Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 31 UMHVERFISDAGURNorðuráls var haldinní annað skipti að hótelGlym á Hvalfjarðar- strönd í gær. Starfsmenn fyr- irtækisins kynntu þar áherslur og árangur fyrirtækisins í um- hverfismálum, ásamt umhverfis- vöktun á Hvalfjarðarsvæðinu síð- ustu árin. Einnig fór fram kynning á mati á umhverfisáhrifum vegna stækkunar álversins í allt að 300 þúsund tonn en framleiðslugeta verksmiðjunnar er nú 90 þúsund tonn. Íbúar á Vesturlandi, fulltrúar sveitarstjórna og fleiri gestir komu á umhverfisdaginn og kynntu sér hvað Norðurál að- hefst í umræddum málaflokkum um þessar mundir og sagði Tóm- as Már Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri tækni- og um- hverfissviðs Norðuráls, að fyrirtækið fagnaði jákvæðum við- horfum fólks í sinn garð. Höfum sýnt að við erum góðir grannar „Við höfum sýnt að við erum góðir grannar og þær niðurstöður sem við erum að kynna núna staðfesta að við höfum verið vel inn- an allra marka hvað snertir umhverfis- þætti og í samræmi við starfsleyfi okkar. Við teljum okkur því hafa staðið okkur vel og höfum einnig átt góð og jákvæð sam- skipti við alla í kringum okkur.“ Norðurál hyggst auka ársframleiðslu sína úr 90 þúsund tonnum í 300 þúsund tonn og ræðst tímasetning stækkunarinnar og hugsanleg áfangaskipting af niðurstöðum mats á umhverfisáhrifum og starfsleyfi ásamt samningum við stjórnvöld um raforku og hráefni og um fjármögnum verkefnisins. Í skýrslu Hönnunar hf. um mat á umhverfisáhrifum vegna stækkunarinnar er komist að þeirri niðurstöðu að mengun frá 300 þúsund tonna álveri verði vel innan viðmiðunarmarka utan þynningarsvæðis. Önnur umhverfisáhrif séu ekki þess eðlis að þau mæli gegn fyr- irhugaðri stækkun. 530 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum árlega frá 300 þúsund tonna verksmiðju Í skýrslunni segir ennfremur að rekstur álversins eftir stækk- un í 300 þúsund tonn muni valda útstreymi á gróðurhúsaloftteg- undum sem nemi um 530 þúsund tonnum á ári. Sé það innan þeirra marka sem lýst sé í stefnu íslenskra stjórnvalda um losun gróður- húsalofttegunda. Þá segir ennfremur í skýrsl- unni að niðurstöður umhverfis- rannsókna og vökt- unar á Hvalfjarð- arsvæðinu sýni að áhrif iðnfyrirtækj- anna á Grundar- tanga hafi verið inn- an þeirra marka sem sett voru í starfsleyfi þeirra og að áhrif á umhverfið hafi verið í lág- marki. Öll tæki og tækni sem til komi vegna stækkunarinnar verði sem fyrr af bestu fáanlegu gerð, þ.e. framleiðslutæki sem og tækni við hreinsun útblásturs með þurr- hreinsibúnaði. Ennfremur kemur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir muni ekki hafa áhrif á sérstæðar jarðmyndanir, einstæðan eða sjaldgæfan gróður, sjaldgæfar tegundir dýra eða mikilvæg varplönd eða uppeldissvæði fugla. Við loftdreifingarspá var áætl- að að útstreymi heildarflúoríðs verði að jafnaði innan við 0,5 kg á hvert framleitt áltonn og brennisteinstvíoxíðs að hámarki 21 kg. Í skýrslunni segir að raunlos- un núverandi framleiðslu sé nú um 0,34 kg flúoríðs og um 8,34 kg brennisteinstvíoxíðs á hvert framleitt áltonn. Samfélagsleg áhrif stækkunar- innar eru jákvæð og mun fjölgun starfa líklega stuðla að áfram- haldandi íbúafjölgun á Vestur- landi. Gert er ráð fyrir um 300–450 nýjum framtíðarstörfum í stækk- uðu álveri. Heildarfjöldi starfsmanna mun verða allt að 650. Þá er talið að varanleg áhrif stækkunar á þjóð- arframleiðlsu verði 0,5% en 0,6% á landsframleiðslu. Mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar stækkunar Norðuráls kynnt á umhverfisdegi í gær Mengun verður vel innan við- miðunarmarka Fyrirhuguð stækkun Norðuráls við Grund- artanga úr 90 í 300 þúsund tonn munu hvorki hafa áhrif á sérstæðar jarðmynd- anir né uppeldissvæði fugla en munu hafa jákvæð samfélagsleg áhrif eins og fram kom á umhverfisdegi Norðuráls í gær. Morgunblaðið/Jim Smart Íbúar af Vesturlandi og aðrir gestir komu á umhverfisdaginn og kynntu sér það sem var á döfinni í umhverfismálum Norðuráls. Tómas Már Sigurðsson