Morgunblaðið - 22.03.2002, Page 27

Morgunblaðið - 22.03.2002, Page 27
Sambíóin í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri frumsýna The Time Machine með Guy Pearce, Mark Addy, Jeremy Irons, Samantha Mumba, Philip Bosco og Orlando Jones. ÆVINTÝRAMYNDIN The Time Machine eða Tímavélin, sem frum- sýnd verður í dag, er byggð á sí- gildri sögu HG Wells um vísinda- manninn Alexander Hartdegen, leikinn af Guy Pearce, sem bjó til tímavél og flakkaði fram og aftur í tíma. Í fyrstu vill hann breyta for- tíðinni, en þegar hann uppgötvar að það er ekki mögulegt, gefst hann upp og ferðast inn í framtíð- ina, til ársins 2030 og svo til ársins 2037, en lendir síðan allt að 800 þúsund árum fram í tímann þegar tvær tegundir mannkyns berjast um völdin. Vísindamaðurinn dregst inn í átökin, sem eru hvað hörðust á slóðum Morlocks grimma, sem leikinn er af Jeremy Irons, og það kemur í hlut Alexanders að frelsa fólkið undan ofríki Morlocks með því að berjast gegn ýmsum óvætt- um. Ekki hvað síst vill hann bjarga Möru, sem hann laðast mjög að og leikinn er af popp- söngkonunni Samantha Mumba, en hún er fædd og uppalin í Dublin og á írska móður og zambískan föður. Leikstjóri myndarinnar er Sim- on Wells, barnabarn bókarhöfund- arins, en hann skrifaði jafnframt kvikmyndahandritið ásamt John Logan. Þetta mun vera frumraun hans sem leikstjóri ef frá er talin leikstjórn teiknimyndarinnar Egypski prinsinn, sem Dream- works, fyrirtæki Steven Spiel- bergs, sendi frá sér á dögunum sem einnig stendur á bak við Tímavélina ásamt Warner Bros. Áður hafði Wells unnið þó nokkuð við auglýsingagerð og sem teiknari og tæknibrellumeistari við ýmsar bíómyndir, t.d. Who Framed Rog- er Rabbit og Back to the Future, en eins og gefur að skilja, skipa tæknibrellur stóran sess í mynd á borð við Tímavélina. Framleiðend- ur myndarinnar eru Walter F. Parkes og David Valdes. Leikarar: Guy Pearce (Memento, LA Confidential, The Count of Monte Christo); Mark Addy (The Full Monty, A Knight’s Tale, Down to Earth); Jer- emy Irons (Reversal of Fortune, The Lion King, Dead Ringers); Samantha Mumba (The Hot Mikado); Orlando Jones (Libery Heights, Evolution, The Replacements). Leikstjóri: Simon Wells. Guy Pearce í kvikmyndinni The Time Machine. Ferðast í tímavél LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 27 KVIKMYNDIN Ice Age er fjörug og gamansöm ævintýrateiknimynd fyrir alla fjölskylduna. Myndin gerist á ís- öld og slást áhorfendur í för með súr- um loðfíl, dularfullu letidýri og svakalegum sverðketti sem finna mennskt ungabarn, Roshan að nafni, á víðavangi og ákveða að bjarga því. Þeir leggja upp í langferð til að koma barninu aftur til ættflokksins og þar með undir mannahendur. En leiðin er ströng og hætturnar leynast víða svo félagarnir lenda í ótrúlegum æv- intýrum á leið sinni að settu marki. Við gerð Ice Age var það leikstjór- inn Chris Wedge sem leiddi mikið lið snillinga í tölvuteiknimyndagerð hjá Blue Sky Studios, en Wedge, sem er einn stofnandi fyrirtækisins, á ekki síst heiðurinn af því að Blue Sky Studios þykir nú í allra fremstu röð í gerð tölvuteiknimynda. Auk þess að leikstýra, hefur Wedge kennt tölvu- teiknimyndagerð við The School of Visual Arts í New York, en meðal mynda sem hann hefur komið nálægt má nefna: Bunny, Joe’s Apartment, Alien Resurrection, A Simple Wish og Star Trek Insurrection. Ice Age er unnin í samstarfi við Twentieth Century Fox þaðan sem framleið- andi myndarinnar, Lori Forte, kem- ur, en hún hefur jafnframt áralanga reynslu á sviði tölvuteiknimynda. Hún hóf sinn feril í framleiðslu teiknimynda hjá Disney þar sem hún vann m.a. að Toy Story, Runaway Brain, The Lion King og Pocahontas. Síðan lá leið hennar til Twentieth Century Fox þar sem hún hefur haldið áfram á sömu braut. Handrits- höfundar Ice Age eru Michael J. Wil- son, Michael Berg og Peter Ackerm- an. Tónlist