og borgin hefur nýverið fest kaup á fasteignum sem þar standa. Á svæðinu er gert ráð fyr- ir 3.200 íbúða byggð auk atvinnu- húsnæðis og að lóðir verði bygg- ingarhæfar árið 2006. Á skipulags- uppdrætti var sýndur möguleiki á göngubrú frá svæðinu út í Viðey, „sem gæfi skemmtilega möguleika og opnaði Viðey sem útivistar- svæði fyrir Grafarvogsbúa með allt öðrum hætti en verið hefur. Það gefur aftur möguleika á þéttari byggð á Gufunesi.“ Borgarstjóri ræddi um Sunda- braut í tengslum við Gufunesið og sagði að framkvæmdir við Sunda- braut og uppbygging á Gufunesi yrðu að haldast í hendur. Breytingar á skipulagi nýs Rimahverfis eftir íbúafund Borgarstjóri ræddi um nýtt skipulag íbúðarbyggðar í nýju Rimahverfi á Landssímalóðinni, sem oft hefur verið kennd við Gufunesradíó. Skipulagstillögur voru kynntar á íbúafundi í Graf- arvogi í vetur og voru mjög um- deildar. Í kjölfarið voru gerðar töluverðar breytingar á tillögun- um, háhýsi lækkuð og íbúðum fækkað. Skipulagstillagan er nú í auglýsingu og athugasemdafrestur rennur út 17. apríl. Áður en sá tími rennur út mun formaður skipulagsnefndar, Árni Þór Sig- urðsson, halda kynningarfund í hverfinu og mun, að sögn borg- arstjóra, verða tekið tillit til þeirra athugasemda sem þar kunna að koma fram við endanlegt skipulag svæðisins. Borgarstjóri var spurður af hverju Reykjavíkurborg hefði ekki keypt Landssímalóðina á sínum tíma. „Reykjavíkurborg á engan forkaupsrétt í þessu efni,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Við reyndum að semja um lóðina þegar Landssíma- málið við Suðurlandsbrautina stóð sem hæst og reyndum að fá hana í skiptum fyrir Landssímann. Þegar það mál gekk til baka gengu þau lóðamál einnig til baka og lóðin var seld. Við verðum að játa það að við höfðum ekki á okkur nægilegan andvara í því efni.“ Spurt var um hvernig skólamálum yrði hagað í nýja hverfinu þar sem Rimaskóli væri nú þegar einn fjölmennasti skólinn í borginni. Ingibjörg Sól- rún sagði að til greina kæmi að byggja skóla sem myndi hýsa yngstu deildir alls Rimahverfis, en eldri börnin yrðu í Rimaskóla. Framtíðarlönd borgarinnar í nágrenni Grafarvogs Borgarstjóri sýndi framtíðar- byggingarsvæði í nágrenni Graf- arvogs, og sýndi m.a. frumhug- myndir að byggð í hlíðum Úlf- arsfells. „Hvað land varðar, eigum við Reykvíkingar land langt inn í framtíðina,“ sagði hún. Borgarstjóri var spurður hvort aðrir möguleikar en Geldinganesið væru í skoðun fyrir höfn. „Reykja- víkurhöfn er ein stærsta gámahöfn á Norðurlöndunum,“ svaraði borg- arstjóri. „Höfnin er gríðarlega mikilvæg fyrir alla búsetu í land- inu og atvinnu á þessu svæði. Hún þarf að eiga sér framtíðarsýn. Eft- ir 20 ár þarf hún að fara að byggj- ast upp annars staðar en í Sunda- höfninni. Ekki hefur verið komið auga á betri kost en Eiðisvíkina hingað til. Nú kann vel að vera að næstu 20 árin finnist annar kostur. Meðan hann er ekki fyrir hendi er óðs manns æði að taka þetta hafn- arsvæði út af skipulagi án þess að sjá fyrir sér einhverja framtíð.