anefnd í að gátu t sínum síðan til utnings. á þessu slínu og virkjun, slaveitu. m þess- rkjun sé þar með réttinda. iddur úr milljónir tæpar 2 dsvirkj- ð af for- er árið gin tóku rnsýslu- m hefur Í fyrsta m hvaða hver séu a. Í öðru ess hluta sem af- rskurða n þjóð- ýslu eru ðið sem örk hafa með til málaráð- um þjóð- élagsins og hins ýslu og ð er með afjarðar nleg af- greiðsla innan stjórnsýslunnar og verða því ekki kærðir til ráðherra sem æðra stjórnvalds. Þeir sem ekki sætta sig við þá geta hins veg- ar höfðað einkamál innan hálfs árs. Viðunandi fyrir flesta, að mati lögmanns ríkisins Ólafur Sigurgeirsson hæstarétt- arlögmaður flutti mál ríkisins. Hann sagði að úrskurðirnir yrðu skoðaðir sérstaklega í fjármála- ráðuneytinu en spurður um fyrstu viðbrögð sýndist honum að niður- staða óbyggðanefndar væri í stórum dráttum viðunandi fyrir flesta málsaðila. „Ég átti von á því að þjóðlendu- línan yrði dregin neðar í Biskups- tungunum en á einum stað fer hún alveg upp undir Langjökul. Það kom mér á óvart,“ sagði Ólafur sem að öðru leyti vísaði á fjármálaráð- herra vegna frekari viðbragða. Ekki náðist í Geir H. Haarde, sem staddur er á ráðstefnu í Mexíkó um þróunarmál. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, var hins vegar stadd- ur í Grímsnesinu í gær. Hann sagði ástæðu vera til að gleðjast yfir varnarsigri bænda, sem héldu sín- um eignarlöndum. „Auðvitað voru þær kröfur rík- isins ósanngjarnar og maður á ekki að hælast yfir því að þeim hafi verið hrundið. Hinu er ekki að neita að ríkinu var dæmdur grunneignar- réttur á nánast öllum afréttum Ár- nesinga. Það var eitthvað sem menn vonuðu að yrði raunin. Heimamenn munu skoða hvort málskotsfresturinn verði nýttur,“ sagði Ari. Honum sýndist einboðið að úr- skurðir óbyggðanefndar breyttu kröfugerð ríkisins í framhaldinu, það hlyti að hætta að ásælast heimalönd bænda. Ari sagði klárt að úrskurðirnir gæfu fordæmi. „Ég geri ekki ráð fyrir að þessi niðurstaða nefndarinnar hafi nokkra breytingu í för með sér varðandi upprekstur á afréttina. Hins vegar vakna spurningar um framhaldið, þ.e. hvort ríkið hafi þarna náð litla fingri og taki hönd- ina alla af næstu kynslóð bænda. Þetta snýst einnig um verðmæti námu- og vatnsréttinda, sem hrepparnir vonuðust til að halda.“ Í samræmi við væntingar Ólafur Björnsson var lögmaður Biskupstungna- og Hrunamanna- hrepps í þjóðlendumálinu. Í samtali við Morgunblaðið lýsti hann yfir ánægju sinni með úrskurðina. Ekki væri fallist á ítrustu kröfur ríkisins og eignarréttur jarðeigenda væri virtur. „Landamerkjabréfin halda að langstærstum hluta, en við eigum eftir að fara nánar yfir forsendur í úrskurðunum, sem eru langir. Al- mennt séð er niðurstaðan í sam- ræmi við okkar væntingar og vonir. Eins og við mátti búast eru afrétt- irnir innan þjóðlendunnar,“ sagði Ólafur, sem ekki vildi útiloka að hrepparnir leituðu til dómstóla til að fá úr skorið með afréttina. „Meginatriðið er að ríkið gerði kröfur inn á þinglýst eignarlönd og það voru landeigendur óhressir með. Nú hefur óbyggðanefnd hrint þeirri kröfu ríkisins. Undantekn- ingin er helst hluti af landi Miðdals í Laugardalshreppi, sem lendir inn- an þjóðlendunnar,“ sagði Ólafur. Böðvar Pálsson á Búrfelli, fyrr- um oddviti í Grímsnesi, sá til þess að allir fengju sæti í þéttsetnu þing- húsinu að Borg í gær. Að undan- skildum afréttarmálum sagðist hann vera sáttur við niðurstöðu óbyggðanefndar. Heimamenn hefðu mætt til fundarins áhyggju- fullir um að málaferli yrðu endalaus í framhaldi af úrskurðunum. Sá ótti væri nú ástæðulaus og flestir fund- armenn hefðu gengið glaðir úr húsi. umörk sjö hreppa í uppsveitum Árnessýslu ænda virt en t afréttina             # $"  %  & '  %                                              !    Morgunblaðið/RAX gær. Talið frá vinstri eru þau Halldór Jóns- n, formaður nefndarinnar og framkvæmda- agadóttir héraðsdómari. bjb@mbl.is TENGLAR ............................................ www.obyggdanefnd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.