er eftir David Newman. Íslensk talsetning myndarinnar fór fram í Stúdíó Sýrlandi og hafði Þórhallur Sigurðsson yfirumsjón með leikstjórninni auk þess sem hann talar fyrir Lúlla Letidýr. Aðrar leikraddir eiga: Felix Bergsson, Ólaf- ur Darri Ólafsson, Jóhann Sigurðar- son, Örn Árnason, Guðmundur Ólafs- son, Stefán Karl Stefánsson, Sig- urður Sigurjónsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Linda Ásgeirsdótt- ir. Leikraddir: Denis Leary (The Thomas Crown Affair, Hostile Hostages); Jack Black (High Fidelity, Shallow Hal); John Leguizamo (Moulin Rouge, Carlito’s Way); Ray Romano (Everybody Loves Raymond); og Goran Visnjic (Dr. Luka Kovac í ER). Leikstjóri: Chris Wedge. Ævintýri á ísöld Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó á Akureyri og Nýja bíó í Keflavík frumsýna Ice Age með íslensku og ensku tali. Atriði úr fjölskyldumyndinni Ice Age. ÞAÐ barna- og fjölskylduefni sem Disney-kvikmyndafyrirtækið hefur framleitt í gegnum tíðina er líklegast þekkt fyrir allt annað en háan raunsæisstuðul. Sem er allt í lagi í sjálfu sér, en þegar menn gleyma að vanda sig geta heimskulegheitin keyrt um þverbak. Þetta á að mörgu leyti við um nýjustu kvikmyndaafurð Disney, Snow Dogs, sem lýsir hrak- föllum tannlæknisins Ted Brooks (Cuba Gooding Jr.), sem rekur far- sælt fyrirtæki í sólinni í Miami. Þeg- ar honum berst dularfull erfðaskrá frá Alaska nær Ted að draga það út úr móður sinni að hann er í raun ætt- leiddur og á mjög svo óhefðbundna líffræðilega foreldra í smábæ í Alaska. Tannlæknirinn heldur því á hrímkaldar Norðurslóðir og kynnist þar skrautlegu mann- og sleða- hundalífi. Grunnhugmynd sögunnar er ekk- ert slæm í sjálfri sér, stöku atriði eru fyndin og sviðsetningin í Alaska skemmtileg og framandi. En hand- ritið er sem slíkt hið mesta moð þar sem öllum hugsanlegum vinsælda- vænum efnisþáttum er splæst saman á mjög ólipran hátt þannig að úr verður nokkurs konar ofurskrípa- leikur í anda hollywoodísks barna- efnis. Glamrandi tennur KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Brian Levant. Handrit: Jim Kouf o.fl. Aðalhlutverk: Cuba Gooding Jr., James Coburn og Joanna Bacalso. Sýn- ingartími: 99 mín. Bandaríkin. Buena Vista Pictures, 2002. SNOW DOGS (SLEÐAHUNDARNIR) Heiða Jóhannsdóttir EFTIR villt kráarkvöld ákveður vinahópurinn, sem eru breskir námsmenn, að safna saman öndum í andaglas. En einhver verður til þess að brjóta keðjuna áður en leikurinn er á enda með þeim afleiðingum að illur andi gengur laus meðal vinanna. Aðeins dauðinn blasir við þeim, sem komið hafa sér í þessar aðstæður, ef nást á að hrekja andann á brott. Þetta er söguþráður hryllingsmynd- arinnar Long Time Dead sem Laug- arásbíó frumsýnir í dag. Leikstjóri og handritshöfundur er Marcus Adams. Með helstu hlutverk fara: Joe Absolom (The Extremists, Dream, Antonia and Jane); Lara Belmont (Bread and Roses, The War Zone); Melanie Gutteridge (Amazons and Gladiators, Large, Greenwich Mean Time); Lukas Haas (The Pearl, Zoolander, Breakfast of Champions); James Hillier (Lucy Sulliv- an is getting married, All the King’s Men, Great Expectations); Alec New- man (Greenwich Mean Time, Principles of Lust). Háskalegt andaglas Laugarásbíó frumsýnir Long Time Dead með Joe Absolom, Lara Belmont, Mel- anie Gutteridge, Lukas Haas, James Hillier og Alec Newman. BÍÓMYNDIN Sidewalks of New York fjallar um samband ólíkra ein- staklinga í einni stærstu borg heims. Myndin er afsprengi leikstjórans Edward Burns, en honum hefur gjarnan verið lýst sem arftaka Woody Allen. Handbragð þessarar nýjustu myndar Burns þykir að minnsta kosti bera sterkan keim af verkum Allens. Leit að lífs- fyllingu Háskólabíó frumsýnir Sidewalks of New York með Edward Burns, Rosario Daw- son, Dennis Farina, Heather Graham, David Krumholtz og Brittany Murphy. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.