“ Skólamál brunnu á gestum á vel sóttum hverfisfundi borgarstjóra í Fjörgyn Sérstök aldurssamsetning kallar á ólíkar áherslur Áhugasamir fundargestir skoða skipulagsuppdrætti af nýjum hverfum í nágrenni Grafarvogs. Morgunblaðið/Ásdís „Göngubrú frá Gufunesi og yfir í Viðey gæfi skemmtilega möguleika og opnaði Viðey sem útivistarsvæði fyrir Grafarvogsbúa með allt öðrum hætti en verið hefur,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri m.a. á hverfisfundi í Grafarvogi í vikunni. Grafarvogur  EINAR Jón Ásbjörnsson varði doktorsritgerð sína við Háskólann í Nottingham, Englandi, hinn 24. október síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið „Dispers- ion of grain re- finer particles in molten al- uminium“. Fjallar hún um dreifingu á kornasmækk- unarefni í bráðnu áli, en því er bætt í álbráðina til þess að bæta eiginleika álsins eftir útsteypingu. Einnig fjallar hún um innri efnisbyggingu mis- munandi kornasmækkunarefna og tengslin milli hennar og hegðunar þeirra í álbráðinni. Aðalleiðbeinendur Einars voru Graham McCartney, prófessor við Háskólann í Nottingham, og Þor- steinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands. Andmælendur í doktorsvörninni voru þeir John Campbell, OBE, prófessor við Há- skólann í Birmingham, og dr. And- rew Kennedy frá Háskólanum í Nottingham. Töldu þeir nið- urstöður Einars mjög athyglisverð- ar. Verkefnið var fjármagnað af Ís- lenska álfélaginu í Straumsvík og London & Scandinavian Metals Ldt. í Englandi. Verkefnið var unn- ið í þremur löndum, á Íslandi, í Bretlandi og í Sviss. Verkefnið skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta var gert tölulegt líkan af útsteypingu á áli, sem sýndi streymi álbráðarinnar í rennu frá biðofni að steypuvél ásamt dreif- ingu kornasmækkunarefnis í ál- bráðinni. Meginniðurstöður úr þessum hluta voru að korna- smækkunarefnið nær að dreifast vel um álbráðina á skömmum tíma. Líkanið sýndi auk þess áhrif mis- munandi hönnunar á rennum á dreifinguna og í kjölfarið var rennu að útsteypingarvél breytt vegna niðurstaðna úr straumfræðilík- aninu. Annar og stærsti hluti verkefn- isins fólst í því að skoða innri efn- isbyggingu mismunandi gerða af títanbóríð (TiB2) og títankarbíð (TiC) kornasmækkunarefnum. Þar kom í ljós, að mikill munur er á efnisbyggingu og óhreinindamagni í mismunandi kornasmækkunar- efnum. Síðan voru gerðar tilraunir með að leysa þau upp í álbráð á rannsóknarstofu og gera stöðugar mælingar á magni og stærðardreif- ingu þeirra í álbráðinni. Hægt var að finna samsvörun milli þessara þátta og kekkjunarhraða korna- smækkunarefnisins í bráðinni. Fundust agnir, sem mældust allt að 100 mm í þvermál, en það er mun meira en áður var talið líklegt. Lokahluti verkefnisins fólst í því að sannreyna niðurstöður verkefn- isins í vinnslulínu álvers. Fóru þær tilraunir fram í Chippis í Sviss. Þar fengust mikilvægar staðfestingar á niðurstöðum úr fyrri hlutum verk- efnisins. Einar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1988. Hann lauk CS-prófi frá véla- verkfræðideild Háskóla Íslands ár- ið 1993 og M.Sc.-prófi frá sömu deild árið 1996. M.Sc.-ritgerðin fjallaði um ál í kísiljárnsfram- leiðslu. Vinna við doktorsverkefnið hófst 1996. Jafnframt vinnu við doktorsverkefnið starfaði Einar sem verkefnastjóri á Iðntækni- stofnun Íslands frá 1999 til 2001. Einar leggur nú stund á frekari rannsóknir í Svíþjóð. Einar á einn son, Ásbjörn. For- eldrar Einars eru dr. Ásbjörn Ein- arsson efnaverkfræðingur og Jóna Guðbrandsdóttir. Einar Jón Ásbjörnsson Doktor í dreifingu á kornasmækk- unarefni í bráðnu áli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.